Alþýðublaðið - 25.01.1964, Side 11

Alþýðublaðið - 25.01.1964, Side 11
iwMiA'/i.?-; g||||| 1 Svíar eru bjart- sýnir fyrir OL! Ahugi á skíSaíþróttinni hefur ávallt verið mikill í Svíþjó'ð. Þeir hafa oftast veriS í þeim flokki, sem flest verðlaun hef- ur hlotiS í þeirri íþrótt á Ol- ympíuleikum — en þó minnast Svíar ávallt einna Olympiuleika sem þeirra sorgl. af þeirra sjónarhóli séð, þar er átt viS leikana í Osló 1952. Þá urðu verðlaunin fá, þeir urðu þriðju i boðgöngu og Karl Holmström þriðji í skíðastökki og verðlaun in eru upptalin, þetta fannst Svíum hræðileg útkoma. Mun betur gekk í Cortina 1956 og Squaw Valley ,1960. Eftir Olympíuleikana í Osló, sagði hinn kunni sænski göngu maður, Niels Karlsson, þekktari undir nafninu „Mora Nisse”, að sænskir skíðamenn myndu reka af sér slyðruorðið næstu árin og hann reyndist sannspár. Árið 1955 kom Sixten Jern- berg fram á sjónarsviðið og hann hefur unnið marga góða sigra á alþjóðavettvangi fyrir Svíþjóð, sem of langt yrði upp að telja. Assar Rönnlund kom síðar og vann mörg frábær af- rek í skíðagöngu. Síðustu árin hefur frægðar- sól þess þriðja stöðugt verið að hækka, en þar er átt við Ragn- ar Persson, sem hlotið hefur gælunefnið, „Fölling” en Svíar gefa flestum stjörnum sínum einhver gælunöfn. Það hefur tekið Persson morg ár að komast á toppinn, en með mikilli þolinmæði hefur það tekizt og í fyrra varð Persson tvöfaldur sænskur meistara og sigraði í 50 km. göngu í Hol- menkollen 1963. Svíar tengja miklar vonir við hana í Inns- briick. Blaðamaður sænska íþrótta- blaðsins spurði Persson hvern hann áliti vænlegastan til sig- urs í Innsbruck? — Án vafa Finnann Eeró Mántyranta. Hann hefur sýnt ótrúlega keppnisliörku og er í mjög góðri æfingu nú. Nú, það koma reyndar margir fleiri til greina, sagði Persson brosandi, ekki má gleyma Norðinönnun- um með Grönningen, Stens- heim, Östby o. fl. Rússinn Kol- tjin og fleiri úr austri koma einnig að sjálfsögðu til greina og svo allir þeir sem ávallt koma á óvænt á Olympíuleik- um. Síðustu fréttir Iierma, að Jernberg kominn til Innsbrttck sé í mjög góðu „stuði” eins og sagt er á slæmu máli og marg- ir reikna með, að Jernberg með stálviljann nái Iangt á Vetrar- leikunum. ENGINN getur reiknazt -or uggur sigurvegari fyrirfram í alþjóðakeppni nú til dags, eins og t. d. á dögum Nurmi. Þetta kom í ljós á EM í skautalilaupi á Bislet um síð- ustu helgi. Það voru reyndar fáir, sem reiknuðu méð því, að Jonny Nilsson myndi sigra í samanlögðu á mótinu, en að hann náði ekki í verðlaun í neinni grein, því háfði enginn rciknað með. En þetta gerir íþróttirnar skemmtiíegar Og! spennandi. Myndin er tekin við verð- launaafhendinguna á EM, efst á pallinum er Rússinn Ant Antson, sém“var hylltur inni- lega af hinum 28 þúgund á- horfendum á Bislét: A.nlson sagði, að það héfði komið sér mest á óvart, hve innilcga á- horfendur fögnuðu honum á mótinu. Hann og landi hans Jumasjev hefðu þó komið í veg fyrir norskan sigur. Hann myndi aldrei gleyma norsku áhorfendunum. Til vinstri er Jurij Jumasjev sem varð ann- ar í samanlögðu og til hægri Norðmaðurinn Per Ivar Moe, einn efnilegasti skautahlaup- ari Norðmanna nú. Meistaramót fslands í körfubolta: 30 LIÐ FRÁ 10 FÉ- LÖGUM KEPPA Á MÓTINU Samtals hafa 10 íþróttafélög til- kynnt þátttöku 30 liða í Meistara- móti íslands í körfuknattleik1 1964, sem hefst að Hálogalandi laugardaginn 1. febrúar nk. Aðeins þrjú félög senda lið til keppni í meistaraflokki karla í þetta sinn, Ármann, ÍR og KR. í 1. flokki keppa aftur á móti 8 lið, þar á meðal lið frá Borgar- nesi, Selfossi og frá Menntaskól- anum á Laugarvatni, sem keppa sem gestir. íþróttafélag stúdenta og Körfuknattleiksfélag Reykja- ' víkur senda einnig lið í 1. fl. í meístaraflokki kvenna keppa Stúlkur úr Björk í Hafnarfirði við stöllur sínar úr ÍR um meistara- titilinn. íþróttafélag Keflavíkurflugvall- ar sendir lið pilta til keppni í 2. og 3. flokki. ÍR sendir lið í öllum flokkum og lið í þriðja flokk. Búast má við harðri keppni í meistaraflokki karla, og hafa lið KR og Ármanns fullan hug á að stöðva sigurgöngu ÍR, sem háldið hefur meistaratigninni mörg und- anfarin ár. Ljð. þessara félaga eru í -góðri æfingu, enda æfa beztu menn þeirra dyggilega í lands- liði KKÍ, sem fer utan á Norður- landameistaramótið (Polar CUP) í marz næstk. Stjórn KKÍ sér um framkvæmd mótsins, og mun áherzla lögð á að leíkirnir hefjist stundvíslega, og að sem skemmst hlé verði milli leikja. Hið nýstofnaða körfuknatt ieiksdómarafélag mun skipta leikjunum milli dómara, og er þess vænzt, að nú verði ráðin bót á dómaraskortinum, sem verið hefur vandamál á mörgum körfu knattleiksmótum til þessa. Innsbrttck, 24. jan. (NTB-AFP) Norðmenn hafa hlotið flest verð- laun á Vetrarleikjum frá því þelr hófust árið 1924, eða alls 94 verð- laun, þar af 33 gullverðlaun. Annars lítur listinn út sem hér segir: Noregur 94 (33 gull, 33 silfur og 28 brons). Bandaríkin 63 (22, 25, 16) Finnland 51 (17, 20, 14) Austurríki 46, (12 18, 16) Sovétríkin 37 (13, 9, 15) Á Olympíuleikunum í Squaw Valley 1960 hlutu Sovétríkin flest verðlaun eða 21 (7,5 9), Bandarík- in 10, (3,4,3), Þýzkaland 8 (4, 3, 1), Finnland 8 (2, 3, 3), Svíþjóð 7 (3, 2, 2) og Noregur 6 (3, 3, 0). Ragnar Persson, frú Rosita og 3ja ára dóttir. Fyrsta skíðamótið ter fram 8. febrúar Réykvískir skíðamenn eru von- i öllum flokkum, fara fram við skála góðir um að snjór verði bráðlega I KR í Skálafelli. nægilegur svo skíðamót vetrarins : Hinn nýkjörni formaður skíða- geti farið fram í nágrenni Reykja- deildar KR frú Karolína Guð- víkur sem venja hefur verið. í (mundsdóttir vonast til að gamlir þetta sinn mun skíðamót Reykja- i KRingar mæti þar, þvi alltaf fii? víkur (svig, stórsvig og brim) í I Framh. á 10 síðt> ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. jan. 1964 |JL

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.