Alþýðublaðið - 14.01.1964, Page 16

Alþýðublaðið - 14.01.1964, Page 16
45. árg. — Þriðjudagur 14. janúar 1964 — 10- tbl. Gligoric Gabrindashviíi Johanessen Wade 4. Johanessen (Noregi) 5. Ingi R. Jóhannsson 6. Magnús Sólmundarson 7. Gligoric (Júgósl.) 8. Jón Kristinsson 9. Wade (N-Sjálandi) 10. Guðmundur Pálmason 11. Tal (Rússl.) 12. Arinbjöm Guðmundsson 13. Freysteinn Þorbergsson 14. Trausti Björnsson Reykjavík, 13. jan. — KG. Reykjavíkurmótið — Alþjóð- legt skákmót hefst í Lido á morgun, þriðjudag' klukkan 19,30. Mótið er helgað minn- ingu Péturs Zóphoníassonar, en hann var frumkvöðull þess aíi Skákfélag Reykjavíkur var stoínað. Sonur hans, Áki Pét- nrssou verður skákstjóri. Þátt- takendúr í mótinu verða 14 talsins, þar af 5 erlendir skák- menn m. a. Tal, fyrrum heims- meistari og Gabrindashvili nú- verandi heimsmeistari kienna. Mótið mun hefjast með því, að Geir Haligrímsson borgar- stjóri leikur fyrsta leikinn, en ekki mun enn ákveðið fyrir hvern það verður. Nú eru allir erlendu þátt- takendurnir x skákmótinu komnir til landsins. Johanes- sen frá Noregi kom á laugar- dag, en hinir, Gabrindaslivili og Tal frá Rússlándi, Gligor- ic frá Júgóslaviu og Nýsjá- lendingurinn Wade komu með flugvél Flugfélagsins á sunnu- dag. í fyrstu umferð (á þriðju- dag) tefla því saman: Gabrindashvili-Trausti Friðrik-Freysteinn Ingvar-Arinbjöm Ingi R.-Guðm. Pálmason Magnús-Wade — og Gligorie-Jón Fyrsta umferð verður eins og áður segir tefld á þriðju- dag, síðan verður teflt á mið- vikudag og fimmtudag/ frí á Við tafl á Hótel Sögu. Tal og Wade eigast við. íslenzkur skákmaður fylgist með. Ljm. JV. Alþjóölegt skákmót í Reykjavík í dag var svo kaffisamsæti að Hótel Sögu og var þar dregið um röðina í mótinu, og fréttamönnum sagt frá tilhög- un mótsins og gefinn kostur á því að spjalla stuttlega við hina erlendu gesti. Fyrst til þess að draga var Gabrindashvili og dró hún númer 1. Annars er röðin þessi: föstudag og biðskákir eftir há- degi á laugardag. Síðan verð- ur teflt á sunnudag og mánu- dag og biðskákir á þriðjudag, en ekki hefur alveg verið á- kveðið lengra fram í tímann. En mótinu líkur líklega 5.-6. febrúar. Byrjað v.erður að tefla klukkan 19,30 á kvöldin og teflt til kl. 24,30. Aðggng- ur kostar 50 krónur fyrir hvert kvöid og eru þá biðskák- ir innifaldar. Einnig er hægt að fá kort, sem gildir á allar 13 umferðirnar, og kostar það 500 krónur. Sérstök mótsskrá verður gef- in út og verður til sölu á mótsstaðnum í Lidó á morgun. Eru í henni upplýsingar um keppendurna og fyrri mót liér á landi og töflur. Þá verða skákimar gefnar út jafnóðum eða þannig, að hægt verður að fá skákir frá fyrra degi næstá kvöld. Verður þar einn- ig það, sem komið er af þeim skákum, sem fara í bið, en biðskákir verða svo birtar með skákum úr næstu umferð. Tal fyrrverandi lieimsmeist- ari sigraði nýlega á Hastings- mótinu, en í öðru sæti var Gligoric, en Gabrindashvili tók einnig þátt í því móti en í öðrum flokki. Tal sagðist oft hafa teflt við Friðrik áður og einnig kvaðst hann hafa kynnzt fleiri af íslendingunum á skákmótum víða um heim, og á stúdentamótinu 1957. Gligoric er fréttamaður að atvinnu, — hefur staríaö við útvarpið og sjónvarpið í Júgó- slavíu sl. 3 ár, en var blaðamað ur þar áður. Hann'sagðist hafa tekið þátt í 10 skákmótum á sl. ári og á öllum þeim mótum tapaði hann aðeins 9 skákum. Þó að mótin væru mörg, sagði hann, að þess væri að gæta, að sum þeirra hefðu verið frekar stutt en alls hefðu mótin tekið 6-7 mánuði. Þegar þessu móti er lokið kvaðst Gligoric ætla að fá sér frí frá skákinni í bili. Gabrindashvili heimsmeistari kvenna í skák leggur stund á ensku heima hjá sér. Hún seg- ist fyrst hafa lært að tefla þegar hún var 5 ára gömul og lærði þá af bræðrum sínum 5, sem allir tefldu mikið. — Fyrsta . opinbera skákmótinu tók hún þátt í þegar hún var 12 ára. Þetta er 7. mótið sem hún tekur þátt í erlendis og segist aldrei hafa keppt við íslénding áður. 1. Gabrindashvili (Rússl.) 2. Friðrik Ólafsson 3. Ingvar Ásmundsson Skákmennirnir ræðast við. Frá vinstri: Tal, Gligoric og Friðrik, Sigur lýðræðissinna í Sjó mannafélagi Heykjavíkur STJÓRNARKJÖR í Sjómanna- i kjörna, B-listi hlaut 385 atkv. 15 félagi Reykjavíkur hófst kl. 13.00 seðlar voru auðir og 6 ógildir. þ. 25. nóv. sl. og lauk kl. 22.00 Kjörnir voru í stjórn fyrir árið 12. þ.m. 1964: læk 6 og Karl E. Karlsson, Skip- holti 6. Varástjórn: Óli Barðdal, Rauðalæk 59, Jón Helgason, Hörpugötu 7, og Sigurð ur Sigurðsson, Gnoðarvogi 66. Á sl. ári fór stjórnarkosning sÓm: her segir: ’tilw' félagsmenn, greiddu at- kvæði.; A-llsti, að mestu skipaður sömu 'miinnum og nú„ hlaut 698 atkv. B-listi 399. 13. seðlar voru auðir og ógildir. Kosið var um tvo lista. A-lista borinn fram af trúnaðarmanna- ráði félagsins og B-lista borinn fram af Sigurði Breiðfjörð Þor- steinssyni o. fl. Atkvæði greiddu 1074 félags- menn og urðu úrslit þau, að A-listi hlaut 668 atkv. og alla menn Form. Jón Sigurðsson, Kvist- haga 1. Varaform. Sigfús Bjarna- son, Sjafnargötu 10. Ritari: Pét- ur Sigurðsson, Tómasarhaga 19. Gjaldkeri. Hilmar Jónsson,’ Nes- vegi 37. Varagj.keri. Kristján Jó- hannson, Njálsgötu 59. Meðstjórn- endur. Pétur Thorarensen Lauga-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.