Alþýðublaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 3
WVm%WWWW*WHWWWWWWWiW*MWVW%*VWW%%W%WWWWHHWWWWMWHWWVtWWWWWWWWiWW»WWi%WVmWWW*»
„Annar báturinn
/ ■ «\\
sem eg missi
sagöi Helgi Benediktsson
Arni Þorkclsson kemur með Hringversmenn til Eyja. Ljm. GO.
Rcykjavík, 13. jan. RL.
Helgi Benediktsson, eigandi
Hringvers, var að sjálfsögðu
kominn niður á bryggju þegar
Kópur kom með skipbrotsmenn
ina af honum.
Við náðum tali af Helga.
stutta stund.
— Þetta er annar báturinn
sem ég missi, en hinn var
Helgi. Hann var ótryggður og
fórst á Faxaskeri. En alls mim
ég hafa átt um 30 báta.
Hringver var byggður í
Svíþjóð, en þá var annar bát-
ur smíðaður eftir sömu teikn-
ingu, en hún er sænsk. Sá
sænski hefur reynzt vel í alla
staði og er hið mesta aflaskip.
T. d. var aflahluturinn á honum
árið 1962 kr. 40.000 sænskar.
Hringver hefur aldrei lagzt
á hliðina, þó sumir segi svo.
Það er ekki rétt. Það kom
skvetta inn á hann í fyrra, en
ekki var hún meiri en svo að
maður sem staddur var á hval-
bak, vöknaði ekki einu sinni í
fæturna.
Hringver var í svokölluðum
Veritas klassa A-l-A með
stjörnu og styrktur sérstaklega
með það fyrir augum að sigla
í ís.
Skipstjórinn og skipshöfnin
sem var á Hringver núna, er
samvalið ágætis lið.
En síld sem drepst í nótinni
skapar þyngsli sem ekkert
stendur fyrir, ef hún sekkur
Ilelgi Benediktsson útgerðar
maður. Ljm. G. O.
Guðjón Ólafsson skipstjóri á
Ágústu gengur I land úr Kóp.
Daníel Traustason, skipstj.
á Engey. — Ljm. G. O.
Hringver var ekki
vel „ballestaöur"
sagði Daníel Traustason
Reykjavík, 13. jan. RL.
Ég tel að Hringver hafi
ekki verið nógu vel „ballestað-
ur“, sagði Daníel Traustason
skipstjóri á Engey, en hann var
með Hringver á þriðja ár og
sótti liann út til Svíþjóðar.
Við hittum Daníel um borð í
skipi sínu við bryggju í Eyj-
um en hann missti nótina í nótt
á svipuðum slóðum og óhöppin
áttu sér stað.
— Þó var búið að lagfæra
„Við réðum ekki við neitt
sagði Richard Sighvatsson, skipstjóri á Hringver
Reykjavlk, 13. jan. RL.
Skipstjórinn á Hringver er
ungur maður Ricliard Sighvats
son. Hann er innfæddur Vest-
mannaeyingur giftur Guðnýju
Steinsdóttur sem einnig er’
Vestmannaeyingur og eiga þau
þrjú börn 7, 3 og 1 árs.
Við bönkuðum upp á hjá þeim
hjónum rétt eftir að bóndinn
kom heim og fengum smávið-
tal. Frúin bauð uþp á kaffi.
— Ég er nú 27 ára, en byrj-
aði sem skipstjóri þegar ég var
tvítugur og hefi verið við það.
annað slagið siðan, sagði Ric-
hard.
Við Hringver tók ég í sept-
ember í haust og kunni ágæt-
lega við hann. Þetta var í
fyrsta sinn sem við fengum
síld að ráði, en við vorum
komnir með 11-1200 tunnur og
vorum að háfa. Það var kvika
og nokkuð þung alda.
Skyndilega Iagðist báturinn á
hliðina bg við réðum ekki við
neitt. Það var um kl. 5.30. Ég
kallaði strax á hjálp, en skip-
in voru þarna allt í kring, í
einum hóp.
Við settum strax út bát.
Fimm mínútum síðar kallaði
ég aftur og sagði að við vær-
um að fara í bátana, en gaf
mér engan tíma til að hlusta,
enda var þá kominn sjór inn
um allt skip. Þetta hefur tekið
á að giska tíu mínútur í allt.
Við höfðum engan tíma til að
taka með okkur fatnað eða því
umlíkt og galla og stígvél tók-
um við ekki með í bátinn.
Strákarnir stóðu sig vel, en
þeir eru allir yngri en ég, nema
kokkurinn sem er 52 ára.
Það gekk vel að koma bátun-
um í sjóinn en þeir voru báð-
ir nýskoðaðir.
Þetta er í stuttu máli það
sem Richard sagði okkur, en
hann vildi annars sem minnst
segja, sem vonlegt er, þar eð
sjópróf standa nú fyrir dyrum.
þetta nokkuð, til dæmis var'
tekið úr honum afturmastrið í
fyrra ðg bætt við hann ballest.
— Jú, hann lagðist einu
sinni á hliðina þegar ég var
með hann. Við vorum þá að
háfa og vorum komnir með á
að giska 1100 tunnur í lest, en
þannig tókst að rétta hann við.
Satt að segja var ég alltaf
hræddur við þetta skip og vék
aldrei frá stýrinu ef nokkuð
var að sjó. Hringver var góður
á móti, en á lensi var hann
varasamur og vakur.
En mér finnst ég alltaf eiga
eitthvað í bátnum, enda sótti
ég hann út og var með hann á
þriðja ár.
Við hrepptum aftakaveður á
leiðinni frá Svíþjóð, 13—14
vindstig og sigldum liæga ferð,
eða um það bil 8 mílur. Þá
mátti ekki bera undan við stýr-
ið enda var lens. Ég þorði ekki
að snúa uppí, því að báturinn
var svo til tómur. En annars
gekk mér vel með Hringver.
Það virtist vera mikil síld
þarna fyrir austan og yfirleitt
hafa bátarnir ekki þurft að
kasta nema einu sinni til að
fylla sig. Það er frekar að þeir
hafi fengið of mikið í kasti,
það getur verið nógu slæmt.
Við micstum nótina í nótt, vor-
um þá að háfa á sextíu faðma
dýpi. Nótin sökk með öllu sam-
an, blýi og korki og festist í
botninum. Nótin er sjötíu og
einn faðmur á dýpt. Við vor-
um staddir í austurkrikanum
Síðugrunni, en þarna voru
um 50 skip eða meira.
Richard Sighvatsson með konu sinni og 2 börnum. Ljm. G.O.
%%%%%%%%%%%ww%%%%%tt%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%ww%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%w%%%%%%%%%%%%%%%%%w%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%w%w
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. janúar 1964 3