Alþýðublaðið - 14.01.1964, Qupperneq 10
Trésmiðadeilan
Framli. af 7. síðn
unj, hefur lækkað um 20—30% en
þessi vinna er verulegur hluti
þeirrar vinnu sem skylt er a'ð
vinna í uppmælingu og unnin hef-
ur verið síðastliðið hálft annað ár.
Þá er það einnig staðreynd að á
sama tíma kröfðust meistarar og
fengu fram, 50% hækkun á álagn-
ingu sinni á ákvæðisvinnu, einn-
ig að þegar þeir semja við okkur
sveina 1962 eftir hörð átök um
8—17% kauphækkun, skammta
þeir sjálfum sér kauphækkun upp
á 20-40%.
Ótalmargt fleira má nefna sem
sýnir hug þeirra í garð húsbyggj-
andans.
* . Að öll deilumál séu útkljáð með
gerðardómi er furðuleg fullyrðing
að afloknum víðtækustu verkföll-
um í sögu þjóðarinnar.
Að okkar sveinum hafi alltaf
staðið til boða 15% kauphækkun
ei^s og öQrum, ^r vissulega
hraustlega mælt af fulltrúum fél-
ágs, sem daginn áður felldi að
gera samning þar um. En það
; hinsvegar kennir okkur sveinum
enn betur að meta orð og athafn-
ir meistara.
Trésmiffafélag Reykjavíkur
Svo sem kunnugt er liefir ákvæð
1 isvinna trésmiða farið mjög í vöxt
j hin síðari ár og eftir kaup- og
i' kjarasamninga þá, er gerðir voru
i sl. sumar mun láta nærri að 60%
allra starfandi trésmiða vinni skv.
jákvæðisjvinnutöxtiþn. Sk^. gUd-
andi málefnasamningi milli Tré-
I smiðafélags Reykjavíkur og Meist
arafélags húsasmiða í Reykjavík
skulu eftirfarandi verk unnin í
ákvæðisvinnu: ^ *
„Öll trésmiðavinna í nýbygging
um fyrir ofan neðstu plötu við
uppsteypu húsa ( að fokheldu á-
standi) þar með talið glerglugga-
rammar og lögn á þakefni sem á-
. kvæðisvinnutaxtinn nær yfir skal
unnin samkv. þeim taxta, og skal
þá semja við sveina áður en vinna
hefst um stærð hvers verks og
. um hve margir skuli vera í því.“
Taka verður fram að litil reynsla
. hefir skapazt í sambandi við margs
, konar verk í ákvæðisvinnu og
þurfa því ákvæðistaxtamir endur
skoðunar við. Textanefnd skipa
sex fulltrúar, þrír frá sveinum og
þrír frá meisturum. Tillögur til
breytinga á töxtunum geta því
skv. framansögðu fallið á jöfnum
atkvæðum og hefur reynslan orð-
ið sú f nefndinni, að flestar til-
■ lögur til breytinga á ákvæðis-
-vinnutaxtanum hafa fallið á jöfn-
um atkvæðum, a.m.k. ef um hefir
i verið að ræða að lækka taxta, sem
meistarar töldu óeðlilega háan.
Það að núverandi taxtanefnd vill
nær aldrei lækka kaupiaxtann,
hversu ósanngjarnlega hár, sem
hann hefir reynzt í framkvæmd.
Ástand þetta hefur nú varað svo
lengi að ekki verður við unað,
hvorki af hendi meistara eða hús
byggjenda. Hafa meistarar því sett
fram sem áfrávíkjanlega kröfu við
núv. samningsgerð að óhlutdræg-
ur aðiíi fengi oddaaðstöðu til að
ráða til lykta þeim ágreiningsefn-
um um upphæð ákvæðisvinnutaxt
ans, sem ekki fæst samkomulag
um í taxtanefndinni. Lagði meist-
arafélagið í því sambandi fram eft
irfarandi tillögu á síðasta sátta-
fundi aðfaranótt 8. janúar sl.
„Samningsaðilar, komi sér sam-
an um að skípa nú þegar nefrul í
sambandi við ákvæðisvinnu. Nefnd
in skal skipuð einum manni frá
hvoru félagi og hlautlausum aðila.
tilnefndum af Iðnaðarmálastofn-
un íslands.
Verksvið nefndarinnar er að
taka við kvörtunum og úrskurða
í sambandi við verk er þykja koma
út óeðlilega há eða óeðlilega lág.
Kæruaðild hafa sveinar, meistarar
og verkkaupi.
Nefndin skal rannsaka sambæri
leg verk, sem unnin hafa verið við
breytilegar kringumstæður. Full-
trúar félaganna í nefndinni geta
hvor um sig krafizt þess að allt að
15 verk séu rannsökuð.
Skylt skal svelnum að skila
meistara vikulega tímaskýrslu er
greini unninn tíma hvers dags.
Meistari skal skila tímaskýrslum
yfir verkið, er hann biður um
mælingu, og er óheimiit að fram
kvæma hana, nema tímaskýrsla
liggi fyrir, og skal nefndin hafa
aðgang að þeim áaamt öllum upp
lýsingum er hún óskar. Nefndin
ieggur niðurstóður sínar fyrir
verðskrárnefndir félaganna, og
skulu þær þá skila endaniegu áliti
innan viku, annars gildir úrskurð
ur þriggja manna nefndarinnar.“
Eiris og fram kemur af tillög-
unni gildir álit þriggja manna-
nefndarinnar aðeim, þegar á-
greiningsatriði hefur tvisvar far-
ið fyrr taxtanefnd félaganna, án
þess að fá þar afgreiðslu. Sýnist
þá óhugsandi annað en úr ágrein-
ingnum verði að skera og ætti
hiutiaus oddaaðili, þar eins og í
öðrum málum, þar sem tveir deila
að vera sá, sem úrslitum réði.
Þetta fyrirkomulag tiðkast ails
staðar, þar sem svipað stendur á,
enda óhjákvæmilegt, þar sem lýð-
ræðislegar reglur og aðferðir eru
í heiðri hafðar. Slíkar reglur virð-
ist „núverandi stjórn“ Trésmiða-
félags Reykjavikur hins vegar
ekki geta sætt sig við og er meir
en bágt tii þess að vita.
Eins og að Iíkindum lætur verða
ósanngjarnir ákvæðisvinnutaxtar
ekki tii þess að auka trú almenn-
ings á ákvæðisvinnufyrirkomulag-
inu yfr höfuð og er illt til þess að
vita, ef fáeinum öfga-mönnum
tekst að spiila fyrir slíku fyrir-
komulagi, sem öllum jafnt laun-
þegum og vinnuveitendum og
þjóðinni í heild á að geta verið til
ómetanlegra hagsbóta.
Það skal tekið fram að trésmiða
sveinar hafa frá byrjun átt kost á
sömu kjarabótum og aðrir laun-
þegar fengu með samningunum
21. des. sL, þ.e. 15% kauphækk-
un mgð þeim skilyrðum einum,
er að framan greinir.
Meistarafél. húsasmiffa í Rvík
Vinnveitendasamband ísl.
Lei khúsumræða
Rússar kaupa
millj. lestir
MOSKVA, 11. jan (NTB-RT).
Samningur um sovézk kaup á
milljón lestum hveitis í Bandaríkj
unum var undirritaður í morgun,
að sögn Tass.
Hannes á horninu
Frh. af 2. síðu.
tímann, sem mun óþægiiegt að
framkvæma. Enda mest um vert
að aftryggja fornsölu £ framtíð-
inni.“ Hannes á horninu
Framh. af bls 7
unum og skoðun sinni á þeim
án nokkurra kennaratilburða og
án þess að ætla að skoðun sín
sé neinn endanlegur dómur. Og
þetta verða lesendur hans að
gera sér ljóst eigi þeir að hafa
not af skrifum hans.
*
Á fundinum skaut upp þeirri
hugmynd að gagnrýnendur
legðu misjafnt mat á starf Þjóð
leikhússins og Leikfélags
Reykjavíkur, hefðu ólíka „verð
mætaskala" á sýningar leikhús-
anna eins og Sveinn Einarsson
leikhússtjóri komst að orði.
Gunnlaugur Þórðarson hreyfði
einkum þessu efni, en viðstadd
ir gagnrýnendur, við Sigurður
A. Magnússon, þrættum harð-
lega fyrir, þótt við höfum víst
ekki sannfært Gunnlaug. Oft
verður vart við þvílíka skoðun
en misjafnlega rökstudda; ég
hef enn ekki séð það sannað að
sýningar Leikfélagsins hljóti
að jafnaði betri dóma en Þjóð-
leikhússins. Og víst erþað hugs
anlegt að Leikfélagið standi
framar í list sinni en Þjóðleik-
húsið og sýningar þess séu að
jafnaði betri, þótt enn erfið-
ara verði að vísu að sanna það.
En eftir grandgæfilega sam-
vizkuskoðun get ég fullyrt fyrir
mína parta að ég geri sam-
bærilegar kröfur til beggja
leikhúsanna, hef engan þann ó-
þokka á Þjóðleikhúsinu sem
meini mér að njóta sýninga
þess né ber þann ástarhug til
Leikfélagsins sem vefji það
dýrðarljóma fyrir mér; ekki hef
ég heldur séð slíka veikleika
með öðrum gagnrýnendum.
(Það er svo annað mál að oft-
lega sætir stjóm Þjóðleikhúss-
ins gagnrýni, misiafnlega rök-
studdri, en oft verðskuldaðri að
minni hyggju.) Á það var bent
á fundinum (Lárus Sigurbjörns
son og Ólafur Mixa) að leik-
húsin starfa við ólík skilyrði,
eiea sér ólíka fortíð og arf-
leifð og ólíkt andrúmsloft, og
að húsin sjálf eru gagnóiík, hlut
föll sviðs og salar og þar með
samband áhorfenda og leik-
enda. Vert væri að reyna að
gera sér grein fyrir og meta
Betty Állen
Framhald af 4. síffn.
einkennandi blæ. Þessu venst
hlustandinn furðu fljótt. Á seinni
hluta tónleikanna voru lög eftir
Grieg, Carl Sinding og þrjú lög
eftir bandarísku tónskáldin Virgil
Thomson, David Diamond og Ho-
ward Swanson. Lögin eftir Norð-
mennina voru sérlega vel flutt og
á lýtalausri norsku að sögn fróðra :
manna. Bandarísku lögin voru
einnig mjög áheyrileg og þó sér-
staklega Joy eftir Swanson. Þess-
um ágætu tónleikum lauk með
þrem Negro Spirituals, og er ekki
þörf á að fara mörgum orðum um
túlkunina; hún var eins áhrifa-
mikil og bezt verður á kosið. Söng-
konunni var ákaft fagnað að efn-
isskránni lokinni og varð hún að
syngja nokkur aukalög, þar á með-
al Ðraumalandið eftir Sigfús Ein-
arsson, — á íslenzku. Þáttur und-
irleikarans á þessum fjölbreyttu
tónleikum var stór og skilaði Árni
Kristjánsson því hlutverki með
sinni alkunnú smekkvísi-og ná-
kyæmni.
Jón S. Jónsson.
þessi efni öll og áhrif þeirra.
> Þetta er eittr það efni, sem
fróðlegt væri að heyra til um-
ræðu, störf leikhúsanna og
staða þeirra innbyrðis; í því
sambandi hlýtur hugur að bein-
ást að væntanlegu borgarleik-
húSt"og hlutverki þess. Leik-
gagnrýninni sjálfri hefði þurft
að*ggra miklu betri skil, ræða í
/sgjgengi um hlutverk henn-
ar og þær kröfur, sem með
íiaðSgimi verða gerðar til
_la||arýnenda, menntun þeirra
-ð^^tarfsskilyrði, samvinnu eða
■sawyinnuleysi við leikhúsin,
ipilStinra og leikara. Mér er
prifSBnulega alls engin laun-
rillg'IS því að mér er þörf miklu
^SWfetri þekkingar á prakt-
;ís»a- ieikhússtarfi; og ég hygg
ajjjjjpjna gildi um aðra gagn-
"rynendur, alla sem einn. Ein
- leíðin tíl slíkrar þekkingar er
■eoSRsIeg samræða við starf-
andr leikhúsfólk um hvers kon
-MsWidamál leikbúsa, leikhús-
miagna og gagnrýnenda; og
hvað sem öðru líður sannaði
þessi fundur að jarðvegur er
^Jyrir slíka samræðu. En í stað
-þess að efna brotalaust til
hennar skaut Leikfélagið sér
bak við brezkan útvarpsleik,
gaf síðan færi á klukkutíma
spjalli vítt og breitt um það
. sem í hugann kom sem sumt
var skrýtið. Það var bágt að
_ekki tókst betur til; en þó var
þetta betur en ekki. — Ó. J.
///!'/'.
S*(U£2.
Efnangrunargler
Framleitt einungis úr úrvafa*
íleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantiff tímanlega. j
Korkiðjan hJF.
Snittur
Opiff frá U. 9—23.30.
Sími 16012
Brauðstofan
Vesturgötu 25.
Simi 245<>9.
Laus staða
í Landspítalanum er laus staða fyrir karl eða konu við
stjóra á heilaritunartæki spítalans. Æskilegt er, að ura-
sækjandi hafi stúdentspróf og er við það miðað, að náms-
og æfingartími í meðferð tæfeisins taki 1 til 2 ár. Aðrar
upplýsingar um stöðuna, kjör o. fl. verða veittar á Skrif-
stofu ríkisspítalanna.
Umsóknirmeð með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klappar-
stíg 29 fyrir 20. febrúar n.k.
Reyfejavík, 10. janúar 1964.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Kennsla í nýjum námskeiðum hefst í kvöld í Breiðfirðinga
búð.
Fyrir byrjendur í gömlu dönsunum kl. 8.00 og framhalds-
flokkur í gömlu dönsunum og léttum þjóðdönsum kl. 9.30.
— Innritun á staðnum.
Upplýsingar í síma 12507.
Móðir mín
Elín Jóhannesáóttir
Mávablíð 38, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviicudaginn
15. janúar kl. 13.30. — Blóm afbeðin. Þehn, sem vildu minnast hinn-
ar látnu • er vinsamlega bcnt á systrafélsgið Alfa, Ingólfsstræti 19.
Sími 16210.
Fyrir hönd aðstandenda
Helgí Jénsson.
X0 Í4. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ