Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 3

Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 3
/Q'feftgi og umferbarörgggi Margir áfengisneytendur halda því fram í fyllstu alvöru, að því er virðist, að vínið hressi, gleðji, örfi og skerpi þann, er þess neytir. Bindindismenn hins vegar halda fram hinu gagnstæða. Þeir benda réttilega á, hvernig áfengið deyfir, sljóvgar og slappar þann, er þess neytir. Það ættu að vera æði sterk rök varðandi skoðanamun þennan, að bannað skuli með lögum, að maður undir áfengis- áhrifum stjórni farartækjum eins og bif- reiðum og flugvélum. Það væri útilokað, að slíkt væri gert, ef áfengi yki skerpu þess, er þess neytti. Nei, það er þvert á móti flestum ljóst, að áfengisneyzla er hinn mesti óvinur ör- uggrar umferðar. En þótt svo sé, þá er langt í frá, að nægilegar athuganir hafi verið gerðar á því, hve stóran þátt áfeng- isneyzla á í aukinni slysahættu í umferð- inni. Bindindisfélag ökumanna vill því gjarnan koma á framfæri við lesendur sína niðurstöðum athugana, er á þessu sviði hafa verið gerðar, en frá þeim greindi dr. med. Milan Vámosi í fyrir- lestri, er hann hélt á þingi norrænna samtaka bindindisfélaga ökumanna (NU AT) í Stockhólmi 29. maí s.l. En dr. med. Vámosi hefur haft með höndum rannsóknir í Bratislava í Tékkóslóvakíu, er leiða skyldu í ljós, hve mikil brögð eru að því, að ökumenn séu undir áhrif- um áfengis og að hve miklu Ieyti slysa- hættan eykst við það i umferðinni. I Motorföreren, júlí/ágúst í ár, en það er rit Bindindisfélags ökumanna í Nor- egi, er útdráttur úr nefndum fyrirlestri dr. med. Milan Vámosi og segir þar með- al annars: Þegar bornar eru saman tölufræðileg- ar niðurstöður, sem lagðar eru fram á alþjóðafundum varðandi áfengi og um- ferðaröryggi, kemur í ljós svo mikill munur á þeim, að hjá mönnum skapast efi um réttmæti þeirra, og hefur þetta vakið „krítískar“ umræður hjá ýmsum. Það er augljóst, að með skakkri notkun tölufræðilegra athugana, hljóta ályktan- irnar að verða rangar. Til þess að fá réttar niðurstöður, er nauðsynlegt að hafa eins framkvæmdar athuganir til úrvinnslu og samkynja skil- greiningar og aðferðir við úrvinnsluna. Þessara forsenda sakna ýmsir til óhlut- drægra dóma á áhrifum áfengis á um- ferðaröryggið. Við samanburð skýrslna yfir dauðsföll í umferðinni frá nokkrum réttarlæknis- fræðistofnunum ber þeim ágætlega sam- an. Skýrslur sýndu, að í Póllandi voru 42% þeirra, er biðu bana í umferðar- slysum, undir áhrifum áfengis. í Brati- slava var þetta 41% síðustu 5 árin, og skýrslur frá Berlín sýna töluna 47%. Við stofnun dr. med. Vámosi voru áður fyrr ekki framkvæmdar kerfis- bundnar blóðrannsóknir og talið var að aðeins 12% þeirra, er biðu bana í um- ferðinni hefði verið undir áfengisáhrif- um. En síðan 1952 hafa farið fram kerfis- bundnar athuganir á áfengismagni slíkra í blóði og þvagi. Fyrsta árið sýndu þessar athuganir, að 21,4% höfðu verið undir áhrifum áfeng- is, annað árið 35% og 1954 fundust á- fengisáhrif hjá 42% þeirra, er létust í umferðarslysum. I Bratislava taldi hagstofan, að áfengi væri orsök í 10% umferðarslysa. Sams konar athuganir og áður greinir voru gerðar í Evanston og Toronto. Hin fyrsta var gerð á umferðinni eftir aðalgötu milli Bratislava og úthverfis hennar, þar sem er fjöldi kaffihúsa og skemmtistaða. Athugunum þessum var haldið leyndum, svo að þær gæfu sem hlutlausastar upp- lýsingar um fjölda þeirra bifreiðastjóra, er ækju undir áhrifum áfengis. Bifreiðarnar voru stöðvaðar, og öku- menn þeirra urðu að ganga undir lækn- isskoðun eftir ákveðnum reglum, og teknar voru blóðprufur. Allt þetta var gert í nánu samstarfi við lækna og lög- reglu. Tími sá, er til þessa var valinn, var laugardags- og sunnudagsnætur. Síð- ar voru sams konar athuganir fram- kvæmdar í miðri viku! Alls voru athug- aðir 113 bifreiðastjórar. 56 eða 49,5% voru undir áhrifum áfengis. Af þeim höfðu 35 milli 0,5 og 1 prómill, 12 höfðu frá 1 til 1,5 prómill, og voru sýnilega ölvaðir. Þeir, sem höfðu meira en 1,5 prómill, voru mjög áberandi ölvaðir. Niðurstaða athugananna var mjög eft- irtektarverð, og óhlutdræg sönnun fyrir því, að ölvaðir bifreiðastjórar eru raun- hæf staðreynd er eykur á slysahættuna í umferðinni. Skilgreining, er síðar átti sér stað á athugunum þessuin, leiddi í ljós, að á svæði því, sem þær höfðu farið fram á, voru brot á ökureglum og mis- ferli í akstri tíðari en á öðrum götum í Bratislava. Til þess að fá betra yfirlit yfir, hve al- mennt bifreiðastjórar í Bratislava og ná- greinni, keyrðu undir áhrifum áfengis, þá voru gerðar sex athuganir yfir dag- inn frá kl. 6 til kl. 20, og voru rannsak- aðir 348 bifreiðastjórar, 40 þeirra eða 11% voru undir áhrifum áfengis og reyndist áfengismagnið vera frá 0,6 upp i 2,2 prómill. Á grundvelli þessara athugana hefur einnig verið gert yfirlit um slysahættuna. UMFERÐ 3

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.