Alþýðublaðið - 31.12.1963, Qupperneq 1
I. BLAD
] I T "1........—
{Mmm
44 árg. — Þriðjudagur 31. desember 1963 — 272. tbl.
WIWWWWWWMWWWW
Þessi mynd er tekin við
Surtsey í grærmorgun. Neðst
til vinstri á myndinni má
greina gufustrók, sem kem-
ur upp tæpa mílu A-N-A
af eyjunni. Þarna eru nokk-
ur eldsumbrot á 4-6 metra
dýpi, og má búást við, að
eyja rísi þar úr sæ. (Ljósm.
J. Vilberg).
Eldsumbrot 1 mílu
A-N-A- frá Surtsey
Reykjavík, 30. des. — AG.
Á laugardaginn urðu menn frá
Vestmannaeyjum varir við ein-
hverja ólgu í sjónum skammt frá
Surtsey. Á sunnudagsmorgun sást
svo úr fiugvél hvar Ijósir — og
dökkir strókar risu upp frá haf-
fletinum A-N-A af Surtsey. Voru
þetta heldur veigalitlir strókar, en
í kringum þá var nokkur ólga.
Þá mátti einnig greina spreng-
ingar crg glampa í sjónum á litlu
dýpi.
Telur dr. Sigurður Þórarinsson
1
STORSLYS VIÐ BÆGISÁ
Akureyri, 30. des. — GS-RL.
Það slys varð í Hörgárdal um kl.
6 í dag, að vörubifreið, sem vár
að koma frá Akureyri og var á
suðurleið, 6k út af brúnni á Ræg-
isá og steyptist niður í gljúfrið,
sem er djúpt á þessum stað.
Tveir menn voru i bifreiðinni
og slösuðust þeir báðir alvarlega
og liggja nú á sjúkrahúsinu á
Akureyri. Bifreiðin mun hafa
komið á topþinn í ána og menn-
irnir klemmst fastir inni í stýr-
ishúsinu.
Jeppabifreið úr Þingeyjarsýslu
bar þarna að og veittu farþegar
| hennar því athygli, að hljólför
lágu þarna út af veginum við
brúna. Stöðvuðu þeir bifreið sína
og gengu fram á gljúfurbarminn.
Heyrðu þeir þá til mannanna sem
fastir voru í vörubífreiðinni og
mun þeim hafa tekizt að losa þá
úr stýrishúsinu.
Slæm beygja er þarna við brúna
en hættumerki gefur hana til
kynna. Ekki var unnt að fá nöfn
mannanna tveggja, enda munu
aðstandendur þeirra vart vita um
slys þetta, þegar þessar línur eru
ritaðar. Báðir mennirnir eru mik-
ið slasaðir og meðal annars fót-
brotnir.
REYKJ
Reykjavík, 30. des. — GG.
EINN erlendur stórmeistari og
þrír alþjóðlegir meistarar og ef til
vill einn stórmeistari enn taka þátt
í hinu alþjóðlega skákmóti, sem
Skáksamband íslands og Taflfélag
Reykjavíkur gangast fyrir eftir
áramótin og hefjast á 12. janúar.
í dag barst skeyti frá Moskva,
að þvi er Baldur Pálmason tjáði
blaðinu í kvöld, þar sem segir, að
frá Sovétríkjunum muni koma til
keppninnar stórmeistarinn Tal og
ennfremur stúlkan Nona Gabrinds
taKíim'
óskar öllum lesendum sínum
og landsmönnum gleðilegs árs.
jarðfræðingur, að þarna sé um 3
giga að ræða, sem eru á sprungu
í framhaldi af þeirri, sem er und-
ir Surtsey. Áætlar hann lengd I
hinnar nýju sprungu um 300 m. I
og að liún sé í um einnar milu |
fjarlægð frá Surtsey. Segir hann :
það ekki óalgengt hérlendis, að
sprunga opnist í framhaldi þeirr-
ar er fyrst tók að gjósa: Sé því
tæpast rétt að segja, að þarna sé
um nýtt gos að ræða. Þá telur
hann, að þarna komi nú gosið upp
á 4-6 metra dýpi, þar sem áður
var rúmlega 120 metra dýpi. Geti
og myndast þarna ný eyja. Af
þessu gosi telur hann Vestmanna-
Framh. á 15. síðu
WMMMMWMWWWWMMM.
Nú eru ungir drengir víða
um bæ að leggja síðustu
hönd á bálkesti, sem kveikt
verður í á gamlárskvöld. —
Veitt hafa veriö leyfi fyrir
65 brennum, og eru það
nokkru færri en síðasta ár.
Þá voru þær um 90. Ein
brenna verður á vegum borg
arinnar á Klambratúni. —
Þessi mynd var tekin í gær
af nokkrum drengjum, sem
voru að hlaða upp brennu,
þeir sitja á bíldekkjum, en
mikill fengur þykir í slíkum
hlutum. Dekkin loga vel og
af þeim leggur mikinn dökk
an mökk. (Ljm. Rúnar).
GRÝTTI
FJÓRAR
STÓRAR
ísafirði, 30. des. — BS-HP.
Aðfaranótt síðastliðins sunnu-
dags voru brotpar rúður í fjórum
verzlunum á ísafirði, sennilega
um fjögur leytið. Ein rúða var
brotin í hverri verzlun, en þær
eru: Veitingastofan Eyrarver,
Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar,
Verzlun Jóns A. Þórólfssonar og
Timburverzlunin Björk.
Allar rúðurnar voru stórar og
með tvöföldu gleri. Hér var ekki
um innbrot að ræða, því að engu
var stolið, aðeins unnin skemmd-
arverk. Ekki er vitað, hver þess-
um spellvirkjum olli, en grunur
leikur á, að það liafi verið einn
og sami maðurinn. Sást til manns,
sem kastaði í rúðu, en hann þekkt-
ist ekki.
vili frá Georgíu, sem er alþjóðleg-
ur meistari og heimsmeistari
kvenna í skák.
Af öðrum útlendingum er á-
kveðið að komi alþjóðlegu meist-
ararnir Svein Johannesson frá
Noregi og Robert Wade frá Nýja
Sjálandi og Englandi. Ekki er enn
alveg víst, hvort Glicoric frá Jú-
góslavíu kemur. Hann hefur verið
að keppa í Hastings-mótinu og
mun hafa verið búinn að tofa að
taka þátt í fleiri mótum þar í
landi á eftir, en nú er urnið að
því að fá hann lausan frá þeim
skuldbindingum, enda mun hann
langa til að koma hingað.
Níu íslendingar taka þátt í mót-
inu, en þeir eru: Friðrik Ólafsson,
Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur
Pálmason, Arinbjörn Guðmunds-
son, Freysteinn Þorbergsson, Ingv-
ár Ásmundsson, Jón Kristinsson,
Magnús Sólmundsson og Trausti
Björnsson.
Nokkrir erfiðleikar eru enn á
að fá hentugt húsnæði til keppn-
innar og ekki unnt að skýra frá
því enn, hvar mótið verður hald-
ið.
HHMMMHMMMMMMWMMV
Hljóðfæraleikar-
ar ekki í verkfall
Samningaviðræðum milli
Sambands veitinga- og gisti-
húsaeigenda og Félags ís-
lenzkra hljómlistannaima
hefur verið frestað fram yfir
áramót, og kernur því áður
boðað verkfall 1. janúar
ekki til framkvæmda.
mmmmmmmmmmmmmmmm