Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 14
 Vort ástkæra nýja eyland er aska, vikur og gjall. Og fiugfarið austur að Eyjum kostar aðeins fimm-hundruð-kall. Og nú þarf að finna nafnið á náttúruundrið strax, því eyjan helzt kannske ekki uppi til næsta dags. Menn flýta sér nöfn að finna, sem fallið geti við -ey. Mín tillaga er létt og lipur, ég vil láta hana heita „6key“. * KANKVÍS. -Ttt:.:.: í brjósti gamla, góða vísinda- mannsins bjó hjarta, sem var bæði gott og göfugt — og dag einn þcg ar gamli þjónninn hans kom inn til hans með morgunkaffið, brosti hann hlýlega til hans og sagði. Hans minn, þú hefur nú þjónað mér af stakri prýði og trúmennsku í mörg herrans ár. Ég gæti ekki liugsað mér betri þjón en þig. Og þess vegna hef ég ákveðið að heiðra þig, Ég er nýbúinn að finna nýjan' virus og ég ætla að kalla liann í höfuðið á þér. Frá hinu íslenzka náttúrufraeðifé- Konur í Styrktarfélagi vangef- dnna eru beðnar að skila bazar- munum í dagheimilið Lyngás Safamýri 5 eða í verzlunina Hlín Skólavörðustíg 18 hið allra fyrsta eða í síðasta lagi miðvikudaginn 27. nóvember n.k. Einnig eru fé- lagskonur beðnar að koma með kökur á kaffisöluna í Lidó 1. des. fyrir hádegi. DAGSTUND biður lesendur sína að senda smellnar og skemmtt íegar klausur, sem þeir kynnu að rekast á í blöðum og tímaritum til birtingar undir liausnum KLIPPT. Blaðið, sem úrklippan birtist í verður sent ókeypis heim til þess. sem fær úrklippu sina birta. VEÐRIÐ í GÆR OG SPÁIN í DAG : Veðurhorfur: Hvassviðri og snjókoma með kvöldinu. Klukkan 11 var norðan gola og víðast bjart veður austanlands, en vestanlands var að þykkna upp með suðaustanátt. Frost mest á bing völlum: 17 stig. í Reykjavík var 8 stiga frost. FLUGFERÐIR Flugfélag ístands h.f. Skýfaxi fer til Glasgow og Khafn ar kl. 08.15 í fyrramálið. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 16.00 á þriðjudaginn. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vmeyja. Á morg un er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Vmeyja, ísafjarðar og Horna fjarðar. MESSUR Dómkirkjan. Bamasamkoma kl. 11 í Tjarnarbæ. Séra Óskar J. Þor- láksson. Fríkjrkjan: Messa kl. 2. Séra Þor steinn Björnsson. Langholtsprestakall: Barnaguð- þjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Árelíus Níelsson. Neskirkja: Bamamessa kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Jón Thorarensen Hallgrímskirk ja: Barnaguðsþ .i ón- usta kl. 10. Messa kl. 11. Séra Sig- urjón Þ. Árnason. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e.h. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15. Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan í Ilafnarfirði: Messa kl. 11.00. Séra Kristinn Stefánsson Dómkirkjan: Kl. 10.30 prestvígsla. Biskup íslands hr. Sigurbjörn Ein arsson vígir cand. theol Bolla Gúst avsson til Iíríseyjarprestakallr- í Eyjafjarðarprófastdæmi. Séra Pét ur Sigurgeirsson, lýsir vígslu, vígsluvottar auk hans, prófessor Björn Magnússon, séra Ingólíur Þorvaldsson og séra Magnús Guð mundsson á Setbergi. Séra Pétur Sdgurgeirsson og séra Magnús Guð mundson þjóna fyrir altari, hinn nývígði prestur predikar. Skrifstofa Áfengisvarnanefndar kvenna er í Vonarstræti 8 (bak- hús) opin á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 3-5 e.h. sími 19282. Skrifstofa Áfengisvarnanefndar Reykjavíkur er í Vonarstræti 8 (bakhús) opin frá kl. 5-7 e.h., nema laugardaga, sími 19282. Sálarrannsóknarfélag íslands held ur almennan fund í Sigtúni, mánu- daginn 25. nóv. kl. 20.30 Það er erfitt að bera kynd,- ir sannleikans, án þess að svíða skeggið á einhverjum. Morgunblaðið 22. nóv. 1963. Kvenfélag Neskirkju Afmælis- fundur félagsins verður þriðju- daginn 26. nóv. kl. 8.30 í félags- heimilinu. Skemmtiatriði, kaffi. Jólamerki Thorvaldsensfélagsins eru komin. í tilefni 50 ára afmælis merkisins, eru seld jólakort með álímdum gömlum merkjum á kr. 10 stykkið í Thorvaldsensbazar. Tilvalið tækifæri fyrir safnara. Frá hin u íslenzka náttúrufræðifé- lagi. Á samkomu Náttúrufræðifé- lagi í 1. kennslustofu Háskólans mánudaginn 25. nóv. kl. 20.30 flyt ur Úlfar Þórðarson læknir er- indi, sem hann nefnir: tfm uátt- úruvemd frá sjónarhóli áhuga- manna. Ennfremur verður sýnd stutt kvikmynd, „The Long Fliglit" a frannsóknum á ferðum farfugla með skýringum eftir Peter Seott. Bazar Kvenfélags Alþýðuflokksins verður 4. desember næstkomandi. Félagskonur eru beðnar að safna munum. Annað kvöld, mánudags- kvöld, liittumst við í skrifstofu A1 þýðuflokksins í Alþýðuhúsinu kl. 20.30 til þess að skipta með okkur vejtkefnum. Hafið samband við undirritaðar: Bergþóra Guðmunds dóttur, sími 19391, Ingveldur Jóns dóttur, sími 15129, Kristbjörg Egg ertsdóttur, sími 12496. _ ! LÆKNAR Kvöld- og næturvörður L.R. I dag: Kvöldvakt kl. 18.00-0030. Á kvöld vakt: Björn L. Jónsson. Á nætur- vakt: Haukur Jónasson. Mánudag ur: Á kvöldvakt: Jón Hannesson. Á næturvakt: Kjartan Magnússon Sunnudagur 24. nóvember 10.30 Prestsvígslumessa í Dómirkjunni: Biskup íslands vígir Bolla Gústafsson cand. theol. til Hríseyjarprestakalls í Eyjafjarðarpróf- astdæmi. Séra Pétur Sigurgeirsson á Akur- eyri lýsir vígslu og þjónar fyrir altari, ásamt séra Magnúsi Guðmundss. á Setbergi. Vígslu vottar auk þeirra: Björn Magnússon ptófessor og sér Ingólfur Þorvaldsson. 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Árni Magnússon, ævi lians og störf; V. er- indi. Skipti Árna við Þormóð Torfason (Ólaf- ur Halldórsson cand. mag.). 14.00 Miðdegistónleikar: Frá degi Sameinuðu þjóð anna 24. okt. s. 1. í New York. 15.50 Kaffitíminn: Nokkur lög af hljómplötunni „Stjörnublik,, þar sem þekkt listafólk skemmtir . — (16.00 Veðurfregnir). 16.50 Á bókamarkaðinum (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir). 20.00 Erindi: Utanríkismál íslands 1918—40 (Aga ar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri). 20.30 Tónleikar í útvarpssal: Joseph Plon leikur á píanó. 21.00 „Láttu það bara flakka“,‘ þáttur undir stjórn Flosa Ólafssonar. 22.10 Syngjum og dönsum: Egill Bjamason rifjar upp íslenzk dægurdög og önnur vinsæl lög. 22.30 Danslög (valin af Heiðari Ástvaldssyni dane kennara). 23.30 Dagskrárlok. í-'' // ffj // Ííl 3rw Djöll erún skáes- leg skvísa. 14 24. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.