Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 4

Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 4
4 UMFERÐ ★ ★ ★ ★ ★ ★ DMFERÐARLÖGIN Umferð þykist ekki geta látið hjá líða að birta þegar í þessu tölublaði eitthvað um hinn nýja og að mörgu leyti mjög merkilega umferðarlaga- bálk. Þetta er fyrsta heildarlöggjöfin um umferð hér á landi og með henni féllu úr gildi frá og með 1. júlí 1958 eftirtalin lagaákvæði: Umferðarlög nr. 24, frá 16. júní 1941; bifreiðalög nr. 23 frá 16. júní 1941 og breytingar á þeim lögum nr. 49, 1948, nr. 6, 1951, nr. 23, 1951, nr. 7,1952, nr. 13,1955, nr. 37,1956 ennfremur öll eldrilagaákvæðierbrjóta í bága við hin nýju lög. Nokkur ákvæði sem bezt. Honum var ljóst, að B.F.Ö. skildi köllun aldarinnar. Einnig gekk Brynleifur röggsamlega fram í því að koma upp landssambandinu gegn á- fengisbölinu. Fyrirrennari þeirra sam- taka var Samvinnunefnd bindinsis- manna, er við höfum haldið lifandi og starfandi um meira en áratug. Eftir náin kynni af Brynleifi og mjög ánægjulegt samstarf hátt á þriðja tug ára, verð ég að játa hrein- skilnislega, að mér þótti vænt um þann mann. Hann var ákjósanlegur samstarfsmaður, hirðusemin, reglu- semin og skylduræknin óbrigðui, og þessu samfara var glaðlyndi og bjart- sýni, en djúp alvara og festa og sí- vakandi áhugi. öll lífsskoðun hans og allt ævistarf var grundvallað á bjargi guðstrúar og kristindóms. Það hæfði svo gáfuðum manni að skilja gildi slikrar hugsjónar og trúar. Hér er enn ótalið svo margt og mik- ið varðandi Brynleif Tobiasson, til dæmis hin miklu ritstörf hans. Hann hafði glöggt auga fyrir hinni mismun- andi gerð manna og vildi vita sem bezt, hver maðurinn væri. Hans stærsta ritverk er bindin tvö: Hver er maðurinn, og trúlegt er, að einhver eigi eftir að skrifa ýtarlega um það, hver maður Brynleifur var. P, S. nýju laganna (um vátryggingar) komu þó þegar til framkvæmda frá og með 1. maí sl. Það er raunar erfitt fyrir Umferð að segja mikið um nýju umferðarlögin á þessu stigi málsins og veldur því aðal- lega það, að er þetta er ritað, voru ekki enn komnar reglugerðir um ýmis lagafyrirmæli og því ekki hægt að skil- greina ýmislegt nákvæmlega. Verður blaðið að biðjast velvirðingar á þessu og mun siðar meir taka þessa hluti til nánari athugunar. Verður því hér að- eins drepið lauslega á það er blaðiö telur helst máli skipta og munum vér byrja með því að birta orðrétta hina merkilegu 25. grein, sem er nýmæli i íslenzkri löggjöf. Þar segir svo: „Enginn má neyta áfengis við akstur vélknúins ökutækis. Enginn má aka eða reyna að aka vélknúnu ökutæki, ef hann vegna á- fengisneyzlu verður eigi talinn geta stjórnað því örugglega. Ef vínandamagn i blóði manns er 0.50/íío til 1.20%o eða hann er undir á- hrifum áfengis, þótt vínandamagn i blóði hans sé minna, telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1.20%c eða meira, telst hann ó- hæfur til að stjórna vélknúnu ökutæki. Enginn má stjórna eða reyna að stjórna hestvagni eða reiðhjóli, ef hann er með svo miklum áfengisáhrifum, að hann geti ekki með fullu öryggi stjórnað hestvagninum eða reiðhjól- inu. Bannað er að fela manni, sem er því ástandi, sem umgetur i 2.—5. mgr., stjórn vélknúins ökutækis, reiðhjóls eða hestvagns. Ef ástæða er til að ætla, að maður hafi brotið framangreind ákvæði, get- ur lögreglan fært hann til læknis til rannsóknar, þ. á. m. blóð- og þvagrann- sóknar, og er honum þá skylt að hlíta þeirri meðferð, sem læknirinn telur nauðsynlega vegna rannsóknarinnar. Dómsmálaráðherra setur nánari regl- ur um þessi efni. Það leysir ekki undan sök, þótt mað- ur ætli vínandamagn í blóði sínu vera minna en greinir í 2. og 3. mgr. Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann, þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að akstri lauk, og skal þá litið svo á, sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn. Þegar maður hefur neytt áfengis á opinberum veitingastað og veitinga- maður eða þjónar hans vita, eða hafa ástæðu til að ætla, að hann muni verða brotlegur við framangreind ákvæði, ber þeim að gera það, sem unnt er, til að hindra brotið, þar á meðal að gera lögreglunni viðvart. Bannað er að selja eða afhenda öku- manní vélknúins ökutækis eldsneyti eða annað, sem þarf til aksturs, ef hann er með áhrifum áfengis." Vér getum ekki að þessu sinni, vegna rúmleysis í blaðinu, rætt verulega um ákvæði þessarar lagagreinar. Enda þótt Bindindisfélag ökumanna teiji hana ganga of skammt að sumu leyti, er hún þó merkilegur áfangi og stórt skref að því marki sem Bindindisfélög ökumanna um heim allan stefna m.a. að, sem sé algeru banni við og að refsi- vert sé talið að bíl sé ekið undir áfeng- isáhrifum, hve lítil sem eru og enda þótt ekki sjái á mönnum vín. Það er sannað mál að vínandamagn i blóði manna, undir 5%c, getur svift þá, undir vissum aðstæðum, stórlega hæfni þeirra til aksturs. Lögin banna alla áfengisneyzlu við akstur bifreiða Hversvegna telst maður þó fær um að aka bíl sinum með allt að 5%c í blóði er hann sest við stýrið, aðeins ef ekki sér á honum. Væri ekki réttara að banna alla áfengisneyzlu vissan tíma fyrir akstur bifreiðar og gera þvi í framkvæmdinni refsivert, hve lítið á-

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.