Alþýðublaðið - 31.12.1963, Síða 4
WmWMMWWWWWWWWMWWWWWWiWWMWWMIWWiWimWmWMWWVW
VORUBÍLSTJORI 135 ÁR
Gíslason sjötugan
31. desember 1893, fæddist
aö Litla Ný.jabíe, í Krísuvíkur-
hverfi í Gullbringusýslu, lítill
sveinstauli, sem hlaut nafnið
Ásgrímur.
í dag losar hann því sjö-
unda tuginn og byrjar þann
áttunda með nýju ári.
Ásgrímur var ekki hjóna-
bandsbarn og fiæktist af þeim
sökum milli staða í aesku, eins
og títt var um slík börn í þann
tíð.
Tíu ára að aldri var hann svo
heppinn að komast. i fóstur til
hjónanna Guðjóns Guðmunds-
sonar og Engiibertínu Hafliða
dótt-ur. sem þá bjuggu að
Hrauni í Grindavík. Hjá þeim
átti hann lieimili til 35 ára ald-
urs, eða þar tit hann giftist
Lúisu Tómasdóttur, skipstjóra
og fiskimatsmanns Jónssonar
á Bræðraborgarstíg 35.
Þau eiga 4 börn, 3 dætur og
einn son.
Asgrímur hóf sjómennsku
ungur að árum, setti árabáta 11
ára gamall-
Fimmtán ára gamall fluttist
hann með fósturforeldrum sín-
um til Reykjavíkur og bjuggu
þau á Laugavegi 72. Það ár
fór hann á skútu.
— Aðbúnaðurinn þætti í dag
ærið slæmur, sagði Ásgrímur,
— en kröfumar voru minni þá.
Annars var hann misjafn, það
fór eftir skipstjóranum. Ég var
yfirleitt með góðum skipstjór-
um.
EgiII Þórðarson í Ráðagerði
er með meiri og betri skipstjór-
um tem ég hefi kynnst og mik
ill sjómaður var hann.
Síðan var ég á togurum og
var stýrimaður á Austra, þeg-
ar ég slasaðist I’að brotnaði
polli og vírinn slóst í mig. Ég
lærbrotnaði á báðum fótum og
var frá vinnu í tvö ár.
ÁSGRÍMHR GÍSLASON
Eftir það fór ég tvo eða þrjá
túra á togaranum Kára með
Guðmundi Guðmundssyni. '
1929 keypti ég mér vörubíl
og hefi stundað akstur síðan.
Þetta var Chevrolet bifreið og
tók 1,5 tonn, en þeir gerðust
ekki stærri í þá daga. Hann
kostaði 4200 krónur kominn á
götuna, með varadekki. Maður
borgaði helminginn út, en af-
ganginn með mánaðargreiðsl-
um-
Það var oft lítið að gera á
kreppuárunum fyrir stríð, en
peningarnir sem maður fékk,
giltu meira en nú. Samt finnst
mér betra að lifa í dag, þrátt
fyrir mikla dýrtíð.
í Alþýðuflokknum hefi ég
verið frá stofnun og reynt að
stuðla að vexti hans og við-'
gangi af beztu getu.
Þegar Sjómannafélagið var
stofnað, í Fjalakettinum, var ég
einn af stofnendum, og á skír-
teini númer 121 eða 2.
Frá því að Þróttur var stofn-
aður hefi ég verið í stjórn,
nema eitt eða tvö stríðsár.
Það er mikill munur á fél-
agsbaráttunni í dag og á ármi-
um fyrir stríð,
Þá. var Ólafur Friðriksson
okkar uppáhald- Hann kom um
borð til okkar og talaði yfir
hausamótunum á mannskapn-
um, Ég hélt mikið upp.áHéðinn
heitinn Valdemarsson og var á
fundinum þegar flokkurinn
klofnaði fyrir hans gjörðir. En
þrátt fyrir uppáhald mitt á
Héðni, gat ég ekki verið honum
sammála í þessu máli, En vinst-
ri sinnaður hefi ég alltaf ver-
ið og ekki talið mönnum til
lasts þótt þeir hafi verið mér ó
sammála í póiitík, heldur unn-
ið með þeim, hafi þeir viljað
stuðla að hagsmunum þeirra
féiaga sem um hefur verið að
ræða. Ég hefi alltaf talið jafn-
aðarstefnuna þá beztu og satt
að segja skil ég ekki hvers
vegna Alþýðuflokkurinn er svo
fámennur, eins og hann hefur
þó gert margt gott fyrir alþýðu
manna. Að hann slculi vera
með minni flokkum á landinu-
Að lokum vil ég beina þeirri
ósk til unga fólkains og einnig
þeirra eldri, sem njóta góðs af
gjörðum Alþýðuflokksins, að
það athugi sinn gang í framtíð-
inni,
Svo óska ég Alþýðuflokknum
góðs gengis í nútíð og fram-
tíð--"‘
Þar sem búast má við að vini
og kunningja Ásgríms fýsi að
sækja hann heim á þessum
merku tímamótum, er þess
vænst að þeir taki tU greina að
hann hefur verið veikur upp
á síðkastið og er undir læknis-
hendi um þessar mundir.
Svo vill Alþýðublaðið óska
afmælisbarninu til hamingju
með daginn og góðrar heilsu í
nútíð og framtíð. R. L.
I<4WWWWWWWWWWWWWÍWW ^M^^W^M^HWWWiWWWWWWW
KÓPURINN KOBBI
Framh. af 16. síðu
og kveiknar sér ef við hann er
komið.
Þcim kom saman um það,
Þormari og pilti, sem með hon
um var, að gólfið í þvotta-
húsinu særði kópinn og því
ráðlegast að fá handa lion-
uin nokkuð háan kassa með
einhverju mjúku í botninum.
Um það leyti sem þeir gáf-
ust upp við að fóðra Kobba
og Ijósmyndarinn hafði
sloppið með skelkinn, tók
vinurinn á rás að útidyrum
þvottahússins og linnti ekki
látum fyrr en Þormar hafði
opnað fyrir honum og hleypt
lionum út í góða veðrið. —
Hann hljóp eftir harðfrosn-
um balanuni og eftir nokkur
augnablik gat að líta sjón
sem ekki mun mjög algeng
liér á landi og þó víðar væri
•leitað. Sel í blóma og trjá-
beði! (Trúið mér til: Selir
geta hlaupið!).
Ekki er Þormari alveg ljóst
Iivað hann gerir við skepn-
una, ef liún tórir. Helzt vill
liann koma henni til ein-
hverra, sem hafa tok og kunn
áttu til að fóðra hann og
hugsa um hanu þangað til
hægt er að sleppa honum.
Þetta veröur mjög óhcntugt
húsdýr í framtíðinni og óvíst
að gestagangur haldist á
hcimilinu, ef þar er von á
fullvöxnum útsel til alls vís-
an. Hauu mun !>ó að öllum
Hkindum spekjast þegar hann
iæfur fcngið að gróa sára
sinna og fær matarlystina. —
'.'^'•wwmwuwwmMWimMWiwwHwwwww
Nú má helzt enginn koma ná-
lægt honum annar en Þorm-
ar, lífgjafi hans og einkavin-
ur og þó er vissara fyrir
liann að gæta sín á tönnum
Kobba.
Þegar við kvöddum, bað
Þormar okkur að skila því tU
þeirra, sem einhverja reyn-
slu hefðu af uppeldi útsels-
kópa, eða kópa yfirleitt, að
setja sig í samband við hann
með ráð og leiðbeiningar.
wwwwwwwwwww
PENINGAR
Framh. af 6. síðu
ekkert. Hinn seSillinn kom einn
ig frá Lyngby. Um hann komst
ekki upp fyrr eu hann var kom-
iun íil banka c-ius- í Kauprnanna-
höfn, sem íekk hann frá. útibúi
sínu, en þar hafðt menn eklci
grunað ne-itt misjafnt.
Verkatnannafélagið
Jólatrésfagnaöur
verður í Iðnó. föstudaginn 3. og laugardaginn
4. janúar og hefst kl. 3 báða dagana.
Hljómsveit Hauks Morthens
leikur og syngur.
Jólasveinn kemur í heimsókn,
Aðgöngumiðar á íkr- 40.00, seldir 2. janúar í
skrifstofu félagsins. — Tekið á móti pöntun-
um í dlag, isími 13724.
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
óskar að ráða skrifstofustúlku, vana vélritun,
nú þegar.
Umsóknir sendiist skrifstofu félagsins, Lækj-
argötu 14 b.
*^wwwwwwwwwwwwwwiwwiwwM»M«M..4.H<w1WMt1wmwtttv
Útför móður okkar
Kristínar Sigmundsdóttur
Lindargötu 34
fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 3. janúar 1904, kl. 10,30.
Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd systkina
Marteinn Pétursson.
Hjarkær móðir okkar, tengdamóðir og amma
Sigríður Jónsdóttir
Laugaveg 53, A, lézt 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Margrét Einarsdóttir.
Guðbjörg Einarsdóttir.
Hrefna Einarsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við and
lát og jaröarför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa
Sigurjóns Símonarsonar
Sérstakar þakkir færum við læknum og lijúkrunarliði Borgarsjúkra
hussins.
Hólmfríður Halldórsdóítir
Guðrún K. Sigurjónsdóttir Þórarinn Jónsson
Hallborg Sigurjónsdóttir Ilaraldur Guðmundsson
Kristján Sigurjónsson Guðný Þorvaldsdóttir
Sigurður Sigurjónsson
Símon Sjgiirjónsson Ester Guðmundsdóttir
Jórunn Anna Sigur.jónsdóit,ir Kristján J. Ólaíssou.
og barnabörn.
4 29. des. 1963 — A’lÞÝÐUBLAÐIO