Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 8
 '$$Wi '$W. lllB «ISI f ra&l::**: .«*#>■• v 5|Éf|SS??||g« X ■' íífí5$Síii Síí* * >í>>SW>c«| :ív >x ;;. .V.-...- ':: >*■> • :>»»; ✓< *■•- x-v«. -> '< s'/ >" ^ \£ w '> vi? /? ■ liiiii , *< . X x- S:>:ií: xx i>? ’:.:íSx:v >^.<0 •:í>.sW?/ .ítí.io'. S fcílliliSpi . : : :';X; Ö® <: ÍCí«OiWto vÍX; S8SsW*H«!*sSr.á8 — Við eigum átta börn, og þess vegna borgum við ekki neina skatta. — Þetta sagði Joseph Scholtes, verkstjóri í einu af stál- iðjuverum Luxemborgar, er frétta maður blaðsins ræddi við hann og fjölskyldu hans nú fyrir skömmu. Scholtez fjölskyldan býr í sjö herbergja tvílyftu húsi í Petruse- dalnum í sjálfri Luxemburg. Það sem þeir Luxemborgarar kalla dal, mundum við hér á íslandi reyndar kalla gil að öllum líkind- uni, en nóg um það. Við • íslenzku fréttamennirnir, sem heimsóttum Luxemborg í boði Loítleiða, áttum ýmissa kosta völ um að skoða landið. Þennan morgun, sem við rædd- um við Joseph Scholtes og fjöl- skyldu hans, höfðu flestir farið að skoða útvarp Luxemborgar, en nokkrir fóru að skoða býli sem voru skammt fyrir utan borgina. l’egar því var lokið, kom sú snjalla hugmynd fram að heimsækja nú verkamannafjölskyldu í Petruse- dalnum og sjá hvernig fólk þar byggi. Fylgdarmanni okkar Lux- émburgskum leizt ekki meira en svo á þessa hugmynd og taldi á henni vandkvæði nokkur. Sig- urður Magnússon, sem stungið hafði upp á þessu, lét það samt ekki á sig fá, og af stað var haldið. Petrusedalurinn er gilskorning- ur allbreiður í sjálfri höfuðborg landsins. Segja má, að borgin sé byggð á tveim hæðum þar sem eru botnarnir og hæðirnar. Lands- lag er þarna geypifagurt: sannkall- að póstkorta og myndabóka lands- lag. X Petrusedalmim staðnæmd- umst við hiá húsi einu tvílyftu, sem stóð nokkuð sér. Þar börð- um við að dyrum ótrauðir — og höfðu þeir Sigurður og Thill sölu maður Loftleiða í Luxemborg orð fyrir hópnum. Það var frúin sem kom til dyra, en að baki henni gægðust nokkur börn fram í gættina undrandi yfir þess- um gestum. Utan af götunni sá- um við. að fjölskyldan var í þann mund að setjast að hádegisverði og var matur á borð borinn. Frúin tók erindi okkar vel og bauð okkur inn. Ekki mun bónda hennar alls kostar hafa líkað heim sóknin, en hann var þó hinn ljúf- mannlegasti, þegar við vorum komnir inn og levsti greiðlega úr öllum okkar spurningum. Luxemborgarbúar hafa sitt eigið mál, luxembúrgsku, sem þeir nota sín á milli, en við útlendinga tala þeir frönsku eða þýzku og eru flestir jafnvígir á bæði málin auk móðurmálsins. Luxemburgska er siálfstætt mál, en ekki þýzk mál- lýzka eins og margir þó halda. Hún er næstum eingöngu talmál, því þeir hafa aldrei getað komið sér saman um réttritunarreglur og skrifar því hver eftir sínu höfði. Víkjum nú aftur að Scholtes fjölskyldunni. Okkur var boðið inn, þar sem fjölskyldan var að setjast til snæðings. Fjölbreyttur matur var á borðum í þessu í- veruherbergi fjölskyldunnar, sem virtist gegna hlutverki eldhúss, borðstofu og dagstofu í senn. Við létum nú spurningum rigna yfir bóndann og húsfreyju og túlkaði Thill jafnharðan. — Þau hjónin kváðust eiga 8 böm og þess vegna þyrftu þau nú enga skatta að greiða. Tvö barn- anna væru að vísu flutt að heim- an og gift. En þau mundu ekki þurfa að hafa áhyggjur af skött- um fyrr en þrjú börn væru eftir heima. Það yngsta væri nú 10 ára. Scholtes er verkstjóri í stál- iðjuveri, sem staðsett er um það bil 26 kílómetra frá borginni. Þar hefur hann í laun 12 þúsund franka á mánuði, sem munu vera um 10.300 krónur íslenzkar. Þau hjónin borga 1500 franka á mán- uði í leigu fyrir íbúðarhúsnæði sitt. Það eru tæpar 1300 ísl. kr. í húsinu eru alls sjö herbergi, fjögur þeirra svefnherbergi, og þau, sem við sáum frekar lítil, en mjög hátt var til lofts eins og víða er í gömlum húsum á megin- mmrnmmrnmm ■ ■ ”••>.:■/ • ása'» á;r*. landi Evrópu. í sjúkrasamlagsið- gjöld borgar Scholtes 500 franka á mánuði hverjum, fyrir sig og fjölskyldu sína. Eru það um 430 íslenzkar krónur. Þessi greiðsla sér um allt. Innifalið í heúni er því bæði almannatryggingagjald og sjúkrasamlagsgiald eins og það heitir hiá okkur. Þurfi ein- hver fiö'skyldumeðlimur að leita læknis er það að siáifsögðu algjör- lega að kostnaðariausu, jafnvel þótt um dvra og mikla aðgerð sé að ræða, sem framkvæma verður erlendis. það er að segja í Þýzka- landi eða Frakklandi til dæmis. Meðan á þessu samtali stóð færði frúin mat upp úr pottum til viðbótar því sem þegar var kom- ið á borðið. Þau hjó.nin virtust bæði á svipuðum aldri 45-50 ára. Hann grannur og fremur hávaxinn en hún béttholda. JoseDh Scholtes fer með sér- stökum strætisvaeni til vinnu sinnar. Hanli verður að fara á fætur tveim stundum áður en hann á að vera mættur til vinnu. Hann er sem fyrr segir verk- stjóri og starfar í þeirri deild stáliðjuversins, þar sem bræðsla málmgrvtisins fer fram. Þar í bræðsluofnunum er hitinn um það bil 1600 stig á Celsius. Þetta er vaktavinna. því aldrei mega vélar stáliðiuveranna stanza. Einn fréttamannanna hafði á því sérstakari áhuga hvort mikið væri um eftirvinnu hjá þeim. — Scholtes fannst betta hálf skrýtin spurning. og svaraði því til, að þar sem unnið væri í vöktum all- an sólarhringinn kæmi eftirvinna varla til greina. Að lokum sourðum við hyem- ig fjölskvidan evddi frístundum sínum. Rcholtes kvað þau gera mikið af bví að fara í göngu- ferðir, og einnig gerðu þau tölu- vert af hví að snila keiluspil,. sem spilað væri innan dyra. Engan skal furða á því, þótt gönguferðir væru efstar á lista hjá fjölskvldunni. því landslag er barna víða undrafagurt og séð er fyrir gangstígum um skóga og gróðuripndi. bar sem vegfarendur geta re'Vað óhultir fvrir bifreið- um og öðrum skrímslum vélaald- ar. Landið er víða skógi vaxið og skintnst á dalir og ásar, þar sem veiðidvr af vmsum tegundum er að finna í ríkum mæli. Við kvöddum nú Seholtes fjöl- skylduna o? bökkuðum greinagóð svör, og bóttumst nokkru fróðari um líf Luxemborgara. Á leifiinni unn úr Petrusedaln- um ræddum við um það okkar á miili, hvað bað hefði verið skemmtiieg tilviliun að rekast á mann einnmitt úr stáliðnaðinum. Það er fiskurinn hiá okkur sem gildir — en stálið í Luxemborg. Síðar í bessari ferð áttum við þess kost að heimsækja stáliðju- ver, þar sem við fylgdumst með framleiðslunni frá því að málm- grýtið var malað í háofnana og þar til bað kom fullunnið ýmist sem stálbitar, járnbrautarteinar eða flatiárn út úr stórvirkum vél- um iðjuversins. Stálframleiðsla bessa litla lands stórhertosadæmisins Luxemborg- ar, sem er margfalt minna en ís- land en hefur bó helmingi fleiri íbúa, nemur 1,5% af heildarfram- leiðslu stáls í allri veröldinni. — 8 17. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.