Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 11
Feimnismál KSl Framh. af 10. síðu ar og Breiðabliks fór fram, mót- mælti KS enn kröftuglega, en ekk ert beit á málsvara réttlætisins. Þróttur „bar sigur úr býtum“ i 2. deild. Þetta vakti gleði syðra, ef dæma má ummæli sumra dagblaðanna. Ég rakst m. a. á það í Þjóðvilj- anum, að nú væri lausnin fundin, þetta leiðindamál úr sögunni og allir gætu sætt sig við orðinn hlut. Það er m.o.ö. nóg, ef framinn er glæpur, að caka bara einhvern sem ekki er líklegur til að mót- mæla, dæma hann og refsa, og all- ir geta farið heim og verið glaðir, því lausnin er fundin og réttlæt- inu hefur verið fullnægt. — Af hverju taka menn ekk; einka- leyfi á svona snjallri röksemda- færslu? Grein Tómasar Hallgrímssonar, formanns KS sem birtist í dagblöð unum meira en lítið gruggugt í fari stjórnar KSÍ. Greinin hefur vakið mikið umtal og hlotið hrós þeirra, sem í alvoru vilja að heiðar leiki sé í hávegum hafður innan íþróttahreýfingarinnar. Öðru máli er að gegna með svar grein formanns KSÍ. Þar er að vísu reynt að klóra í bakkann þó hár sé, en forðast að svara flestu sem máli skiptir í grein Tómasar. Aðalinnihald svarsins er, að stjórn KSI hafi ekki verið kunn- ugt um hinn rétta aldur umdeilds pilts, og allt svarið eftir því. For- maðurinn sneiðir m. a. hjá því að skýra símtal Ingvars Pálssonar 1. ágúst, er Ingvar hringdi til Tóm- asar og kvað allt í lagi með að láta piltinn, eða reyndar piltana, leika með. Á fjölmennum fundi, eftir að deilan var hafin, gafst KS-ingum kostur á að hlusta á segulbands- upptöku þar sem hinn sami Ingv- ar viðurkennir, í símtali við Tóm- as, að hann hafi hringt umræddan dag, viðhaft umrædd orð og vitað um aldur piltsins. Formaðurinn aneiðir líka hjá að evara hvers vegna hann hafnar kröfu KS um aðgang að leikskýrsl um 1. flokks liða í sumar, en krafa þessi er sprottin af ummælum Jóns Magnússonar, stjórnarmeð- lims KSÍ, um að mál skyld ,,broti“ KS væru algeng samningsatriði milli félaga í Reykjavík. Hvað er þá verið að fela, ef þetta er ekki rétt? Það vill nú svo til að Jón þessi hefur með allar leikskýrslurnar að gera, þær eru í hans íórum, og það ætt; því að vera hægt að trúa ummælum hans, sem reyndar eru vottfest. Formaðurinn veit ckki til að neitt slikt hafi skeð, þó Jón viti það. — Hefur íormaðurinn þá ekki trúnað Jóns? Formaður.nn forðast að minnast á yfirlýsingu sína um það r.ð ail- ar kærur frá KS yrðu salíaðar. Eftilvill er það vegna þess að hann er ekki vanur að standa í rifrhdi. Það er leitt að þurfa að hryggja þennan nýbakaða saltanda með því að fullyrða, að honum munu ekki berast margir farmar af hráefni frá KS á söltunarstöð hans, því KS hefur hingað til unnið sína sigra í heiðarlegum leik á leikvelii, en ekki með aðstoð vafasamra laga- króka fyrir skrípadómstól, og svo mun verða framvegis. Þá er það alger misskiiningur hjá formanni K.S.Í. að þetta sé pukursmál, sem ekki sé rétt að ræða í blöðum. Knattspyrnuíþróttin á sér marga unnendur hér á landi, sem láta sér ekki á sama standa hvernig mál- efnum íþróttarinnar er stjórnað. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra á þess engan kost, af skiljanlegum á stæðum, að sitja þing K.S.Í. og fylgjast þar með málum, og frétt- ir hafa hingað til ekki verið upp á marga fiska. Knattspyrnuíþrótt- in er almenningseign, ef svo mætti að orði komast, og allt sem henni viðkemur líka, þó ýmsir framámenn þar séu á öðru áli. Stjórn K.S.Í. getur ekki stungið höfðinu niður í sandinn eins og stiútur, hún verður að svara, ann ars verður þögn hennar cekin i'vvr það, sem hún eflaust er= Blygðun eftir unnið óhæfuverk. Það er fernt, sem í ljós heíur komið við skrif þessi, að breyta þarf í reglum og starfsháttum K.S.Í. í fyrsta lagi þarf að „loka“ 2. og knattspyrnumenn til Færeyja ÍÞRÓTTASAMBAND Fær- eyja verður 25 ára á þessu ári. í því tilefni hefur sam- bandið' beðið HSÍ og KSÍ að senda úrvalsflokka til Fær- eyja, en Færeyingar greiða bæði fæði og uppihald. Hald ið verður upp á afmælið í júlí næstkomandi. Norðurlandamót kvenna í Rvík 28. júní til 5. júlí í sumar ETNS og skýrt hefur verið’ frá, fer Norðurlandamót kvenna í handknattleik utan- húss fram í Reykjavík og e. t. v. náprenni dagana 28. júní ti.l 5. júií næstkomandi. Þrjár þjéðir hafa þegar tilkynnt þátttöku, þ. e. Danir, Finnar og Svíar. Búizt er við, að Morðmenn scndi einnig lið og þá mumi hinir erlendu gestir í samhandi við mótið verffa 70—80 að fararstjór- um, þjálfurum og blaða- mönnum mefftöldum. Liffin mnnu taka leiguflugvél sam- ejgjnlega, sem Xeggur upp frá Gautaborg. HSÍ hefur skipaff sérstaka fraTrlcvæmdanefnd, en í i. s «voi Einarsson, Valgeir Ársælsson, Rúnar I son. Jéhann Eivarffs- sor> og Sigurgeir Guffmanns- son. Nefndin hefur sér til aff- sto*’ar fimm undirnefndir! íslenzkar stúlkur æfa af krafti fyrir þessi átök, en á sí’ffasta móti, sem fram fór í Srúbjóð varð ísland í öðru sæt>. Þiátfari kvenfólksins er Pétnr Bjarnason,, en lands- liðsnefndina skipa Pétur Bjarnason, Sigurður Bjarna- son og Birgir Björnsson. /WWtWWWWWMWWWW deild, þ.e. að takmarka fjölda þátt tökufélaga. Núverandi fyrirkomu- lag skapaði aigert öngþveiti í A- riðlinum. í öðru lagi er nauðsynlegt að slá varnagla við því ef ekki jfást línuverðir með dómaraprófi. Það ætti að nægja að viðkomandi knattspyrnuyfirvöld samþykktu línuverði, sem að þeirra dómi eru hæfir til starfans, ef ógerlegt er að fá mann með dómarapróf, nema hagur söltunarstöðvar K.S.Í. megi sín meira en hagur íþróttarinnnr. í þriðja lagi þarf að lagfæra á- kvæðin um aldurstakmörk og skýra þau. Ég veit ekki hvaðan fyi irmyndin að þeim er runnin og til að finna orsök túlkunar dóm- stóls K.S.Í. á reglunum, þarf á- reiðanlega fleiri sálfræðinga en Is lendingar eiga, en ég veit það, að ef slíkt atvik, sem deila þessi stafar af hefði t.d. skeð með frænd um vorum Svíum sem eru mikil knattspyrnuþjóð, hefðu viðhorfin verið önnur. Þar er allt gert til framgangs íþróttinni, og fjöl- mennum félögum ekki gert hærra undir höfði en fáliðuðum, með ffir ánlegum reglum um aldurstakmörk sem geta útilokað hin síðarnefndu frá keppni vegna hörguls á „seni- orum“. Þar eru félög frjáis aff því að tefla fram sínu bezta liði í deildarkeppninni, án sérstakra ellimarka, þó með þeirri undan- tekningu, að ef einhver »iðsmanna er yngrj en 1.3 ára, þarf lcyfi foreldra hans til, svo þátttaka haus sé möguleg. Þetta er kannski kom ið á svo hátt stig hjá okkur að ó- þarft sé að taka aðra til fyrir- myndar, hvað slyngir sem þeir eru í félagsmálum, án þess að minnzt sé á árangur í íþróttum. í fjórða lagi þyrfti að athuga hvort ekki er kominn timi til að flytja stjórn K.S.Í. um 6et, t.d. upp á Akranes til Hafnarfjarðar Keflavíkur eða Akureyrar, bara til að létta þessu fargi af herðum Seltirninga, svo að þeir geti rétt sig úr sjálfsánægju-kútnum, litið pínulítið í kringum sig og séð, að þeir eru ekki aleinir í öllurn heiminum. Siglufirði 31. okt. 1963 Bragi Magnússon Pússningarsandur Heimkeyrður pússningar sandur og vikursandur, sigtað ur eða ósigtaður, við húsdyrn ar eða kominn upp á hvaða hæB sem er, eftir ósiinm kaupenda Sími 32500. SANDSALAN viff Elliffavog s.f. Bílasalan BILLINN Sölumaffur Matthias Höfðatúni 2 Sími 24540. hefur bílinn. Afmælisþönkar Framh. af bls 7 núna Morgunblaðsins í afmælis blaði þess, sýnir vel hversu erf- itt uppdráttar íslenzk blaðaút- gáfa hefur átt í upphafi og lengi framan af og hversu mik- il þróun hér hefur orðið í átt til sæmilegrar blaðamennsku. Þar fyrir er blaðamönnum ó- þarft og trúlega óhollt að gleyma sér í sjálfsánægju yfir verkum sínum, fara t. d. að ættfæra viðtalsþætti sína og ferðapistla við forn skáld og sagnameistara, sbr. grein Matt- híasar Johannessens í fyrr- nefndu afmælisblaði Og enn er drjúgur spölur milli Sturlungu og stjórnmálaskrifa dagblað- j anna. Hvað um það: íslenzk blaðamennska horfir enn til batnaðar með bættum hag og auknu frjálsræði blaða og blaðamanna efldri sjáifsvitund þeirra og vaxandi hlufverki Hingað til hefur mest á- herzla verið lögð á stærð blaðanna og sífellda stækkun þeirra; þau hafa verið í ein- lægu kapphlaupi hvert við ann- að að blása nú sem mest út. Þetta er nauðsynlegt meðan blöðin eru að vaxa frá kotungs hættinum, hinum ytri tötrum og andlegu fátæki sínu. Nú kann að vera kominn tími til að staldra við. Ytri máttur og dýrð er ekki einhlít í blaða- mennsku fremur en annars staðar eins og afmælisbarnið, Morgunblaðið, er oft og tíðum til vitnis um. Átakið þarf að beinast að innri eflingu blað- anna, vöndun efnis, fullkomn- un efnismeðferðar innan þess ramma sem útgáfuháttur þeirra og atgervi setur þeim. Væri ekki ráð að gefa út helmingi betra blað næst í stað þess að stækka það um helming? Hér eru öll blöð eins, eina kvöld- blað landsins sker sig ekki einu sinni úr hópnum fyrir annað en útkomutíma. Eg hygg að sá sið- bótarmaður yrði þarfastur ís- lenzkri blaðamennsku nú sem minnkaði blað sitt um helming en alefldi það í staðinn að vits munum, einbeitti því að sem vandaðastri lausn tiltekinna verkefna dagblaðs hvern dag án sérstakra uppeldishugmynda eða draumóra um „frelsun” mannfólksins undan vandamál- um sínum. Með þessari frómu hugmynd hæfir bezt að ljúka þessu afmælisspjalli um stærsta blað landsins. UPPREISN Framhald af 3. síðu. að A1 Saadi væri kominn til Mad-« rid. Frá því er skýrt, að forsætisráíf herrann hafi nú verið skipaður aff- alritari Baath-flokksins. Síðan £ september liefur Hamid Abdel Ma- jid gegnt þessu embætti, en hana var auk þess verkalýðs- og félags- málaráðherra. Hann var kunnur sem foringi öfgasinnaðs flokks- brots. Eini alvarlegi atburðurinn var loftárásin á forsetahöllina í morg- un. En aðeins ein flugvél mun. hafa gert hana og aðeins nokkr- um sprengjum og rakettum var beitt. Samkvæmt tilkynningu, sem les- in var í Bagdad-útvarpinu hefur verið ákveðið að fela stjórn Baath- fiokksins að leysa deiluna. Með- limir þessarar sérstöku þjóðlegu yfirstjórnar flokksins voru vænt- anlegar til Bagdad frá Damaskus í kvöld. Frétt frá Beirut hermir, að flug- veilinum í Bagdad hafi verið lok- að. í Washington var sagt, að Banda- ríkjunum hefði engin hjálpar- beiðni borizt frá írak og samband- ið við bandaríska sendiráðið í Bag dad væri með eðlilegum hætti. ERFIÐLEIKAR Framh. af 1 síffn Björn sérstaka flugvél til að ann- ast þetta flug, sem notar stuttar flugbrautir bæði við lendingar og flugtök. Hann hefur flogið til Hellissands, Stykkishólms, Patreks fjarðar, Þingeyrar, Bolungavíkur, Re.vkjaness við ísafjarðardjúp, til Gjögurs og Hólmavíkur. Nú er hann aö hugsa um að bæta við Ön- undarfirði. Er við spurðum Börn hvort hann hyggðist hætta við þessar áætlun- arferðir, sagði hann, að hanrt myndi reyna þetta í eitt ár úr þvl að han nhefð; byrjað á því Að lok um má geta þess, að slæm veður hafa hamlað mjög þessu flugi f haust. SMURT BRAUÐ Snittur Opið frá kl. 9—23.30. Sími 16012 Brauðstofan Vesturgötu 25. Sigurbjörn Framh. af 1 síðu málsatriðum hjá sakadómara. 'Halldór Þorbjörnsson, sem hefur" haft með málið að gera, sagði, a3 þaff hefffj nú aftur veriff sent sak sóknara eftir aff viðbótarramisókra lauk, en hún fór fram 29. okt. ogf 6. nóv. Voru þá nokkur vitni yfir heyrff tif frekari skýringar á nokkrum atriffum, en aff öffrra leyti beindu þessar vitnaleiffslur málinu ekki inn á neinar nýjar brautir. Valdimar Stefánsson, sak sóknari, stafffesti þetta og kvað máliff nú vera til afgneiffslu hjá embættinu. Enn hefffu engar á- kvarffanir veriff teknar um þaff, ett það yrffi væntanlega afgreitt, áff- ur en langt liffi. iiheimtumaður öskast Hentug (dag- og^eða kvöld-) vinna fyrir skólafólk. Upplýsingar í síma 19570. ALÞÝÐUBLAÐID — 14. nóv. 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.