Alþýðublaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 8
í Asíu býr helmingur þeirra 3
milljarða manna sem jörðina
byggja. En hlutfallstalan af börn-
um og unglingum heimsins er 60
í Asíu. Þetta er sem sé álfa með
lágan meðalaldur. Mönnum reikn-
azt til, a<5 ekki minna en þriðjung-
ur allra xbúa Asíu sé á aidrinum
5—19 ára. Þessi börn og ungling-
ar verða mjög fyrir barðinu á fá-
tækt, sjúkdómum, slæmum mennt-
unarskilyrðum og ýmiss konar
skorti. Vandamálin munu verða æ
meiri og erfiðari eftir því sem hlut
fallstala unga fólksins eykst, a. m,
k. fram til ársins 1980.
Þetta ástand er ein af forsend-
unum fyrir þeim stjórnarfundi í
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF), sem haldinn verður í
Bangkok í Thailandi 13,—24. jan-
úar. Verulegur hiuti umræðnanna
verður helgaður þörfum barnanna
í Asíu. Er hér um að ræða um-
fangsmestu og ýtarlegustu umræð-
ur um tiitekið svæði í heiminum,
sem Barnahjálpin hefur nokkurn
tíma staðið að.
Bæði Barnahjálpin, ECAFE
(Efnahagsnefnd S. Þ. fyrir Asíu)
og fleiri sérstofnanir Sameinuðu
þjóðanna hafa samið sérstakar
skýrslur, sem verða grundvöllur
umræðnanna, og jafnframt hafa
allmörg lönd sent skýrslur um
aðstæður og þarfir barnanna.
Stjórnarmeðlimir munu sjálfir
kynna sér aðstæður sex landanna
fyrir fundinn.
★ Barnavinna oft nauðsynleg
Alþjóðavinnumálastofnunin
(ILO), hefur á árunum 1961 og
1962 gert rannsóknir á aðstæðum
barna og unglinga í atvinnulífi
sjö Asíu-ríkja. Þær taka m. a. til
barnavinnu eða barnaþrælkunai’,
en það vandamál gefur tilefni til
uggs í löndum eins og Indlandi,
Thailandi, Pakistan og Burma. í
Indlandi eru samkvæmt þessum
rannsóknum nú rúmar 16 milljón-
ir barna undir 16 ára aldri virkar
í atvinnulífinu. Það er einkum í
sveitaþorpum sem börn eru notuð
til vinnu. Nálega fimmtungur
barna í sveitaþorpum á aldrinum
7—15 ára vinnur, en í stærri
byggðum og borgum er hlutfalls-
talan 7 af hundraði. í þorpunum
má líka finna börn undir 6 ára
aldri, sem látin eru vinna. Það er
fátækt sem fyrst og fremst knýr
þessi börn til vinnu. Reglurnar
um lágmarksaldur eru virtar að
vettugi, ekki sízt vegna þess að
ella væri hætta á að börnin hefðu
ofan af fyrir sér með ránum. Af-
brot unglinga eru orðin svo í-
skyggileg, að oft virðist becra að
láta börn, sem ekki ganga í skóla,
vinna heldur en láta þau ein og
sjálfráð.
★ Skólamálum miðar áfram
Notkun barna á vinnumarkaði
er að nokkru leyti til komin fyrir
skort á barnaskólanámi. Menn-
ingarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO), skýrir frá því í skýrslu
sinni til fundarins í Bangkok, að
nálægt 9 af hundraði íbúanna á
svæðinu gangi í byrjendaskóla. Á
síðasta áratug hefur tala barna,
sem sækja skóla, hækkað talsvert,
en það á að nokkru leyti rætur að
rekja til fólksfjölgunarinnar.
★ Það sem Barnahjálpin getur
gert
ECAFE (Efnahagsnefndin fyrir
Asíu) leggur tíl, að á næstu 5
eða 10 árum éinbeiti Barnahjálpin
Framh. á 13. síðu
ur æ
Húsnæðúskoi’tur er ekkert sér
stakt einkenni háþróaðra landa.
Vandamálið er a. m. k. aðkallandi
í þróunarlöndunum, ef ekki mun
verra v.ðureignar. Af skýrslura
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ný
legá b.rt um þessi mál má sjá að
til þess að vinna bug á vandamál-
inu væri nauð^ynlegast • að reisa
24 milljón.r nýrra íbúða árlega i
Afríku Asíu Mið- og Suður-Amer
íku frá árinu 1965, og kringum 26
milljónir árlega 1975. Þetta jafn-
gildir því að árlega vær’u reistar
10 nýjar íbúðir á hverja 1000 íbua
þessara landa. Eins og stendur er
hlutfallstalan aðeins 2 á móti
1000, og fer ástahdið síversnandi.
Skýrslan verður tekin tíl um-
ræðu á annarri ráðstefnu hinnar
nýju nefndar Sameinuðu þjóðanna
um húsnæðis- og byggingamál,
sem haldin verður í New York
á tímabilinu 22. jan.-4. febrúar.
Fólksfjölgunin er örari í þró-
unarlöndunum en þeim löndum
sem þróuð eru. Milli 1950 og 1960
nam fjölgunin í Afríku 2,2 af
hundraði, í Asíu 1,9 af hundraði
ii iniiiimii ■■1111111111 iii ■iiiiiiini]i iiiiii iii >ii 11111111111111
SJALDGÆF
í síðasta þætti vorum við að
1 ræða um sjaldgæf merki. Nú «r
É það svo, að til eru svo sjaldgæf
| frímerki, að aðeins eitt eintak er
I til að þeim. Frægast þessara
| merkja er líklega frímerkið ,1
É cent’ frá brezku Guiana. —• í
I þessum og næsta þætti verður
I saga þess rakin í stórum drátt-
I um. Kvöld eitt, árið 1873 var
jj skóladrengur einn, sem V. Vaug-
| ham hét, að blaða í. frímerkja-
i safni sínu. — Hvaða ánægju hef
I ur þú af þessum ónýtu miðum?
I — spurði faðir hans. ,— Eg ætla
I að selja þau,” svaraði sonur
\ hans. Hann átti u.þ.b. 200 merki
i og voru þau flest af þeirri teg-
i und, sem þá var í umferð. Hann
1 átti nokkur óstimpluð frímerki
1 og af því að honum þótti þau
É fallegri, tók hann nokkur stimpl-
| uð úr albúmum og setti þau ó-
1 notuðu f staðinn. — Á meðal
I þeirra, er hann fjarlægði úr safni
1 sínu, var eitt áttkantað merki
| frá Brezku Guiana. Það var með
| mynd af seglskipi, þrímöstruðu.
| í kringum skipið voru þessi orð:
É ,Damus Petimusque Vieississi’ og
I nafn nýlendunnar. Verðgíldið
É var 1 cent. — Póstþjónninn hafði
| stimplað merkið með þvi, að
! skrifa nafnið sitt, eða öllu held-
1 ur stafina sína með bleki ,y£ii
Í merkið. Var það oft gert £ þann
I ííma.
Daginn eftir fór Vaugham með
'''uiiiiMiiiiiiiiiiiiiitiiiiifiiiiiiifiiiMiiiiiiMiiiiMiimmftiuiii