Alþýðublaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 5
SÍGAKETTUREYKINGAR stofna heilsu manna í mikla hættu, segir í nýkomiuni skýrslu, sem tíu Iæknar og vísindamenn hafa sam- Ið og bírt var í Bandaríkjunum um helgina. í' skýrslunni segir að orsakasamband sé á miHi krabb ameins í lungum mcðal karlmanna og sígarettumreykinga, sem einnig séu hclzta orsök þráláts lungna- kvefs. Gripið var til víðtækra varúð- arráðstafana þegar skýrslan var birt til þess að koma í veg fyrir verðfall í kauphöllum. Þess var gætt, að skýrslan, sem er 150 þús. orð kæmi út á laugardegi, þar eð þá eru lcauphallirnar ekki opnar. Bandaríska stjórnin átti frum- kvæðið að því, að skýrslan var samin. Því er haldið fram í skýrslunni, eð í stórum dráttum megi segja, að dánartala sé 70% hærri meðal sígarettureykingamanna í sömu aldurshópum og af völdum sjúk- dóma. Luther Tarry heilbrigðismála- ráðhqtra heitlr því í sérstöku fylgisskjali, að heilbrigðisyfirvöld ákveði senn hvaða ráðstafanir skuli gerðar í sambandi við niður- stöður skýrslunnar. Hann sagði, að stjórnir hinna ýmsu ríkja Bandaríkjanna og almenningur jafnt sem stjórnin í Washington mundu að sjálfsögðu íhuga niður- stöður skýrslunnar þegar í stað. Af hugsanlegum ráðstöfunum, sem grípa má til, nefndi Terry fræðslustarfsemi meðal almenn- ings og lækna í Bandaríkjunum. Hann sagði, að einnig mætti at- huga möguleika á að merkja síg- arettur þannig, að tekið sé fram hvað þær innihaldi. Terry taldi einnig athugandi, að tekið yrði upp eftirlit með sígarettuauglýs- ingum. Miðað við fólk, sem ekki reykir eru 9 til 10 sinnum meiri líkur til að „venjulegir" reykingarmenn fái krabbamein í lungum. Líkurn- ar á því, að miklir reykingamenn fái krabbamein í lungun eru að minnsta kosti 20 sinnum meiri. Þótt áherzla sé lögð á það, að pípureykingar séu ekkert svipað því eins skaðlegar og sígarettu- reykingar, er þess þó getið, að pípureikingar geti valdið krabba- meini í munni. Auk hinna þekktu sjúkdóma, sem talið er að sígarettureykingar valdi, eins og krabbamein í lung- um,- þrálátt lungnakvef og hjarta- sjúkdómar af ýmsu tagi.hefur einn ig fundizt samband milli sígarttu- reykinga og krabbameins í hálsi, krabbameins I raddböndum'krabb ameins í maga, krabbameins í tólffingraþarminum og auk þess ýmiss konar truflana í blóðrás- inni. Lát.af völdum blóðtappa eru al- gengari meðal sígarettureykinga- manna en þeirra, sem ekki reykja eða reykja pípu eða vindla. Þetta á einnig við unt flesta sjúkdóma, Framh. á 13. siðu Skýrslan um samband milli lungnakrabba og sígarettureykingar heí- ur vakiff niikla athygli og jafnvel ótta. Hér sjást þrír menn, sem áttiif sæti í nefnd sérfræffinga cr samdi skýrsluna (frá vinstri): dr. Jamek M.Hundley, dr. Luther L .Terry og dr. Eugene H. Gutherie. IIAGSTOFA ISLANDS hefur komizt aff þeirri niffurstöffu, aff 75,6% af 37.806 framteljendum búi í eigin húsnæði. Er þetta einn liður þeirrar ramisóknar á framtöldum tekjum, sem Alþýffublaðið greindi frá á sunnudag. Ná tölur þessar til kvæntra karla 25—66 ára, og var fariff eftir framtölum 1963, þegar fram voru taldar tekj ur ársins 1962. , Fátt sýnir betur hin góffu lífskjör íslendinga en sú staffreynd, aff þrír af hverjum fjórum framteljendum í þessum fjölmenna hóp skuli búa í eigin íbúffum. Hitt er athyglisvert, aff eklú virffist allltaf fara saman, aff stétt igefi upp háar tekjur til skatts og hafi háa prósentu íbúffaeigenda. Ef íbúffaeign er talin höfuffeinkenni á góffum fjárhag, virffast fram- taldar tekjur og sá góffi fjárhagur engan veginn fara nákvæmlega saman. Hagstofan gefur skýringar varð andi eina stétt lækna. Þeir hafa lága íbúðaprceentju, en ht(raðs- læknar eru yfirleitt ekki í eigin húsnæði og húsnæði blandast rekstri lækna, svo að erfitt er að taka tillit til þess. Ef til vill hafa embættisbústaðir áhrif á íbúða- eign fleiri stétta, t.d. varðandi skólastjóra. Hér er aðeins um að ræðá sam- andregna niðúrstöðu af víðtækari rannsókn Hagstofu íslands, eins og getið var um í blaðinu á sunnu- dag, þcgar birt var skýrslan yfir framtaldar tekjur. Munu skýrslur þessar og niðurstöður þeirra fylla 130-90 síðna bók, svo að sitthvað er til viðbótar af upplýsingum, sem geta að sjálfsögðu haft áhrif já ályktanir, sem menn kynnu að vilja draga af þessum skýrslum. Skýrslan hér á síðunni sýnir, að forstjórar og vinnuveitendur hafa 85,8% íbúðareign og eru hæstir, enda þótt fimm stéttir teldu fram hærri tekjur en þeir, samkvæmt skýrslunni í súnnudags blaðinu. Næstir koma bændur og gróðuíhf aeigentiur, sem höfðu lægstar framtaldar tekjur allra vinnustétta, 99.000 krónur að með- altali, en 84,-5% eiga húsnæði sitt. Hljóta sérstakar aðstæður raunár að hafa áhrif á hinar lágu fram- , töldu tekjur þeirra. í þessum stéttum áttu 80% eða meir íbúðir sínar: Forstjórar og vinnuveitendur, bændur og gróð- urhúsaeigendur, verkstjórnar- menn og yfirmenn, yfirmenn fiski skipa, starfsmenn banka, spari- sjóða og tryggingastofnana og ein- yrkjar við byggingarstörf, þ.e. að- allega iðnaðarmenn, sem ekki eru í þjónustu annarra. í eftirfarandi stéttum áttu 70— 80% framteljenda íbúðir sinar: Bifreiðastjórar, faglærðir við íisk vinnslu, faglærðir og iðnnemar við byggingarstörf, einyrkjar við önn- ur störf en byggingar, skrifstofu- og afgreiðslufólk hjá verzlunum, opinberir starfsmenn, sérfræðing- ar, -starfslið várnarliðsins og verk- taka þess, ófaglærðir við iðnað, ó- faglærðir við byggingarstörf, fiski menn, kennarar og skólastjórar. HÆTTUSPIL TALA framteljenda (kvæntra karla 25—6G ára) í eigin húsnæði í %_ af heildartölu framteljenda í hverjum flokki: Forstjórar og vinnuveitendur ......................... 85,8% jj Bændur, gróðurhúsaeigendur o.þ. h.................... 84,6% Verkstjónarmenn, yfirmenn ............................. 83,5% Yfirmenn fiskiskipa .................................... 83,3% Starfsmenn' banka, sparisjóða og tryggingastofnana .... 80,6% Einyrkjar við byggingastörf (trésmiðir, málarar ofl. ekki í þjónustu annarra) .......................... 80,0% Bifreiðastjórar, sjálfstæðir og í þjónustu annarra.... 77,8% Faglærðir, ekki taldir annars staðar ................ 77,2% í Ófaglærðir við fiskvinnslu .......................... 77,1% Faglærðir og iðnnemar við byggingastörf og aðrar verk- legar framkvæmdir ............................... 76,0% Einyrkjar við önnur störf en byggingar ................. 74,5% , Skrifstofu- og afgreiðslufólk hjá verzlunarfyrirtækjum 74,4% Starfsmenn ríkis, ríkisstofnana og fleiri stofnana..... 72,7% Starfslið varnarliðsins, verktaka þess ................ 74,3% Sérfræðingar .................'....................... 70,5% Ófaglærðir við iðnað ................................... 70,3% Ófaglærðir við byggingastörf og aðrar verklegar framkvæmdir...................................... 70,1% Fiskimenn (nema yfirmenn) .............................. 70,1% Kennarar og skólastjórar ............................... 70,1% Skrifstofufólk og hliðstætt starfslið hjá öðrum en verzlunum ........................................ 68,9% Ófaglærðir við flutningastörf (þar með liafnar- verkamenn) ......................................... 68,7% Lífeyrisþegar og eignafólk.............................. 68,0% Ófaglærðir aðrir ....................................... 66,0% Verkamenn og iðnaðarmenn i þjónustu sveitarfélaga og stofnana þeirra.................................. 65,2% Læknar *) .............................................. 57,2% Starfslið sjúkrahúsa, elliheimila og slíkra stofnana .... 35,2% Aðrir .............................................. 40,8% *) Þetta tiltölulega lága hlutfall stafar annars vegar af því, að héraðslæknar eru yfirleitt ekki í eigin húsnæði, og hins vegar Iaf því, að margir læknar hafa tekjur og gjöld af húsnæðí með í sérstöku rekstraryfirliti, sem fylgir framtali, og var ekki unnt j að taka tillit til þess við skýrslugerðina I ok um útfærslu landhelgHHiar í fréttatilkynningu frá Almenna norska vísinda- og rannsóknarráff- inu ségir, aff Dr. Gylfi Þ. Gísla- sojj, viffskiptamálaráðhcrra, sem nú er á förum til Noregs, og ís- lenzki ambassadorinn í Osló, Hans G. Andersen, séu meffal margra annarra, sem getið er í nýrri bók, sem gefin er út af Há- sfcólaforlaginu í Osló. Bókin, sem fcom út í fyrra og er 136 bls. aff stærff, heitlr „Iceland extends its Fisheries Limits” effa „ísland færir út fiskveíðitakmörk sín.” —* Þetta er sfjórnmálaleg skilgrein-. ing og könnun á gangi mála á ís- landi 1958, þegar íslendingar létui bæði þjóffréttarlegar og pólitískar mótbárur sem vind nm eyru þjótai og þvcrskölluffust við NATO »g' brezka flotann, en færffu fisb- veiffilandhelgi sína einhliða út « 12 mílur til aff vernda lífshags- muni sína. Höfundurinn er þritugur Banda Framh. á 13. síðu ALÞÝÐUBLAÐI0 — 14. janúar 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.