Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 10

Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 10
10 UMFERÐ Þjófalúsar Á BILUM „Nú getið þið reynt að stela honum, þið farið ekki langt með hann.“ Bilþjófnaður gengur eins og farald- ur um veröldina. Islenzkir bilaeigend- ur um veröldina. Islenzkir bileigend- frekar en kollegar þeirra annars stað- ar í heiminum. Það má auðvitað segja að sumir séu svo skeytingarlausir með það, hvernig þeir ganga frá bílum sín- um, að þeir beinlínis freisti bílþjóf- anna. En svo eru ekki allir. Margir harðlæsa bilum sinum, og ganga vel frá þeim að öðru leyti, þótt þeir jafn- vel búist við að taka þá aftur eftir stutta stund. Og svona menn skilja þá ekki opna yfir nóttina og jafnvel lyk- ilinn i svitsinum. En bílum þessara manna er líka stolið. Það er því aug- ljóst að margir bílþjófar a. m. k. eru nógu „lærðir í faginu“ til þess að opna læsta bíla. Vitanlega þarf engan „lærdóm" til að mölva bara upp, það geta allir og vist ekki sízt landar vor- ir. En reglulegur bílþjófur má oft eng- an hávaða gera. Hann verður að geta komizt inn í harðlæstan bílinn fljótt og hljóðlaust, og getur það líka, svo ekkert sér á bílnum sé hann „fagmað- ur“. Þetta er meira að segja ótrúlega einfalt og eiginlega hægt án nokkurra verkfæra. Vér höfum enga löngun hér til þess að halda neina kennslustund í þessari „list“, ef vér kynnum að vita eitthvað um þetta, sem íslenzkum bílþjófum er enn óljóst, enda senni- lega heldur ekki um það að ræða. Er bílþjófur er á annað borð kom- inn inn í bíl, er hann ekki lengi að „tengja beint“. Og á bílum, sem þann- ig eru útbúnir, að straumurinn kemur á um leið og lyklinum er stungið inn I svitsinn, þarf ekki einu sinni að tengja beint — ótrúlega einföld að- ferð, sem vér munum þó líka þegja yfir hér. Bílþjófnaður er hér orðinn stór plága. Að vísu finnast eiginlega allir stolnir bílar, en þeir eru þá margir hverjir ekki neinir bílar lengur. Það viðist nefnilega sérgrein bílþjófa að skemma eða jafnvel eyðileggja bíla þá, sem þeir „fá lánaða", enda oft drukkn- ir er þeir fremja þessi brot. Hverjir stela bílum? Það eru oftast ungir menn, oft hreinir unglingar er það gera. Vafalaust er hér oft um hreina vandræða unglinga að ræða, en það sýnist þó ekki algild regla, a. m. k. ekki erlendis. Stundum virðist hrein ævintýralöngun vera aðalorsökin og stundum ómótstæðileg löngun til þess bara „að aka bíl“. Stundum minni- máttarkennd, sem brýst fram í fylliríi. Á Norðurlöndum mun bílum svo til aldrei vera stolið í því augnamiði að breyta þeim og selja síðan, eins og hvað tíðkast í Ameríku, þar sem bíl- um er hreint og beint alveg stolið. En það er lítið betra að fá bílinn aftur í klessu, heldur en þó maður sæi hann ekki meir. Eins og vér sögðum áður, ganga sumir menn oftast illa frá bílum sín- um, jafnvel yfir nóttina. Það getur hefnt sín illa fyrr eða síðar. Opinn bíll er bílþjófunum sterk freisting, þar sem þeir jafnvel hætta við ef bíllinn er vel lokaður. Það að ganga vel frá bíl sínum verður líka æ meiri og meiri nauðsyn, því alltaf fjölgar þeim bil- eigendum, sem verða að láta bíla sína standa úti, sumar og vetur. Því fleiri bílar, þvi fleiri tækifæri fyrir bílþjóf- ana. Einfaldasta, nærtækasta og oft eina vörnin gegn bílþjófnaði er því vel lokaður bíll. Þetta dugar þó held- ur ekkert, ef um vanan og ákveðinn bilþjóf er að ræða. Ýmislegt hafa menn upp hugsað til að gera bílþjófum erfitt fyrir. Reynt hefur t. d. verið að setja bílhornið í samband við dyrasnerlana á bílnum, eða svitsinn, svo bíllinn færi að „pípa“ strax og við þetta væri komið. Já, meira að segja hafa menn reynt að setja einskonar dýraboga við benzin- ið. Þetta hefur auðvitað ekki dugað, enda er stórt atriði yfirleitt að bílþjóf- ur hætti við að reyna að brjótast inn i bíl um leið og honum verður litið inn i hann, þ. e. sjái að öll von um „skemmtitúr" sé úr sögunni og gefi því upp ævintýrið að óreyndu. Það eru

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.