Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 5
jr.?7/vi7JwáE Ævisaga síra Jóns á
sctumavélin
er einmitt fyrir ungu frúna
★ JANOME er falleg
JANOME er vönduð
JANOME er ódýrust
JANOME er seld með afborgun
★
★
★
★
Bægisá er komin út
i sik : i
?r i
og það sem meira er. — JANOME
er sjálfvirk zig-zag saumavél,
framleidd í Japan af dverghögum
mönnum.
JANOME saumavélin er nú seld til 62 landa
og alls staðar orðið ivinsælust. —
JANOME er saumavélin, sem unga frúin
óskar sér helzt.
Æskan er hagsýn og veit
hvað hún vill — hún velur JANOME.
Verð kr: 5.700,00. — Sendum í póstkröfu.
Austurstræti 14.
Sími 11687.
ÆVISAGA síra Jóns á Bægisá,
hins mikla ljóðasnillings og þýð-
anda, sem uppi var fyrir tveim
öldum, kemur I dag út hjá Al-
menna bókaféiaginu. Er sagan
skrifuð af síra Sigurði Stefánssyni,
vígsiubiskupi Hólastiftis, en hann
er manna kunnugastur hinum
stormasama en stórbrotna ævi-
ferli Jóns Þorlákssonar.
„Jón Þorláksson — þjóðskáld ís
lendinga," en svo nefnist ævisag-
an, er um 300 bls. að stærð, prýdd
mögrum myndum. Er bókin októ-
berbók AB 1963 og þarf ekki að
efa, að almenningur muni fagna
því, að eiga nú greiðan aðgang að
ýtarlegri sögu um ævi síra Jóns
og um leið mörgum þeirra frábæru
ljóða og ljóðaþýðinga, sem hann
varð frægur fyrir á sinni tíð — og
Hvítar
drengjaskyrtur
úr prjónanæloni.
VI5 Miklatorg.
Pressa ffötin
meðan þér bíHsð.
Fatapressun A. Kúld
Vesturgötu 23.
æ síðan, en Jón Þorláksson var
fyrstur nefndur því sæmdarheiti
— þjóðskáld íslendinga.
í bókinni segir frá því, hvernig
umhvorfs var í íslenzku þjóðlífi
um og eftir miðja 18. öld, þegar
Jón Þorláksson ólst upp og lifði
síðan margbrotnu lífi. Sagt er m.
a. frá skólavist hans í Skálholti,
amtsskrifarastarfi á Leirá og
Bessastöðum, prestsskap hans í
Saurbænum og hempumissi tvíveg
is. Þá er greint frá veru hans við
prentverkið í Hrappsey, þar sem
hann fyrstur íslenzki-a skálda hand
lék eigin ljóðabók árið 1774; síð
an uppreist hans og prestsskap
norður á Bægisá, fátækt og basli
þeirra tíma — og óbugandi elju
síra Jóns við ljóðaþýðingar og
kveðskap, en ein? og allir vita
þýddi hann m. a. Paradísarmissi
Miltons og fleiri meistaraverk.
Loks segir frá hiúskap Jóns, börn
um hans og niðjum.
Þetta er fyrsta bók sr. Sigurð-
ar Stefánssonar, vígslubiskups, en
hann hefur í tómstundum frá
prestsstörfum og umfangsmikilli
| bústjórn á Möðruvöllum lagt stund
j á íslenzku kirkjusögu, ritað og
flutt erindi um það efni. Hinum
margvíslega fróðleik um ævi og
störf síra Jóns á Bægisá hefur
hann viðað að sér nú um tveggja
áratuga skeið og mun því enginn
núlifandi manna taka honum fram
um þekkingu á ævlferli hins
merka þjóðskálds.
Bókin er prentuð í prentsmiðju
Jóns Helgasonar, myndamót eru
gerð hjá Prentmót h.f., bókbands
vinna unnin af Bókfelli h.f. og
kápu hefur Tómas Tómasson teikn
að. I j| ^
GOS I SJÓNVARP
ELDGOSIÐ sunnan við Vest-
mannaeyjar byrjaði í dögun á
fimmtudag. Klukkan sex síðdegis
sýndi sjónvarp varnarliðsins kvik-
mynd af gosinu, sem tekin hafði
verið úr flugvél fyrr um daginn.
Hún var ekki löng, en hún var
stórbrotin.
. Eg frétti um þetta og sá
myndina, er henni var sjónvarp-
að aftur með fréttum síðar um
kvöldið. Þessi sjónvarpssending
markaði tímamót í fréttamiðlun
á íslandi, bæði vegna þess, hve
fljótt myndin var sýnd og vegna
viðburðarins sjálfs, sem sýndur
var.
Samt sem áður verð ég að játa,
að ég var ekki hrifinn. Eg fyllt-
ist gremju og afbrýðisemi yfir
því, að það skyldi ekki vera ís-
lenzkt sjónvarp, sem vann þetta
fyrsta afrek í sjónvarpsfréttum
í okkar eigin landi. Eg fann til
reiði gagnvart öllum þeim, sem
af þvermóðsku, íhaldssemi eða
misskilinni menningarást liafa ár-
um saman hindrað, að íslenzkt
sjónvarp kæmist á laggirnar.
Ameríkumenn hafa verið hér
af og til síðustu tvo áratugi eða
rösklega það. Við höfum lært af
þeim ýmislegt, sem við annars
hefðum ekki séð, fyrr en löngu
siðar. Við vorum fljótir að til-
einka okkur kókakóla og tyggi-
gúmmí frá þeim. Við vorum
einnig furðu fljótir að læra að
nota jarðýtur og sauma okkur
úlpur. En sjónvarpsstöð þeirra,
af einum, merkum fréttaviðburði
getur orðið meira virði en allt
annað efni í marga mánuði.
Keflavíkursjónvarpið hefur tak
markaðan áhuga á íslenzku frétta-
efni — raunar næstum engan.
En hvað hefði íslenzkt sjónvarp
ekki gert með eldgosið við Eyj-
ar? Við hefðum sýnt kvikmyndir
úr flugvélum og frá Albert. Við
Benedikt Gröndal
skrifar um helgina
hefur starfað í Keflavík í tæp-
lega áratug án þess að geta vak-
ið upp íslenzkt sjónvarp.
Deila má um alls konar sjón-
varpsefni, kúreka og morð og dans
meyjar og allt það, sem sýnt er
í útlandinu, en við auðvitað þurf-
um ekki að sýna frekar en við
viljum. En það verður ekki deilt
um fréttimar. Sjónvarpssending
hefðum boðið jarðfræðingum og
öðrum vísindamönnum að koma
sjálfir fram og ræða um myndirn-
ar, sýna kort og uppdrætti og
útskýra, hvað var að gerast. Við
hefðum sýnt kyrrar myndir og
kvikmyndir af eldri gosum til
samanbuiðar.
Getur nokkur efazt um, að ná-
lega hvert mannsbarn á íslandi
hefði liorft á slíkt efni með ó-
skiptri athygli?
Eg held ekki. Þess vegna er gott
að minnast þess, að slíkt efni er
einmitt það, sem flutt er í há-
skólum og gerir menn að aka-
demiskum borgurum með gráður
og mikla þekkingu.
Sjónvarpið hlýtur að verða Iiá-
skóli almennings í landi eins og
íslandi. Þess vegna eru það grát-
leg örlög, að íslenzkt sjónvarp
skuli hafa verið stöðvað árum
saman í nafni mcnningarinnar.
Sjónvarpsnotendur, sem aðeins
geta horft á erlent sjónvarp, eru
orðnir svo margir hér á landi, að
óverjandi er með öllu að draga
lengur stofnun íslenzks sjónvarps.
Þess vegna verður að treysta því,
að næstu daga eða vikur heyrist
þau tíðindi frá æðstu stöðum, að
ákvörðun hafi verið tekin í mál-
inu. Þá fyrst getur hinn raun-
hæfi undirbúningur hafizt, og
þarf 1-2 ár, áður en fyrstu til-
raunasendingar geta byrjað. Hér
er því ekki rasað um ráð fram.
Megum við treysta því, að við
fáum að sjá næsta eldgos í ís-
lenzku sjónvarpi?
ERILL
OG
FERILL
lilada-
manns
við Morgunblaðið
um hálfa öld.
★
Árni Óia, elzti starfandi blaöa-*
maður á íslandi liorfir um 0x8
og segsr frá tindunum se»a
blasa við augum hans á men »
asta liáifrar aldar þróunau
skeiði íslenzku þjóðarinnar.
★ ,
Bókin cr 452 bls. prýdd fjöl- i
mörgiun myndum.
Verð kr. 360,- + sölusk ;
Békaverzlun ísafoldai 1
iii .... ii i " r~T"~
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. nóv. 1963 J§