Alþýðublaðið - 30.01.1964, Side 5

Alþýðublaðið - 30.01.1964, Side 5
g^MHUMMii«i«»*Mi«Mu«uiiM««MM*«««MiMriMHHiiiHHUHUUUMMi«iHiHUMiiuuMiuMiuuiUMiHuiuiui«iMMUMHUWUMHiuHHMuuuinuiiiiiuiiiiiimuiiuuiuiiiiuuiiHumuHiiuiiiiiiiiiiiiiiiUHUuiiiuniiiiiiuiiiiHiuiMuiiuuiii»fiiiiiHUiiHiiiuuiiHuiiiuiiiiiiuiiiHiuimiiiuiiiiiiiiiiuniuuiiuiiit 5 ^ AUSTUR-AFRlKU MÖRGTíM spurningum er enn ósvarað efcir ólguna, í fyrrverandi nýlendum Breta í Austur-Afríku síðustu vikurn- ar. En atburðirnir hafa svipt hulunni af miklum andstæðum og spennu, sem hefur ríkt und- ir niðri og hið nýfengna sjálf- stæði hefur ekki getað haldið í skefjum. Heimurinn varð vitni að blóðbaði á Zanzibar þar sem meirihluti manna af afrísku bergi brotinn veittist gegn ar- abískum íbúum eyjunnar. í Tanganyika var farið ráns- hendi um indverskar verzlanir og þóttu það eftirtektarverðar eftirhreytur uppreisnar her- manna í höfuðborg landsins. Óttazt var, að hinir hörmulegu atburðir í Kongó, sem eru mönnum í fersku minni, mundu endurtaka sig, og þár við bættust tilraunir kommún- ista til að seilast til áhrifa. En á sunnudaginn höfðu Bret ar bælt niður uppreisnirnar í Dar-es-Salaam og Tabora í Tanganyika, í Jinja í Uganda og i Lanat og í Langata-her- búðunum skammt frá Nairobi í Kenya. Bretar sendu ekki her- sveitir sínar á vettvang fyrr en þeim höfðu borizt skrifleg til- mæii frá hlutaðeigandi ríkjum, sem eru öll í brczka samveld- inu, en þegar tilmælin höfðu borizt, létu Bretar til skarar skríða á svipstundu. ★ ÓÁNÆGJA HERMANNA Svo virtist sem uppreisnirnar væru skipulagðar samkvæmt einni heildaráætlun og að Bret- ar hefðu tiltæka aðra áætlun á inóti. En þótt ýmislegt benti til utanaðkomandi áhrifa, sem bæði Bretar og afrískir ráða- menn höfðu áhyggjur af, virðist einfaidlega hafa verið um keðjuverkanir að ræða vegna ólgu undir niðri og óánægju afrískra hermanna, sem hermt -hafa hverjir eftir öðrum. í Tanganyika, Uganda og Kenya hafa yfirvöldin haldið vissum fjölda hvítra liðsfor- ingja til að stjórna hersveitum imifæddra meðan verið er að koma upp liðsforingjastétt hæfra og vel menntaðra inn- lendra manna. En slík skipan mála getur valdið árekstrum. Hermennirnir, sem gerðu upp- reisn í Tanganyika á mánudag í síðustu viku kröfðust þess, að hvítu liðsforingjarnir yrðu reknir. Hermennirnir hafa einnig verið óánægðir með laun sín og aðbúnað. Þeim finnst þeir vera vanmetnir og það hefur valdið þeim vonbrigðum, að þjóðlegt sjálfstæði hefur ekki veitt þeim þá stöðu og virðingu, sem hvítu hermennimir höfðu. Þeg- ar hermennirnir sjá síðan, að þeir geta stutt kröfur sínar með valdi verða þeir hættulegt afl í stjórnmálunum. Einnig er ljóst, að stjórn- málamenn, sem gera bandalag við hermennina, eða ala á ólg- unni sem hermannauppreisn- irnar valda, hafa góða mögu- leika á að koma sér í mikil- væga aðstöðu. ★ ZANZIBAR Atburðirnir í Tanganyika, Uganda og Kenya undanfarna daga falla vel inn í þessa mynd. Hi'ns vegar er enn lítið um það vitað hvaða samband er milli þessara atburða og byltingar- innar á Zanzibar. Tvær and- stæðar kenningar eru uppi um þetta: D að byltingin á Zanzí- bar og eftirhreytur hennar í Kenya, Tanganyika og Uganda séu afleiðing samsæris komm- únista og jafnvel tilraunar Kin- verja til þess að ná völdum, og 2) Að þótt kommúnistar og þá einkum Kínverjar séu athafna- samir á Zanzibar séu flcstir afr- ískir þjóðernissinnar í raun og veru afrískir þjóðernissinnar eins og þeir segjast vera. Þeir vilji ekki, að lönd þeirra verði kínversk leppríki svo stuttu eftir að þau komust undan yf- irráðum Breta. Það sé jafnvel óvíst hvort Kínverjar geti ráð- lagt Zanzibar í utanríkismálum á næstu mánuðum eða jafnvel árum. Það sem þykir mjög senni- legt, er, að mikil togstreita eigi sér stað á Zanzibar og að menn hlynntir kommúnistum hafi yf- irtökin í svipinn. í byltingar- stjórninni á eyjunni eru þrjú höfuðöfl: 1. John Okello, sem kallar sig marskálk, og 700 vel- vopnaðir uppreisnarmenn hans. 2. Hinn nýi utanríkisráðherra, Mohammed Babu, og lítill marxktaflokkur, hans, Umma- flokkurinn, og 3. Nýi forsetinn, Abeicl Karume og hinn stóri flokkur hans, Afro-Shirazi- flokkurinn. Þótt Karume hafi án efa mestu fylgi að fagna á Zanzi- bar (flokkur hans fékk 54% atkvæða í kosningum í fyrra), hafi svipaðar skoðanir og ráða menn í Tanganyika og sé and- vígur kommúnistum, hafa lcommúnistar mikil áhrif á Okello og þau öfl, sem kring- um hann eru. Bæði Sovétríkin og Kína flýttu sér að viður- kenna nýju stjórnina, sem kann að opna þeim möguleika í ut- anríkismálum. Margir af nýju valdhöfunum hafa dvalizt lengi í Moskvu og Kúbu. JULIUS NYERE, forseti Tanganyika, um hermönnum í Dar-Es-Salaam. fylgd meff hliðholl- ★ OBOTE BRA SKJOTT VIÐ Þegar hermenn í Tanganyika gerðu uppreisn hafði Nyerere forseti sent sveit lögreglu- manna til Zanzibar og átti hún að aðstoða við að halda uppi lögum og reglu að beiðni byltingarstjórnarinnar. Upp- reisnarmennirnir höfðu því frjálsari hendur en ella. Byltingin á Zanzibar vakti þegar í stað ugg Nyerere, en hins vegar var henni fagnað af Obote, forsætisráðheri'a í U- ganda, og ýmsum ráðherrum í stjórn Kenyatta í Kenya, eink- um Oginga Odinga, hinum valdamikla innanríkisráðherra. Byltingin á Zanzibar varð til þess, að Bretar ákváðu að vera við öllu búnir. Þeir höfðu þeg- ar haft uppi viðbúnað og gert áætlanir um að koma til hjálp- ar ef þess yrði farið á leit, eink um í Kenya þar sem aukin spenna hafði gert vart við sig eftir að landið öðlaðist sjálf- stæði í desember. Atvinnuleys- ingjar héldu mótmælafundi í Framh. á 10. síffu 111111111111111111111111111 III11111111111111111111111111111111111111111IIII IIIIIIIIIIIIIIIIMIIII IIIIII llll 1111111111111111IIIlllillll 11111111111IIIIIIHIIIIH •<!/,■ TÖNLEiKAR SINFONIUHLJOMSVEITARINNAR ÁTTUNDU tónleikar Sin- fóníunnar í Háskólabíói 24. jan. s.l. voru venju fremur eftir- tektarverðir og ánægjulcgir. Bandaríska tónskáldið og hljóm sveitarstjórinn Gunther Schuli er ha.fði stjórn með höndum og einleikari var Gísli Magnús son, píanóleikari. Efnisskráin var harla nýstárleg fyrir ís- lenzka áheyrendur; sex þýzkir dansar eftir Schubert í hljóm- sveitarbúningi eftir Anton We- bern, Sinfónía op. 21 eftir We- bem og fyrri liluta tónleik- anna lauk með píanókonsert eft ir Joseph Haydn. Anton Webern er það tón- skáld sem einna mest áhrif hef ir haft á þróun tónsmíði í hin- um vestræna heimi síðustu ára- tugina, og er sinfónía sú er hér var flutt mcðal merkustu verka hans. Sinfónían, sem er í tveim köflum, er skrifuð fyrir litla samsetningu: 2 kiarinet, 2 liorn, hörpu og strengi, og tek- ur eitthvað innan við 10 mínút ur að flytja hana. Hnitmiðaður arkitektúr einkennir þetta verk sem önnur eftir Webern og þrátt fyrir að möguleiki er á að færa fram all flóknar stærð- fræðilegar skýringar á vinnu- aðferðum og efnisnotkun í verk inu, þá er það í einfaldleik sín um all rafmagnað og lýriskt, þ.e.a.s. ef flutningur tekst vel. En því miður skeði það ekki hér. Það fer ekki á milli mála að Schuller veit hvað hann syng ur, en þar sem hljóðfæraleik- aramir (margir hverjir) hafa því miður ekki haft mikil verk- leg kynni af nútíma tónlist, er ekki að búast við stórkostleg- um árangri. Þótt einstakir hljóð færaleikarar væru afbnagð, svo sem sólófiðlan og klarinett- in, þá voru heildaráhrifin lak- ari en efni stóðu til. Hljóðfæra leikararnir þurfa að fá tíma -pr ÍN crp til að „ganga með“ þetta verk, það leynist margþæt sál á bak við skrifuffu nóturnar í sin- fóníunni op. 21. Flutningur dansanna eftir Schubert tókst ágætlega, túlkun Schullers hrif andi. Leikur Gísla Magnússon ar í fremur léttvægum konsert eftir Haydn var á köflum með mestu prýði og aðstoð stjórn- anda og hljómsveitar ágæt. Á seinni hluta efnisskrárinnar voru verk eftir Leif Þórarins- son og stjórnandann. Sinfónía eftir Leif var hér frumflutt og ætla ég mér ekki þá dul að gagnrýna af nokkru viti frum flutning á nútímatónsmíð sem þessari. Sinfónían bar af sér góðan þokka en risti ekki djúpt enn sem komið er, en það get- ur eðlilega breytzt við nánari kynni. Compostion in three parts er uppáþrengjandi tón- smíð, sem kom undirrituðum ekki á óvart eftir allgóð kynni af fjrrri verkum tónskáldsins. Notkun málmblásturshljóðfæra er sérgrein hornleikarans Sc- hullers og kom það skemmti- lega fram i verki þessu. Streng irnir eru hér iðulega notaðir sem bakgrunnur fyrir málm- inn. í verkinu er sláandi rhyt- misk spenna og blæbrigðaspil, sem valda því að það heldur at- hygli áheyrandans óskiptri frá byrjun til enda. Því miður varð að fella eitthvað niður af verki þessu í þessum flutningi hér og mun það hafa verið vegna tímaskorts í sambandi við æf- ingar. Mikil festa og öryggi var yfir allri stjórn Schullers og vonandi verður gerð tilraun til að fá hann hingað síðar. Áheyr endur og ekki síður hljóðfæra leikaramir muntíu hafa gott af að fá meir af nútímatónlist. Jón S. Jónsson. i^iltmmmlmmimimmmmtmmmmmiii nmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiininiilliiiiiiiiiiiiimlmiiniiimimmnlimmillimmimmmmiiiinimmiinumnimnimimimiimmmmimmmmmiimiiimmmmimmmimmminninimiimmimmmimmmmimiiiimmmiimitmilir, ALt>ÝÐUBLAÐID — 30. jan. 1964 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.