Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 14

Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 14
14 UMFERÐ inn frá geyminum í gegn um hann og eyðist þannig af geyminum. Þess vegna er sjálfvirkum rofa komið fyr- ir milli rafals og geymis. Rofi þessi er gerður af spólum og 2 snertum eins og spennu- og straum- stilli, en nú heldur fjöðrin snertunum opnum og spólan, sem tengd er i beint samband við rafalinn dregur þær sam- an, þegar spenna hans er orðin aðeins hærri en spenna geymis. Þessi þrjú tæki, spennistilli, straum- stilli og sjálfvirki rofinn eru byggð saman í eitt box og í daglegu tali köll- uð „köttát" eða þrefalt „köttát“ eftir enska heitinu á sjálfvirka rofanum „cut-out“. (Framh.) FRÁ DEILDUM OG FÉLAGSSTARFI Þann 20. apríl 1958 var stofnuð deild Bindindisfélags ökumanna í Ólafsvik. Deildin nær yfir sveitir á utanverðu Snæfellsnesi og var hún nefnd „Útnes- deild“. Stofnendur voru 15. Formaður var kjörinn herra héraðs- læknir Arngrímur Björnsson, ritari hr. trésmíðameistari Vigfús Vigfússon og gjaldkeri hr. sóknarprestur Magn- ús Guðmundsson, allir í Ólafsvik. Síra Magnús var og kjörinn sérstakur um- boðsmaður gagnvart Bindindisfélagi ökumanna. Fjölgað hefur í deildinni og bindur B.F.Ö. miklar vonir við hina ágætu starfskrafta, sem hér eru á ferðinni. í Þingvallahreppi mun ný deild væntanleg á næstunni. Eru þar ágætir menn til forsvars. Með sérstökum erindreka hefði vafa- laust verið hægt að stofna margar B.F.Ö. deildir víða um land á þessu sumri. Ýmsar ástæður hafa þó valdið þvi, að ekki hefur enn verið hægt að sinna þessu sem skyldi. Yfirleitt er allt gott frá deildunum og starfi þeirra að frétta. Ókeypis slysatryggingar, kr. 5000,00 við bana og kr. 15000,00 við 100% ör- orku hefur B.F.Ö. nú tekið upp fyrir félaga sína. Nýtur hver sá félagi þess- arra réttinda, sem greiðir iðgjald sitt á gjalddaga. Stefnir B.F.G. að því, að beinlínis verði eftirsóknarvert að ger- ast meðlimur þess. ^y4maíi Ufflýómffar OG STADREYNDIR Hér á Islandi þekkjum við ekki eins stórkallalegar auglýsingaaðferðir eins og tíðkast sums staðar erlendis, t. d. í Bandaríkjunum. Lesi maður auglýs- ingar sumra bílavarahlutaframleið- enda þar, er varla hægt að sjá annð, en að með því að kaupa þetta eða hitt „patentið“, tryggi maður sér eiginlega a. m. k. ókeypis benzín, það sem eftir er ævinnar, já enda meira en það. Setjum okkur í spor vanalegs ame- ríks borgara, sem alltaf vill komast yfir það nýjasta og bezta á bílamark- aðinum, og gerir allt, sem hann getur til að iækka rekstrarkostnaðinn. Fyrst kaupir hann nýjan blöndung, sem samkvæmt auglýsingum sparar 25% benzín. Svo kaupir hann 1. fiokks nýtízku „sparidós“, sem sparar 20% í viðbót. Svo fær hann sér nýtt sett af extra-special fínum kertum af super- gerð, sem spara annað eins. Svo bæt- ir hann við reglulega fínum loftinn- sogs-foritara, sem er garanteraður að spara minnst 30%. Svo skiptir hann um gírin, fær sér nýtt„transmissions“- kerfi, sem er fullyrt að ekki spari minna en 35% benzín. Svo er að fá sér ný dekk, sem ekki punktera eða springa, aldrei spóla eða renna til á vegi og ábyrgð tekin á að spari minnst 15% benzín. Svo þegar hann er búinn að fá sér allt þetta, fyllir hann benzíngeyminn og ekur af stað. En, hvað er þetta? Það lekur einhverstaðar? Hann gáir að og sér þá að benzínið rennur í striðum straumum úr geyminum. En allt í einu rennur upp fyrir honum bjart ljós. Hann var nefnilega, með þvi að kaupa öll þessi nýju „patent", bú- inn að spara sér 145% benzín. Eftir það ekur hann og ekur og selur ben- zín af tankinum við og við til þess að flói ekki út úr aftur. Þetta allt og kannske meira til, ætla ég að fá mér í nýja bílinn minn. □ RYGGISTÆKI liíM/IVVI Árum saman hafa ýmis ágæt örygg- istæki verið mikið notuð af ökumönn- um viða um lönd og standa Norður- löndin mjög framarlega á því sviði. Helztu öryggistæki fyrir bílstjóra eru öryggisólin og hnakkapúðinn. I hinni merkilegu álitsgerð, sem Sam- band norrænna skurðlækna gaf út í fyrra um umferðarslys og úrbætur í því sambandi, er bent á mörg tilfelli, þar sem tæki þessi hafa beinlínis bjargað mannslífum og ennþá fleiri tilfelli, þar sem mjög sennilegt væri að ekki hefði orðið manntjón ef tæki þessi hefðu verið notuð. Mæla lækn- arnir mjög með þvi að menn noti tæki þessi. Þá má hér drepa á lýsandi þríhyrn- inginn, sem heyrir til þessarra tækja, enda þótt gagn það, sem af honum verður haft sé takmarkaðra en af hin- um tækjunum. Loks viljum vér drepa á hjálm þann, er hjólreiðamenn víða um heim, eink- um, þeir sem aka bifhjólum, nota að staðaldri. Er það víst að hjálmur þessi hefur bjargað mörgum frá bráðum bana, og einkennilegt að hann skuli ekki sjást enn hérlendis, nema ef lög- reglan er undanskilin. Bindindisfélög ökumanna í Skand- inavíu framleiða tæki þessi og selja í stórum stíl, enda hafa þau gert mjög mikið til að benda fólki á gagnsemi þeirra. Bindindisfélagi ökumanna á Islandi er vitanlega einnig ljóst hið mikla ör- yggi, sem tæki þessi veita, enda þegar haft sum þeirra hér á opinberri sýn- ingu á umferðarvikunni s.l. haust. Hefur félagið fullan hug á því að kynna þau hér og fá menn til þess að nota þau. Er B.F.Ö. áreiðanlega rétti aðilinn þar.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.