Alþýðublaðið - 21.11.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 21.11.1963, Síða 9
FRIMERKJASÖFNUN FYRIR BYRJENDUR SÁFNAHINN ungi spyr sjálfan sig: „Hvaða landi á ég að safna, eða á ég að safna öllum þeim lönd um, sem ég get náð merkjum frá?“. — Þessu má sVara bæði ját andi og neitandi, þ. e. a. s. sjálf- sagt er að halda öllum ógölluðum frímerkjum til- haga^ hvaðarr úr heiminum sem þau eru, því að allt af getur verið tækifæri til að skipta við jafnaldra sína á merkj- um, einn vantar frá þessu landi annan frá hinu o. s. frv. Þegar svo að ákvörðun hefur verið tekin um það, hvaða landi skal safna, þarf að útvega sér verðlista yfir það land, helzt sem nýjastan. í verðlistanum sést hvaða merki hafa verið gefin út í því landi frá upphafi frímerkja út gáfu landsins. Síðan þarf að út- vega albúm, og var dólítið rætt um þau í síðasta þætti. — Frí- merkja-límmiða þarf einnig að fá og ffímerkja-töng. Takkamælir heitir smá-spjald, með sýnishorn- um af takkafjölda á 2 sm. á merk- inu. Ef t. d. stendur í verðJistsn- r um að þetta eða þetta merki sé takkað 14, þá er átt við það, að 14 bil á milli takka, séu á 2 sm. hafi ó merkinu. Sé merkið takkað 14X13VS, þá eru 14 bil á efri og „Ný frímerki frá Marz fást ekki, en við höfum nýjustu Rauða krossmerkin." neðri rönd merkisins, og er þá miðað við 2 sm., en 13Vz á lóð- réttu röndunum. Þetta lærist fljótlega, en oft þarf aðgæzlu við, því að merkin geta litið alveg eins út, að öllu öðru leiti en þessu, að annað er kannske gróftakkað (færri takkar), en hitt fíntakkað (fleiri takkar.___ Þegar safnarinn hefur komizt yfir öll þessi tæki: Aibúm, límmiða, frímerkja-töng, takkamæli og verðlistá ér hægt að byrja á að setja merkin á sinn stað. — Enn á ný skál minnt á, að velja til söfnunar aðeins heil, hrein, vel- stimpluð og gallalaus merki. Ætli safnarinn sér að safna bæði not- uðum og ónotuðum merkjum, þá ætti ekki að blanda þeim mikið saman. Hafa til dæmis notuð á þessari blaðsíðu en ónotuð á hinni. — Bezt er þó að hafa tvö albúm, annað fyrir notuð merki. í þeim eru smávasar úr gagnsæ- um pappír, sem merkjimum er stungið í og þarf þá ekki að nota límmiða. Eldri nemendur úr DANSSKÓLA Hermanns Ragnars, sem hafa verið 2 ár og lengur hafa tekið sig saman um að stofna dansklúbb. Fyrsta skemmtun og stofnfundur klúbbsins verður í Lídó föstudaginn 29. nóv. kl. 8,30 stundvíslega. Væntanlegir klúbbmeðlimir tilkynni þátttöku siná fyrii? 25. þ. m. í síma 36420 kl. 2—5 daglega og verða gefn'ai* nánari upplýsingar þar. Mosaik - Mosaik Nýkomið fjölbreytt úrval af Japönsku mosaik. MÁLARABÚÐIN Vesturgötu — Sími 21600. undanfarin síðustu ár, en árang- ur hefur orðið lítill. Ýmsir telja þessa þróun óheillavænlegasta fyr irbæri indversks þjóðlífs í dag. í Pakistan ber mun minna á þessari spillingu. Hún er hvorki jafn útbreidd né snertir í jafnrík um mæli daglegt líf borgarans. Það, sem helzt veldur, er mun valdameiri ríkisstjórn, minni höft, heldur minna atvinnuleysi, og nær enginn skortur á vörum. Ekki væri rétt að telja Pakist- an lögregluríki, en jafnfjarri sanni væri að segja það lýðræðis ríki. Stjórn Ayubs Khan ræður öllu, sem hún vill ráða, þjóðþingið er máttlaust og svo til einungis skipað stuðningsmönnum Ayubs, en það er valið af héraðs og fylkis stjórnum en ekki með beinum frjálsum' kosningum. Allir stjórn málaflokkar eru bannaðist, en ef hóflega er að farið geta blöðin gagnrýnt stjórnina nær að vild. Verði hins vegar slíkar raddir of háværar að áliti stjómarinnar, má viðkomandi blað biiast við því, að erfiðlega gangi á næstunni t. d. að útvega pappír til útgáfunnar. Annars getur stjórn Ayubs vart talizt óvinsæl, a. m. k. hefur hún reynzt töluvert betri en þær stjórnir sem sátu meðan landinu var sjórnað á lýðræðislegri hátt. Síðan Ayub tók við hefur verið mun meiri festa í innanlandsmál um, ólæs og óskrifandi almenning urinn losaður við þá ruglandi og honum framandi byrði að þurfa að taka þátt í stjórnmálum, og kjósa og velja og hafna. í stað brasks og spillingar margra flokka ræður nú aðeins einn hópur, stuðningsmenn Ayubs Khan og er það vafalaust ódýr- ara fyrir þjóðina eins og á stend ur, ekki sízt, þar sem það hefur sýnt sig, að stjórn Ayubs hefur haldið áfram þeirri uppbyggingu og þeirri framfarastefnu, sem þeg ar hafði verið byrjað á. Orkuver og áveitur eru byggðar, verk- smiðjur, skólar, sjúkrahús og ým iss konar stofnanir, þótt fjárfest- ing í þessu skyni sé tiltölulega minni en á Indlandi. Nú engu síður en áður gengur rúmur helm ingur ríkisteknanna til herbúnað ar. Ekki segja þeir, sem vel þekkja til, að þessar framkvæmdir hafi enn valdið verulega bættum lifs- kjörum almennings, þótt gróði at- vinnurekenda hafi aukizt gífur- lega eftir því, sem þeir hafa auk- ið starfsemi sína. T. d. kom ný- verið fram við rannsókn hagfræði deildar eins háskólans hérna á op inberum gögnum frá 1959—60, að atvinnurekendur fá að jafnaði 94 sinnum meira í vasa sinn en laun- þégar þeirra. Meðalárstekjur iðn- verkamanns voru 1000 rúpíur eða um 10.000 kr. Vinnuveitandinn hlaut hins vegar að jafnaði í sinn hlut 94.000 rjúpíur eða um 940.000 kr. Við sömu rannsókn á efnahagi Pakistana kom fram, að tekjur á mann (per capita) í sveitahéruð- um Austur-Pakistan voru aðeins 24 rúpíur á mánuði eða 240 kr., Ayub Khan og Lúbke í opnum vagni. Myndin er tekiri við opm bera heimsókn fyrr á þessu ári. en í Vestur-Pakistan munu þær eitthvað lítilsháttar hærri. Flest- ir eru bændur í Pakistan enn leiguliðar og mismunur á tekjum þeirra og landeigendanna svipaður og milli vinnuveitenda og vinnu- þega í iðnaðinum. Ágóði allra þeirra tiltölulega fáu, sem einhver atvinnjutæki eiga er gífurelgur. Kunningi minn einn, sem nú rak tvær verk smiðjur í rafmagnsiðnaði og inn flutningsfyrirtæki að auki og ég hafði kynnzt fyrir nokkrum árum í Evrópu, er við vorum báðir náms menn, skýrði mér frá því, að ár- legur ágóði fyrirtækja í Pakistan þætti ekki þokkalegur nema hann færi upp fyrir 30% af hlutafé og ekki góður nema hann næmi 50 —100%. Af ágóðanum tekur ríkið helming og fær þar stóran hluta tekna sinna, en gróði atvinnurek enda er eftir sem áður gífúrleg- up. Þessi geysilegi og óréttláti mun ur á tekjum vinnuveitenda og vinnuþega hefur þó einn kost fyr ir uppbygginguna í landinu, hún gefur atvinnurekendum óspart fé til frekari útþenslu á starfsemi sinni og til stofnunar nýrra fyr- irtækja. Hvað auðlindir varðar er Pakist an mun fátækara en Indland. Hvorki kol, jám né olía hafa til þessa fundizt að nokkru ráði í land inu, en Indverjar hafa hins veg- ar mikið magn af þessu öllu. Pak istan hefur vart annað en baðm ull og jut, sem eru aðalútflutnings vörur þess. Þótt mörgum þyki að á ýmsu hafi gengið um uppbygginguna á Indlandi og ekki allt farið eins og ætlað var, er nú orðið augljóst, að Indverjar hafa gert betur en Pakistanar, þótt hinir síðar- nefndú hafi þegið tiltölulega meiri útlenda fjárhagsaðstoð. Indverjar hafa lagt harðar að sér, land þeirra hefur reynzt auðugra, og ríkisstjóm þeirra hefur þrátt fyrir allt einhver tengsl við al- menning, hvað vart verður sagt um Pakistan, þar sem ríkir hrein yfirstéttarstjórn. Og ekki má gleyma því, að Indland er orðið traustasta lýðræðisríki Asíu, en mörg önnur ríki, sem sjálfstæði Framh. á 13. síðu Efnalaugin Gyllir Langholtsvegi 136 — Sími 33425. Hreinsum fatnað á 2— 3 dögum. Vönduð vinna. Hjalti Guðnason. STÁLG Rl N DA-ÍÞ RÓITAH ALLIR Útvega með stuttum afgreiðslufresti beint frá framleið- endum Stálgrinda-íþróttahallir, ásamt öllum innrétting- um og íþróttatækjum. Teikningar og myndir á staðnum. Karl K. Karlsson umboffs- og heildverzlun — Hverfisgötu 82, sími 20350. GALON Laugavegi 116 - Sími 35252. Auglýsingasíml Alþýðublaðsins er 1490« ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. nóv. 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.