Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 13
UMFERÐ
13
GUÐMUNDUR JENSSDN :
Rafkerfið í bílnum er orðið býsna
mikið að vöxtum og virðist fremur
aukast enn hitt. Við skulum athuga
lauslega, hvaða hlutverki það gegnir.
Rafkerfi kallast lagnir þær, er leiða
raforku milli hinna ýmsu hluta, sem
framleiða eða nota raforku svo og þeir
með. Helztu hlutar þess eru: Rafgeym-
ir, rafall, kveikja, startari, ljós og mæli
tæki. Auk þess eru ýmis önnur
hjálpartæki, sem nota rafmagn, mis-
munandi mörg í hverjum bil, eftir því
hverrar tegundar billinn er og einnig
hvað dýrum flokki hann tilheyrir.
Ótrúlegt virðist það í fyrstu, en er
samt nærri sanni, að raflagnir í vana-
legum 5—6 manna fólksbíl eru um 70—
90 metra að lengd. Lagnirnar eru mjög
misgildar eftir því hvaða hlutverki þær
gegna. Gildastar eru þær frá geymi að
startara. Næst koma þær lagnir sem
leiða rafmagnið frá geymi að amp-
ermæli og frá rafal að amp-
ermæli, síðan framljósalagnir og að
ýmsum hjálpartækjum. Þá lagnir til
smærri ljósa og mælitækja. Yfirleitt er
í bílnum notað einpóla, eða einnar
línu kerfi, þannig að stell eða grind
og boddy bílsins eru notuð sem leiðari
aðra leiðina.
Rafgeymirinn er einn af viðkvæm-
ari hlutum rafkerfisins. Hann þarf því
góða meðférð ef hann á að endast vel.
Vanaleg ending hans er um 2 ár, en
getur endzt i allt að 4—5 ár við
hagstæð skilyrði. Rafgeymirinn er
eins og nafnið ber með sér ætlaður til
þess að geyma raforku. Það er gert á
þann hátt að raforkunni er breytt í
efnaorku, við hleðslu geymisins, sem
aftur verður að raforku þegar notandi
er tengdur við skaut geymisins. 1
geyminum eru 2 sett af plötum, plús
og mínus, eða grindum, sem fylltar
eru með blýsamböndum. Plötunum í
hverju hólfi er raðað saman á víxl
með einangrun á milli en síðan allar
plúsplötur tengdar í eina heild og mín-
usplöturnar í aðra. Þær mynda síðan
skaut hólfsins. Vökvi er hafður i geym-
inum og er hann samsettur úr brenni-
steinssýru og vatni þannig að eðlis-
lli IS I \ s
þungi hans sé um 1,28 í fullhlöðnum
geymi en fellur síðan er geymirinn af-
hleðst og er um 1.21 í tómum geymi.
Hirðing rafgeymis er í því fólgin að
halda honum hreinum og þurrum ekki
sízt að ofan. Sambönd þurfa að vera
hrein og vel föst. Hrúður vill setjast á
samböndin og er það mjög skaðlegt
vegna tæringar á þeim, er það veldur.
Sjálfsagt er að hreinsa það af svo fljótt
sem við verður komið. Er það bezt
gert með volgu vatni. Fljótvirkara er
þó að blanda svolitlu af matarsóda
(natríum bicabonade) í vatnið, (um
10% upplausn). Á eftir er gott að
þurrka yfir geyminn með klút vættum
í salmiakspíritus. Gott er að bera feiti
eða sýrufritt vaselín á samböndin og
skaut geymisins. Þá þarf að athuga að
ekki minnki vökvinn á geyminum en
vatnið úr honum gufar upp, bæði
vegna hita og einnig vegna klofnunar
vatnsins í vetni og súrefni, sem raf-
straumurinn veldur við hleðslu. Vökva-
hæðinni á að halda þeirri sömu og var
í geyminum nýjum. Athugið að sýran
er mjög hættuleg, hún brennir fljót-
lega göt á föt og étur hörundið sé hún
ekki þvegin strax af með vatni.
Rafall er það tæki, sem framleiðir
raforku þá er bíllinn notar, bæði til
hleðslu á geymi og fyrir aðra notend-
ur. Rafall er byggður þannig: aðal-
hluti hans er öxullinn eða ankeri, sem
á eru undnir vindingar þeir er raf-
magnið framleiðist i. Ankerið snýst í
segulsviði, sem framleitt er í spólum,
staðsettum til hliðar við ankerið í belg
rafalsins. Nokkuð af orkunni frá
ankerinu er notað í spólum þessum til
framleiðslu sigulsviðsins. Vegna þess
að ankerið með spólum þeim, er fram-
leiða raforkuna, snýst, er orkan leidd
frá þvi í gegn um sérstakan hring, sem
festur er á öxulinn og kolbursta, er
snerta hann, festa í þar til gerð slíð-
ur eða kolhaldara í belgnum.
Raforkan er mæld í voltum og amp-
erum. Volt er sama og spenna eða þrýst
ingur, amper sama og straumur eða
magn. Spenna í bíl er 6 eða 12 volt.
Hvert hólf í geymi hefur 2 volt, 3 hólf
eru þvi i 6 volta geymi en 6 hólf í 12
volta. Nú þarf aðeins hærri spennu frá
rafal en er á geymi svo að hleðsla
geti átt sér stað. Það er rafallinn þarf
að hafa aðeins meiri þrýsting en
geymirinn. Spenna rafalsins eða
þrýstingur þarf þó að hafa ákveðið
hámark. Það hámark ákveðst af þvi,
hvað spennan á geyminum má verða
há við hleðslu, honum að skaðlausu.
Á 6 volta kerfi er þessi spenna um
7.5—8 volt, en 15—16 volt á 12 volta
kerfi. Nú hækkar spennan frá dýnamó
um leið og hann snýst hraðar og einn-
ig um leið og geymirinn hleðst, því að
við það hækkar spennan á geyminum.
Með þessu getur dýnamórinn pínt
spennu geymisins upp fyrir hið heppi-
lega hámark og þar með skemmt
hann.
Þessu til varnar er notað svonefnt
spennistilli. Eins og áður er sagt fram-
leiðist raforkan í ankeri rafalsins
við snúning þess í seglsviðinu, spól-
urnar í belg hans framleiddu
þetta svið. Sé nú hafður hemill á
styrkleika þess, er þar með hægt að
stilla framleiðslu rafalsins.
Þetta er verkefni spenistillisins.
Spennistilli er gert af rafsegul-
spólu og tveimur snertum (platínum)
sem liggja saman. önnur er föst en
hin á lausum armi. Fjöður heldur
snertunum saman. Spólan opnar þær
þegar spennan, sem hún fær frá rafal
er orðin mátulega sterk. Við
það rofnar straumurinn inn á spólur
þær i rafalnum sem framleiddu
segulsviðið. Þá veikist segulsviðið og
spennan lækkar þar með. Þessi vinnu-
hringur endurtekur sig mjög hratt, en
spennan er hækkuð eða lækkuð með
því að strekkja eða lina á fjöðrinni,
sem heldur snertunum saman.
Á meðan geymir er lítið hlaðinn get-
ur straumurinn (eða orkan), frá raf-
alnum, orðið jafnvel meiri en hann
getur afkastað og er þvi hætta á að
hann brenni, þ. e. að hann hitni það
mikið að einangrun brenni og spólur
bráði. Til varnar þessu er komið fyrir
straumstilli, sem byggt er eins og
spennistilli, nema að um spóluna fer
nú allu straumurinn sem rafallinn
gefur frá sér. Straummagnið er stillt
með fjöður þeirri, sem heldur snertun-
um saman.
Þegar rafallinn er hættur að snú-
ast, eða snýst það hægt að spenna hans
sé minni en geymisins, fer straumur-