Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 3
Moskvu, 13. nóvember (NTB-Reuter) BANDARÍKIN kröfðust þess í dag, aS bandaríski prófessorinn Frede- rick C. Barghoom, yrði látinn laus þegar í stað. Rússar hafa handtekið Barghoom og halda því fram, að hann hafi stundað njósn- ir í Sovétríkjunum. Sendiherra Sovétríkjanna í Was hington var í dag kvaddur í banda ríska utanríkisráðuneytið. Honum var tjáð, að handtaka Barghoom gæti haft mjög óheppilegar afleið- ingar í för með sér í starfinu að bættum samskiptum Sovétrikjanna og Bandaríkjanna. Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Foy Kohler, gekk á fund Valerin Zorins varautanrikisráð- herra Rússa og mótmælti hand- tökvmni. Kohler neitaði því, að Barghoorn hefði gerzt sekur um njósnir. Kohler hafði ætlað að hitta Gromyko utanríkisráðherra, en var sagt, að hann væri á fundi með danska utanríkisráðherranum, Hækkerup. Einn starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Moskvu sá Barg- hoorn, sem er sérfræðingur um sovézk málefni, á Metropol-hótel- inu í Moskvu. Hótelstarfsmaður sagð í dag að Barghoorn hefði farið til Bandaríkjanna 31. októ- ber. Þetta styður þann gmn, að pró- fessorinn hafi verið handtekinn á flugvellinum þegar hann ætlaði að fara úr landi. Sprenging i filraunasföð San Antonio, 13. nóv. (NTB-Reuter) MIKIL sprenging varð í dag i leynilegri tilraunastöð bandarísku kjarnorkunefndarinnar I San An- tonio í Texas. Ekki var skýrt frá því í fyrstu hve tjónið hefði orðið mikið, en gluggarúður brotnuðu í 16 kiló- metra fjarlægð. Rykskýin eftir sprenginguna sáust langar leiöir. Formælandi tilraimastöðvarinn- ir sagði, að það hefði fyrst og fremst verið TNT sem hefði sprengzt í loft upp, en ekki væri vitað nánar um málið. Berbar og Ben Bella sættast Algeirsborg, 13. nóvember (NTB-AFP) OPINBER staðfesting fékkst á því að sættir liafa tekizt með Ben Bella forseta og foringjum kab- ýlskra uppreisnarmanna í tilkynn ingu, sem gefin var út í dag og undirrituð er af Mohand ou el Hadj ofursta. Foringi kabýlsku skæruliðanna, Mohand ou el Hadj, var á sínum tíma yfirmaður kabýlska her- stjórnarsvæðisins í alsírska Frels- ishemum. í tilkynningunni segir, að allir pólitískir fangar verði látnir laus- ir, Allar ákærur, sem bomar hafa verið gegn þeim eða öðrum á póli- tískum grundvelli verða látnar nið ur falla. Öllum pólitísku föngun- um og pólitískum afbrotamönnum, sem lýst hefur verið eftir, verður leyft að taka við fyrri störfum sín- um, o. s. frv. HAILSHAM Iávarður hefur tekið lífinu með ró síðan bar- átta hans og stuöniugsmanna hans fyrir því, að haun yrði val- inn eftirmaður Macmillans for- sætisráðherra fór út um þúfur, Myndin, sem tekin var að hehn- ili hans í London, sýnir þetta ljóslega. Nú hefur Hailsham heitið að styðja Sir Alec Doug- Ias-Home, hinn nýja forsætis- ráðherra, og hann heídur emb- ættum sínum í stjórninni. Hailsham lávarður lýsti því yfir í baráttunni fyrir því, að liann yrði eftirmaður Macmil- lans, að hann hygðist afsala sér aðalstign og bjóða sig fram til Neðri málstofunnar sem Mr. Quintin Hogg, en undir því nafni átti hann sæti á þinginu áður en hann erfði aðalstign- ina. Þótt lávarðurinn hafi ekki vUjað ræða þetta síðan er al- mennt talið, að hann yfirgefi Lávarðardeildina brá'ðlega og bjóði sig ef tU vill fram í kjör- dæminu Sudbury og Wood- bridge. Fyrrverandi þingmaður þess kjördæmis, John Hare, sem var fiskimálaráðherra á dögum „þorskastríðsins”, hef- ur veriö a'ðlaður og skipaður forma'ður íhaldsflokksins. PPREISN 1ÆLD NIÐUR í DAODAD 1 FRETT 1 * ,R .1 STUTTu IVtALI ^ Damaskus, 13. nóvember (NTB-Reuter) HppreisnartUraunin í írak í dag var bæld niður á rúmum þrem tímum, herma góðar heimildir í höfuðborg Sýrlands, en þar hafa ••WHIWIWWWtWUWWWWIWi Sýning á afmæli ✓ Arna Magnús- sonar í Kaupmannahöfn, 13. nóv. (NTB-Reuter) KONUNGLEGA bókasafnið í Kaup mannahöfn opnaði í dag sýningu í tilefni af 300 ára afmæli Árna Magnússonar. Sýningin lýsir frábærum hæfi- leikum Árna Magnússouar tU þess að bjarga gömlum norrænum og íslenzkum handritum. menn góð sambönd við systurlýð- veldið írak. Útvarpið í Bagdad, sem ekkert heyrðist í eftir loftárás á forseta- höllina fyrr um daginn, hóf út- sendinguna að nýju með því að endurtaka áskorun frá Ifassan A1 Bakr forsætisráðherra. Jafnframt var skýrt frá því, að útgöngubanni því, sem lýst hafði verið yfir í höfuðborginni, væri af- létt aftur frá kl. 20.00 eftir staðar- tíma. í tilkynningu frá landvarna- ráðherranum, Ammash hershöfð- ingja, var öllum liermönnum og þjóðvarðarliðum í Bagdad skipað að halda til sveita sinna þegar í stað. í Damaskus var skýrt frá því, að sendinefnd fjögurra manna úr þjóðlegu byltingarstjórninni í Sýr landi væri farin til Bagdad. í nefndinni eru formaður Byltingar ráðsins, Amin A1 Hafez, hershöfð- ingi og forsætisráðherra, aðalrit- ari Baath-flokksins, Micliel Aflak og tveir menn aðrir. Áreiðanleg heimild í Damaskus staðfesti, að nefndin mundi ræða ástandið í írak við herforingja og stjórnmálaleiðtoga í Bagdad. Sýr- land og írak hafa gert með sér hernaðarbandalag og ræða algera pólitíska 'einingu. Útvarpið í Bagdad hélt áfram út sendingum sínum síðdegis með því að leika ættjarðarlög og hergöngu lög, en oft var gert hlé ó tónlist- inni til þess að endurtaka skipanir herstjórans til bakara verkamanna og annarra að halda til vinnu sinn ar. Enn hafa menn ekki ljósa mynd af klofningnum í flokknum, en í einni frétt Bagdad-útvarpsins um nýja forystu Baat-flokksins kemur fram, að Saleh A1 Saadi, sem til þessa hefur gegnt valdamikiUi stöðu, á þar nú ekki sæti. Útvarpsfrétt frá Kairó hermir, að A1 Saadi hefði komið tll Spán- ar með herflugvél frá írak þegar í gærkvöldi. í sömu flugvél var Hamil Abdel Majid og þrír menn aðrir úr b(rtt- ingarráðinu. Formælandi spönsku stjórnarinnar staðfesti síðar í dag, Framh. á 11. síðu. SÆNSKIR KOMMAR KLOFNIR ★ STOKKHÓLMI, 13. nóvem- ber (NTB) — Hinn 64 ára gamli leiðtogi sænskra kommúnista, Hilding Hagberg, sagði í dagr, að hann mundi láta af störfum formanns flokksins á flokks- þinginu í janúar. Hann kvaðst vera heilsuveill og bar til baka orðróm nm, að ástæðan fyrir þessu væri gugmrýni yngri manna í kommúnistaflokknum I‘ó er búizt við viðtækri hreins- un í forystu flokksins á flokks- þinginu. NÝR STJÓRNARLEEÐ- TOGI í RABAT ★ RABAT, 13. nóvember (NTB euter) — Hassan konungur II. skipaði í dag 54 ára gamlan ó- háðan stjóramálamann, Ah- med Bahnini, forsætisráðherra stjórnar þeirrar, sem kynnt var þinginu í fyrradag. Flestir hinna 14 ráðherra úr flokki kon ungssinna. ULBRICHT FÆR 100% ★ BERLÍN, 13. nóvember NTB Reuter) — Austur-þýzka þing- ið kaus austur-þýzka kommún- istaforingjann Walter Ulbricht einróma í dag formann ríkis- ráðsins, en sú staða samsvarar stöðu ríkisleiðtoga. KÓLERU-FARALDUR ★ KALKÚTTA, 13. nóvember (NTB-Reuter) — Yfir 2.500 manns hafa beðið bana á undan förnum f jórum mánuðum í kó- lcrufaraldri, sem herjar í norð austanverðu Indlandi og í fylk- inu Maharashtra, norður af Bombay. KARJALAINEN FÆR TRAUST ★ HELSINGFORS, 13. nóv- ember (NTB-FNB) — Stjórn Ahti Karjalainen fékk trausts- yfirlýsingu á þingi í dag. Van- trauststillaga kommúnista og jafnaðarmanna var felld. Van- traustið var rökstutt með van- trú á stefnu stjórnarinnar í efnaliagsmálum. USA vill fram- sal Barghoorns ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. nóv. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.