Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 9
Jakob Hafstein ast. Eftirvæntingin verður loks að óþoli, skák Ingvars Ásmunds- sonar og Johannessens vakir enn í taugum minum, spenningurinn hverfur ekki fyrr en önnur æsi- legri lætur sín gæta. Furðulegt er, hvað lítið má út af bregða til þess að slysi valdi, hæpinn leikur getur á örskotsstund jafnað met- in eða gerbreytt viðhorfinu öðr- um keppinautnum í hag, hvað þá afleikur, hann er venjulega sama og ósigur. Og frábær er alúðin, sem skákmeistararnir leggja í í- þrótt sína, hver sem úrslitin ann- ars verða, þcir einbeita sér eins og um heimsfrægan landvinning þjóðhöfðingja væri að tefla, mikið held ég þeim sé ljúfara að vjnna en tapa, aldrei er Vilmundur land- læknir svona smámunasamur, og vantar hann þó ekki kappið. Þetta er áþekkast því, þegar Albert Guðmundsson sýndi listir sínar á knattspyrnuvellinum og maður beið þess með öndina í hálsinum, hvort upphlaupið tækist eða ryimi út í sandinn. Yfirskilvitleg er í unaði sínum og kvöl sú nátt- úra mannsins, sem heitir leikgleði. Eg geng út í niðdimma en milda reykvíska vetrarnótt, og í loftinu liggur aðkenning af angan vors- ins, þó að þorri fari í hönd. Bráð- um segi ég skákbróður mínum Andrési Björnssyni úti í Kaup- mannahöfn tíðindin af Reykjavík- urmótinu 1964. Sá held ég sé spenntur, þrátt fyrir sitt alkunna ljúfa hæglæti. hverfi, gnæfir úr mannhafinu eins og fjall í hæðóttu landi. Svo er þarna skákkappinn Benóný Bene- diktsson. Mig grunar, að hann óski sér þess að vera kominn að einhverju taflborðinu til að berj- ast fyrir sjálfan sig, land sitt og þjóð, og gaman myndi að sjá hann eltg ólar við Nonu Gabrin- dashvili, en hvað um það: Hér eru margir kallaðir, en fáir út- valdir, og þessu sinni verður Benóný að una hlutskipti áhorf- andans. Tónskáldið Fjölnir Stef- áiisson horfir íbyggið á skák Magnúsar og Friðriks, ljóðskáld- ið Þorgeir Sveinbjarnarson bíður úrslitanna í bardaganum, sem Ingi óg Ingvar heyja sín í milli. Jö, hér er mannval mikið. Reykja- .vikurmótið 1964 setur vissulega svip á bæinn. Nú bregður fyrir toflstjóranum, sem keyrði mig síð- ast liðna nótt, þarna er fisksali úr vesturbænum, tveir vinir mín- .ir austan- af Stokkseyri komu að sjá sjöttu umferð, skrifstofumað- ur úr stjórnarráðinu fullyrðir við útvegshöld sunnan með sjó, að Nonu Gabrindashvili væri sæmst áð gefast upp fyrir Gligoric og það er satt, júgóslafneski skærulið- ínn hefur lagt valkyrjuna úr Grús- íu að velli. Og hér gerir sér eng- ínn mannamun. Fljótt á litið sýnist þetta straumlygnt mann- haf, þögnin grúfir yfir salnum, en þó hvíslast allir á, djúpið ólgar niðri fyrir, sérhver hefur skoðun á því, sem fram fer. Maður ber álit sitt undir sessunautinn og fær gjarna annað í staðinn, skák- in er íþrótt hugkvæmni og álykt- unar, einkenni hennar fjölbreytt- ir möguleikar, iðulega margir leikir á borði hjá hvorum um sig, en aðeins einn ræður kannski úrslitum, finnst hann eða finnst ekki„. það er spurningin mikla. Og Mngað kemur cnginn til að hvíl- : Ragnar Lárusson. Albert Guð'mundsson JftktsCopco Loftþjöppur og verkfæri reynast bezt Hafið samband við oss, ef yður vantar löft- þjöppur eða loftverkfærf. Borstál — Loftslöngur — Slöngutengi o.fl. oftast fyrirliggjandi. Einkaumboð fyrir VERKFÆRI OG ÞJÖPPUR JftUnsCopco OG Landssmiðjan Sími 20680. ALÞÝÐUBLAÐIÐ —26. jan. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.