Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 5
ú vill Frarnsó
Þjóöhagsáætlun!
Jómfrúrræða
Reykjavík 13. nóv. — EG
Ragnar Jónsson (S) mælti fyrir
tveim þingsólyktunartillögum í
sameinuðu þingi í dag. Ragnar er
fyrsti varamaður landskjörinna
þíngmanna Sjálfstæðisflokksins
og situr nú á þingi í stað Matt-
Jiíasar Bjarnasonar. Hann er bróð
ir Ingólfs Jónssonar ráðherra.
Ragnar flutt; jómfrúræðu sína
er hann mælti fyrir þingsályktun-
artillögu um varnir gegn tjóni af
völdum Kötluhlaups. Rakti hann
nokkrum orðum sögu Kötlugosa og
benti á nauðsyn þess að gera viðeig
andi varnarráðstafanir bæði fyrir
byggðina í Álftaveri og eins fyrir
Víkurkauptún.
Þá mælti Ragnar og fyrir þings
áiyktunartillögu um samgöngu-
'bætur á Fjállabaksleið. Mikla
nauðsyn bæri til að brúa tvær ár
á Fjallabaksleið nyrðri og mundi
lcostnaður við það ekki tiltakan-
lega mikill. Hér væri um nauðsyn
lega samgönguleið að ræða, ef
Mýrdalssandur lokaðist og auk
þess væri þetta fjölfarin ferða-
mannaleið á sumrum.
Tvö ný mál voru lögð fram á
Alþingi í gær.
Þingsályktunartillaga um aukn
ar framkvæmdir tii heftingar
sandfolcs og uppblásturs við Þor
lákshöfn. Flutningsmenn Sigurður
Ó. Ólafsson (S) o.fl.
Frumvarp til laga um breytingu
á siglingalögum. Frumvarpið er
þess efnis að 3. málsliður 1. máls
greinar 225. greinar laganna iaili
Uiður.
Reykjavík 13. nóv. — EG
í dag kom til umræffu í samein-
uffu þingl þingsálylctunartilfaga
sem nokkrir Framsóknarmenn
flytja um samningu nýrrar þjóff
hagsáætlunar. Helgi Bergs (F)
mæltl fyrir tiliögunni, en Gylfi
Þ. Gíslason (A) viffskiptamálaráð-
herra, svaraffi ræðu Helga og
hrakti þá staffhæfingu hans, aff
í núverandi framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar væri gert ráff
fyrir afturför og benti áffherrann
jafnframt á, aff í áætluninni væri
gert ráff fyrir sama hagvexti og
i í öðrum OECD-ríkjjum næsta ára
I tuginn og væri þaff örari vöxtur
en veriff hefffi hér frá stríffsiökum
fram til 1959, en allan þann tíma
hefffi Framsókn haft nrikil áhrif
á gang og þróun efnahagsmála.!
I Ráðherrann benti og á aff þaff mark
sem sett væri í áætluninni væri
fyliilega raunsætt, en dómur1
Framsóknarmanna um hana væri
! hins vegar byggffur ó villandi upp
! lýsingum. Þá væri þaff og Iofs-
verff stefnubreyting hjá Framsókn
aff vera nú allt í einu fyl'gjandi
þjóffhagsáætlun, en slík áætlana-
gerff hefffi ekki fyrr fengiff bar
neinn hljómgrunn.
Umræffum var síffan frestaff þar
eff fundartíma var lokiff.
Helgi Bergs (F) sagði að í áætl-
un ríkisstjórnarinnar væri mark-
ið ekki sett nógu hátt, þetta væri
lágkúrulegt mark. Við yrðum að
setja okkur hærra mark en hin
OECD-ríkin gerðu, þar eð fólks
fjölgun væri hér meiri. Með áætl-
uninni væri gert ráð fyrir aftur-
för, sem við hefðum engan veginn
efni á. Væri mjög hættulegt að
starfa eftir áætlun, sem hefði svo
lágt markmið. Hann sagði enn-
fremur að við hefðum ekkert að
gera við varlegt mat í þessum efn
um.
AÐALFUNDUR FUJ í
Hafnarfirði verður haldinn
á sunnudaginn kemur í Al-
þýðuhúsinu í Hafnai’firði.
Fundurinn 'hefst kl. 2 e.h. Á
dagskrá eru venjulega aðal-
fundarstörf.
Gylfi Þ. GíslaSon viðskipta-
málaráðherra (A) kvaðst ekki geta
mælt með samþykkt þessarar þings
ályktunartillögu Framsóknar, þar
sem í henni
væri gert ráð
fyrir, að þing-
kjörin nefnd
annaðist samn-
ingu þjóðhagsá-
ætlunarinnar.
Slíkt þekktist
hvergi, að því
hann bezt vissi.
Áætlanagerð
ir væru jafnan |
taldar til verka j
íramkvæmda |
valdsins. Væri :
þessi leið eng- 1
an veginn til bóta, ef við einir j
tækjum hana upp. Engu að síður j
kvaðst ráðherrann fagna ýmsum
ummælum flutningsmanns um
nauðsyn framkvæmdaáætlana og
því sem þar um segði í greinar- ,
gerð tillöguíinar. Þetta væri í
fyrsta skipti, sem Framsókn
styddi eindregið þá stefnu, að
slíkar áætlanir skyldu gerðar.
Framsóknarmenn væru að
reyna að gsra litið úr því tak-
marki, sem sett væri í áætluninni
sagði ráðherrann. Þeir fullyrtu,
að þetta væri lægra en í ná-
grannalöndunum. Þetta væri ekki
rétt, hér gætti misskilnings, sem
stafaði af því að ekkj væri greint
á milli þjóðarframleiðslu og þjóð
artekna. Viðskiptakjör þjóðarinn
ar hefðu batnað undanfarin ár
og hefðu því þjóðartekjurnar auk
izt meir en þjóðarframleiðslan.
í áætluninni væri ekki gert ráð
fyrir að viðskiptakjör þjóðarinn
ar hefðu áhrif á þjóðarframleiðsl
una, enda væri slíkt ekki venja í
áætlanagerðum. 4% aukningin
ætti við þjóðarframleiðsluna.
Flutn’ngsmáður tillögunnar hefði
sagt okkur stefna niður á við, og
væru þeir útreikningar hans byggð
ir á framtíðartölum um þjóðar-
framleiðsluna og fortíðartölum
um þjóðartekjurnar. Væri dóm-
urinn því byggður á villandi upp-
lýsingum.
Ríkisstjórnin hefði ekki talið
ráðlegt að gera ráð fyrir örari
hagvexti en gert væri í nágranna-
löndunum. Það væri aðeins fyrir
tilstilli hægfara þróunar, að hægt
væri að auka hagvöxtinn í jafn-
háþróuðu þjóðfélagið og hér, þar
sem þjóðartekjurnar væru eins
háar á hvern einstakling og raun
bæri vitni. Við settum okkur í
þessum efnum sama mark og ýmis
háþróuðustu lönd heims.
Þéssj gagnrýni kæmi vissulega
úr hörðustu átt því stefnan í efna
hagsmálum hér frá stríðsiokum
fram til' 1957 hefði borið hófuð-
svip Framsóknarmanna og þá
hafði hagvöxturinn hér verið hæg
ari en í grannlöndum okkar. Nú
þegar gerð hefur verið róttæk
stefnubreyting teldi Framsókn
sig umkomna til gagnrýni. Slíkur
málflutningur væri ekki líklegur
til að öðlast hljómgrunn hugsandi
manna.
Það mark, sem sett hefði verið
í framkvæmdaáætun rikisstjórn-
arinnar væri fullkomlega raun-
sætt. Það borgaði sig ekki að
setja markið of hátt, þannig að
augljóst væri, að ekki væri unnt
að ná því, slíkt gæti og leitt til
margskonar óþæginda.
Þegar viðskiptamálaráðherra
hafði lokið máli sínu var umræðu
frestað, enda fundartíma lokið,
en þá voru enn tv.eir á mælenda-
skrá.
r
I stuttu máli
Reykjavík 13. nóv. — EG
★ Ásgeir Bjarnason (F)
mælti í dag fyrir þingsálykt-
unartiilögu um búfjártrygg
ingar o.fl. Benti hann á nauð
syn slíkra trygginga þar sem ;
landbúnaður væri all á-
hættusamur. Kvaðst hann
vona að þetta mál fengi
góða afgreiðslu á þingj sér
staklega þar sem komnar ,,
væru nú fram 3 tillögur, J !j
sem allar hnigu í þessa átt. $5
★ Böörn Jónsson (K) mælti
fyriy þ ings.ályktu n a•f:i11 ögu ! 3
um tryggingasjóð landbún, ;
aðarins. Kvað hann það J í
mjög ánægjulegt, að þrjár til **
lögur skyldu nú vera komn
ar fram um þetta efni á íj
þingi og sýndi það vissuléga, ; j
að hér væri um þarft mál að ; !
ræða. J!
★ Jón Skaptason (F) mælti
fýrir þi’fHilyMlf^a.rtiilÖgu ! j
um vesturlandsveg. Tillagan !;
er þess efnis að vegarstæði j>
vesturlandsvegar frá Elliðá J i
ám fyrir Kollafjörð verðj á ij
kveðið nú þegar þannig að !j
endurbygging vegarins gæti !;
hafizt þegar næsta sumar. ,;;!
Hann kvað það mjög bagá ;í
Iegt fyrir skipulag í Mos- JÍ
fellssveit, að vegarstæði
! skuli ekki hafa verið ákveð
ið og væri ástand vegarins
þarna um byggðarlagið mjög
slæmt og skjótra úrbóta
þörf.
«í-
I .MMWMWWMWWWWWIWW)
ATHUGANA ÞÖRF Á
RÆKTUNARMÖGULEIKUM
Reykjavík 13. nóv. — EG
Á dagskrá sameinaðs þings í
dag var fyrirspurn frá Eysteini
Jónssyni (F) um landþurrkun og
heildarmælingar í því sambandi
á Fljótsdalshéraði, hvað ríkis-
stjónin hefðj gert um fram-
kvæmd þingsályktunartillögu,
sem samþykkt var í apríl á fyrra
ári.
Landbúnaðarráðherra Ingólf-
ur Jónsson (S) svaraði fyrirspurn
inn; og vitnaði í bréf frá land
námsstjóra og búnaðarmálastjóra
þar sem ekki var talið unnt vegna
kostnaðar og skorts á starfsliði
að framkvæma þá athugun, sem
j gert var ráð fyrir í tillögunni, Hint(
vegar var í bréfinu bent á aðra
leið að láta athuga hverja jörcf
í héraðinu, og mætti þannig nát
sama markmiði með minni tii-
kostnaði. Ráðherrann benti á að
slíkra atliuguna mundi og börf ii
öðrum héruðum og mundi hanr.i
ræða það við Landnám íslands ogc
Búnaðarfélagið á hvern hátt fram
| lcvæmd þessara mála væri heppi *
legust. !
Eysteinn Jónsson (F) kvaðsfi
fagna því að þetta mál væri þc>
komið af'stað og kvaðst vona aö
haft yrði samráð við flutnings •
menn nefndrar tillögu um þessit
inál.
Húsnæðismálin
HÉR á landi er það beinlínis
kjaramark hverrar fjölskyldu
að eignast eigið húsnæði. Vissu-
lega eru allir sammála um að
keppa beri að þessu marki með
öllum tiltækum ráðum.
íbúðaverð hér hefur hækk-
að gífurlega undanfarin miss-
eri. Ekki þó vegna aukins til-
kostnaðar, heldur fyrst og
fremst vegna gífurlegrar eftir-
spurnar og ónógs framboðs. —
Þessi þróun gerir mörgum ein-
staklingum erfitt um vik að
eignast eigið húsnæði.
Við verðum að einbeita okk-
ur að því að finna hagkvæmari
byggingaraðferðir, hagnýta
okkur nvjungar og reynslu
grannþjóðanna í þessum efn-
um og umfram allt að byggja
íbúðir af skynsamlegum stærð-
um.
Við byggjum of stórt og byggj
um of dýrt. Það mun til dæmis
þekkjast að tveggja manna fjöl
skyldur ráðist í byggingu ein-
býlishúsa 160—180 fermetra að
stærð. Þetta er svo sannarlega
allt í lagi, hafi menn fjárráð
til að standa straum af bygging-
arkostnaði slíkra húsa. En því
miður er á þessum vettvangi oft
barizt meir af kappi en forsjá.
Menn reisa sér hurðarás um
öxl og baka sér margvíslega
erfiðleika, sem hægt væri að
sneiða hjá, ef gætt væri skyn-
semi og hófs.
Aðstoð hins
opinbera
Ríkið heldur uppi stuðningi
við húsbyggjendur. Þess stuðn-
ings njóta að vísu ekki allir.
Fari stærð íbúðar eða húss yfir
ákveðið takmark veitir rílcið
ekki lán út á viðkomandi fast-
eign. Þetta er bæði skynsamleg
og nauðsynleg stefna.
Nú mun láta nærri, að 1600
—1700 manns hafi sótt um lán
hjá Húsnæðismálastofnun rík-
l
isins. Fyrir dyrum stendur út-
hlutun lána, en ekki mun lána-
upphæðin hafa verið ákveðin.
Gefur þó auga leið, að til að
liðsinna þessum mikla fjölda
verður að hækka nokkuð þá
upphæð, sem áætluð er til út-
hlutunar á þessu ári.
Núverandi ríkisstjórn hefur
unnið vel og dyggilega að þess-
um málum. Aldrei hefur verið
úthlutað jafn miklu fé til íbúða
bygginga sem í stjórnartíð henn
ar. Samt hefur þörfin sjaldan
verið meiri. Stafar það, að
sjálfsögðu fyrst og fremst af
fólksfjölgun og ekki síður af
aukinni velmegun almennings
og þar af leiðandi auknum kröf
um til íbúða og annarra lífsþæg
inda.
Verkamanna-
búsíaðir
Verkamannabústaðakerfið hef
ur verið endurreist í tíð núver-
andi ríkisstjómar. Það gegnir
merku hlutverki og ber því að
efla það í hvívetna. Það gerir
þeim lægstlaunuðu í þjóðfélag-
inu mögulegt að eignast eigið
húsnæði. Það fólk, sem lögin
um verkamannabústaði hjálpa,
mundi að öðrum kosti ekki geta
eignast eigið húsnæði.
Við verðum í byggingarmál-
unum, sem og öðru, að gæta
hófs og skynsemi, og Ieggja
ekki á okkur meiri byrðar en
við getum borið án þess að
kikna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. nóv. 1963 $