Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 2
Bttstjórar: Gylfl Gröndal (áb. og Benedlkt Gröndal — Fréttastjórl: Arrn Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Simar: 14900-14903. — Auglýsingasimi: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Ásfcriftargjald kr. 60.00. — 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinl ÓVÆNTUR STUÐNINGUR I FRUMVARP ríkisstj órnarin.'nar um ráðstafan- ir vegna sjávarútvegsins kom til fyrstu umræðu á AlþJngi í fyrradag. Gerðust þau tíðindi, að for- ingjar stjómaTandstöðuflo!kkanna játuðu, að þau útgjöld væru nauðsynleg, sem ríkJsstjórnin legg- ur til. Töldiu þeir ‘jafnvel, -að þessar greiðslur til út- , vegsins þyrftu að ivera meiri. Þeir Eysteirm Jónsson og Lúðvík Jósef sson við urkenndu, að veita þyrfti frystihúsunum aðstoð, -Ðg Eysteinn taldi þá aðferð, sem ríkisstjómin hef- ur ivalið, vera rétta og skynsamlega. Þeir viður- kenndu báðir, að veita þyrfti 'togaraflotanum mikla hjálp vegna óvenjulegra þrenginga. I>eir viður- kenndu einnig, að ríkið yrðJ að greiða sinn hluta af hækkun bóta almannatrygginga, og ekki mætti lækka niðurgreiðslur ríkisins á nauðsynjum ai- mennings. Þetta var meiri viðurkenning, en ríkJsstjórnin hefur átt að fagna frá leiðtogum framsóknarmanna og kommúnista. Getur þjóðin vart fengið frá Al- þingi fullkamnari staðfestingu á því, að hin nýju útgjöld ríkisins séu óhjákvæmlleg og frumvarp stjórnarinnar á rökum reist. Enda þótt Eysteinn og Lúðvík væru fylgjandi þeim útgjöldum, sem frumvarpið hefur í för með isér, voru þeir á móti fjáröflun til að mæta igreiðsl- unum, en þær nema 210 milljónum króna. Þeir héldu fram, að ríkissjóður værl svo öflugur, að Ihann gæti bætt þessum kostnaði á sig án þess að ; fá nökkrar nýjar tekjur! Þegar þess er gætt, að stjómarandstaðan hefur básúnað um allt land, að viðreismln hafi lagt efna hag þjóðarinnar í rúst, kemur ýmsum spánskt fyr lr, að þessir menn skuli nú telja ríkissjóð svo öflug an. Verður ekki komizt hjá þeiírri ályktun, að Ey- steinn og Lúðvík trúi ekki sjálfir þeim áróðri, sem þeir og flokkar þeirra breiða út, að efnahagurinn sé í imolum. í þessum umræðum sýndu þeir fjór- hag ríkisins meifca traust en sjálf ríkisstjómin! Eysteinn og Lúðvík héldu fram, að ríkisstjórn in vildi hækka söluskattinn af hefndarþorsta og ananrjvonzku. Er þetta ekki í fyrsta sinn, sem þeir ætla ríkisstjóminni slíkar hvatir, en hugsandi ís- lendingar munu ekki þeirrar skoðunar, að mann- vonzka sé ráðandi afl í íslenzkum stjórnmálum. Fjármálaráðherra kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir áætlunum um tekjur ríkissjóðs á þessu ári. Sýndi hann fram á, að óhjákvæmlegt sé að 'afla isjóðnum þeirra tekna, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. er sófasett hinna vandlátu HÚS GAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR Skólavörðustíg 16 — Sími 24620. i Reykjavík, 23. jan. — IIP. STARFSEMI Æskulýðsráðs Kópavogs liefur verið með mikl- um blóma í vetui’. Munu nú nær G00 unglingar í Kópavogi taka þátt í nániskeiðum og félagslífi á vegum ráðsins, en starfsemi þess fer sívaxandi. í fyrra tóku um 400 unglingar þátt í ýmiss konar fé- lagsskap, sem ráðið stóð fyrir. Flestir unglingarnir eru nemend- ur í Gagnfræðaskóla Kópavogs eða hafa nýlokið námi þar og á aldr- inum 12—18 ára. Gott og vax- andi samstarf er um æskulýðsmál milli ráðsins og gagnfræðaskólans, en slíkt samstarf mun ekki hafa tíðkazt milii skóla og æskulýðs- ráða annars staoar á landinu til þessa, Æskulýðsráð lióf fyrir skömmu starfsemi sína að loknu jólaleyfi. Aðalstarfsemin fer fram í Félags heimili Kópavogs, annarri hæð, í har til gerðu föndurlierbergi. Á briðjudögum er þar kennd bast-, ága-, perlu- og filtvinna. Á mið vikudögum er ljósmyr.daklúbbur, bar sem kennd er ljósmyndun og framköllun. Á fimmtudögum verð ir leiðbeint um framkomu og snyrtingu. Á íöstudögum eru unn ir ýmsir hlutir úr beini og horni. Á laugardögum er frímerkja- klúbbur frá kl. 4—6. Á mánudög um starfar einnig taflklúbbur, og í þeim kvöídum er einnig kennd 'eðuriðju, bæði í Kárnesskóla og í Félagsheimilinu. Þar er einnig smíða- og mósaikföndur á þriðju tögum. í gagnfræðaskólanum er eiðbeint í fundarstjórn og fundar -eglum á miðvikudagskvöldum og "ramsögn og leiklist á finuntudög- im. Einnig er að taka til starfa ikíðaklúbbur og námskeið í hjálp ; viðlögum. Kvikmyndaklúbbur verður líka starfræktur í vetur. Ilelztu leiðbeinendur í vetur liafa verið: Guðleifur Guðmunds- son, Sigurbjörg Kristfinnsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Jón Hálf dánarson, Gísli Pétursson, Þor- steinn Jónsson og Magnús Bæring ur Kristinsson. Þrjú kvöld í viku cr stór og vistlegur samkomusalur á annarri hæð Félagsheimilisins opinn fyrir kvöldvökur, málfundi og dans- leiki. Sú breyting hefur orðið á starf- seminni í vetur, að samvinna hef- ur lekizt miili gagnfræðaskólans og æskulýðsráðs. Hefur Sigurjón Hiiaríusson kennari, sem jafn- framt er félagsmálafulltrúi í skól anum, starfað með róðinu í vetur. Hefur allt þetta samstarf reynzt mjög farsælt og örvað starfsemina á allan hátt. Æskulýðsráð lítur svo á, að nauðsynlegt sé, að það fái fastan starfsmann, æskulýðsfull- trúa, sem skipuleggi starfsemina í sambandi við. skólana og félög ungs fólks í bænum.. Að sjálfsögðu standa föndur- og skemmtiklúbbar opnir unglingum utan skólans, nema dansleikir fyr ir ungiinga ó aldrinum 14—15 ára. Þeir eru lokaðir fyrir eldri og einnig þá, sem ekki eru í gagn- fræðaskólanum. Það er aftur á móti mikill meirihluti unglinga í Kópavogi, sem eru annað hvort nemendur í gagnfræðaskólanum eöa hafa fyrir skömmu stundað þar nóm, sem sækja skemmtanir í fé- lagsheimilinu. Unglingarnir leggja fram mikia vinnu sjálfir, annast skemmtiat- riði og fleira að mcstu. Reynsian er sú, að því ábyrgari sem unglingarnir eru sjólfir og því meira sem þeir leggja á sig, því Framh. á 13. síðu KJARABÆTUR - ÚTSALA EJn hin raunverulegasta 'kjarabót er að lækka ivöruverðið miðað við kaupgjaldið. — Sú var tíð að mánaðarkaupið hrökk naumlega fyrir einum karlmannaíötum. Nú bjóðum vér yður ágæt föt úr alullarefnum fyrir kr. 1250.00 til kr. 1750.00. Stakar terylenebuxur á kr. 595.00 — Stakir jakkar frá kr. 800.00. Elltima JíjéTíjfiA 2 26. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.