Alþýðublaðið - 30.01.1964, Síða 9
Strákúrlnn á myndmni heitir
Kristján Valur Guðmundsson og
pabbi hans keyrir rútuna. í bak-
sýn eru nokkur b.er, sem bætt verð
ur við Suðurvararbryg-gju í sum-
ar.
lykt, sem Kleppsholtsbúar hafa
haldið að þeir byggju einir að, —
peningalyktinni.
Nú er Meitill að vísu einskonar
samvinnufyrirtæki, enda er því
stjórnað af syni Egils í Sigtúnum.
Benedikti Thorarensen. Eina verzl
unin á staðnum er útibú Kaupfél-
ags Árnesinga, nýtízkuleg verzl-
un og traustvekjandi. Mesta hús
staðarins er svo fóðurbiöndunar-
stöð SÍS, þar er skepnufóður bland
að í búpening austurbænda og
þefurinn þar inni er aldeilis ind-
æll. Hinsvegar er ekki fyrir það
að synja að einkafyrirtæki blómg
ist í Þorlákshöfn. Skulu nú talin
nokkur ný af nálinni:
Járnsmiðjan Boði h.f., sem stofn
að er af 5 jarnsmiðum frá Selfossi
og einum bifvéiavirkja, Trésmiðj-
an Tréverk s. f. og nýtt fi kverk-
unarfyrirtaeki, Norðurvör h.f., sem
er staðsett nyrzt í þorpinu og mun
í framtíðinni taka við fiski af bát-
um eftir því sem framboð gefst.
Þannig mega allir sjá, að Þorláks-
höfn er komin í röð gamalgróinna
plássa á íslenzkan mælikvaðra.
Höfnin sjálf, eins og hún er í
dag er að allra dómi ómögu1eg,.en
hitt er svo annað mál, að sigling-
in er hrein og legan er djúp, þó
mönnum hafj funizt hún vera að
grynnka upp á síðkastið og þá af
því að brimið brýtur niður kamb-
inn og hleður honum á hafnar-
botninn, svo er það alveg víst til
að skila öllu heila gillinu á land
aftur einn stormsaman veðurdag
og Jhlaða þ-ví þá upp fyrir efstu
glugga á næ=tu húsum. Eitthvað
því líkt gerðist í haust.
Kannski eru til menn, sem halda
að Þorlákshöfn eígi enga framtíð
fyrir sér, en þrátt fyrir það að ég
hef skrifað um staðinn með nokk-
urri léttúð er ég ekki einn af
þeim. Þar ber margt til, lega stað-
arins við fiskimiðum, möguleikum
í þessum barnaskóla voru 45 börn í fyrra, nú eru þau 65. Það
er alltaf verið að stækka skólann.
Hér eru nokkrar nýbyg'ging’anna í Þorlákshöfn. Þessi hús eru
langt komin og líklega farið að búa í þeim að einhverju leyti.
til uppskipunar fyrir Suðurlands-
undirlendi og hugboð. Þeir menn
sem hafa byggt sín hús á sandi og
afkomu sína á engri höfn eða lé-
legri, þráct fyrir að þeir hafi þurft
að sækja allt í sjóinn, þeir gefast
ekki upp. Ég hef þá trú, að Þor-
lákshöfn eigi eftir að vaxa og það
mikið. Mér er t. d. sagt að þangað
hafi í fyrstu ekki flutzt fólk ann-
arsstaðar frá en úr næstu sveitum,
en nú flyzt þangað fólk úr öllum
landshlutum. Staðurinn hefur sitt
aðdráttarafl, sem er atvinnumögu-
leikarnir.
Þetta verður að nægja að sinni
um hafnarborg Suðurlands, en
gaman væri að gægjast betur í
sögu og erfð staðarins og tíunda
það í annarri grein. Við skulum
sjá til.
Goðanes, áður vs. Gautur, heldur uppi farþega- og póstferðum milli Þorlákshafnar og Vestmanna-
eyja, Hér er báturinn við bryggju í Þorlákshöfn.
Furukrössviðirr - Harðtex
Nýkomið:
FURUKROSSVIÐUR:
4-6-8-10-12 m/m.
hurðarstærðir.
BRENNIKROSSVIÐUR:
3-4-5 m/m.
BIRKIKROSSVIÐUR:
3-4-S-6 m/m.
HARÐTEX: Vé“ — 4x8‘-
4x9' — 5,7 x 7‘.
GABOON: 16-19-22-25 m/m.
NOVOPAN: 15-18 m/m.
BIPAN: 18-22 m/m.
GYPTEX: 10 m/m.
EVOPAN-plastplötur á borð.
HÖRPUÖTUR: 18 — 20 m/m.
HLJÓÐEINANGRUNAR-
PLÖTUR: 12 x 12“.
Skrifstofa
Hallveigarstíg 10.
Vörugeymsla
v/Shellveg.
Sími: 2-44-59.
Harötex
120x210 cm, verð aðeins kr. 69,50 platan.
Birgðir á þrotum.
Mars Trading Company hf.
Klapparstíg 20. — Sími 17373.
Árnesingamót
Átthagafélög Ámesinga í Reykjavík halda
1. febrúar nk. og hefst hátíðin með borðhaldi
M. 19.
Á dags'kr á verður m.a.: Ræður, fjölbreytt
skemmtiatriði og dans.
Sala aðgöngumiða er í Bókabúð Lárusar
Blöndal á Skólavörðustíg og í Vesturceri.
Allir Árnesingar eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir og eru þeir vinsamlegast bcðnir
að tryggja sér miða sem fyrst.
Skemmtinefndin.
Orðsending
frá Happdrætti Alþýðuflokks-
félags Kópavogs.
Af óviðráðanlegum ástæðum var ekki hægt
að láta drátt fara fram í happdrættinu 15.
desember s. 1. eins og upphaflega tvar ákveð-
ið.
INu hefur með leyfi dómsmálaráðuneytisins
drætti verið frestað til 15. desember 1964.
Allir þeir. sem hafa í höndurn miða frá happ
drættinu eru vinsamlega beðnir að athuga'
þetta og geyma miðana þar til dráttur hefur
farið fram 15. desember 1964.
Stjórn Alþýðuflokksfélags Kóp[avogs.
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 30. jan. 1964 $