Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 7
UMMÆLIBLAÐA... FramA. af 3. síffn burði svipi til morðsins á Abra- ham Lincoln fyrir nær liundrað árum síðan og segir: Bandarikin hafa ekki aðeins misst einn dug- legasta forseta sinn, heldur hef- ur einnig verið stöðyað framlag, sem að mikilvægi jafnast á við framlag Lincolns. Pólitískur hugs unarháttur og störf báru vitni þess að hann viðurkenndi þá stað- reynd, að í heimi vetnissprengj- unnar, er styrjöid óhugsandi og að menn verða að vinna af öllu afli að því að skapa öryggiskerfi. ' llllll•lllllllll■lllllll•l)ll■lllllllllllllllllllJlUllllllll•llll•ll•ll•lllllUlllllllllllllllM■ml>lll»».>l uiiiiiiiiiiiiMmiiiiimiiiiiii»imiiiiiiiiiiii.iiiHiimiiiiii»iiiMiiii*iimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiMi*.iiiii**iii*i**iiiiMPii**i**ii»*i****i|***'^- Hann beitti sér fremur en nokk ur annar forseti Bandaríkjanna á þessari öld fyrir því að kjör þeldökkra manna yrðu bætt. Laga frumvarp hans um réttindi blökku manna ber vitni göfugum anda. Nú þegar hann er horfinn virðist ástandið í heimsmálunum vera ó- vissara og þungbúnara en áður. Stokkhoims-Tidningen segir, að Kennedy hafi verið á góðri leið með að leiða land sitt út úr þeirri ördeyðu, sem það var í þeg ar hann tók við völdum. Kaupmannahafnarblaðið Poli- tiken segir: Það tók okkur tólf ár og eina heimsstyrjöld að ráða niðurlögum Hitlers. Þrjú ár er það, sem heiðarlegur og góður maður fær til umráða. 111 lilýtur veröld- in að vera ennþá. Berlingur segir, að morðið hafi breytt útliti heimsstjórnmálaima einmát þegar öll góð öfl hefðu þurft að sameinast um að halda lífinu í vonarneistanum um betri heim. Orðrétt segir blaðið: Hann sýndi heiminum aðra mynd af landi sínu, en þá gömlu af íhalds sömu stón’eldi. ryðvöm. BANNAÐ... Framhald af 3. síffu. hvað öryggi og útbúnað snertdr með farþegaflutninga fyrir augum en óhjákvæmilegt hefði verið tal ið að banna farþegaflutninga á smábátum til gosstöðvanna. Á ANDREWS-flugvelli við Was hington var stöðugur straumur stjórnmálaforingja og herforingja allan daginn. Um kl. 4,30 hélt John son frá skrifstofu sinni, sem hann notaði sem varaforseti, til St. John's kirkjunnar skammt frá Hvíta húsinu að vera yið minning arguðsþjónustu. í fylgd með hon um var Eisenhower fyrrverandi for seti. Fánar eru í hálfa stöng um all an heim í heiðursskyni við Kenne dy. Sérstaka athygii vakti, að flagg að var í hálfa stöng í sendiráði Rússa í Tolcyo. ÍÞRÖTTIR Framh. af 11. síffu finna náð fyrir augum landsliðs- nefndar sé'eitthvert rusl? Sú fyr írlitning, sem formaður H. S. í. sýnir öllum meginþorra íslenzkra bandknattleiksmanna með þessu, er vægast sagt óþolandi. og ætti hann að biðjast opinberlega af- sökunar, eða gefa nánari skýringu á orðum sínum. Það má vel vera að stjórn H.S.Í. hafi gert sitt bezta, en liún getur ekki legið mönnum á hálsi fyrir að taka almenn skyldustörf og nám i'ram yfir leik, sem kostar menn stórfé, bæði beint og óbeint. Handknattleikurinn hefur átt að ýmsu leyti erfitt uppdráttar á ís- landi, menn.í áhrifastöðum hafa reynt og reyna enn að bregða fyr- ir hann fæti, en áhugasamir ein- staklingar hafa unnið honum veg- legan sess í íslenzkri íþróttasögu. Á undanförnum árum hefur það komið í hlut lítils hóps að verja heiður landsins út á við. Það er því ekki sanngjarnt af stjórn HSÍ þegar eitthvað bjátar á, að hlaupa upp til handa og fóta, láta for-1 mann stjórnarinnar l.vsa þá, sem við eiga að taka eitthvert ,,rusl“ en hina ósamvinnuþýða, og að stjórnin sé í góðum höndum. íslenzkir handknattleiksmenn hafa sýnt að þeir eru alls trausts verðugir þeir vilja að þeim sé ekki veitt lakari aðstaða til að sækja alþjóðamót en öðrum íslenzkum íþróttamönnum. Á því sviði hefur stjórn HSÍ veglegt starf að vinna, og ætti að snúa sér að þvi verkefni, áður en hún slettir öðru óþverranafni framan í handknattleiksmenn landsins. Gunnl. Hjálmarsson. ^*lll»lll»»»l»l»»l»»ll»»»»»»»l»l»»l»»l»É»l»l»ll»»»»»»»»»»l»»»»»ll»lllll»»»»»»»IM»»»»»llllll»IIIIIIIIIIIMIII»l»llllll»l|l|>)l|lllllllllll||l||ll|||||ll|||ll|l||lllllllllllllll|l|ll|lllll||ll||llll|f|||||l||||||l|l|||ll||||lllll||llKr^1 I ÞEGAR við litum inn í Þjóð- | leikhúsið var verið að æfa ji Hamlet, sem vera skal jólaleik- I rit Þjóðleikhússins í ár. Fremst | á sviðinu trónaði Benedikt | Árnason, en hann stjórnar leikn | um. Á sviðinu voru leikararn- \ ir Herdís Þorvaldsdóttir, Ró- \ bert Arnfinnsson, Þórunn Ól- | afsdóttir og Jóhann Pálsson. | ' en þau leika öll veigamikil hlut i verk í leiknum. Aðalleikarinn, i Gunnar Eyjólfsson var staddur | frammi í kaffistofu leikaranna. i Við áttum við hann stutt sam- i tal, sem hér fer á eftir; aðar hendur” og fieiri og fleiri. Nei, ég á ekkert óskahlutverk, en ég man eftir þéim hlutverk- um.sera ég hef leikið, enda ver- ið heppinn hvað hlutverk snért- ir. Herdís kemur inn í kaffi- stofuna sem snöggvast og Gunn ar spyr hana: — Hvert er þitt uppáhalds- hiutverk, Herdís? — Snæfríður, svarar hún, um leið og hún er farin inn á svið ið aftur? — Er ekki erfitt að leika í tveim leikritum svotil samtím- is? — Nei, ekki vil ég segja það. Það er ekki vandamál að halda hlutyerkum aðskildum. — Nú hafa sumir sagt, að Helga Valtýsdóttir sé of lik í „Hart í bak” og „GísJ.” — Já, en það er ekki allra skoðun. Hún verður að leika sömu manngerðina í báðum leikritunum. Eg mundi segja, að hún hafi verið óheppin. — Er betra að læra ljóða- leikritin? — Sumir hafa spurt hvernig maður geti lært allar þessar rullm’. Það er ekki vandamál, það geta allir lært utan.bókar. Jú, það er mun betra að læra ljóðaleikritin. — Hvað er búið að æfa Ham- let lengi? — Á hverjum degi nema sunnudögum í fjórar vikur og þannig verður fram að jólum. — Erfitt? —. Það verður ekki; erfitt fyrr en farið verður að æfa í búningum, þá fer fyrst að taka á taugaraar. — Er Hamlet óskahlutverkið, Gunnar? — Ég á ekkert óskahlutverk, og hef aldrei skilið það orð. En mér finnst mjög vænt um að fá að leika Hamlet, þó ég hafi ekki hugsað til þess undanfar- in ár, Mér þykir vænt um öll mín hlutverk. —- Hvert þeirra er þér minnis- stæðast? — Ætli það sé ekki Genni í „Engill hprfðu heim”. Pétur Gautur var líka skemmtilegt hlutverk. Nú og svo er það Jimmy Porter, eins „ósympat- ískur” og hann nú var og er reyndar ennþá. Hugo í „Flekk- Þessar svipmyndir af æfingu á Harnlet tók ljósmyndari Alþýffu- biaffsins síffastliffimi föstudag. Efsta myndin er af Gunnari Eyj- ólfssyni. Þar fyrir neffan Benedikt Árnason leikstjóri aff leiff- beina tveimur leikendum og' Ioks er sviffsmynd. ALÞYÐUBLAÐIÐ — 24. nóv. 1963 %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.