Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 4
EKKI alls fyrir löngu íiagði Iírústjov, að Rússar liefðu i&kki ætlað sér að taka þátt í kapp Irílaupi til tunglsins. Nii hefur liiann látið ný ummæli falla, sem eru á þá lund, að Sovétríkin hafi ekki geíið fyrirætlanir um ferð til tunglsins á bátinn. Einkum fyrri umm. liafa orðið tiiefni mikilla blaðaskrifa. Hið tcunna enska tímarit „New States- «uan” hefur tekið saman nokkrar ástæður þær, sem kunna að liggia tiér að baki. Þetta eru sjónarmið, sem ekki er liægt að vísa á bug, iþótt Krústjov hafi nú hagrætt orð- vm sínum og þar með valdið meiri ■óvissu um fyrirætlanir Rússa. Það eru fyrst og fremst þrju atriði, sem hugsazt getur að hafi maikil áhrif á tunglfyrirætlanir Kússa: ★ í fyrsta lagi það, að ófremd- arástand hefur ríkt í landbúnað- armálum, þannig, að hveitiupp- tikeran (og maísuppskeran að öll- •«im líkindum einnig) liefur brugð- izt. Þar með hefur risið upp liætta 5, að undir vorið mundi alvarleg- «ir matvælaskortur gera vart við «ig og bæði Sovétríkin og önnur Austur-Evrópuríki virðast vera laáð Bandaríkjunum til þess að af- istýra þessari hættu. ★ í öðru lagi mun vera Ijóst, sað rússneskir hersliöfðingjar telji að nauðsynlegt sé að auka vígbún- aðinn á sviði venjulegra vopna ■yegna ógnunarinnar, sem stafar írá Kínverjum. ★ þriðja lagi gerast kröfur iTÚssnesku þjóðarinnar um bætt lífsk.iör æ háværari. Takmörkun íieyzluvöruframleiðslunnar þegar |)annig er ástatt mundi valda þjóð -féiagslegu fargi, sem valdhafarnir yilja helzt forðast. ★ TVÆR LEIÐIR. Þessi áþreifanlegu vandamál fcunna að hafa fært Krustjov heim *anninn um — þegar haft er í •mga hvað tunglferð mundi kosta, að í bráð væri það ófyrirgefanlegt óhóf að leggja mikla áherzlu á ferð til tunglsins. Ef hann kýs hins vegar að hverfa aftur til hins hefð bundna stalinska hugsunarháttar, kann matið að verða á annan veg. Stefna Stalins var sem kunnugt er sú, að Sovétríkin væru neydd til að vera sjálfum sér nóg á öU- um sviðum, þar eð landið væri umkringt fjandsamlegum ríkjum. En þótt stefna Rússa hafi um langt skeið einkennzt af þessu sjónarmiði hefur landið öðru | hverju ekki getað séð sér sjálfu í fyrir öllu, sem það þarfnast. — Sjálfsbjargarstefnan hefur hvað eftir annað mistekizt, eins og nú ' á þessu ári. Orsakanna er sum- part að leita í ódugnaði, en fyrst ! og-fremst þeirri staðreynd, að rúss KASTLJÓS neskan landbunað skortir fjár- magn. Án nægilegra fjárframlaga er ekki unnt að reka nýtízku land- búnað. Krústjov getur nú tekið þá ákvörðun, að útvega nauðsynlegt fjármagn. En hann á erfitt með að gera það án þess að það bitni á neyzluvöru — og hann getur ekki | tryggt sig fyrir óáran í framtíð- inni. Auk þess veit hann, að ef hann : gengur þessa braut mun hann sanna, að hann trúir á Rússland, sem bjargar sér sjálft. ; Önnur hugsanleg slefna, sem 1 hann get.ur tekið, er að einbeita j fjárframlögunum til sviða, sem ■ auka verzlun Rússa við aðra hluta heimsins. Slíkt gæti vakið traust og orðið þróunarlöndunum til gagns. Þar við bætist, að Rússar gætu þá lagt meiri áherzlu á i neyzluvöruframleiðsluna og orð- ið þar með við æ háværari kröf- um á heimsmarkaðnum-. ★ FYRIRSJÁANLEG VAND- RÆÐI. En slík stefna af Rússa hálfu yrði ekki vandræðalaus fyrir önn- ur lönd heims og alls ekki fyrir Bretland. Rússneskt stál, sem boðið yrði til sölu um allan heim mundi hafa alvarleg áhrif á mörk- uðunum á Vesturlöndum. „New Statesman” telur, að ekkert iðn- aðarland yrði fyrir eins miklum skakkaföllum ■ af þessum sökum eins og Bretland, nema því aðeins að efnahagur landsins verði í eins miklum vexti og liann er nú. En þróttmeiri iðnaður í Bret- landi gerði það að verkum, að málin horfðu öðru vísi við. Hærra vaxtarhlutfall, byggt á stefnu Wilsons um vísindi og tækni, — mundi gera Bretum kleift að hamla gegn hugsanlegri nýrri stefnu Rússa í verzlunarmálum, segir blaðið. Eftir öllu að dæma er valið Krústjovs. En Vesturlönd geta að vissu leyti haft áhrif á ákvörðun- ina. Ef Bandaríkjamenn leggja of það að stuðla að því, að Rússar hart að Rússum varðandi hveitisöl- una — eða í öðrum málum — kann snúi haki við heiminum. Og ef sú verður raunin á, eru þeir aftur horfnir til stefnu Stalins. ★ BOÐIÐ TIL SAMSTARFS. Strax eftir að Kennedy tók við forsetaembættinu lét hann þau ummæli falla, að tilgangur geim- rannsókna Bandaríkjanna ætti að vera sá, að koma manni til tungls- ins fyrir 1970. Þessum ummælum var fagnað vestra. Bandaríkin urðu fyrir al- varlegu áfalli þegar Rússar sendu fyrsta spútnikinn á loft 1957 og þeir höfðu ekki náð sér eftir á- fallið, þegar Kenendy tók við for- Framh. á 13. síðu 1UNGLFERÐ OG VERZLUN Tónleikar Píanósnillingurinn JAKOV FL heldur tónleika í Háskólabíói í dag, sunnudaginn 17. nóv- ember kl. 21. Flíer er á heimleið úr hljómleikaför um Bretland og Banda ríkin og verða þetta einu tónleikar hans hér að þessu sinni. Reger Dettmer ritar í Chigago American 28. okt. s. 1. Reger líkir leik hans við eldgos, segir, að eldfjall hafi gos- ið þegar Flíer var setztur vað píanóinu. Flier eigi ásamt Svjatoslav Richter, endurskapandi eðlileik, sem minni á að báðir þessir píanóleikarar séu af sama músikskóla og þeim er skapað hafði Rachmaninov og Horowitz. Jakov Flíer sé hið ástríðuheita skáld meðal nú- tíma píanólelkara. Eric Salzman segir í New York Herold Tribune 11. okt. s. 1. eftir einleik Flíers með New York Philharmonic undir stjórn Leonards Bernstein: Enginn upp gerðarleikni heldur sönn stórfengleg tækni til að vekja lirifningu og gefæ litríki fyrirhafnarlaust. Aðgöngumiðar seldir í Háskólabíói í dag, ef eitthvað verður óselt- á&IK M.Í.R. Tilboð óskast í nokkrar fólksbiíreiðir er iverða sýndar í Rauðarárporti, mánudaginn 18. þ. m. kl. 1 til 3. Tilboðin verða opnuð á iskrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfiröi 1 Aðalfundur F.U.J. í Hafnarfirði verður haldinn í Alþýðu- húsinu í dag, sunnudag 17. nóvember n.k. kl. 2 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Mætum stundvíslega. Stjórnin. Útboð Hreppsnefnd Garðahrepps óskar eftir tilboðum í gatna og holræsagerð, ásamt lagningu vatnsæða, í göturnar Blíkanes, Hegranes og Æðames í Arnarnesi, Garðahreppi. Hitaveita Amarness, óskar samtímis eftir tilboði í hita- veitulagnir í götumar Blíkanes og Æðarnes. Teikningar og útboðslýsingar verða afhentar í skrifstofu Garðahrepps, Goðatúni 2, Garðahreppi, gegn kr. 2000,00 skilatryggingu. Sveitarstjórinn í Garðalu-eppi 16. nóvember 1963. 4 17. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.