Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.11.1963, Blaðsíða 3
Baráttan fyrir jafnrétti kostaði Kennedy lífið Krústjov ritar nafn 6itt í minningrabók hjá sendiráði Banaaríkjanna í Moskvu. (Símsend mynd frá IJPI). Þungt áfall fyrir málstað friðarins, segir Krústjov MOSKVA, 23.11 (NTB-Reuter). Nikita Krústjov íorsætisráðherra sagði í dag að fráfall Kennedys forseta væri þungt áfall fyrir alla þá, sem unna málstað friðarins og fylgjendur samstarfs Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Krústjov lýsti því yfir í skcyti til hins nýja forseta, Lyndon B. Jphnsons, að þeííta morð, sem framið væri þegar teikn væru á lofti um minni spennu í alþ'jóða málum og liorfur á bættum sam- skiptum Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, hefði vakið reiði sovézku þjóðarinnar í fiarð þess, sem sek- ur væri um þennan svívirðilega glæp. Hinn látni var víðsýnn maður, sem lagði raunsætt mat á ástand- ið og reyndi að finna leiðir til samkomulags og lausnar á þeim vandamálum, sem nú valda sundr un, segir í skeyti Krústjovs. Vestrænir sendimenn og frétta- menn í Moskvu minnast þess ekki að lát nokkurs vestræns stjórn- málamanns hafi vakið eins mikla hryggð í Sovétríkjunum og á það jafnt við um stjórnmálamenn og almenning. Sorg sú, sem Krjútsjov forsæt- isráðherra og aðrir háttsettir sovézkir leiðtogar hafa látið í Ijós, lýsir hug allrar sovézku þjóðar- innar. Svo að segja allt venjulegt fólk, sem vestrænir blaðamenn hafa snúið sér til til að kynnast viðbrögðum þess lét í Ijós djúpa hryggð vegna morðsins og hrós- aði framlagi Kennedys til bættra samskipta Bandarikjanna og Sovét J ríkjanna. 1 Sovétstjórnin og sovézka þjóðin ! taka þátt í djúpri sorg bandarísku þjóðarinnar vegna þessa mikia tjóns og láta í Ijós von ura, að starfinu að lausn deilumála — starfi sem Kennedy forseti lagði jákvæðan skerf til — yrði haldið áfram í þágu friðarins, mannkyn- inu til blessunar, að því er segir í skeyti Krjústovs til Johnsons. Forsætisráðherrann sendi einn ig persónulegt samúðarskeyti til frú Kennedy. Bresjnev forseti hefur einnig sent samúðarkveðjur til Lyndon B. Johnson forseta, þar sem hann lætur í ljós djúpa hluttekningu sovézku þjóðauinnar. Moskva 23. nóv. NTB. Pravda, aðalmálgagn rússneska kommúnistaflokksins, segir aft- ur í dag frá dauða Kennedys í hálfum öðrum dálki á forsíðunni og í grein um æviferil hans er minnzt ræðu sem hann flutti við Háskólann í Washington í sumar. Kennedy lagði áherzlu á, að öllum þjóðum væri sameiginlegur hagnaðtu: af réttlátum friði og afvtepnun, skrifar blaðið. Hann lagði seinna mikla áherzlu á, að Moskvusamþykktin um takmarkaða afvopnun væri fullgilt í þinginu og tilraunir hans til þess að bæta ástandið í alþjóðamálum mættu mikálli andspymu frá „hinum villtu mönnum“ í Bandaríkjunum. The New York Times segir, að tjón þjóðarinnar og heimsins sé sögulegt og ógnþrungið. John F. Kennedy var fulltrúi allrar þeirr ar orku og krafts, gáfna og hrifn ingar, hugrekkis og vonar, sem Bandaríkjn geta sýnt á miðri tútt- ugustu öld. The New York Daily News seg- ir, að glæsilegum ferli hafi lokið með hræðilegum sorgarleik, sem hafi valdið sorg hjá allri þjóðinni, og um hecm allan. The Chieago Tribnne segir, að Kennedy hafi borið mikla ábyrgð og hann hafi borið hana af orku og vonglaður. Hann hefði unnið stöðugt að því að varðveita heimsfriðinn og bjarga mannkynánu frá kjarn- orkustyrjöld, bætir blaðið við. Lundúnablaðið The Times tel- ur morðið vera mikið áfall, svo mikið, að það snerti allan heiminn. Hvað sem sagan segir um hinn 35. forseta er enginn efi á hinu gríð arlega mikilvægi forsetaembættis Bandaríkjanna fyrir allan heim- inn. Við vitum ekki ennþá, hvort þau myrkraöfl, sem óskuðu dauða Lincolns, eru tengd morðinu á þeim forseta, sem fann þá köllun að halda áfram starfi hans. Fyrstu viðbrögðin í Bretlandi eru alda samúðar og ósk um að mega taka þátt í sorg hinna bandarísku vina okkar. The Guardian segir að dauði Kennedys sé sorgaratburður fyrir allan heiminn. Kennedy var í Tex- as túl að vinna fylgi frumvarpi sínu um réttindi hinna hörunds- dökku. Eins og Lincoln á undan honum, kostaði það hann lifið. Bezti minnisvarðinn um Kennedy væri, að frumvarp hans um Jafn- rétti næði fram að ganga. Lundúnablaðið The Daily Her- ald segir, að allir þeir, sem berj- ist fyrir lýðræði og frjálslyndum hugmyndum eiga það á liættu að verða fórnardýr ofstækismanna. ^SfJalínar" 'hrfmsirf dnyja oft- ast á sóttarsæng. Það eru menn eins og Lincoln og Kennedy, sem eru skotnir niður. Stokkhólmsblaðið Dagens Ny-' heter bendir á hve þessum at- Framh. á 10 síðu. Blysför Berlín 23.11 (NTB-DPA) Um 70 þúsund manns fóru blysför frá ýmsum stöðum í Vestur-Berlfn til ráðhússtorgsins, þar sem safnazt var til að minnast Kennedy for- seta, sem sagði þegar hann stóð á þessu torgi er hann heimsótti borgina í sumar: „Ég er Berlínar- búi.“ Lagðar voru fram sex minning- arbækur í ráðhúsinu, og fólk stóð í löngum hiðröðum til að ski'ifa þar nöfn sín. Willy Brandt borgarstjóri sagði í ræðu, að mannkynið syrgði fráfall fremsta borgara hins frjálsa heims, sem það hefði vænzt svo mikils af. Mannfjöldinn hlýddi þögull á hljóm frelsisklukkna Vestur- Bérlínar, sem Bandaríkjamenn gáfu borgarbúum. Bátum bannað að flytja fólk að gosstöðvunum Reykjavík 22. nóv. — HP Þegar það fréttist, að litlir fiskibátar væru farnir að flytja fólk á gosstöövamar suðvestur af Vestmannaeyjum óskaði Skipaeftir lit ríkisins eftir þvi við viðkom- andi sýslumenn og bæjarfógeta, að þeir bönnuðu þessar ferðir. Talsverð brögð munu hafa verið að slikum farþegaflutningum, þó að farþegaskip ein megi flytsa fólk og þeir bátar, sem notaðir voru til þessara ferða, bafi ekki fullnægt þeim kröfum, sem gerð- ar eru til öryggis- og björgunar- tækja á skipum, sem ælluð eru til farþegaflutninga. Hjálmar R. Bárðarson, skipa,- skoðunarstjór,i, staðfesti þetta i viðtali við Alþýðublaðið í gær. Hann sagði, að þetta væri að vísu viðkvæmt mál, því að eftirlitið vildi með engu móti hindra vís- indamenn í störfum þeirra við rannsókn á gosinu. Hins vegar mætti kannski segja, að stutt væri milli þoirra og leikmanna, þegar um það væri að ræða. Sum ir vísindamannanna liafa hins veg ar verið um borð í varðskipum Landhelgisgæzlunnar. Hj álrnar sagði, að ekkert væri við því að segja, þó að stór farþegaskip færu til gosstöðvanna og ekki heldur, ef einhverju fiskiskipi væri breytt Framh. á 7, síðu FRASÖGN ÍSLENDINGA I DALLAS Reykjavik 23. nóv. GO. ÞORVALDUR STEINGRÍMS SON fiðluleikari, sem búsettur er í Dallas í Texas, sagði i við tali yið blaðið í dag að hann hefði verið að koma heim til sín, þegar fréttin um morð Kennedýs kom í útvarpinu. Hann hafði verið á ferð skammt frá árásarstaðnum skömmu áður og lent þar í nokkru umferðaröngþveiti, sem skapaðist af forsetaheimsókn- Að því er Þorvaldur sagði, hafa aldrei verið gerðar ems víðtækar varúðarráðstafnir til verndar nokkrum manni eins og Kennedý í gær. Allt lögi-eglu lið borgarinnar var við gæzlu forsetans og allt sem í mann- legu valdi stóð var gert tii að vernda líf hans. Orsökin fyrir þessum víðtæku öryggisráð- stöfunum var sú, að þegar Stevenson heimsótti borgina á degi SÞ. í haust varð hann fyr ir árás ofstækisfullrar konu, sem barði liann í höfuðið með kröfuspjaldi. Margt fólk bar kröfuspjöld á götunum í gær, þegar forsetinn ók þar um. 1 gærmorgun var veður þung búið í Dallas, en skömmu eftir hádegið birti til og mun það vera ástæðan til þess að bifreið forsetans var opnuð, en ann- ars er hún skotheld. Þungur harmur er kveðinn að Dallasbúum. Þoi-valdur átti að spila í óperunni þar í gær- kvöldi með hinum heimsfrægu söngvurum Di Stefano og Antonelia Stella, en sýningunni var aflýst. Þorvaldur sagði að almenn- ingur fylgdist með gangi mála í sjónvarpinu. Sjónvarpað hefði verið látlaust frá rnorð- inu og þvi sem á eftir fór allt til þessarar stundar. Þorvaldur sagði að þau hjón in væru einu íslendingamir í Dallas, en hins vegar væri ein fjölskylda búsett í Forth Wortli, sem er þar skammt frá. Það eru þau Jóhann Pétursson og Hulda Emilsdóttir söngkona. Þorvaldur og kona hans áttu von á þeim í heimsókn í dag, en þau voru ekki stödd í DaU- as þegar morðið var framio. Að lokum bað Þorvaldur fyr ir innilegustu kveðjur til allra vina og vandamanna fjölskyld- unnar hér á íslandi. Hann innti frétta af gosinu við Vestmanna eyjar og hafði greinilega ekki fengið nema óljósar fréttir af því. WWWWWWMWWWWWWWWWMWmWWIWMiWMMMIWIMWMIWWWWMIIWWWWMIMWW ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. nóv. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.