Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 6

Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 6
6 UMFERÐ AKSTITR ÁFEA GI Það er ekki bara hérlendis, sem horf- ir til vandræða vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Nú er mjög um það rætt í engilsaxneskum löndum til hvaða ráða helzt skuli gripið varðandi öku- byttunnar, og stórhættu þá, beina og óbeina, sem af þeim stafar. 1 umferð- arstatistik Delavare ríkis sést glögg- lega hvílikur voði áfengið er að verða í umferðinni. Statitikin er að vísu frá árinu 1956 og því hálfs annars árs gömul, en ólíklega hafa ökubytturnar látið sér mikið segjast á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Samkvæmt stat- istik þessa rikis eru hvorki meira né minna en 51% af öllum banaslysum í umferð þar talin annað hvort ein- göngu eða að verulegu leyti að kenna drykkjuakstri. Er ekki annars kominn tími til að við íslendingar hættum að taka með silkihönzkum á ökubyttum okkar og öðrum ökuníðingum. Læknir mótmælir opinberlega. Það er ekki undarlegt og ekki von- um fyrr, þó merkir læknar láti til sín heyra vegna blóðbaðsins á þjóðvegun- um. Charles J. Frankel, prófessor í skurðlækningum við ríkisháskólann í Virginia, Bandaríkjunum, hellti nýlega úr skálum reiði sinnar, opinberlega, hann segir: „Ég er læknir. Ef ég fyndi upp lyf, sem minnkaði dauratöluna vegna t. d. mænuveiki um helming og bjargaði þannig árlega 750 mannslífum, þá myndi ég fá Nobelsverðlaunin, Og þó get ég og hver sá annar, sem hefur kynnt sér málið, bent á ráð til þess að minnka dauðsföllin á þjóðvegunum um helming. Ef við tækjum burtu all- ar ökubyttur af þjóðvegum vorum, myndum við bjarga 10 þús. mannslíf- um á ári hverju. Þetta væri hægt, en það skeita menn ekki um. Blóðbaðið heldur áfram. Og svo spyrjum við læknarnir hver annan: „Hverjum skyldum skyldum við nú árangurs- laust reyna að bjarga í dag?“ 1 gærkvöldi sá ég fjóra pilta deyja, fjóra efnilega pilta. Við hömuðumst timunum saman í skurðstofunni við að reyna að bjarga lífi þeirra. Þeir voru bara blóðflykki, sundurtættir, og okk- ur hefði átt að skiljast strax að þetta var vonlaust. En við reyndum samt, eins og við gátum — það veit guð. Það var árekstur — vatnskassi á móti vatnskassa. Allt angaði af víni. Við gerðum björgunartilraunir okkar á röngum stað. Við hefðum ekki átt að reyna að „bjarga þessum drengjum" í sjúkrahúsinu, heldur á löggjafar- TVEIR DUGLEGIR Þorvaldur Árnason framkvstjóri, Húsavík, er fæddur 26. júni 1908. Hefur hann dvalizt meira en helming ævi sinnar á Húsavík og verið framarlega í flokki þingi okkar og fyrir dómstólunum. Við höfum séð of margar hroðalega útleiknar manneskjur deyja svo að segja í örmum okkar, til þess að við fengjum mikið samvizkubit af því, þótt tekið væri almennilega í lurginn á ökubyttum og öðrum ökuníðingum. Við verðum að herða á tökunum og refsa hinum seku svo að þeir muni eftlr því.“ Eru þetta máske of fastar umbúðir, eða máske það eina sem dugar? Er kannske „rjómakvoðumiskunsemin" aðeins til bölvunar? Vafalítið. Alþjóða táknmynd. ATH.: Myndin, sem fylgir ofanskráð- um greinum, er gerð af enska umferð- arblaðinu RoSPA. Mynd þessi, eða plakat, er mjög táknræn, og í sínum upprunalegu litum áhrifamikil. Mynd- in hefur þegar verið kjörin sem tákn baráttunnar gegn áfengi í umferð af ýmsum enskumælandi löndum, svo sem Englandi, Skotlandi, Irlandi, Kanada, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. DEILDAFORMENN Vilhjálmur Halldórsson. þeirra manna, sem efla menningu og byggja upp. Þorvaldur varð formaður Húsavík- urdeildar strax við stofnun, 26/7. '56,

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.