Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 5
Kvenfélagið HRINGURINN var stofnað 26. jarníar 1904, og voru félagskonur þá 45, en nú eru þær um 200. Fyrsta prið var það eins konar skemmtifélag, en þegar á næsta ári sneru félagskonur sér að ýmiss konar líknarstarfsemi, svo sem að hjálpa bágstöddum sængurkonum með mjólkurgjöfum og barnafatn- aði. Einkum var það þó berkla- veikin, er þá var hér mjög út- breidd, sem vakti vilja félags- kvenna til hjálpar. Áttu margir berklasiúklingar við mikla fjár- hagsörðugleika að stríða, og á- kvað Hringurivfi að revna að bæta lir því eftir megni, bæði með bein- um styrkjum, eða greiðslu legu- kostnaðar í sjúkrahúsi, og eink- um þó því síðarneínda, og var það gert svo sem efni stóðu til. Fjár var aflað með ýmsum hætti, méð hlutaveltum, happdrætti og bazörum, og stundum voru leik- sýningar, þar sem Hringskonur léku jafnt kvenna- og karlahlut- verk, og þótti oft hin bezta skemmt un. Fyrr á árum voru stundum skemmtanir haldnar, sem kallaðar \'oru Hringferð Hringsins, á ýms- um stöðum í bænum, en á öðrum önnuðust félagskonur sjálfar kaffisölu, og gat fólk gengið frá einum stað á annan. Einnig voru þá haldnar útiskemmtanir á sumr- um, þar sem voru ýmis skemmti- atriði og veitingar, er Hringskon- t’r sáu um að öllu leyti. Mörg undanfarin ár liafa félagskonur haft einu sinni á ári, í desember, bazar og kaffisölu, og merkjasölu á öllum kosningadögum til Al- rinn 60 ára þingis og borgarstjórnar. Að öllu I þessu hafa félagskonur ætíð unn- ' ið af fórnfýsi og endurgjaldslaust, | eytt til þess miklum tíma. Árið 1914 var liafin sala á minningar- I spjöldum við útför fólks, til styrkt- ’ ar málefnum Hringsins. Hefur sú fjáröflunarleið haldizt alla tíð síð an og gefið drjúgar tekjur. Þetta voru fyrstu minningarspjöldin sem til sölu voru hér á landi, að því er bezt er vitað. Eftir að berklavarnalögin komu til framkvæmda árið 1921, tók ríkið að greiða allan legukostnað berklasjúklinga, og var þar með fallinn grundvöllurinn undan þeirri hjálparstarfsemi Hringsins, svo að félagið skipti um starfs- svið. Nú var öll áherzla lögð á að félagið kæmi upp hressingar- hæli fyrir berklasjúklinga, sem náð liefðu þeim bata, að þeir þyrftu ekki að vera á venjulegu berklahæli, en þó svo vanheilir, að þeir gætu ekki gengið að venju legum störfum. Tókst félaginu að koma upp hressingarhæli i Kópavogi, sem ætlað var 25 sjúkl- búðar, þegar hún losnaði, og tók félagið við jörðinni 1931, og rak þar síðan búskap í 17 ár með all- góðum hagnaði. Þetta var fyrsta hressingarhæli á landinu, en því miður fékk það ekki notið sín sem slíkt, vegjia þess, hve sjúkrahús- skorturinn var mikill í landinu. — Þótti það ekkj fært að neita rúm- liggjandi sjúklingum um vist, þótt hælið væri þeim alls ekki ætlað. Á félagsfundi haustið 1939 var samþykkt að bjóða ríkinu hress- ingarhælið að gjöf, ásamt öllum innanstokksmunum og tækjum. — Ríkið tók svo við hælinu næsta ár og hefur rekið það síðan, og notað það aðallega sem holdsveikra spítala og fávitahæli. En búið í Kópavogi rak Hringurinn áfram þar til vorið 1948, að ríkið keypti það af félaginu. Þáttaskil urðu í starfsemi fé- lagsins er það hafði afhent ríkinu Kópavogshælið. Mikil nauðsyn var fyrir. barnaspítala, og ákvað félag- ið að gera það að aðalverkefni sínu, að fullkominn barnaspítali yrði reistur. Hefur öll starfsemi ingum og starfsfólki að auki, en fyrir slíkt hæli var brýn þörf, og var það ekki sízt fyrir bjartsýni og dugnað frú Kristínar V. Jacob- son, sem verið hafði formaður fé- lagsins allt frá byrjun. Hressing- arhælið tók til starfa í nóvember 1926. Læknir hælisins var aðstoð- arlæknirinn á Vífilsstöðum, Helgi Ingvarsson, allt frá stofnun hæl- isins og þar til hann varð yfir- læknir á Vífilsstöðum 1939. Hæl- ið var rekio á félagsins kostnað. Loforð ríkisstjórnai’innar fékkst um að fá jörðina Kópavog til á- félagsins beinst að þessu marki i rúmlega 22 ár. Barnaspítalamálið hefur átt svo miklum vinsældum að fagna, að allt sem félagið hefur tekið sér fyrir hendur til þess að efla Barnaspítalasjóðinn, hefur átt vísa aðstoð almennings. Drifið að minningargjafir og áheit úr ýmsum .áttum, en drýgstar hafa þó verið tekjur sjóðsins af sölu minn- ingarspjaldanna, en megnið af öllu því fé sem runnið hefur til Barna- spitalasjóðsms er frá Reykvíking- um. Allt sem safnast af fé rennur í Barnaspítalasjóðinn, en félagið sjálft liefur ekki aðrar tekjur en árstillög félagskvenna. Skömmu eftir stríðslok voru teknar upp viðræður við landlækn ir og heilbrjgðismálaráðherra, um það hvort mögulegt væri að stofna barnaspítala í sambandi við stækk- un Landsspítalans sem fyrirhuguð var, en þær viðræður báru ekki á- rangur. Árið 1951 sneri félagið sér svo aftur til rikisstjórnarinnar, og bauðst til þess að leggja fram Barnaspítalasjóð sinn gegn því áð Barnaspítala yrði komið upp í sambandi við stækkun Landsspít- alans, en framlagið mundi flýta fyrir henni sem svo brýn þörf væi’i fyrir, og tókust nú samningar um það, enda er það mjög hag- kvæmt. Fær Barnaspítalinn til um ráða tvær efri hæðirnar í vestur- álmu Landsspítalans, og mun Hringurinn reyna að sjá um að allt verði þar sem fullkomnast. Barna spítalasjóður Hringsins hefur þeg- ar lagt fram til Barnaspítalans 7 milljónir króna, en auk þess fjár, sem lagt verður í bygginguna, mun Hringurinn gefa allan útbúnað í Barnaspítalann. Þess má geta að árið 1957, þegar núverandi barna- deild lók til starfa í Landsspítal- anum, þá gaf Hringurinn allan út- j búnað í deildina, rúm, rúmfatnað og föt á börnin, en í deildinni eru 32 rúm og undanfarin ár hefur fé- lagið fært öllum börnum sem dvalið liafa á barnadeildinni um jólin, jólagjafir. Frú Kristín V. Jacobsen sem verið hafði formaður félagsins frá byrjun, andaðist þann 6. maí 1943 á áttugasta aldursári, og var þá kjörin formaður frú Ingibjörg Cl. Þorláksson, en hún lét af störfum að eigin ósk, árið 1957. Frú Soffía Haraldsdóttir tók þá við formanns störfum og gegndi þeim til dauða- Framh. á 10 síðu § RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um þær ráðstafanir, sem hún telur óhjákvæmilegar vegna þróun- ar verðlags- og launamála á síð asta ári. Vcrðbólguhjólið sner- ist liratt á árinu, og má lengi deila um orsakir þess. Kaup- gjald opinberra starfsmanna liækkaði að meðaltali 45%, og flestar aðrar stéttir fengu hækk anir, sem námu 30—35%, þeg ar allt er talið saman. Enda þótt góð aflabrögð, vax andi velta á öllum sviðum og aukin tækni geri atvinnuvegun um kleift að greiða smám sam an hæn-a kaup til fólksins (og til þess er leikurinn gerður að bæta lífskjör þjóðarinnar), dett ur engum í hug, að hægt sé að spenna kaupgjald og verðlag svona mikið upp á einu ári, án þess að gera þurfi ráðstaf anir til leiðréttingar. í herbúðum stjórnarflokk- anna var talið, að þrjár leiðir kæmu til greina. Sú fyrsfca var gengislækkun. Hún mundi gera útflutningsat- vinnuvegunum, sem fyrs.t og fremst verður að miða við, kleift að greiða hið nýja kaup- gjald. En gengislækkanir vilja reynast skammgóður vermir. m þrjár leiðir Með breyttu gengi hefðu ekki aðeins þær greinar framleiðsl- unnar fengið leiðréttingu, sem þurfa þess, heldur allar, og því skapazt mikill gróði í sumum þeirra. Þá hefði þjóðin greitt reikninginn í mun hærra vöni- verði, sem hefði án cfa dregið dilk á eftir sér. Þessari leið var hafnað þegar, og mun hún aldrei hafa átt eins fáa stuðn ingsmenn og nú. Önnur lelðin var niðurfærsla, að lækka með lögum allt kaup- gjald tU dæmis um 10—15%, og lækka um leið verðlag eftir því sem unnt væri. Átti þessi leið ýmsa -stuðningsmenn, sem bentu á, hve vel hún hefði gef izt 1959. Aðrir töldu aðstæður nú að ýmsu leyti ólíkar því, sem þá var, að óttuðust, að erfitt væri að lækka verðlagið nógu mikið til að réttlæta lækkun kaupsins. Þessi leið hefur lika þann ókost, að hún mundi koma bæði þeim atvinnugreinum að góðu, sem þurfa hjálpar, og hin um, sem ekki þurfa hennar með. Eftir allmiklar umræður var talið, að ekki væri unnt að fara þessa leið. Þá er eftir þriðja og síðasta leiðin, að ríkisvaldið veitti þeim atvinnugreinum aðstoð, sem liennar þurfa með. Þar sem hér er aðeins um frystihúsin og tog arana að ræða, og að örlitlu leyti framíeiðendur saltfisks og skreiðar, þótti þetta færasta leið in, og var hækkun söluskatts valin til að afla nauðsynlegra fjármuna. Um skeið hefur verið mjög liár útflutningsskattur á sjávar afurðum, 6%. Allt liefur þetta fé þó runnið til útgerðar og fiskiðnaðar, méginhlutinn til að greiða tryggingar fiskiskipa, en nokkuð til fiskveiðasjóðs, fiskimálasjóðs, fiskmálarann- sókna og rannsóknarskips. Ekki þótti rétt að ríkið tæki að sér tryggingar skipanna, og verður skatturinn því ekki lælckaður nema í 4,2%. Hins vegar mun beint framlag ríkisins renna til að gera frystihúsunum kleift að endurbæta rekstur sinn, taka upp hagkvæm tæki og gera aðr ar breytingar, sem bæta afkomu þeii-ra. Þessi greiðsla er, þótt styrkur sé, ekki sambærileg við venjulegar framleiðsluuppbæt- ur, sem við þekkjum frá fyrri árum, enda tíðkast margs kon ar aðgerðir til stuðnings fram kvæmdum atvinnuveganna, og liafa þær ckki verið kallaðar uppbætur. Aftur á móti er um hreinar uppbætur að ræða til togar- anna, en þær hafa áður verið veittar og verða nú hækkaðar. Þar er um sérstakt ástand að ræða, og mun þjóðin vonandi sammála um að hjálpa togaraút gerðirmi í þeirri von, áð hún rísi síðar og verði aftur ein sterkasta stoð framleiðslunnar. Rétt er að miimast þess, að þessar áðgerðir eru aðehis lausn á þeim vanda, sem þegar hefur skapazt. Vandi framtiðar innar er enn óleystur. Benedikt Gröndai skrifar um helgina ★ Sovétiýðveldin hafa I gert samninga um að láta = smíða fyrir sig átia verk- 1 smiðjuskip hjá Howaldt | skipasmíðastöð.nni í Kiel í 3 Vestur-Þýzkalandi. Hvert = skipanna verður um 10.000 | tonn, að stærð, útbúið með 3 nýtízku frystivélum. Heild- 3 arkostnaður allra skipanna | verður 2.400 milljónir ísl. | króna. i ★ Tveir símvrrkjar hafa | á síðastliðnu ári verið skip- I aðir síma- og póstafgrciðslu | menn. Ragnar Helgason á f á Ilúsavík og Eggerl Har- f aldsson á Patreksfirði. ★ Grænlenzkur fiskimað- I ur veiddi í haust stórlúðu, i sem vóg 286 kg. Hún var | - 2.87 m. á lengd og hausinn f 1 út af fyrir sig vóg 34 kg. f f Maðurinn var einn á báti i f og veiddi lúðuna á hand- i i færi. Er ekki ósenniiegt að i f hér sé um heimsmet að ! | ræða. Vr Það er alltaf jafn vin- = = sælt hér á landi að botna | 3 vísur. í nýútkomnu Síma- | ! blaði Iesum við þessa vísu f f úr botnasamkeppní síma- f 3 stúlkna: Aldrei læt ég annan pilt | f um mig höndum fara. f Sögð er ég þó sæt og villt, f f syng og leik mér bara. f ★ Ráðið í þrjú embætti i I á Akureyri: Valgarður Baid- i f vinsson bæjargjaldkerj ráð- 3 f inn í starf bæjarritara í stað i f Þorsteins Stefánssonar. Guff = 3 mundur Jóhannsson við | | skipiafræðingur ráðinn bæj | f argjaldkeri. Jón B. Rögn- I 3 valdsson, ráðinn vatnsaf- f f hendingarmaður og vara I f hafnarvörður í stað Friðriks f f heitins Hjaltalíns. ★ Eftirfarandi vísa var f f kveðin á þingi Bandalags i f starfsmanna ríkis og bæja i f og talar vissulega sínu máli: i f Fólk er leict, og frí er veitt i' i fáu skeytt að sinni, 3 ekki neitt úr neinu greitt, f ; f þótt nefndir þreyttar vinni. f ★ Björn Pálsson kvaddi f 3 sér hljóðs í neðri deild Al- f I þingis seint á föstudags- f f kvöld. Byrjaði liann með f f því að gagnrýna þingmenn i f fyrir langar ræður og sagði, f f að þeir ættu að vera stutt- f : f orðir en gagnorðfr. Þótti i f þingheimi þetta vel mælt, I f því fluttar höfðu verið fimm i f ræður um útvegsmálin, sem = f voru um og yfir klukku- 1 f sund hver. En þó átti Ey- = : f s e'nn Jónsson sneiðina f i meir en aðrir, því hann tál- f f aði í tæplega tvo tíma. f = Hann talaði í 50 mínútur, f 3 áður en hann komst að f | frumvarpinu, sem var til f i umræðu. 1 *''* 1111111111111111111 niiitiiiiiiiinttilittiiiiiiiiintiitiiiiiiiitli? ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. jan. 1964 5»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.