Alþýðublaðið - 21.11.1963, Síða 10
*
SAMFÉLAGIÐ
■ ■ B
Framh. af 5. síðu
Á fjárlögum er gert ráð fyrir
61,3 milljónum í helztu beina
styrki til landbúnaðarins og er þá
komið upp í um 300 milljónir.
Hins vegar er vart hugsanlegt að
gera landbúnaðinn upp sem slíkan,
því þar koma svo mörg önnur atr-
tiöi til, svo sem það að samfélagið
Btyrkir landbúnaðinn eins og dreif
býlið í heild, með því að láta hon-
um í té ýmsa þjónustu, svo sem
iratforku og símaþjónustuí lanigt
undir kostnaðarverði. Auk þess
sem samfélagið eyðir hlutfalls-
lega miklu meira fé til dæmis til
samgöngumála vegna landbúnaðar
. framleiðslunnar, en vegna annarra
framleiðslugreina.
Það verður að framkvæma þann
ig stefnu í landbúnaðarmálum,
sagði ráðherrann, að þessar styrkja
AFSTAÐA
Framhald af 1. sfðu
_ frá Flugráði, nema hvað hann
vissi, að afstaða þess til málsins
hefði orðið jákvæð.
Eins og skýrt var frá áður en
kunnugt var, að Flugfélagið hefði
ákveðið að segja sig úr IATA,
gæti slík fargjaldalækkun Loft-
leiða þýtt sama og rothögg fyrir
Fiugfélagið. Félagið, sem aðili
að IATA, yrði að halda sig við
þau fargjöld, sem alþjóðasamtök-
in hafa samþykkt. Þannig gæti
flugfarþegi komizt til Þýzkalands
með Loftleiðum fyrir 1800 kr.
lægri upphæð. en það fargjald,
sem Flugfélagið gæti boðið. Er
auðvelt að reikna út hvaða af-
leiðingar það hefði í för með sér.
Sem mótleik gegn hinni vænt-
anlegu fargjaldalækkun Loftleiða
til Luxemborgar, ákvað stjóm
. Flugfélagsins að segja sig úr IA-
'TA, svo það gæti skapað sér sam-
keppnisgrundvöll gagnvart Loft-
leiðum, en yrði ekki áfram bund-
ið af IATA-fargjöldunum. Ef sú
úrsögn nær fram að ganga, verð-
ur hvorugt íslenzku flugfélaganna
í, þessum alþjóðasamtökum, — og
telja fróðir menn, að slíkt geti
haft ófyrirsjáanlega erfiðleika í
för með sér. Geta þar bæði kom-
ið til erfiðleikar með loftferða-
samninga og lendingaleyfi f hin-
um ýmsu löndum. — Þá má geta
þess, að ef þetta yrði, væri ísland
eina landið í V-Evrópu, sem ein-
hverjar flugsamgöngur rekur, sem
ekki væri í IATA.
Er stjórn Flugfélagsins hafði
tekið þessa ákvörðun tilkynnti
hún flugmálaráðherra hvemig
komið var Fór hann fram á það
við félagið, að það dokaði við
með þessa úrsögn meðan hann
kannaði málin. Skömmu síðar bar
hann fram þau tilmæli, að skipuð
yrðl nefnd til að athuga mögu-
leikana á sameiningu flugfélag-
anna, og jafnframt mun hann
hafa beðið Loftleiðir um að bíða
með fargjaldalækkunina.
Eins og fyrr segir, er það ráð-
herra, sem nú verður að taka á-
kvörðun um, hvort leyfa eigi Loft
leiðum að lækka fargjöldin á
Luxemborgarleiðinni. Verði það
gert, er um leið kippt grundvell-
ínum undan sameiningu félaganna,
en það mál er ennþá á frumstigi
óg framkvæmd þess miklum erfið
. leikum háð.
Má því segja, að vandi for-
i ráðamanna flugmála hér á landi,
i sé mikill um þessar mundir og
tvísýnt hvernig málin snúast.
greiðslur minnki. Við verðum að
koma stuðningnum niður í það
mark sem hann er í í nágranna-
löndunum og helzt neðar. Einfald-
asta og fljótlegasta ráðið væi'i að
flytja vinnuafl úr landbúnaðinum
yfir í sjávarútveginn og iðnaðinn.
Þetta yrði þó að gera með mikilli
gát, því róttækar aðgerðir af þessu
tagi mundu skapa mikið félagslegt
rót. Hér yrði-að fara hinn gullna
meðalveg, en þetta mál væri engu
að síður grundvallarmál íslenzkra
efnahagsmála í dag. Máli sínu til
stuðnings vitnaði ráðherrann að
lokum í grein- eftir dr. Björn-Sig-
urbjörnsson í Árbók Landbúnaðar
ins.
Bjarnj Renediktsson, forsætis-
ráðherra (S) sagði, að sumum
þætti gert ráð fyrir of litlum hag-
vexti í framkvæmdaáætluninni, en
aðrir teldu þar byggt á raunsæi.
Þegar við bærum okkur saman við
aðrar þjóðir í þessum efnum yrð-
um við að bera okkur saman við
þjóðir, sem væru okkar líkar. Þeg
ar við tölum um öran hagvöxt og
lifskjarabætur yrðum við einnig
að hafa í huga, sagði forsætisráð-
herra, að við héldum uppi sjálf-
stæðu þjóðfélagi og að það kost-
aði tiltölulega meira að halda uppi
litlu þjóðfélagi en stóru.
Það myndi margfalt kostnaðar
minna fyrir okkur að láta stjórna
okkur, og sömuleiðis mundi ódýr-
ara að láta alla landsmenn búa
við Faxaflóa og á Suðurlands-
undirlendi.
Þeirri ákvörðun okkar að halda
uppi sjálfstæðu þjóðfélagj fylgdi
svo mikill kostnaður, að hann hlyti
að draga eitthvað úr þeim efna-
hagslega vexti og viðgangi, sem
við gætum notið ef við gæfumst
upp.
Ýmsar vörur kynnu að vera dýr-
ari hér en ytra. Slíkt væri aðeins
gert af ríkri nauðsyn. Við verðum
að vera reiðubúin að standa
straum af þeim kostnaði, sem fylg
ir þvi, að vera sjálfstæð þjóð,
sagði forsætisráðherra. Án land-
búnaðar héldi íslenzka þjóðin ekki
eðlj sínu og mundi glata mörgu,
ef hans nyti ekki við,
Að Iokinni ræðu forsætisráð-
herra var umræðu um málið frest-
að.
Snjóar
Framh. af 1 síðu
Norðurlandi og Vestfjörðum, en
einnig talsvert á Austurlandi og
í nágrenni Reykjavíkur. Blaðið
hafði samband við allmarga af
fréttariturum sínum í dag, auk
Vegagerðarinnar. Mjög víða var
blindað á vegum í morgun, t. d.
á Ieiðinni frá Selfossi til Rvík-
ur, og voru bílar óvenju lengi
að fara þessa leið. Þungfært var
fyrir Hvalfjörð, en vegurinn var
skafinn á nokkrum stöðum, þar
sem mestur snjór var, bæði í
Hvalfirði og á Hellisheiði. Á Snæ-
fellsnesi er ekki mikil ófærð, —
nema helzt á Útnesveginum í
grennd við Hellissand. Ófært er
fyrir Gilsfjörð, en sæmileg færð
er um Bröttubrekku í Dali. Á-
ætlunarbíll fór til Hólmavíkur í
gær og gekk sæmilega. Þá var
og fært til Akureyrar, en mjög
mikill snjór er í Eyjafirði, þó að
sæmilega fært sé til Dalvíkur,
en á Öxnadalsheiði og í Öxnar
dal er illfært og ekki er fært
öðrum bílum en trukkum frá Ak-
J 10 21. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ureyri austur í Þingeyjarsýslur. |
Á Austfjörðum og Vestfjörðum
eru allir fjallvegir ófærir — og
aðrir vegir að meira eða minna
leyti, t. d. ófært um Fagradal
frá Reyðarfirði til Egilsstaða og
bæði Staðarskarð og Oddsskarð
ófær. Á Suðurlandsundirlendinu
eru flestir vegir færir.
ÍÞRÓTTIR
^ Framh. af 11. síífti
heimsmeistarakeppni og árang-
urinn nú mætti helzt ekki verða
lakari. Við skulum vona, að þetta
lagist, sagði Ingólfur að lokum.
★ SÖMU HLUNNINDI OG
AÐRAR ÍÞRÓTTAGREINAR.
Við náðum einnig tali af reynd-
asta leikmanni íslenzka lands-
liðsins, Gunnlaugi Hjálmarssyni
og fengum álit hans á málinu.
Hann sagði:
— Vegna peningaleysis er af-
staða HSÍ að ýmsu leyti mjög erf-
ið. Væntanlegum keppendum á
HM hefur verið tjáð, að þeir verði
að leggja fram peningaupphæð,
allt að 3000 krónum, til að kom-
ast í ferð þessa. Ef það ekki tekst
verða þeir að sitja heima. Skil-
yrði sem þessi eru vafalaust eins
dæmi og í raun og veru til lítils
að vinna, að verða valinn í lands-
liðið. Að vísu er ánægjulegt að
fá að verða fulltrúi þjóðar sinnar
á erlendum vettvangi, en að þurfa
að leggja fram þúsundir króna
með sér, auk annars álags er að
sjálfsögðu ekki mjög eftirsóknar-
vert.
Því skal þó ekki leynt, að á
þessum vetri hefur æfingasókn
hjá landsliðinu verið mjög léleg
að undanteknum tveim til þrem
mönnum. Nú þegar verður að gera
róttækar ráðstafanir, ef ekki á illa
að fara. Leggja verður allan fé-
lagaríg á hilluna og menn verða
að gera það upp við sig hvort
þeir ætla að stunda þær æfingar
sem ákveðnar eru, eða ekki. Ef ein
hverjir eru, sem ekki stunda þær
æfingar, sem boðaðar eru, verða
þeir hreinlega að víkja fyrir öðr-
um, sem meiri áhuga hafa, þótt
þeir séu lakari leikmenn.
Að lokum væri ekki lir vegi að
varpa þeirri spurningu fram, til
íþróttaforystunnar, hvort hand-
knattleiksmenn. fari ekki senn að
njóta sömu hlunninda sem aðrir
íþróttamenn, þannig, að þeir þurfi
ekki að stórskaðast fjárhagslega
við að verja heiður landsins á al-
þjóðamótum. í öðrum íþrótta-
greinum skéður það ekki, að í-
þróttamennirnir þurfi að greiða
hluta af fargjaldi, þegar um al-
þjóðamót er að ræða. Hvers á
handknattleikurinn að gjalda?
Kvikmyndir
Framh. af bls 7
anna vilja að berist með list
þeirra. List Bunnels er list hinna
stóru tákna. Menn verða að þora
að horfast í augu við eigin lítil-
mótleik til þess að skilja hvað að
baki liggur. Það virðist ljóst mál að
með slíkar myndir á að fara sem
dýrgripi, ekki sem hverja aðra ó-
merkiiega dægradvöl. Það er jafn
vel spurning, hvort ekki er.ástæða
til að sýna þær aðeins völdum hóp
um, eða að minnsta kosti sé kom
ið í veg fyrir, að fólk, sem hefur
enga löngun til að skilja það sem
það sér, geti Velt sér upp úr því,
sem það þykist sjá á flötu, grunnu
tjaldi.
H. E.
SMURI BRAUÐ
Snittur.
Opið frá kl. 9—23.30.
Sími 16012
Brauðstofan
Vesturgötu 25.
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri, — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
Korkiðjan h.f.
Skúlagötu 57. — Sími 23200.
Ailt í rúmfatnað
með beztu fáanlegu verði. ‘
Einnig Terylene slétt og pliser-
að.
Verziunin Snót
Vestui-götu 17.
Herbergi óskast
Reglusamur vélsetjari ósk-
ar nú þegar eftir her-
bergi, (má vera lítið). Upp-
lýsingar í prentsm. Alþbl.,
sími 14905 eftir kl. 5. í
dag og næstu daga.
Bílasalan BÍLLINN
Sölumaður Matthías
Höföatúni 2
Sími 24540.
hefur bílinn.
Karlmannaföt
Drengjaföí
Ve;zl SPARTA
Laugavegi 87
Auglýsingasíminn er 14906
Af gefnu tilefni
skal það tekið fram að símanúmer okkar
er óbreytt 19819.
Fæðingarheimilið Kópavogi.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðai’för
Jóns Sigurðssonar
loftskeytamanns
Þórdís Jónsdóttir
Gnðlaug- Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Svanhildur Thors
Eiginmaður minn
Ólafur H. Sveinsson
andaðist 18. þ. m.
Guðrán Ingvarsdóttir.
Lára F.
Hákonardóttir
Sigurður .Tónsson
Katrin Jóusdóttir
William Gunnarsson
Þórður T1