Alþýðublaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 6
★ Antóníó Pratti hafSi með mik- illi elju vanið hundinn sinn, Dick, þannig, að hann gat sen, hann . með tíu sent í lítilli körfu í tóbaks búðina eftir vindli. Dag nokkurn kom í körfunni með vindlinum reikningur fyrir tíu vindla, sem hundurinn hafði fengið skrifaða. Næsta dag fy.gdi Pratt í hum- átt á eftir Dick di þess að komast eftir hvernig í málinu lægi. Fyrst stanzaði hundurinn fyrir utan pylsubúð og keypú sér pylsu, sem hann greiddi og át á staðnum. Síðan hélt hann til lóbakssalans þar sem hann bað um vindil út í reikning. ★ Mannshjartað slær að meðal- tali 100.000 slög á sólarhrmg, eftir rannsóknum að dæma, sem gerð- ar voru í há kólanum í Chicago. Með hjálp iækis á stærð við síga- rettupakka, voru talin hjartasiög 100 manna, á einum sólarhring, við vinnu og hvíld. Þeir sem rann sakaðir voru, voru á aldrinum 16 til 60 ára. Hópurinn taldi smdenta kennara, menn, sem unnu létta erf iðisvinnu og skrif_tofufólk. Hjartaslögin voru fæsc 98.000 og flest 135.000 á só.arhring. Anderson kveður ★ Að undanförnu hafa borizt fregnir af kveðjusöngför hinnar ágætu söngkonu Marian Anderson sem nú stendur fyrir dyrum. Hún mun ferðast um helzai borgir Bandaríkjanna og Evrópu og halda tónleika. Tilkynningin hefur orðið til þess, að fjöldi bandarískra blaða ‘ hefur tekið viðtöi við hana — og margm blaðamenn hafa leitc tal- ið að hinum sögulega atburði þeg ar félagsskapurinn „Daughthers , of the American Revolution“ fengu því framgengt, að hún var ÚLilokuð frá stærsta hljómleika- sal í Washington. Constitution Hall og þáverandi forsetafrú, Ele- anor Roosevelt skipulagði í stað inn hljómleika undir berum himni t' sem drógu að 75000 áheyrendur. Spurningunni um hvort hún hafi nokkru sinni fyrirgefið bylt ingardætrunum framkomu þeirra árið 1939, svarar hún með við- kvæmu brosi og þessum orðum: Það er svo langt síðan og það er aðeins tímasóun að ,hata fólk. ★ Mac Faralane er á leið til klæðskerans og æt.ar að velja sér efni í föt — og hann tekur litla soninn smn með sér. Mac Farlane skoðar hvert sýnis hornið eftir annað og að lokum finnur hann eitt, sem honum lízt vel á. Hvernig finnst þér þetta? spyr hann soninn. O, ekki er það nú beinlínis glæsilegt, segir drengurinn með megnri andúð. Já, en þú ert að skoða rönguna, drengur. Jújú, það verður líka hún, sem kemur til með að sjást utan á mér. ★ Hersveitarforing.nn lét nýlið- ana stilla sér upp í röð, sem hann síðan kannaði nákvæmlega. Hann hafði ákveðið markmið í huga með spurningum sínum. Hann vantaði nefnilega nokkra skrifara á skr.fstofu sveitarinnar. Jafnframt því sem hann spurði, gerði hann aJiugasemdir í bók sína. Einn nýliðanna spurði hann þannig: — Og hvaða menntun hafið þér svo fengið? — Ja, ég hef lesið heimspeki við háskólann. Fýrirtak, sagði foringinn og kinnkaði kolli um leið og hann ritaði eftirfarandi athugasemd í bókina: Læs og skrifandi. Hita brúsi Varar við Brigitte Bardot — Hitabrúsi í óvenjulegum stærðarflokki. Þörfin fyrir mjög aukið vetni til rannsókna og tilrauna í sambandi við kjarnorkuknún- ar eldf.augar hefur valdið því, að ráðizt hefur verið i bygg- ingu þessa „risahitabrúsa", eða réttara sagt, kuldabrúsa. Tilraunastöðin er við Los Alamos í Nýju Mexikó. Þegar myndin var tekin var verið að koma innra hylkinu fyrir, en það mun rúma um liálfa milljón lítra. Gripurinn er nefndur „Dew ar“ eftir Skotanum James Dew- ar, sem fann upp hitabrúsann ★ Sovézk kennslukona, frú Ovts jinnikova, hefur ritað grein í rúss neska dagblaðið Framherja þar sem hún ræður sovéskum æsku- konum mjög frá því að reyna að líkjast Brigitte Bardott. Hún ræðst mjög harðlega á túpering- ar, sem íslendingar hafa raunar ekki farið varhluta af heldur. Hún kvartar undan því, að síðan kvik BRÚÐKAUP HINN 44 ára gamli Christian fe prins af Hannover, bróðir Frið- í| riku Grikkjadrottningar, gekk gj nýlega í hjónaband. Ekki gekk S það átakalaust, sakir þess, að !J foreldrar brúðarinnar, sautján 1 ára gamallar milljóneradóttur, jj voru ráðahagnum mjög mót- H fallnir. Á myndinni eru brúð- jj hjónin fyrir miðju og til vin- jj stri Victoria Luise hertogafrú gj og til hægri faðir brúðarinnar. g myndin Babette fer í stríð, var sýnd á kvikmyndahátíð í Moskvu, hafi þeim telpum farið stöðugt fjöigandi, sem hafa látið sjá sig meo. hárgreiðúu, sem minni á krákuhreiður. Þeim hefur ekki sldlizv, að það þarf sérfræðing til þess að ný hár greiðsla heppnist vei. Þe.m hefur ekk. heldur skilizi að það, sem fer Brigitte Bardott vel þarf ekki endiiega að klæða sovézkan ungl- ing skrifar hún. Hún heidur áfram. Sovézkir unglingar eru eins og aðrir ungl- ingar, þeir vilja sýnas. eldri en þeir eru. — En heldur þú, að það sé fullorðinslegt að reykja eða fara á staði, sem þig langar td að koma á, án þess að hafa feng ið leyfi? Eða að klæða þig eins og þú værir fullvaxin? Ungar stúlk- ur eiga ekki að reyna að . ýnast eldri en þær eru með því að ganga i í háhæluðum skóm mæðra s.nna ! og kjólum af þeim. Ekki með því |að reykja upp peningana, sem þær át.u að nota til mjólkurkaupa í kennsluhléum. Skólastúlkur ættu að gera sig á- nægðar með skólaeinkennisbún- inga sína. Þeir eru gerðir til þess að sýna að allir eru jafnir þó að fjölskýldur þeirra hafi mismikil peningaráð, Það var og. Manneðlið virðist segja til sín, hvort heldur það er undir ráðstjórn eða annarri stjórn. ★ Blað eitt í Ho lywood gerði fyrir jólin könnun meðal stjarn- anna. Spurningin var: — Minnizt þér fyrttu ástar yð- ar. i Einna athyglisverðast þótti i svar Dorisar Day: | Nei, því miður, þegar ég var fimmtán ára, fékk ég mjög slæma taugaveiki, sem hafði í för með ■ sér minnistap. 6 22. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.