Alþýðublaðið - 31.12.1963, Page 8
Flugeídar rakettur
sólir og blys
Ótal tegundir — Lítið í gluggana um
helgina.
TÓBAKSVERZLUNIN LONDON
Flugfreyjur
Loftleiðir h.f. óska eftir að ráða til sín flugfreyjur
frá 1. apríl n.k. að telja.
Til undirbúnings starfinu verður éfnt til 3,ia vikna
kvöldnámskeiðs sem hefst 1. febrúar 1964 að und-
angngnu inntökuprófi.
Helztu umsóknarskilyrði eru:
Aldur: 20—30 ára.
^ Líkamshæð: 160—170 cm.
Menntun: Gagnfræðamenntun eðá önnur viður-
kennd almenn menntun.
Sérmenntun: Leikni í að tala os rita ensku og
eitt Norðurlandamálanna, og æskilegast er að um-
sækjendur kunni að auki annað hvort þýzku eða
frönsku.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Loftleiða, Lækj-
argötu 2 og Aðalskrifstofunni, Reykjanesbraut 6
Umsóknir skulu hafa borizt ráðningarstjóra félagsins
fyrir 16. janúar 19641.
Auglýsið í Aljjýðublabinu
EMIL JÓNSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUF
í>að sem efst er í huga við þessi
áramót, hjá mörgum þeim, sem
um landsins gagn og nauðsynjar
hugsa, er án alls efa hvert stefn-
ir í efnahagsmálum okkar íslend-
inga. Verkföll, mjög víðtæk, eru
nýafstaðin, og þó að samkomulag
næðist, var það aðeins gert til
stutts tíma, hjá flestum til 6 mán-
aða, og viðbúið að átökin haldi þá
áfram, ef skilningur almennings
á skaðsemi þessara átaka vex
ekki frá því, sem nú er- Kaupgjald
almennra launþega hefur hækk-
að þri-var á árinu, fyrst um 5%,
síðar á miðju ári um 714% og
loks nú í desember um 15% eða
samtals um nær 30%. Hjá opinber
um starfsmönnum er aftur á móti
talið að meðalhækkun launa hafi
orðið um 40% á miðju ári. Þegar
svo hins vegar aukning þjóðar-
firamleiðrlunnar á áiri er talin
3-4%, er sýnilegt að sú launa-
hækkun -em orðið hefur getur
ekki orðið raunhæf, þegar hún
gengur í gegnum allt launakerf-
ið. Þvi aðeins hefði hún getað
orðið það, að hún hefði einungis
náð til takmarkaðs hóps, og allir
aðrir fengið minni hækkun. Ríkis-
stjórnin vildi beita sér fyrir því.
að þessi háttur yrði á hafður í
launadeilunni síðustu, eins og
kunnugt er, launahækkanirnar þá
fyr:t og fremst miðaðar við þá
lægst launuðu, en tókst það ekki.
Afleiðingarnar af þessari þró-
un hafa heldur ekki látið á sér
standa. Vísitala framfærslukostn-
aðar hefur hækkað um 18 stig, eða
14% fyrstu 11 mánuði ársins, og
framundan eru hækkanir, sem á-
reiðanlega taka kúfinn af þeim
launahækkunum, sem orðið hafa
Menn deila að vísu um það, hvað
sé orsök og hvað sé afleiðing í
þesm sambandi En án þess að
fella um það nokkurn dóm er þó
óhætt að slá því föstu, að þetta
tvennt fylgist að — launahækkan-
♦ ir og verðlagshækkanir — þegar
svo er að málum staðið eins og
gert hefur verið á undanförnum
árum.
En afleiðingarnar eru fleiri.
Gjaldeyrisstaðan batnaði fyrstu 11
mánuði ársins 1962 um 484
milljónir kr-, en á fyrstu 11 mán-
uðum þessa árs aðeins um 55
millj. kr. og segir það einnig sína
sögu. Vöxtur gjaldeyrisforðans
hefir að heita má stöðvazt, og
mikil hætt er á að þessi gjaldeyr-
isforði, sem við nú eigum, fari á
næstunni minnkandi, ef ekki verð
ur að gert, og núverandi þróun
mála heldur áfram. Þetta er iíka
mjög skiljanlegt. Heildar launa-
tekjur allra landsmanna nú í ár,
eru taldar vera um 7000 miiljónir
króna. 15% hækkunin, sem geng
ur í gegnum allt launakerfið nem
ur því yfir 1000 míllj. kr. Ef
reiknað er með að 40% af þessari
upphæð gangi til kaupa á erlend-
um varningi, þá nemur sú upphæð
400 millj- kr. Og þegar útflutning
urinn eykst ekki nema um lítift
brot af þeirri upphæð er sýnt að
stéfnt er út í hreinan hallabú-
skap í viðskiptunum við útlönd.
Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd
fyrstu 10 mánuði þessa árs varð
líka óhagstæður um 695 millj. kr.
en var í fyrra, á fyrstu 10 mán-
uðum þess árs óhagstæður um að-
eins 81 millj. kr. Allt segir þetta
sfna sögu. Þróun þessara mála er
vægast sagt uggvænleg.
Loks er þess að geta, sem segja
má að sé þýðingarmest af öllu,
að ýmsir þættir útflutningsfram-
leiðslunnar eru að stöðvast vegna
hækkaðs tilkostnaðar, bæði vegna
síhækkandi verðlags innanlands
og launa, án þess að tilsvarandi
hækkun hafi orðið á framleiðslu-
vörunum, og hefur hún þó orðið
á sumum tegundum nokkur, og
á einstaka tegundum veruleg.
Á þessu ári hefur nefnd starfað
að athugun á hag- og rekstursaf-
komu togaraútgerðarinnar, og
ekki sú fyrsta, því að togaraútgerð-
in hefuir á undanförnum árum átt
við mikla erfiðleika að etja- Þessi
nefnd skilaði áliti í byrjun þessa
mánaðar og kemst að þeirri niður
stöðu, að halli á hverjum togara
sé að meðaltali 3-4 millj kr. á ári.
Liggja til þess ýmrar ástæður og
alveg óvéfengjanlegar, sem ekki
er ástæða til að rekja hér. Þetta
er staðreynd, sem ekki verður
komizt hjá að horfast í augu við.
Er því ekki nema tvennt til. Ann-
að hvort verður þessi útgerð að
leggjast niður að mestu leyti eða
hið opinbera verður að koma til
og styrkja hana svo að starfsem-
inni verði haldið áfram. Þetta
er að vísu ekki nýtt, togaraútgerð
in hefur verið styrkt nokkuð und-
anfarin ár, þó að það hafi ekki
verið í jafnstórum stíl og nú virð
ist nauðsynlegt. Og þetta er held-
ur ekki einstakt fyrir íslenzku tog
arana. Togaraútgerð bæði í Bret-
landi og Þýzkalandi nýtur nokk
urs syrks frá hinu opinbera, þó að
ýmis skilyrði il sæmilegrar af-
komu séu þar betri en hér- En
telja má víst að ýmsum myndi
Þykja þrengjast okkar kostur ef
togararnir hyrfu með öllu af sjón
arsviðinu. Um afkomu annarrar
útgerðar iiggja ekki fyrir tölur,
en ef marka má áhuga útgerðar-
manna á því að eignast ný
skip, virðist afkoman vissuiega
hafa verið sæmileg því að aidrei
hafa íslenzkir útgerðarmenn átt
jafn mörg skip í smíðum og nú.
En þó verður það að segjast í því
sambandi, að mikið mun vera Iagt
upp úr hinum mikla síidarafla,
bæði sumarsíldinni fyrir norðan
og austan og vetrarsíldinni sunn-
anland- og vestan, sem fengizt hef
ur si. tvö ár, en sem því miður
ekki hefir verið árviss.
Samtök frystahúsaeigenda, Söiu
miðstöð hraðfrystihúsanna höfðu
tiikynnt ríkisstjórninni fyrlr
nokkru síðan, að mjög hefði
þrengzt þeirra ko-tur, þannig að
þann hluta ársins, sem þá var
liðinn, hefðu þau yfirleytt verið
rekin með tapi. Þegar svo sú út-
gjaldaaukning bætist við, sem leið
ir af hinum nvju kjarasamning-
um í desember, er viðbúíð að
ekki verði hjá því komizt að veita
hraðfrystihúsunum stuðning í ein
hverju formi
Þó að pjálfsagt sé að taka öllum
þessum og öðrum upplýsingum
sem fyriv liggja um lélega afkomu
með fyllstu varúð, virðist þó auð-
sætt, að vmsir þættir útflútnings-
atvinnuveganna, eigi við mikla
earfiðleika að etja og að sumir
komist alls ekki af nema með að-
stoð í einhverri mynd. Þá hlýtur
sú spurning að vakna, hvernig að
iausn þessara mála skuli staðið af
hálfu ríkisstjórnarinnar og Al-
þingis. Ýmsar leiðir hafa verið
nefndar, og sýnist, eins og jafnan
sitt hverjum.
Fyrsti möguleikinn og einfald-
asti er sá, að láta allt arka að
auðnu, halda að sér höndum ag
gera ekki neitt- Af þeim upplýs-
ingum, sem fyrir liggja, og örugg-
ar meea feljast, virðist þó ljóst að
sú leið mvndi liggja til stöðvunar
fjölda atvinnutækja, sem hafa
mundi í för með sér atvinnuleysi
og mikla skerðingu á þjóðartekjun
um. Þó að þessi leið kynni að geta
opnað augu einhverra þeirra, sem
nú standa að stöðugt hækkandi
verðlagi og kaupgjaldi, fyrir
þeirri hættu, sem slíkt hefur í
för með sér, má segja að sú
fræðsla sé of dýru verði keypt, áð
minnsta kosti á meðan nokkur von
er um að hún geti fengizt eftír
öðrum leiðum.
Annar möguieikinn er gengis-
breyting til að jafna metin fyrir
útflutningsframleiðsluna. Þessi
leið hefur verið reynd nokkrum
sinnum á undanförnum árum. Hún
getur bjargað í bili, en aðeins í
bili, og hún hefur þann mikla
galla, að hún veikir trú manna á
íslenzka gialdmiðlinum og dregur
úr eðlilegum sparnaði, sem er
hornsteinninn undir heilbrigðu
efnahagskerfi hvers lands. Það
geta að visu komið fyrir tilfelli
þar sem gengislækkun er óum-
flýjanleg ,en með þeim gjaldeyr-
isvarasjóði, sem við þó eigum í
dag, sem er meiri en við nokkum
ííma höfum átt áður síðan í styrj
aldarlok, virðast vera möguleikar
til þess nú að komast hjá því að
8 31. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ.