Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 1
 WM t Norski landkönnuðurinn Helgre Ingstad heldur hér á 900 ára gömlum ^iagla, sem talinn er sanna, að norræn- ir raenn, þá væntanlega Leif ur Eiríksson hafi fundíð Ameríku löngu á undan Kólumbusi. Ingstad o g kona hans hafa fundið leifar niu húsa og fornrar smiðju við rann sóknir sínar á norðurodda Nýfundnalands undanfarin þrjú ár. iiil! ■ ’.v/XvXí^sv.:' 44. árg. — Sunnudagur 17. nóvember 1963 — 245. tbl. PRÖF. BARGHOORN SLEPPIOR HALDI Moskva, 16. nóvember. NTB-AFP. Sovétstjómin hefur ákveðið að sleppa bandariska prófessorn- um Frederick C. Barghoorn úr haldi og vísa honum úr landi, að því er sendiráð Bandaríkjanna í hloskva skýrði frá í dag. Gromyko utanríkisráðherra hafði greint sendiráðinu frá þessu. Prófessor Barghoorn var hand- tekinn 1. nóvember í Moskva, sakaður um njósnir. Ekki var sagt frá handtökunni fyrr en nokkrum dögum síðar. í tilkynningu frá blaðadeild sendiráðsins segir, að Andrei , Gromyko utanríkisráðherra hafi greint bandaríska sendifulltrúan- um, Walter Stoessel, frá þeirri ákvörðun sovétstjórnarinnar, að láta prófessor Barghoorn lausan og vísa honum úr landi. Utanríkisráðlierrann sagði, að þetta hefði verið ákveðið vegna I þeirra persónulegu áhyggna, sem Framh. á 10. siðu HVAÐ SKAL EY- LANDIÐ HEITA? Reykjavík, 16. nóv. — EG. í blaðinu í gær óskuðum við eftir tillögum um nafn á eyland- inu, sem risið hefur úr sæ á gos- svæðinu við Vestmannaeyjar. Nokkrir lesendur blaðsins hafa Eyjan orðin 43 metra há Reykjavík, 16. nóv. EG. Nýja landbótin okkar Kokks- ey Ólafsey, eða hvað sem menn vilja kalla hana, stækkar nú ört. í gær var eyjan orðin 45 metrar á hæð og um 500 metrar, — eða hálfur kílómetri — á lengd. Til Bamanburðar má geta þejss að tum Landakotskirkju í Reykjavík er um 30 metra hár og geta menn þá ímyndað sér hæð eyjarinnar yfir hafflötinn. Samkvæmt upplýsingum frétta- ritara blaðsins í Vestmannaeyjuin var ekkert lát á gosinu í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, tókst blaðinu ekki að ná sambandi við dr. Sigurð Þórarins- son jarðfræðing eftir hádegi í dag. Albert var þá kominn í höfn í Vestmannaeyjum, en Sig- urður mun hinsvegar hafa farið með báti áleiðis til gossvæðisins að nýju. Blaðið náði sambandi við dr. Unnstein Stefánsson haffræðing, um kl. hálf sex í kvöld. Sagði hann þá að Albert hefði legið í höfn í Vestmannaeyjum frá því um há- degi og hefðu þeir vísindamennirn ir nú lokið öllum nauðsynlegum mælingum á staðnum og væru að búa sig undir að leggja af stað til Reykjavíkur. Fjölda margar flugferðir voru j farnar til gossvæðisins í dag og svo verður einnig á morgun. Marg ir hafa gert sér ferð austur á Framh. á 10. síðu I 7 hringt í morgun og hafa langflest- ir verið þeirrar skoðunar, aC ekki sé nema sjálfsagt, að Óli Vest- mann, kokkur, sem fyrstur sá gos- ið, fái að njóta þess heiðurs, að eyjan verði á einhvern hátt nefnd eftir honum. Þau þrjú nöfn. eem þá koma einkum til greina, eru: Kokksey, Ólafsey og Óley. Beinteinn Bjamason útgerðar- maður í Hafnarfirði vill að eyjan verði kölluð Síldarey. Færir hann fjórar röksemdir fyrir því: 1. Eyjan er ekki langt frá hrygn- ingarstöðvum síldarinnar, 2. Orðið er þægilegt í framburði bæði á íslenzku og erlendum málum, 3. Þótt hún taki upp á því að hverfa einn góðan veðurdag, þá er það svipað og moð síld- ina, og mundi enginn íslend- ingur kippa sér upp við það. 4. Takist henni að standa af sér sjóganginn, þá verður nafn hennar hin bezta auglýsing fyr- ir síldveiðar okkar íslené.inga. Annar lesandi blaðsins hefur stungið upp á því að eyjan verði kölluð Bráðeý, þar sem hún er til orðin úr bráðnum gosefnum og hverfur að líkindum bráðlega. Leika „Minrii Islands" í SUMAR komst það til tais, aff „Voice of America” sæi um upp- töku á tónlistardagskrá, sem helgr- uð yrði íslandi. Nú hefur verið af- ráðið, að Sinfoníuhljómsveit 'Port- land í Maine í Bandaríkjunum leiki inn á segulband nokkur verk, þ. á. m. „Minni íslands” eftir Jón X,eifs. Vegna prentaraverkfailsins reyndist því miður ekki unnt að Ijúka vinnu við Sunnudagsfclaðið og kemur það því ekki út þessa helgi. Þessi mynd var tekin um tvö leytið í gær og sýnir eýjuua greinilega enda á milli. (Ljé>3- mynd Gísli Gestsson). IwWWHHWWWWWMMiWWM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.