Alþýðublaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 7
mvizkan í Altona
★ HEIMSPEKINGUR
í LEIKIIÚSI
Helgi Skúlason og Helga Baclimarm í Iiluivetkum sínum.
fremstu röð sinna stéttarbræðra.
Engin ástæða er til að fullyrða,
að Helgi hafi fullkomið vald á
hlutverkinu, slíkt mundi vand-
mælt og hlutverkið slíkt, að
snjöllum leikurum gefst þar löng-
um færi til nýrra átaka. En hann
hefur vald á Franz, skilur liann
innlífuðum skilningi, megnar að
gera úr martraðarógn hans lif-
andi sviðsveruleik. Helgi hefur
vöxt og burði sem hæfa hlutverk-
inu. og kannski umfram allt svip-
mót við hæfi, kaldan ofstækis-
svip sem maður gæti hæglega
freistazt að kalla þýzkan. En hann
er ekki bundinn neinni einni
grímu, andlit hans teygt og togið
af þjáningu á líka til strákslega
ósvífni, glettu- og fýlusvip, um-
hyggju og uppgerðarlausa angist
og að lokum dauðans alvöru í upp-
gjörinu við föður sinn að lokum.
Franz von Gerlach er vitni ald-
arinnar og hefur tekið á sig sekt
herinar, hann bíður dóms síns og
rís gegn honum í senn; Franz er
á mörkum eigjnlegrar vitfirring-
ar og uppgerðar, sém hann hefur
kosið sér sjálfur, en hann á líka
til vissa einlægni, einn, andspæn-
is föður sínum, Jóhönnu og að
vissu marki Leni. Að baki öllum '
leiktilburðum Franz býr vitund-
in um niðurlægingu hans og sig-
urhrós daginn sæla í Smolensk
sem hann megnar ekki að viður-
kenna heilum liuga fyrir sjálfum
sér. Þegar Jóhanna hefur hlýtt
sögu hans og vísað honum á bug á
hann ekki annarra kosta völ en
fpllkoininnar vitfirringar eða út-
göngu úr fangelsi sínu, — dauð-
ans eins og kemur á daginn í
fimmta þætti. Leikur Helga, og
sýningin öll, þótti mér rísa hæsta
í lokaþáttunum tveinnir, uppgjöri
Franz og kvennanna tveggja og
fundi þeirra föour hans að lok-
um. En óska mætti þess að geð-
brigðatúlkun h.ans væ.ri fullkomn-
ari, hrcindregnari; það verður að
vera fullljóst hverja stund á
hverju sálarsviði sínu Franz er
einmitt þá. Á þetta þótti mér
stundum skorta hjá Helga Skúla-
syni og þá kunni tilfinningaofsi
hans að missa marks; þess vegna
kannski virtist annar þáttur veik-
astur sem þó á að staðfesta fyrii’
áhorfandanum vald hans yfir Leni
og Jóhönnu og þar með sjálfskoð-
un hans.
* FJÖLSKELÐULÍF í
ALTONA.
í sviðsetningu Gísla Halldórs-
sonar var réttilegt tillit tekið til
þess, að Fangarnir í Altona er að
yfirvarpi raunsæilegt fjölskyldu-
drama og samtíðarlýsing, — en
ekki nema að yfirvarpi. Viðbrögð
Gei’lachanna eru aðeins formleg
umgcrð hinnar heimspekilegu um-
ræðu sem fram fer á sviðinu. Engu
að siður verða viss innri tengsl
fiölskyldunnar að hljóta moira en
formlcga staðfestingu: áhrifavald
föðurins, uppgerðarlaus ást háns
á Franz og viðbjóður á Werner,
kynfcrðistengsl Leniar og Frahz,
Leniar og föðurins, vanmáttm-
: Werners fyrir föður sínum, f|rír
1 Jóhönnu. Bryniólfur Jóhannes-'
son skildi föðurinn traustum
skilningi en virðist ekki verulega
innlífaður hlutverkinu enn sem
komið er: faðirinn virtist mér öf
gamallegur í roeðförum hans. (ær-
lach eldri er að vísu dauðadæindur
maður og gersamlega vonsvikínn,
en engu að síður er lífsbróttur
hans óbugaður og knýr fjölskykl-
una alla undir vilja hans og
kalda hugsun: þetta fannst mér
innifalið í túlkun Brynjólfs ■ en.
ekki nógu áþreifanlega tjáð. Syst-
irin Leni-er einkar vandmeðfarið'
hlutverk, konan er öll rangsnúin
(„Eg er Gerlac-h og þess vegna
brjáluð af hroka”) en heil í öfsá
sínum, liverri tilfinning. Sigríðúr
Ilagalín túlkaði það kannski full-
Framh. á 10 síðu.
Leikfélag Reykjavíkur: i
’ FANGARNIR í ALTONA -
Leikrit í fimm þáttum eftir
■Tean-Paul Sartre.
Þýðandi: Sigfús Daðason.
I.eiktjöld: Steinþór Signrffss.
Leikstjóri: Gísli Halldórsson.
ÞAÐ er dirfskubragð í meira lagi
af Leikfélagi Reykjavikur að fær-
ast í fang stórvirki Jean-Paul Sar-
tres, Fangana í Altona. Verkið er ,
þungt í vöfum, texti þess langur
og óaðgengilegur, það er eins kon-
ar heimspekimartröð — spunnin
að vísu um nálæga veruleika at-
burði: liermanninn sem einskis
svífst í stríði, böðulinn, sem kvel-
ur fanga sína til bana (hvort held-
ur hann er undir merkjum Ilitlers
eða franskur hermaður í Alsír),
áhyrgð hans og ábyrgð allra oklcar
iiinna á honum. Frægð leiksins
kann sumpart að koma til af brýnu
viðfangsefni lians; en mest er um
hitt vert að Fangarnir í Altona er
afbrigða snjallt leiksviðsverk, sem
1 nógu öflugri meðferð megnar að
Iiugtaka óhorfandann og halda hon
nm á valdi sínu þessa fjóra tíma
sem sýningin stendur. Auðvelt er
hins vegar að hugsa sér hrakför
leiksins. í misheppnaðri sýningu.
En leikfélagið hefur á að skipa
samvöldum hópi leikara, þar á
meðal einhverjum vandvirkasta I
ieikstjóra sem hér starfar nú, !
Gísla Halldórssyni, og ungum leik- |
ara sem trúandi var fyrir hinu
vandasama hlutverki Franz von
Gerlaehs böðulsins frá Malarvík,
Helga Skiilasyni. Og dirfskubragð-
íð tókst, það kom á daginn við
frumsýningu leiksins á föstudags-
kvöldið, þriðja í jólum. — Fang-
arnir í Altona er fyrsta frumsýn-
ing leikfélagsins í vetur, fyrsta
verkefni félagsins við nýja rekstrar
háttu og nýráðins leikhússtjóra,
Sveins Einarssonar, sem nú mun
vera menntaðastur leikhúsfræð-
ingur hérlendis. Verður ekki ann-
að sagt, en þessi sýning lofi öllu
góðu um framtíð Leikfélags
Reykjavíkur og komandi borgar-
Jeikhúss höfuðstaðarins.
með örlögum þess og orðræðu af
áhuga vegna þess að heimspeki
Sartres er forvitnileg og spenn-
andi í sjálfri sér, vegna þess að
honum lánast að fá hugsun sinni
sviðsform, persónugera hana á
sviðinu. Með þessu vildi ég sagt
hafa, að Fangarnir í Altona hrífur
mig ekki sem skáldskapúr, þótt ó-
umdeilanlega sé það áhrifamikið
leiksviðsverk; það er ekki skáld-
sköpun mannlegs lífs og örlaga,
en umhugsun um tiltekin mann-
leg vandamál í leikformi. Leik-
húsið- kann að virðast óeðlilegur
v-z_
vettvangur slíkrar íhugunar, eða
rannsóknar, hvað sem segja má
um heimspekilegar niðurstöður
verksins. En þetta tekst, — það
er hróður Sartres sem leikhús-
manns, heimspekings í leikhúsinu.
í lánsamri uppsetningu er sviðið
öldungis eðlilegur staður þessari
umræðu, hún öðlazt ó sviðinu líf
sem bóktextinn á ekki > einn sér.
» .
★ ÁBYRGÐ BÖÐULSINS.
Langt mál mætti ræða um heim-
speki Fanganna í Altona. Hversu
er siðferðilegri ábyrgð háttað, er
ábyrgð liugsanleg án fullkomins
frelsis að velja og hafna? Er ill-
virkinn, böðullinn, óhjákvæmi-
lega frjáls maður, inniluktur í
ófullkomnum hugmyndaheimi? —
Hver hefur vald að dæma hann?
Er sá maður frjáls sem megnar
að horfast í augu við sjálfan sig
og líf sitt og segja: þetta gerði
ég, ég er þessi, enginn hefur rétt
að dæma mig nema ég sjálfur?
Nægir þetta til fullkomins frels-
is? Og hver er þá ábyrgð manns-
ins? Hversu mikinn þátt á um-
hverfi og uppeldi illvirkjans í
afbroti hans? Þetta eru aðeins fá-
ar spurningar sem leikurinn vek-
ur, og ófimlega orðaðar hér; um-
ræða leiksins er .öll miklu marg-
þættari, flóknari og fíngerðari en
þær gefa til kynna, og verður
öldungis ekki krufin til mergjpr
af mér. Þær beinast allar að Franz
von Gerlach sem er í þungamiðju
leiksins: fangelsi Gerlachanna í
Altona snýst allt um hann. En
Franz er ekki séður í einangrun,
spurningin um ábyrgð hans er
varla skiljanleg til fulls nema í
sajnhengi fjölskyldu hans og stöðu
hans og hennar í nútímanum.
Franz er meginspurning leiksins
og lionum er búin umgerð borg-
aralegrar auðsældar og fram-
fara: Gerlach-fjölskyldan er út á
við fulltrúi þeirrar endurreísnar,
sem orðið hefur í Þýzkalandi og
raunar allri Evrópu frá stríðs-
lokum. En undir sigursælu yfir-
borði hennar leynist ólífissár, á-
byrgðarhluti fortíðarinnar. Ef til
vill er þetta hnyttilegasta uppstill
ing leiksins og áhrifameiri út af
fyrir sig en sálfræðilegar skýr-
ingar leiksins á afstöðu fjöl-
skyldunnar innbyrðis: valdi föður-
ins yfir börnum sínum, frændsemi
þeirra Franz, hatursást Leniar,
afbrýði Werners, tilfinningum og
tilfjnningaleysi, Jóhönnu.
Helgi Skúlason leikur Franz,
og er leikur lians einhver hinn
eftirminnilegasti sem hér hefur
sézst um langa tíð, afrek sem
umsvifalaust skipar leikaranum í
Einhvern tíma minnir mig að það
væri sagt um Jean-Paul Sartre að
heimspekirit lians væru full af
skáldskap ' en skáldritin af heim-
speki. Þetta er ekki svo að skilja,
að persónurnar í leikritum iians
mæli heimspeki hans af munni j'
fram, séu leikbrúður sem það eitt
só ætlað að boða óhorfendum sín-.
um einhvern tiltekinn sannleik.
Sartre er yfirleitt ekki að „boða”
eitt eða neitt í Föngunum í Al-
tona. Leikurinn er tilraun hans
til að leggja niður fyrir sér og á-
horfendum, og ieysa, tiltekið heim
spekilegt daemi, staðhæfa brýn sið-
ferðileg vandamál. Heimsstyrjöld-
in, pyndingar og morð varnar-
lausra fanga, auðsæld Þýzkalands
cftir striðið: þetta cr vcruleika-
staðfesta og tilefni leiksins,
grundvöllur umræðu h.ans um sið-
ferðilega ábyrgð mannsins. Gér-
lach-fjölskyldan er abstrakt upp-
stilling, hæfilegt tæki til að syið-
setja hugsun höfundarins, en ekk-
ert umfram það. Ég fæ ekki séð að
fóikið á svjðinu skipti máli sem
,lifandi fólk, einstaklingar; vandi
þess, yiðhorf pg viðbrögð erii ekki
séð eða skynjuð í mannlegu sam-
hengi heldur „fræðilegu” ef svo
má taka til orða. • Maður fylgist
Ileigi Skúlason í hlutvcrki sínu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 31. des. 1963 7