Alþýðublaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 10
ÓDÝRASTA.... Frainh- af 1. síðu eðlilegt, að ríkisotjórnin tæki á sig hálft framlagið til Fiskveiða- sjóðs, yrði þá sama fyrirkomulag við lýði og í landbúnaðinum. Þá ræddi ráðherrann um þá styrki, sem fyrirhugaðir eru til togaranna. Þeir veröa greiddir til togara, sem gerðir eru út á árinu 1964 í hlutfalli við úthaldsdaga , 1963. Kvað hann það ekki nýtt að togaraútgerðin þyrfá styrkja við, og gat þess að meginástæðan fyr ir aflaleysi togaranna væri út- færsia landhelg.nnar, en illa væri farið ef við misstum þessi miklu aflatæki úr okkar eigu. Forsærfsráðherra sagði, að ékki hefði fund.zt önnur vænlegri fjáröflunarleið, en að hækka sölu skattinn til að standa undir þess- um útgjöldum. Hækkun söluskatts ins um 2% mundi gefa af sér um 210 milljónir króna, eða sömu upphæð og úigjaldaaukningin nem ' ur. Fara þá 128 mnlj. til togara og frystihúsa, 27 millj. til hækk ana bóta almannatrygginga og 55 míllj. til að halda áfram niður- gre*ðslum á ýmsum vörutegund- um, sem fjárlög gefa heimild til að fella niður. Mundi þetta valda 2 stiga liækk un framfær.Juvís.tölu. í lok ræðu sinn.ar sagði ráðherrann, að ekki ' stoðaði að deila um fortíðina eða hvað hverjum væri um að kenna. x’Þessi leið væri í bili sú raunhæf- asta og bezta fyrir allan almenn- ing og til að firra yfirvofandi vandræðum. Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, kvað forsættsráð- herra hafa gerc svo ýtarlegá grein ■ fyrir frumvapinu, að þar væri ‘ litlu við að bæta. Skýrði hann síð- í an frá því, að í desember 4962 f hefði verið skipuð nefnd til að at- : huga hag og afkomu togaraút- í: gerðarinnar og hefði nefndin skil- að áliti í nóvember sl., og þá jafn framt tillögum um þessi mál. Samkvæmt nefndarálitinu hefði meðal rekstrarhalli á tog- • ara verið um 3,1 millj. 1931, en l xúmlega 3.5 millj. 1962. Það ár hefði að ýmsu leyti verið óeðlilegt því togararnir hefðu lengi verið bundnir vegna verkfalla. Nefnd- in hefði einnig áædað hallann á skip á árinu 1963 og talið að »hann mundi verða um 3.4 millj. þó mundi hann líklega verða meiri, þar eð það af.amagn, sem nefndin hefði reiknað með hefði ekki náðst. Niðurstaða nefndarinnar væri sú, að þessi mikli hallj stafaði einkum af tvcim ástæðum. í : fyrsta lagi vegna aflabrests vegna , útfærslu landhelginnar, og hefðu “ fróðir menn metið, að aflamagnið hefði minnkað úm 600 tonn á skip við útfærsluna, í öðru lagi væru svo úrelt vinnubrögð, en sam- STJÓRNIN Framhald af bls. 1 að verðið hefði verið ákveðið á lögmætan hátt en sjálfsagt væri þó að reyna fyrir dómstólúm, hvort syo væri, eins og mun í vændum. Þyrfti að íhuga betur og rækilegar hvort þetta mál krefðist ' frekari afskipta ríkisvaldsins. Enn. fremur sagði forsætisráðherra, að ' ákvörðunin úm verðið hefði ekki - verið tekín fyrr en frumvarp það, sem hér um ræðír, var fulisamið, Vog/því ekki hægt að taka tillit til '.‘hennar í þvi. ' kvæmt nefndarálitinu væru hjá Bretum 20 menn og hjá Þjóðverj um 24 menn á togurum, sem við mönnuðum með 31 manni. Kostn aður af þessum umframmönnum væri frá 800 þúsundum og upp í 1.2 millj á ári á skip. Auk þess mundu sparast ýmis önnur útgjöld ef færri væru á, og mundu þau syara til eins þriðja eða nær helmings af reksi.urshalla hvers togara, en auðvitað mundi þessi sparnaður einnig koma fram sem hækkun á kaupi áhafna. Þá fór ráðherrann nokkrum orðum um styrki þá scm togaraútgerðin nýt ur í Bretlandi og Þýzkalandi og verður þeim kafla ræðu hans gerð nánarj skil hér í blaðinu síðar. Nefndin liefði komizt að þeirri niðurstöðu, að hver togari þyrfti um 3 millj. kr. í styrki á ári. Mundj þá ein millj. koma frá Vá tryggingasjóði, hálf millj. úr afla tryggingasjóði og ein og hálf millj. frá ríkissjóði. Þá gát ráðherrann um, að auknu fé mundi varið til fiskileúar skv. frumvarpinu og mundi nú verða hægt að stunda hana lengur en áður. Síðan ræddi hann um afkomu frystihús anna og kvað ekki eins nákvæm- ar skýrslur til um rekstur þeirra og togaranna. Ríkisstjórnin hefði talið, að aðstoðin til þeirra yrði að nægja til að vega upp þær 15% kauphækkanir sem urðu í des- ember. Hefði hún gefið loforð um það, og ef loforðið hefði ekki komið til, mundu samningar ekki hafa náðst og stæði þá deilan ef til vill ennþá. Talið væri hægara að hækka söluskattinn en að hætta niður- greiðslum, eins og heimild væri til. Aðeins væri um tvær leiðir að ræða til að mæta þessum 210 millj. kr. útgjöldum, gengislækk- un eða nýja skatca. Yæri þetta ó- dýrasta og léttasta leiðin til að afla þessara tekna fyrir almenn- ing og þess vegna hefði Alþýðu flokkurinn gengizt inn á hana. Að halda að sér höndum og gera ekki neiit hefði verið dæmt ófærit af öllum. Eysteinn Jónsson (F) talaði næst ur og í tæpan klukkutíma áður en hann fór að ræða frumvarpið, sem til umræðu var. Tímann notaði hann til að segja hvað allt væri nú slæmt, en hefði verið gott 1958 í tíð vinstri stjórnar. Hann var þó fyigjandj þeim stuðningi sem frum varpið gerir ráð fyrir við togarana og frystihúsin, en á móti því að aflað væri fjár til þeirra. Lúðvík Jósefsson <K) andmælti fjáröfluninni, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, sérstaklega sölu- skattinum, sem hann kvað órétt- látan og jafnframt ekki allan kom ast til skila. Gagnrýndi hann og þær ráðstafanir, sem gerðar eru lil hjálpar fiskkaupendum, og taldi að aðrar ráðstafanir hefðu komið að meira gagni. Einnig gagnrýndi þingmaðurinn aðstoð- ina við togarana og taldi togaraút gerð hér langt á eftir tímanum. Ræddi hann síðan ýtarlega um fiskverðið sem nýlega var ákveðið og taldi ríkisstjórninni bera skyldu til að finna lausn á þess- um vanda sjómanna og útvegs- manna. • Óð/V unglingar í Kongó brenna hús LEOPOLDVILLE 24.1 (NTB- : Reuter). Samkvæmt útvarpsfrélt- | um frá Kandale-svæði í Kwilu- j héraði í Vestur-Kongó hefur æði gripið unglingahópa og hafa þeir lagt eld að mörgum húsum. Marg ar Sþ-flugvélar og leijgufllugvél I fóru til héraðsins eftir að hryðju- verkamenn myrtu þrcá belgíska presta og að minnsta kosti fjóra Kongómenn í Kandale. Fjórffa prestsins, sem einnig er belgísk- ur, er saknað. Hryðjuverkamennirnir, sem eru fylgismenn þjóðernissinnaforingj- ans Antoine Gienga, hafa kveikt í bandarískri triiboðsstöð skammt frá Kandale. Sþ-þyrla sótti í dag sjö fullorðna og eitt barn, sem höfðu misst heimili sín eftir brunann. Þyrlan sótti einnig þrjár nunnur, sem komu frá ann arri trúboðsstöð. Áreiðanlegar heimildir herma að flutningaflugvél hafi farið frá Leopoldville til Tshikapa, sem er austan við Gungu með nígeríska Sþ-hermenn. Þeir eiga að veita vernd við brottflutninginn. Samkvæmt d(st)að<'estum frétt- um er smábærinn Idiofa umkringd ur hryðjuverkamönnum og allir vegir, sem liggja til bæjarins, eru lokaðir. Belgíska sendiráðið í Leopoldvil’e hefur sent þyrlu til bæjarins til að sækja alla þá, sem vilja komast burtu. Grátandi nunna skýrði frá því í Leopoldville, hvernl'g hryðju- verkamennirnir murkuðu niður pre tana þrjá með frumskógahníf- um. Hryðjuverkamennnirnir, sem áttu heima i Kilembe, gerðu árás á trúboðsstöðina, vopnaðir hníf- um, spjótum og riff'um. Sumir báru rauða hjálma sem fylgis- menn Gienga notuðu í Stanley- ville þegar hanii hafði völdin þar. Þegar prestarnir vorú dánir yf- irgáfu hryðjuverkamennirnir trú boðsstöðina og við jörðuðum prest ana, sagði nunnan. Einn hinna drepnu var forstöðumaður stöðv- arinnar, faðir Herard Defever. inninyjirðmolo Framkvæmdir í Húsavík Húsavík, 24. jan. - EMJ - HP NORÐURLANDSBORINN borar hér eftir heitu vatni af fullum krafti, og mun hann nú vera búinn að bora um 1500 metra djúpa holu. Frá áramótum liefur verið gott veður og gæftir ágætar, en afli alltaf heldur rýr, um 2-3 tonn í róðri. Byggingar voru með almesta móti á Húsavík á síðasta ári, og eru líkur til, að talsvert verði byggt á þessu ári líka, bæði af í- búðarhúsum og eins verði háldið áfram við þær opinberu bygging- ar, sem nú eru í smíðum hér. Full- víst er einhig talið, að hafin verði sjúkrahúsbygging, er yrði nokkurs konar viðbót við gamla húsið, en sámt sérstök byggíng og ei- ætlun in að koma þar fyr'ir 30 sjúkra- rúmum með tilheyrandi aðstöðu. Skemmtanalíf hefur verið tölu- vert hér eftir áramótin. M. a. hef- ur Kvenfélag Mývatnssveitar sýnt sjönleikirin „Allra meina bót” 4 sirinúm og alltaf fyrir fullu húsi og 'við ágætar undirtektir. Sér- staklega þykir léikúr Böðvars Jöns sonar frá Gáutlöndum góður í hlúfv.erki Andrösár. Framh. at bls. 16. sé, aö fiskímenníriilr verði sett ir hjá nm kjarabætur og eigi einir starfsstétta að taka á sig stórfelida hækkun á lífsnaúd- synjum áu þess að fá hana að einhverju bætta með liækkun laúna. í frumvarpl ríkisstjórnarinn- ar um söluskatt, er nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að hækka söluskattinn úr 3% í 5% ogr skal því fé, sem þannig fæst, að mestu varið til styrkt- ar útflutningsframleiðslufyrir- tækjum og togaraútgeröinni en á engan hátt gert ráð fyrir að bátaflötinn njóti aöstoðar af því fé, sem fæst meö auknum söluskatti, og því síöur fiski- mennirnir. Fundurinn telur það í hæsta máta ranglátt að fiskimenn fái á engan hátt bætt kjör sín og trúir því, að lögin inn aukinn söluskatt myndu mæta minni andúð hjá öllum almenningi I landínu, ef gjört væri ráð fyrir a. m. k. 10% hækkun á fisk- vcröi til fiskimanna og báta, jafnvel þótt söluskatturinn þyrfti að hækka í 5'/2% til þess að mæta þeirri hækkun. Fundurinn skorar eindregið á rikisstjórnina að taka þessa ábendingu til rækilegrar athug unar. Fundurinn er þess full- viss, að ef ekkert verður aö gert til hækkunar fiskverðs og þar með til kjarabóta fyrir fislti mennina, getur það haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir þjóöfélagið í heild. Misrétti Framh. af 13. síðu tíma á sama liát* og verö b vöru grundvallar kjör bónd ans. Treystir fundurinn því, a strax verði gerðar ráðstafan ir af opinberri hálfu til a leiðrétta þe ta misrétti.” Sunnudegur Framh a'f' 5 síön svo cr enn. Undirbúningur að æfiíigúm á fjórða leikritinu, ;,Ró- moó og Júliu” eftir Shakespeare, er nú hafinn. írski leikstjórinn Tiiomás Mac Anna, sem mun setja leiki itið á svið, er nýkominn til Iandsins. Sennilegt er, að fruin- sýnirigfri verði í byrjun mai’z. Hvórt. fleiri leikrit verða sýnd á vegum L-.R. í 'vetur, fer eflaust að eirihverju leyti eftir því. hve góð:. áðsóknin verður að fjórum ofan- greindun) leikritum framvegis. 10 25. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Dómurinn Framh. al' bls. 16. fyrir Landhelglsgæzluna, eins og Vísir fullyrti í gær. Þá spurðum við hann um álit hans á sýknudómum Hæstaréttar yfir íveim brezkum togurum, Dra- goon og Lincoln City, en þeir voru teknir úti fyfir Véstfjörðum og dæmdir á ísafirði. Hann sagðí, að hér hefði verið um merkilegt lögfræðilegt atriði að ræða. Varð- skipunum hafði ekki gefist tími til að gefa stöðvunarmerki fyrr en skipin voru komin út fyrir línu og þessi dómur kæmi til með að há varðskipunum í starfi, hinsvegar hafa þeir engin áhrif á störf flug- vélarinnar. FLUGVÉLAR Kramh. af 16. síöu verið' aö vinna viö viðgerðir á þeim. Meö stóru vélunum er líka talin ganila landhelgisflugvélin RÁN, sem búið er aö leggja. Land helgisgæzlau hefur undanfariö ver ið aö reyna að sélja hana, en eng- inn kaupandi fundizt. Hvassafell Framhald af 16. síÖU. ar inn St. Lavvrencefljót í Ame- ríku í huga, en þangað gæti það sótt komvöru og flutt ósekkjaða heim, eins og flestar aðrar þjóðir gera til sparnaðar. ÍÞRÓTTIR Framh. af 11. síðu þörf fyrir góða starfsmenn við slík tækifæri. Skíðaráð Reykjavíkur efnir til firmakeppni eins og venjulega og þar sem SR varð 25 ára í desem- ber sl. er von Skiðaráðsins að firmakeppnin muni verða stærri og umfangsmeiri en nokkru sinni f.vrr. Um þessar mundir er SR að safna firmum í keppnina. En þar sem þetta er eina tekjulind SR, er hvert firma velkomið í hópinn. Eins og í fyrra munu undanrás- ir verða við skála félaganna og úr- slitakeppni svo auglýst þegar að henni kemur. MÓTASKÝSSLA VETURINN 1964. Laugardagur 8. febrúar. Afmælis- mót KR. Sunnudagur 9. febrúar. Stefáns- mót í Skálafelli. KR sér urii mótið. Sunnudagur 16. febrúar. Afmælis möt Ármanns (stórsvig) Laugardagur, 29. febrúar. Reykja- vikurmót. Sunnudagur 1. marz. Reykjavíkur- mót. Laugardagur, 7. marz. Mót í til- efni 25 ára afmælis Skíðaráðs Reykjavíkur. Sunnudagur 8. marz. Úrslit í firipa keppni Skíðaráðs Reykjavíkur. Laugardagur 14. marz. Reýkjavík- urmót (íramhald) Súnnudagur 15. marz. Reykjavík- urmót (framhald) Laugardagur, 21. marz. Minning- arinót. L. H. Mullers. Skíðáfélag Reykjavíkur sér um mótið. . Sunrradagur 22. m'arz. Steihþórs- mót. Ekki fastráðið hvar það ■ verður haldið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.