Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 2
 ftltsijórar; Gylfl Gröndal (ao.) og Beneaiki Gröndai. Fréuastjórl tml Gunnarsson. — Rltstjómarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Símar: 14960-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Al-þýðuhúsið viö Fverfisgotu, Keykjavík. — Prentsmiðja AlþýðuOlaOsins. - Askriftargjaid tr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. ~ Útgefandi: Alþýðufiokkurlnn UPPSKERA HATURSINS HVARVETNA um hinn siðmenntaða heim rík- ir nú sorg og uggur vegna sviplegs fráfalls ungs og dugmikils þjóðhöfðingja. Sorg, vegna þess að einn af dyggustu jstuðningsmönnum frelsis og mannrétt inda er fallinn í valinn, og uggur vegna þess, að öfgaöflin hafa sýnt hug sihn til frelsis og lýðræðis í verki. Fréttin um lát Kennedys Bandaríkjaforseta ívákti ekki aðeins undrun, hún vakti einnig skelf- ingu. Það sýna viðbrögð almennings og stjórn- málaleiðtoga um víða veröld. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað með viíssu hjverjir haturs eða öfgamenn frömdu þennan hryllilega verknað. Víst má þó telja, að þar hafi ■'öfgaöfl 1 einhverri mynd verið að verki. Öfgaöfl, sem sá hatri, og uppskera dauða. Öfgaöfl, sem svo :fá ruglað dómgreind manna, að ekki er lengur •gerður greinarmunur á réttu og’ röngu. Kennedy forseti barðist gegn þessum öflum. Sú ibarátta skapaði honum hatursmenn. Þótt hann hefði ekki lengi setið á stjórnarstóli, hafði hann samt unnið hug og hjörtu heilla þjóða. Barátta hans fyrir jafnrétti allra kynstofna gerði það að iverkum, að hann var dáður og virtur af milljónum manna um allan heim. Uppfrá þessu munu hann og Liincoln forseti oft nefndir í sömu •andrá. Það eitt segir meira um hann og lífsstarf : hans, en mörg orð fá lýst. Fánar blakta nú í hálfa stöng í löndum þar ii sem lýðræði og mannréttindi eru einhvers metin. Þjóðhöfðingjar og stjórnmálaleiötogar eru allir sam mála í ummælum sínum um hinn látna bandaríska forseta: Hann var mannkosta og drengskaparmað ur. Allir eru á einu máli1 um, aö fyrir hans tilstilli hafi nú horft friðvænlegar í heimi hér en áður. Það er von allra ábyrgra manna, að alþjóðamál þróist áfram ef'tir þeim brautum, sem honum hafði með stjórhkænsku og víðsýni tekizt að beina • þeim inn á. . Þegar Kúbudeilan ivar á hátindi, fylgdist al- ■ heimur með viðbrögðum hins unga forseta. Hann brást ekki hlutverki sínu. Heldur sannaði enn einu sinni, að hann var réttur maöur á réttum stað. Öfgaöfiin, sem urðu John F. Kénnedy 35. for- seta bandarísku þjóðarinnar, að aldurtila, eru alls- staðar að verki. Þau eiga líka sína talsmenn á ís- lndi. Það fyrirfinnast alls staðar menn, sem sá hatri og brengla dómgreind fólks með því að rægja og míða andstæðinga sína röngum sökum. Það er skylda hivers hugsandi manns, að berjast gegn þess- um öflum. Berjast gegn þeim með heiðarlegum og drengílegum aðferðum. eyíí-ív.:# ■ 2 24. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0 NÝ MÓTSTAÐA i NÝTT SÉRBYGGT - , HAf PENNUKEFLI TRAN3ISTOR MAGNARI ■ Grensásvegi 18 — Sími 37534 — Reykjavík TRANSJSTOR kveikjum agrtari Transistor kveikjukerfið tryggir yður: 1 Örugga gangsetningu. 2 Stórbætta endingu á kert- um og platínum. 3 Benzínspamaður 5—10%. 4 Verndar gegn sót- og gjall- myndun, og minnkar þar með stórlega viðhaldskostn- að. 5 Enginn viðhaldskostnaður á transistor magnaranum. 6 Transistorinn tryggir yður mjúkan gang jafmvel í benzínvélum sem byggðar eru fyrir hærri cotan tölu benzíns en hér fæst. 7 ísetning tekur aðeiins 30 mínútur. E i n k a u m b o ð : Útsölustaðir: Rcykjavík: Bifreiðaverkst. Stimpill, Grensásv. 18. Bílanaust h/f, Höfðatúni 2. Borg’arnes: Bifreiða og Trésmiðja Borgarness h/f. Hvammstangi: Hjörtur Eiríksson. Blönduós: Bifreiðaverkst. Kaupf. Húnvetninga. Sauðárkrókur: Bifreiða og Vélaverkst. Kaupfélags Skagfirðinga. Akureyri: Bifreiðaverkstœðið Þórshamar h/f. Húsavík: Bílaverkstæði Jóns Þorgrímssonar. Keflavík: Stapafell h/f. Sendum gegn póstkröfu. SÍLDARVERKSMIÐJ A Á ESKIFIRÐI Hreppsnefnd Eskifjarðar hefur nú um skeið unnið að því, að reist verði síidarverksmiðja á Mjóeyri við Eskifjörð. —, Á fundi sínum þann 11. þ. m. samþykkti lireppsnefndin að bjóða síldarsaltendum og síldarútvegsmönnum þátt-töku í verksmiðjubyggingunni. Eru þeir, sem kynnu að hafa áhuga á þessu máli, beðnir að bjóða síldarsaltendum og síldarútvegsmönnum þátttöku ar nánari upplýsingar. — Bf LALEIGA Beztu samningarnir Afgreiðsla: GÖNHÖLL hf. Ttri Njarðvík, sími 1958 Flugvöllur 6162 Eftir lokun 1284 Eskifirði 16. nóvember 1963. Þorleifur Jónsson FLUGVALLARLEIGANi/f sveitarsljóri. ÁuglýsÍRpsíminn 1490$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.