Alþýðublaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 5
VEGURINN UM ÓLAFSVlKURENNI Lau^ardagmn 18. janúar valr vegnrinn um Ólafsvíkurenni milli Hellissandsi ag Ófafsvíkur opnað- ur til almennrar innferðar. Er með Jiví náð langþráðum áfanga í samgöngumálum á utanverðu Snæ fellsnesi því að með opnun veg- arins styttist akfær leið mifli Sands og Ólafsvíkur úr 75 km. í 9 km. og jafnframi er rutt tir vegi seinasta þröskuldinum á hringleið inni umhverfis Snr/;eIIsnes. Leið- in milli hafnarinnar í Ólafsvík og hafnarinnar £ Rifi verður nú 9.7 km. en stytta má þes a leið enn l'rekar með I'agningu nýs 2.5 km. langs vegar frá Sveinsstöðum að Rifi og yrði þá leiðin milli þessara hafna 6.4 km. Vegagerðin um Ólafsvíkurenni á sér langan aðdraganda. Árið 1942 mældi Ágúst Böðvarsson leið ina í fjörunni framan við Ennið og var þá hugmyndin að byggja veginn þar, en hafa varnargarð framan við. Einnig var þá athuguð lauslega sú leið, sem endanlega var valin. Árið 1946 mældi Jón J. Víðis fyrir vegi um Ennisdal. Eft ir þeirri leið hefði vegurinn milli Sands og Ólafsvíkur orðið 13 km. Jangur, og legið upp í 260 m. hæð £>ar sem leið þessi er mjög snjó- þung var hún ekkj talin viðunandi lausn enda kotnaður áætlaður þá á 1 millj. kr. sem samsvarar 5-6 íuillj. kr. í dag. Að þessum athugunum loknum ákvað fyrrverandi vegamálastjóri Geir G- Zoega, að s.efna að því að leggja veginn undir Ólafsvíkur enni á þeim stað sem hann liefur nú verið lagður. Sumarið 1956 gerðu verkfræði- nemarnir Sigfús Örn Sigfússon og Páll Sigurjónsson fullnaðar- mælingar af núverandj vegstæði Samkvæmt þessari mælingu þurfti að leggja nýja'n veg frá Ól- afsvík um Ólafsvikurenni að Sveinsstöðum alls 3.4 km .langan. Á 1200 m. kafla undir sjálfu Etm- inu var gert ráð fyrir að sprengja stall fyrir veginum í 18 til 49 m. hæð yfir sjó. Kostnaður við þess ar framkvæmdir var þá áætlaður 6 millj. kr. Árið 1956 var í fyrsta sinn veitt fé til vegarins í fjárlögum og voru það 100.000 kr. Ekkert varð þó úr framkvæmdum, þar sem vit að var að leiðin undir Enninu, sem fær er um fjöru bifreiðum með drifi á öllum hjólum myndi lokast alveg um leið og farið yrði að sprengja fyrir vegstæðinu. Var þá ljóst að vinna yrði verkið í ein um áfanga til þess að teppa ekki leiðina í fjörunni nema sem allra stytzt. Árið 1961 voru veittar 300 þiís. kr. til vegarins í fjárlögum og næsta ár var lagður 1.6 km. lang- j ur kafli frá Sveinsstöðum að Enn inu. í framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 1963 var ákveðið að leggja skyldi veginn um Ólafsvíkurenni á sl. ári. í apríl. sl. var vinna við 1200 m. kafla vegarins um sjálft Ennið Framh. á 10 síðu. Myndin er tckin í brúnni á ísborg. Talið frá vinstri: Agnar Hallvarðsson, 1. vélstjóri, Guðfinnur Þo-r-. björnsson, Georg Franklínsson, 1. stýrimaður. Birgir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri og Haukur Guð-> mundsson, skipstjóri. Sjómenn óanægðir með verðúrskurðinn Reykjavík 21. jan. — ÁG Eins og skýrt var frá í bl'aðinu í gær, hefur yfirnefnd kveðið upp lirskurð um verð á ferskfiski á vetrarvertíðinni. Samkvæmt því verður fiskverðið óbreytt, eða kr. 3,24 hvert kg. af slægðum þorski og ýsu með haus. Þessi úrskurður hefur vakið mikla óánægju meðal aíómanna og ú gerðarmanna og munu nú vera fyrirhugaðar mót mælaaðgerðir. Hafnarfjarðarbátar ætluðu á sjó, en eftir að fréttist um úr- skurðinn, réru aðeins tveir. Hinir fóru ekki á sjó, og var það gert til að mótmæla verðákvörðuninni. Telja sjómenn vafa á því hvort úrskurður þessi sé löglegur. Eins og kunnugt er, vildu frysti húsin upphafæga greiða kr. 2.55 fyrir hvert kg., en útgerðarmenn og sjómenn vildu fá kr. 4.06. "Var mismunurinn því um kr. 1.50. Síð ar minnkaði bilið, og var það rúm ein króna, sem bar á milli undir lokin Á morgun munu sjómenn bera fram almenn mótmæli gegn verð- úrskurðinum, og er talið líklegt að þau komi frá Eestum sjómöimum og bátaeigendum. Hafa sjómenn látið í veðri vaka, að ef þeir fá ekki þá leiðréitingu, sem þeir telja nauðsynlega, verði gripiö til annarra ráða. Málfundur Féíag ungra jafnaöarmanna í HafnarfSt'ði lieldur mál- fund í Alþýðuhúsinu fimmtu daginn 23. janúar kl. 9 s.d. Umræðuefnið verður: „Skóla má'.“ Frummæiandi Iíaukur Helgason skólastjóri. Félag ar eru hvattir il að mæta vel og stundvíslega. Þingfréttir í stuttu máli Reykjavík, 21. jan. - EG TVÆR tillögur til þingsályktunar voru lagðar fram á Alþingi í dag. Þingsályktunartillaga um endur- skoðun laga um eignarrétt og af- notarétt fasteigna. Flutningsmenn: Hermann Jónasson (F) o. fl. Þingsályktunartillaga um rann- sókn á atvinnuástandi á Norður- landi vestra. Flutningsmaður: Ragnar Arnalds (K) Reykjavík, 21. jan. - EG Fundir voru í báðum deildum Al- þingis í dag. Ásgeir Bjarnason (F) mælti fyr- ir frumvarpi um breytingar á lög- um um Stofnlánadeild landbúnað- arins í efri deild. Þá mælti Alfreð Gíslason (K), fyrir frumvarpi, sem hann flytur í efri deild um hækkun bóta al- mannatrygginga. Frumvarp ríkis- stjórnarinnar, sem greint var frá í gær og frumvarp Alfreðs Gísla- sonar gera ráð fyrir sömu hækkun bóta en í hinu síðarnefnda er og gert ráð fyrir að hækkunin nái til fjölskyldubóta. Flutningsmaður gagnrýndi, að hækkanir á bótum almannatrygginga hefðu undan- farið ekki náð til fjölskyldubóta, en ríkisstjórnin hefur sem knnn- ugt er lýst þvi yfir að í athugun sé að gera breytingar á fjölskylðu-. bótakerfinu og ekkert verði ákveð- ið um hækkun bótanna fyrr er> það mál hefur verið til lykta leltt. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra (S) mælti fyrir tveim frum- vörpum til breytinga á lögutíi i neðri deild í dag. Lögin, scm hér er um að ræða eru lyfsölulög og lög um lækningaleyfi. Bæði eru frumvörpín flutt að beiðni land- læknis og í báðum tilfellum urrx smávægilegar breytingar að ræða. Málunum var vísað til 2. umræðu, heilbrigðis- og félagsmálanefndar, Einar Ágústsson (F) mælti fyr-iv frumvarpi um menntaskóla í neorl deiid í dag. Flutningsmaður auk hans er Björn Fr. Björnsson (F).. í frumvarpinu er lagt til ad menntaskólar hér á landi skuli vera fjórir, tveir í Reykjavík, einrt á Akureyri og einn á Laugarvatnr, auk þess sem heimilað sé að stofna menntaskóla á austurlandi og’ vesturlandi. Benti framsögumaður á nauðsyn þess að byggður yrðll annar menntaskóli hér í Reykja- vík, og kvað það að auki ekki nema sanngirniskröfu, að menntaskóhir yrðu stofnsettir á vestur- og aust- urlandi eins og í hinum fjórðung unum. Verkamanna- bústaðir. HÚSNÆÐISMÁL hafa ævin lega verið ofarlega á baráttu- málaskrá í Alþýðuflokksins. Flokkurinn hefur barizt fyrir því, að alþýða landsins ætti þess kost að eignast gott hús- næði með viðunandi kjörum. Stærsti þáttur í þessari bar áttu hefur verið og er verka- mannabústaðakerfið. Því er ætlað að liðsinna þeim þjóðfé- lagsþegnum, sem tekjulægstir eru, og hafa þess vegna versta aðstöðu til að eignast þak yfir höfuðið. Verkamannabústaða- kerfið komst á fyrir tilstilli Al- þýðuflokksins fyrir rúmlega þrjátíu árum. Innan þess hafa fjöldamargar fjölskyldur eign- azt húsnæði, sem annars hefðu ekki átt þess kost. Megintilgangur kerfisins er að hjálpa þeim, sem minnst mega sín. Því sem næst tíu af hundraði þeirra, sem lægst standa í launastiganum, eiga þar aðgang að. Það er og hef ur verið stefna Alþýðuflokks- ins, að ríkisvaldið ætti að hlaupa undir bagga með þeim, sem aðstoðar eru þurfi, og hjálpa þeim í lífsbaráttunni, meðal annars með aðstoð til að eignast eigið hús eða íbúð. Eftir tilkomu laganna um verkamarmabústaði var mikið byggt fyrir þeirra tilstilli. En þar kom, að lögin urðu úrelt og hjálpuðu ekki lengur þeim, sem voru hjálparþurfi. Á þessu hefur verið ráðin bót. Lögin um verkamannabú- staðakerfið hafa verið endur- skoðuð fyrir tilstilli núverandi félagsmálaráðherra, Emils Jóns sonar. Einnig var svo um hnút- ana búið, að miklu fé var veitt inn í kerfið og kemur það nú að góðum notum víða um land. í flestum kaupstöðum er nú unnið að byggingum verka- mannabústaða, sem koma ótal fjölskyldum til góða. t núverandi ríkisstjórn ríkir skilningur á að viðhalda þessu kerfi og efla það. Haldið verð ur áfram að veita fé í auknum mæli til bygginga verkamanna bústaða og stuðla þannig að bættum lífskjörum þeirra, sem þurfa þess mest. Nú á dögum þykir sjálfsagt að ríkisvaldið hjálpi mönnum til að eignast húsnæði. Það þótti ekki svo sjálfsagt, þegar Alþýðuflokksmenn á Sínum tíma háðu baráttu fyrir lögun um um verkamannabústaði. Alþýðuflokkurinn og jafnað- arstefnan hafa haft mikil álirif á hugsanagang landsmanna á undanförnum áratugum. Stefnt hefur verið í átt til rétt látara þjóðfélags þar sem eng inn þarf að líða skort af ástæð um, sem honum eru ekki sjálf ráðar. Alþýðuflokkurinn mun halda áfram á sömu braut og vinna að því öllum árum að skapa það þjóðfélag, sem jafn aðarmenn hvarvetna keppa að. WWWWWWWMWWIWWWWWWMWWWtWWWWWWWMAWWWWWWWWWWWtWWMmWWWWWWWWWWWWWMMAWt* ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. jan. 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.