Alþýðublaðið - 31.12.1963, Síða 9
:LOKKSINS:
fara þessa leið, og ríkisstjórjiin
hefur marglýst því yfir að hún
muni ekki vilja fara hana nema
öll önnur sund séu lokuð.
Þriðji möguleikinn, sem ég kef
heyrt nefndan er að lækka öll
laun með lögum um sama hundr-
aðshluta. Þessi leið hefur eínnig
áður verið reynd og gefið allgóða
raun. En ef hægt á að vera að ná
góðum árangri á þennan hátt,
verða þeir aðilar allir eða all-
flestir, sem málið snertir, að vera
samþykkir því að þessi lausn
verði reynd, annars er hætt við að
tilætlaður árangur náist ekki-
Fjórði og síðasti möguleikinn,
sem ég nefni, og sá sem ríkis-
stjórnin hefur staðnæmzt við, þó
að engin endanleg ákvörðun hafi
verið um það tekin enn, er að
freista þess að veita þeim útflutn
ingsframleiðendum, sem þess
nauðsynlega þurfa, aðstoð á þann
hátt að losa þá við kostnaðarliði,
svo að nægja myndi til að jafna
metin. Er þá fyrst og fremst haft
í huga útflutningsgjaldið, að
lækka það eða fella alveg niður.
Yrði ríkissjóður þá að taka á sig
tilsvarandi útgjaldaaukningu, sem
hann yrði að afla tekna á móti.
Má segja að þá sé vítahringnum
lokað. Sú launahækkun sem varð
umfram greiðslugetur atvinnu-
rekstursins er greidd til baka af
almenningi gegnum ríkissjóðinn.
Þetta þjónar því engum tilgangi
öðrum en þeim að hækka verðlag-
ið og gera krónuna verðminni og
hver er bættari með því?
Ýmislegt fleira kemur vissulega
til athugunar, þegar þessi mál
eyu krufin til mergjar, þó að ekki
verði neitt rætt frekar hér. En
eitt vildi ég þó nefna að lokum
og það eru hin lögbundnu tengsl
millj kaupgjalds og verðlags, sem
hafa verið í gildi og eru að veru-
legu leyti enn. Þó að vísitöluálag-
ið: á laun hafi verið afnumið er
enn eftir sambandið á milli al-
mennra launa í landinu og land-
búnaðarafurðanna. Á því er eng-
inn vafi að þau tengsl valda miklu
um þá öfugþróun, sem átt héfur
sér stað og á sér stað enn í launa-
og verðlagsmálum, sem bezt má
sjá á því, að í októbor og nóv-
ember sl- hækkaði framfærslu-
kostnaðarvísitalan beirra vegna um
6 stig„ sem er þriðjungur af árs-
hækkuninip. Virðist nú fyllilega
tími til kominn, að verðákvörðun
landbúnaðarvara sé tekin til gagn
gerðrar endurskoðunar.
Þó að bæði ég og aðrir hafi
kannski nokkra tilhneigingu til
að mikla fyrir sér þau vandamál
,og þá erfiðleika, sem við er að etja
þá. má hitt ekki gleymast, að árið
1963 hefur verið ísle'nding.um gott
Emil Jónsson, forniaður Alþýffuflokksins.
ár. Árgæzka hefur verið mikil
bæði til lands og sjávar. Afli er að
vísu nokkru minni en hann var í
fyrra, en í því sambandi er þess
að gæta, að aflinn 1962 var sa
mesti sem nokkurn tíma hefur ver
ið dreginn hér á land. Ný skip
hafa komið til landsins i tugatali,
bæði fiskiskip og flutningaskip,
og fleiri eru í smíðum. Verksmiðj
ur hafa risið á árinu til vinnslu
aflans og eru enn í undirbúningi
og verðlag á útflutningsvöru okkar
stöðugt, og á nokkrum tegundum
hækkandi. Búvöruframleiðslan
eykst með hverju ári sem líður,
þó að fjöldi manna, sem starfar
að landbúnaði, standi í stað eða
minnki. Kemur þar til greina hin
mikla vélvæðing, sem orðið hefur
í þessari atvinnugrein eins og ann
arsstaðar- Vélarnar létta störfin
og auka öfköstin. Iðnaðarfram-
leiðslan eykst einnig og húsabygg
ingar hafa verið með mesta móti
Atvinna hefur verið mikjl, svo mik
il, að eftirspurn eftir vinnandi
fólki hefur hvergi nærri verið
unnt að fullnægja. Afkoma alis
almennings hefur því verið góð,
þrátt fyrir hækkandi verðlag,
nema hjá þeim, sem lægst eru
launaðir, en þeirra vandamál virð
ist ekki vera liægt að leysa nema
að taka þá eina út úr og gera fyrir
þá sérstakar ráðstafanir, þó að
það tækist ekki nú, hlýtur að
koma að því, að það verði gert-
Með núverandi afkomu þjóðar
innar í heild er óþarfi að nokkur
búi við skort. Vcigamiklar breyt
ingar til bóta voru á árinu gerðar
á almannatryggingalögunum, sem
koma til framkvæmda nú um ára
mótin.
Kosningar til Alþingis fóru fram
sl. vor. Hlutu núverandi stjórnar
flokkar rúman meirihluta allra at
kvæða og vottaði þjóðin þannig
núverandi ríkisstjórn fullt traust.
Stjórnarsámstarfið, sem á íslenzk
an mælikvarða er orðið óvenju-
langt, heldur því ófram með ó
bzreyttri stefnu eins og áður- Þó
að ríkisstjórninni hafi ekki tekizt
að leysa allan vanda, er það þó
sannmæli sanngjarnra manna, að
margt hafi henni vel tekizt og
mörgum góðum málum hafi verið
þokað til réttrar áttar.
Ég vil svo að síðustu þakka öll
um Alþýðuflokksmönnum mikils
verðan stuðning og liðveizlu á ár
inu bæði í sambandi við alþingis
kosningarnar og við fjölmörg tæki
færi önnur. Það hefur verið hart
sótt að Alþýðuflokknum, nú eins
og oft áður og ekki alltaf sann-
gjamlega, svo vægt sé að orði
komizt, en hann mun halda sínu
striki, trúr sinni stefnu, sem fyrst
og fremst er sú að gæta hagsmuna
íjDlenzkrar alþýðu á raunhæfan
hátt.
Öllum íslendingum óska ég árs
og friðar.
GLEÐILEGT NÝÁR
IILKYNNING UM
SÖLUSKATTSSKÍRTEINI
Hinn 31. desember n.k. falla úr gildi skírteini
þau, sem skattstjórar hafa gefið út á> árilnrt
1963 skiv 11. gr. laga nr. 10/1960 um sölu-
skatt.
Endurnýjun fyrrgreindra skírteina er hafin,
og skulu atvinnurekendur snúa sér til vi'ð-
komandi skattstjóra, sem gefa út skírteini
þessi. Allar breytingar, sem orðið hafa á
rekstri, heimilisfangi eða þ. h- ber að til-
kynna um leið og endurnýjun fer fram. Nýtt
skírteini verður aðeins afhent gegn afhend-
ingu eldra skírteinis.
Eyðublöð fyrir tilkynningar um atvinnurekst
ur og söluskattsskírteini fást hjá skattstjór-
um-
Reykjavík, 30. desember 1963.
Skattstjórinn í Reykjavík.
Tilkynning frá bönkunum
Vegna vaxtareiknings verða sparisjóðsdeildir
aðalbankanna lokaðar mánudaginn 30. desem
ber og þriðjudaginn 31: desember 1963, en í
útibúunum í Reykjavík fer öll ivenjuleg af-
gréiðsla fram þá daga.
Bankarnir ailir, ásamt útibúum, verða lokað-
ir fimmtudaginn 2. janúar 1964.
Athygli skal vakin á að víxlar, sem falla í
gjalddaga sunnudaginn 29. desember og mánu
daginn 30. desember, verða afsagðir þriðju-
daginn 31. desember, séu þe’ir eigi greiddir
fyrir lokunartíma bankanna þann dag (kl. 12
á hádegi).
LANDSBANKI ÍSLANDS
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF.
VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H.F.
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F.
Duglegir sendisveinar
óskast.
Þurfa að hafa reiðhjól.
AlþýÖublaðið, sími 14-900.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 31. des. 1963 9