Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 4

Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 4
Skrá, sem þannig hefnr verið gerð, sýn- ir að hættan var svipuð hjá þeim er voru undir 0,3 prómill og hinna er ekki voru undir áhrifum. Við 0,3 til 1 prómill áfengismagn sjö- faldaðist hættan. Við 1 til 1,5 prómill 31-faldaðist hún, og hjá þeim, sem voru með yfir 1,5 prómill, var 128 sinnum meiri hætta á að lenda í umferðarslys- um, en hjá hinum er ekki höfðu neytt áfengis. Þeir eru gulir, steinaendemin, og þeir eru hættulegir sumir hverjir, hættulegir bílunum, jafnvel börnunum. Hvaða steina er hér átt við? Auðvitað rand- steinana, sem standa nú í óárennilegum fylkingum víða á götum borgarinnar. Til einhvers hljóta steinaskammir þessar að vera settar niður. Sennilega til að afmarka brautir og leiðir, vísa mönn- um veg á sinn hátt. Þá virðast þeir og notaðir til að afmarka „gangstéttir“ sums staðar, og er þetta auðvitað mun ódýrara heldur en að gera raunverulegar gangstéttir. Til þessarar bráðabirgða- notkunar finnst mér þeir ekki svo afleit- ir, t. d. á Sundlaugaveginum og víðar. Er Steinar jram í götuna. Einn þegar ekinn nitSur. Umferðarhœtta og þrengsli. Framangreindur erindisútdráttur þarf ekki skýringar með. Hann sannar á raun- hæfan hátt, að áfengisneyzla og umferð- aröryggi eiga enga samleið, en eru skarp- ar andstæður. Sá, sem því af sönnum manndómi vill berjast fyrir umferðaröryggi, verður að berjast gegn áfengisneyzlu, en fyrir bind- indi. Helgi Hannesson. þó mála sannast, að margir þeirra virðast hníga að velli fyrir bilum, því tæplega er um það að ræða, að krakkar geti velt þeim um eða mölvað þá. Víða annars staðar skil ég ekki notkun þessara steina, og þó, eins og ég sagði hér á undan: Það er verið að afmarka leiðir með þeim, því varla eru þeir settir upp til skrauts, enda þótt við séum dálít- ið frumlegir í skreytingum hjá okkur. En er vit í að gera það á þennan hátt, nota þessi gulu björg til þess? Steinar þessir hafa þotið upp á síðasta ári á ýmsum vegum, t. d. Lönguhlíðinni, Suðurgöt- unni (Melaveginum I og víðar. Sé um að ræða breiða vegi, eins og t. d. Lönguhlíð- ina, tel ég í lagi að nota þá til að marka sundur akbrautir á miðjum vegi, en hæp- ið þar sem um mjórri vegi er að ræða. En beinlínis hættulegt tel ég, að nota þá til að afmarka staði, þar sem aka má í milli akbrauta, a. m. k. á þann hátt, að gera með þeim hringi, eða smá réttir á göturnar, svo og mjó hlið (Laugarnes- vegurinn t. d.), eða þríhyrndar tungur (mót Lönguhlíðar og Stórholts t. d.), við Nesveg o. v. Það gat varla verið mikill vandi, að afmarka þelta öðruvísi og á hættuminni hátt, jafnvel með þessum steinum. Það er enginn vandi, að aka þessar götur í björtu. En sé lítt kunnur maður á ferð í slæmu skyggni, t. d. í nátt- Hvenœr jellur sá jyrsti? Hver verður fyrir happinu? myrkri og lemjandi rigningu, eða blind- byl, eða geri mikil snjóalög, getur vand- inn aukizt. Þá má engu muna með ná- kvæmlega réttar beygjur, svo eitthvað sé nefnt, svo að ekki hljótist mikið tjón af, jafiA'el slys. Og hvernig er að fá svona steina upp undir bílinn sinn? Ég segi fyr. ir mig: Eg vil, hvacf bílinn áhrœrir, held- ur lénda í þó talsverðum árekstri við annan bíl, heldur en að aka á eitt af þess- um gulu björgum. Fáir ökumenn aka beýgjur svo nákvæmlega hárrétt, að engu megi muna, það sýnir reynslan. Það er alltaf verið að aka á þessa steina, jafnvel þá, sem lítil ástæða virðist til að aka á. Hvað verður þá með hina, sem settir eru sVo fram í akbrautir, að engu má muna frá hárrét.u, svo að illa fari. Hér eru gerðir hringir úr steinunum. Það þarj enga stórsnjóa til að fœra þá í kaj. „GULA HÆTTAN" 4 UMFERÐ

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.