Alþýðublaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 6
Parísarlist
★ f SBDUSTU viku innsiglaði lög
regian í Frakklandi málverk, sem
málari a'ð nafni Lobo Nocho hafði
gert. Ekki var málarinn sakaður
um siðleysi í list sinni og yfirleitt
■ hafði lögregrlan ekkert út á „mó-
tívið” að setja. Hins vegar var
myndin gerð með talsvert óvenju-
legum hætti. Nocho hafði málað
mynd sína með rabarbarasaft,
kaffi, te og marihuana. Það var
vegna hins síðastnefnda, sem lög-
regian lagði hald sitt á myndina.
☆
Texasbúarnir
★ HÁÐFUGL einn í Texas batt
miða við allstóran stein og fleygði
steininum inn um (lokaðan)
glugga á stóru einbýlishúsi. Á mið-
anurn stóð: Glugginn er brotinn.
☆
Peningamálin
★ FRÆGASTI einkaþjónn í
Bretlandi á síðari árum er án efa
maður að nafni Tievendale. Hann
fann upp dágóða aðferð til þess
að drýgja tekjur sínar verulega.
í hvert skipti sem hann sótti um
nýja stöðu, krafðist hann þess, að
fá mánaðarlaun greidd fyrirfram.
Þegar hann í fyrsta skipti bar fram
mat, gætti hann þess vandlega að
hella rækilega niður, annaðhvort á
borðdúkinn eða einhvem hinna
virðulegu gesta. Oftast var hann
rekinn strax fyrir axarsköft sín og
hafði þá mánaðarkaup upp á vas-
ann. Samkvæmt frásögmnn
brezkra blaða hafði hann á tveim-
ur árum verið í tæplega 200 stöð-
um og alls staðar fengið mánaðar-
laun greidd fyrirfram. Nú'*hefur
verið varað við honum, svo að ó-
líklegt er að hann geti leikið þetta
öllu lengur. En tiltækið hefur þeg-
ar gefið honum mikið í aðra hönd.
Samir við sig
★ FRÉTT úr ensku blaði:
„Fyrst var fluttur fyrirlestur um
kaffiiðnaðinn og síðan var sýnd
kvikmynd um þennan sama iðnað,
vöxt hans og viðgang. Á eftir var
drukkið te”.
| SPÁKONUR eru til í flestum
1 löndum og njóta hvarvetna vin-
I sælda, sérstaklega unglinga og
| kvenfólks. En einnig eru til
I karlmenn, sem telja sig búa yf-
" ir þeirri gáfu að geta séð fyrir
| óorðna hluti. í einni af hliðar-
= götum Vesterbro í Kaupmanna-
I höfn er til dæmis rúmlega fer-
í tugur maður, Jörgen Möller,
= að nafni, sem hefur það nú
: orðið að atvinnu að spá fyrir
i fólki. Til skamms tíma hefur
Í hann verið steppdansari í sirk-
| usum og ferðazt um Evrópu
i þvera og endilanga sem slíkur.
| Hann hefur alla ævi spáð fyrir
| fólki hvar sem hann hefur
i komið, þótt hann hafi ekki gert
| þetta að atvinnu sinni fyrr en
i nú. Hann telur sig hafa spáð
1 fyrir rúmlega 100 þúsund
j manns og sagt þeim bæði fortíð
i þeirra, nútíð og framtíð.
Jörgen sagði fyrir örlög Hit-
| lers á sínum tíma.
— Það gerðist 1938, segir
ISPÁÐI
ÍFAIJJ
| hann. — Ég var þá á ferðalagi
| með sirkus í Þýzkalandi. Til
í þess að drýgja eilítið tekjur
= mínar spáði ég fyrir mörgum
| Þjóðverjum. — Dag nokkum
\ kom til min kaupsýslumaður,
sem vildi ekki aðeins fá að
heyra hvað gerðist í sínu eig(in
I lífi í framtíðinni, heldur vildi
1 hann einnig; fá að heyra um
i framtíð Hitlers. Ég sagði hon-
| um, að af Hitlers völdum mundi
| heimurinn lenda í styrjöld. —
{ Hitler mundi hljóta mikið með-
i læti í fyrstunni en fyrstu mán-
i uöi ár. ins 1945 mundi honum
\ sbsbs&-
fara að ganga illa og það yrði
upphafið að falli hans og enda-
lokum.
Sagan komst á kreik, ég veit
ekki hvernig, og skömmu síðar
var ég skyndilega tekinn fastur
af Gestapomönnum og varpað
i fangelsi. Ég var rækilega yf-
irheyrður og gat ekki tekið orð
mín aftur, enda var ég sann-
færður um, að þau væru sönn.
Eftir þriggja daga dvöl, í fang-
elsinu, var ég rekinn úr Þýzka-
landi og mér sagt, að stíga
þangað aldrei fæti framar, ef
ég vildi halda lifi ....
Jörgen Möller spáir því, að
eftir 12—14 ár muni heims-
styrjöld skella á í heiminum,
en hún muni ekki standa lengi.
Stríðsaðilarnir verði Vestur-
veldin og Rússland annars veg-
ar, en Indónesia og Kína hins
vegar. í þessari styrjöld verði
kjarnavopn ekki notuð. Um
Krústjov segir Jörgen, að hans
valdaskeiði muni ljúka eftir
mjög skamman tíma.
I■ ■ ■ I M 11■■I■ ■ 11111111 ■ 1111II11 ■11111■ I ■ I ■■ 11 ■ | |, 111 ■ 1111, II■I , I ■ , ■ I ■ 11, ■ 111,1111,!,111 ■■I ■ 111, IIII ,,I , I ■ ■ ■ , 11, , , I , | ,11, , ■ 111!|,(),|,,,, , | , ,,,,11■(|,,,,,,,|,,,,,|,,,,,Ii■■■I■tV*J
HITLERS
i
FRABÆR
AÐGERÐ
FYRIR sjö árum lá ítalski prest
nrinn Carlo Gnocchi fyrir dauð
an”m á síúkrahúsi í Milano.
Hann hafði aDt ti) híns síöasta
haft mjög góða sjón og á bana-
beði sínu ákvað hann að gefa
ungri stúlku og ungum dreng,
sem bæði voru blind, augu sín,
svo að þau gætu séð hvort ann-
að, þó ekki væri nema með
einu auga. Aðgerðin fór fram
við dauða Carlo og tókst
prýðilega. Bæði börnin fengu
sjón á öðru auganu.
Carlo Gnocchi. Myndin er tek-
in skömmu áður en hann lézt.
Hér sjást börnin á sjúkrahús-
inu í‘Milano skömmu eftir að
aðgrerðin fór fram. Til hægri er
Amabile Battistello, sem þá
var 17 ára, og til vinstri Silvio
Colagrande, sem var 14 ára,
þegar aðgcrðin fór fram.
Þessi mynd er tekin sjö árum eftir aðgerðina. Amabile,
sem nú er 24 ára, er til vinstri, en Silvio, sem nú er 21 áras,
er til hærri. Nú geta þau séð hvort annað og allt er það að
þ?kka prestinum. Carlo Gnocchi.
6 14. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐI0