Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 7
 Frestur til að finna raunhæfar kjarabætur RÍKISSTJÓRNIN hefur oft lýst því yfir, að hún telji óhjákvæmi- legt að rétta hlut láglaunafólks. Á undanförnum árum hefur þró- unin verið sú, að fyrst hefur lág- launafólk komið fram launahækk- unum, síðan hafa aðrir komið á eftir og náð fram meiri hækkun- um, og loks hafa hækkanir á vöru verði, landbúnaðarvörum og öðru, fylgt í kjölfarið og á skömmum tíma hafa kjarabæturnar verið étnar upp og meira en það. Lág- launafólk heífir verið verr sett eftir en áður og verst sett af öllum. Stéttarfélög láglaunafólks hafa ekki reynzt þess megnug að ráða við þessa þróun. En eins og ríkisstjórnin telur, að rétta verði hlut láglaunafólks, þá telur hún einnig, að slíkt verði ekki gert nema fyrir atbeina rík- ísvaldsins. Þess vegna hefur rík isstjómin unnið að því að finna leiðir til úrlausnar á málinu, án þess að til almennra launahækk- ana leiði og án þess að sú kjara- bót, sem láglaunafólk fengi, fari inn í hringrás verðbólgu og dýr- tíðar. Þetta er vandasamt verk og þarf margt að athuga. Hefir kom ið til álita að ákveða lágmarks- laun hærri en nú eru ívilnanir í opinberum gjöldum o. fl. Einn af ræðumönnum Framsóknarflokks- ins vék að þessum hugmyndum í útvarpsumræðunum og fann á þeim öll tormerki. Sýnir það bezt hve vandasamt málið er. Þegar verkföll áttu að hefjast 1. þ. m., hafði ríkisstjórnin ekki tillögur sínar tilbúnar. Þess vegna óskaði hún eftir fresti á aðgerðum í launamálum í tæpa tvo mánuði. Stjórnarandstaðan hefur ekki komizt hjá því að viðurkenna, að eðlilegt sé og réttmætt, að ríkis- stjómin fái nokkum frest. Það kom fram í útvarpsumræðunum hjá einum af ræðumönnum Al- þýðubandalagsins, að af þess hálfu var boðið upp á 10 daga frest, en með því að svo skammur frestur er ófullnægjandi, átti ríkisstjórn- in ekki annarra kosta völ en bera fram frumvarp. Alþýðubandalagið hefur einu sinni verið í svipuðum vanda og ríkisstjórnin er nú. Það var sum arið 1956. Hannibal Valdimarsson leysti þainn vanda mj.'ð útgáfu bráðabirgðalaga þar sem felldar voru úr gildi í 4 mánuði launa- hækkanir, sem verkalýðsfélögin áttu samningsbundinn rétt til. Þegar verkalýðsfélögin kvörtuðu undan því, að sjálfur forseti Al- þýðusambandsins hefði gefið út slík lög, án samráðs við þau, svar aði hann því til, að - slíkt samráð hefði ekki samræmzt hagsmunum verkalýðsfélaganna. En þegar rík isstjórnin nú fer fram á frest á að gerðir verði nýjir kjarasamn- ingar í tvo mánuði, eða tæplega það, þá er slíkt talið gerræði við verkalýðssamtökin. Hannibal Valdimarsson vitnaði til þess í útvarpsumræðunum, að verkalýðshreyfingin í Noregi hafi á sínum tíma með vinnustöðvun- um brotið á bak aftur löggjöf, sem hún ekki vildi þola. Þetta er rétt. Þessir atburðir gerðust í Noregi fyrir um það bil 40 árum. En hins vegar gleymdi Hannibal Valdimars son að segja frá þvi, að reynsla norsku verkalýðshreyfingarinnar af þessum verkföllum varð sú að hún hefir aldrei gripið til slíkra ráðstafana síðan og jafnan eftir þetta verið talsmaður þess, að vinnustöðvanir væru ekki notaðar gegn ríkisvaldinu og lögmætum stjórnarathöfnum. Því má einnig bæta hér við, að fáum árum eft- ir, að norska verkalýðshreyfingin beitti vinnustöðvunum gegn fram- kvæmd laga, þá studdi hún setn ingú samskonar laga reynslunni ríkari. Hannibal Valdimarsson veit vel, að dæmi það, sem hann vitn- aði til úr sögu norsku verkalýðs- hreyfingarinnar, hefir um árabil af verkalýðslireyfingunni sjálfri ver ið skoðað sem fordæmi er forðast bær.i, en ekki taka til fyrirmynd- ar. Alþýðuflokkurinn hefur unnið að. viðreisnarstarfi ríkisstjórnarinn ar fyrir sitt leyti vegna þess, að hann telur, að í henni felist sú heppilegasta lausn þjóðmála, sem núverandi flokkaskipun leyfir. A1 þýðuflokkurinn styður frumvarp | ríkisstjórnarinnar vegna þess, að , frestinn á að nota til að skapa j láglaunafólki raunverulegar kjara I bætur. Fáist fresturinn ekki er , vá fyrir dyrum og mest hjá þeim, j sem lægst eru launaðir. Alþýðu- flokkurinn varar við slíku og minn Guömunclur I. Guðmundsson, utanrikisráðherra. eftir Guðmund í. Guðmundsson utanrlkisráðherra muna betur — ef það væri maður landsins hlýtur að búa raunverulega „óháð” og „á- yfir. ■ byrgt.“ En hvað sem þéssu líður 1 prentaraverkfallinu gafst dágott tóm til að blaða í af- mælisútgáfu Morgunblaðsins sem hélt liátíð og minntist fimmtíu ára ferils á hundrað síðum í mörgum og löngum greinlnn stjóra )og blaða- manna. í sama mund kom út minningabók „fyrsta blaða- manns á íslandi,” Árna Óla, þar sem hann rifjar upp starfs- feril sinn við Morgunblaðið, en þar hefur hann starfað ó- slitið að kalla frá því blaðið var stofnað. Bókinni er allvel gefið nafn, Erill og feriU blaðamanns hjá Morgunblað- inu um hálfa öld heitir hún. (ísafoldarprentsmiðja, Reykja- vík 1963 452 bls.) Og ætti bók sú að vera ærin náma. öll- um þeirn, sem áhuga hafa á sögu og þróun íslenzkra blaða og blaðamennsku. Sú saga hef- ur mestöll gerzt á einum manns aldri eins og Ámi Óla er til vitnis um; vikublöðin sem fyr- ir voru, þegar dagblaðaútgáfa hófst, voru ekki nema að litlu leyti sambærileg við blöð nú- tímans, þótt saga þeirra sé merkileg; og það er fyrst á síðustu áratugum, sem blöðin hafa orðið stórveldi í landinu. Morgunblaðinu hefur aúðn- azt að halda forustu íslenzkra dagblaða allt frá stofnun sinni, það er stærst og útbreiddast og samkvæmt því væntanlega áhrifamest, enda málgagn stærsta stjórnmálaflokksins. Efnahagur þess mun líka standa föstum fótum, og er það meira en sagt verði um önnur dag- blöð hérlendis. Þar fyrir hef- ur í ýmsu orðið að hopa frá ætlun stofnenda blaðsins. Enn í dag kemur ekkert dagblað á íslandi út alla daga vikunnar r— eins og Morgunblaðið gerði þó fyrstu ár sín. Og hið óháða dagblað sem Vilhjálm Fin- sen virðist hafa dreymt um við stofnun blaðs síns er enn ekki til á íslandi þótt þörfin fyrir það sé sízt óbrýnni nú en þá. Eg held það sé tóm óskhyggja Morgunblaðsmanna, þegar þeir láta í það skína, sumir hverj- ir, að blað þeirra sé á ein- hvern hátt „óháðara” í stjórn- málum en önnur íslenzk dag- blöð, þó svo annað form sé haft á útgáfu þess en þeirra. Og venjulegur lesandi blaðsr ins sér engin merki þess, að blaðamennska á Morgunblað- inu sé „betri” eða „ábyrgari” eða á nokkurn hátt fullkomn- ari en annarra blaða. Við verð- um að bíta í það eplið að ís- lenzk dágblöð standa öll á eitthvað svipuðu þroskastigi og með köflum er ekki hátt á þeim risið, neinu þeirra. Yf- irburðir Morgunblaðsins eru efnismagn þess og færi á fjöl- breytni umfram önnur blöð, hvort tveggja vegna stærðar blaðsins og fjárhagsstöðu. Hitt er annað mál, hvort þessir óumdeilanlegu yfirburðir nýt- ast því góða blaði sem vert væri; um það kann að sýnast sitt hverjum. Morgunbiaðið er orðið „stórblað” á íslenzkan mælikvarða, og þeirrar stöðu gæti blaðið ugglaust notið til munu margir lesendur blaðsins samfagna því á afmælinu og vonast tíl að óskhyggja og af- mælisgleði- starfsmanna þess nýtist vel í daglegu starfi fram vegis; þá mun því ugglaust farnast allvel. ★ Bók Ámá Óla olli mér óneit- anlega vonbrigðum, og fremur vegna þess sem ég sakna í bók- inni en hins sem stendur þar. Ámi Óla hefur átt öldungis einstakt færi á að fylgjast með þróun dagblaða á íslandi og þar með íslenzkrar blaða- mennsku frá upphafi og fram til þessa dags, en sú saga er ekki sögð í bókinni að frátöld- um fáorðum köflum um frurn- býlingsár Morgunblaðsins. Þess í stað fjölyrðir Iiann um ein- staka atburði, menn og kynni frá starfsárum sínum, en næsta sundUrlaus er sú frá- sögn og fátt þar sögulegt eða nýstárlegt í nokkurn máta. — Hann um það, en manhi er við lestur þessarar stóru bókar eft- irsjá að þeim fróðleik um sögu sjálfra blaðanna og blaða- mennskunnar sem elzti blaða- íslenzk blaðamannastétt er ung stétt, og vöxtur hefur ekki komið í hana fyrr en á allra síðustu árum, þegar blöðin tóku að stækka hvert í kapp við annað. Við þessa eflingu blað- anna hefur hér myndazt og er að myndast stétt atvinnublaða- manna, manna, sem leggja fyr- ir sig blaðamennsku óháðir daglegu stjórnmálavafstri og án þess að vera sjálfir haldnir neinum pólitískum bakþanka. Þessi þróun <er tvímælalaust heillavænleg blöðunum sjálfum og lesendum þeirra, — að stjórnmálahöfundum og áróð- ursmeisturum öldungis ólöst- uðum. Þrátt fyrir allt er dag- blað ekki uppeldis- eða áróð- urstæki fyrst og fremst, hlut- verk þess er ofboð einföld dag- leg þjónusta við almenning: — annars vegar miðlun sem ítar- legastra og áreiðanlegastra frétta af því sem fram fer um- hverfis okkur á líðandi stund, hins vegar sem greinarbezt um- ræða þess sem efst er á baugi hverju sinni. Blað, sem rækir sæmilega hlutverk sitt sem frétta- og skoðanamiðill er um leið góður samtíðarspegill; hitt sem er einlitt áróðurstól verður aldrei annað en spémynd. Öll dagblöð á íslandi eiga til- veru sína undir stjórnmála- flokkum og því er meginhlut- verk þeirra pólitískt: það er verkefni blaðamanna að koma sem mennilegustum svip á þessa stjórnmálabaráttu blað- anna og reyna um Ieið að sinna sem flestum öðrum verkefnum dagblaðs í fjölbreytilegu og sí breytilegu þjóðfélagi. Yfirlit yfir sögu íslenzks blaðs, eins og Framh. á 11. síðu. ir á að enn eru i fullu gildi um- mæli Jóns heitins Baldvinssonars Eðli verkalýðshreyfingarinnax? er ekki skyndiupphlaup, hávaða- fundir og ævintýri, heldur mark- víst sleitulaust strit fyrir márefnun* um sjálfum. (Kaflar úr ræðu við útvarpsum « ræður). Nýja Bíó: Blekkingavefw- inn. Amerísk mynd meíi Bradford Billman. | Njósnamyndir hafa löngumi | verið vinsælar meðal ævintýra- í þyrstra áhorfenda. Ein slík er nú I í Nýja Bíó með brezkum einkenn - | uin, þó amerísk sé. Myndin ev l snoturlega gerð og realistisk með> i ódæmum á köflum. Ekki verður' \ betur séð en að sum atriðin séi* | bókstaflega svo unnin til þeso \ eins að gæffa illa náttúruðl* I fólki á sem mestum hryllingi. 1 Myndin er allvel leikin ogr = ástarsagan, sem fylgir hugþekk. i H. E. 1200 þús. á miöa | númer 59.796 ! MÁNUDAGINN 11. nóvemher var \ dregið í 11. flokki Happdrættis* i Háskóla íslands. Bregnir vori* i 1.300 vinningar að f járhæð 2.500.- i 000 krónur. I Hæsti vinníngurinn, 2.000.000 i krónur, kom á hálfmiða númer | 59.796. Voru báffir hehningarmr 1 seldir í xunboði Jóns St. Arnórs- Í sonar, Bankastræti 11, Reykjavík, Birt.án ábyrgðar. '''öllllIIHlllinilIllllllllllllllHIIIIIHIIIHIIHIHIIIIIIIHHIIlIHIIHHIIlllllHIIHHIIIIIIllllHltllllllIIIHIIIHHHHHIIIIHHIIIIIIIimilllllHIHlHHIIIHHIIIHIIIIIIIIIIIIHIIIIIIimillHHHIHI IIIHHIIIIIIHHHHIIHHIHimilHIIIIIIHIIIHIII ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. nóv. 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.