Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 5
Frá setningu fiskiþings Fiskiþing hið 27. í röðinni var sett kl. 10.30 1. febr. í húsi rannsóknarscOfnunar sjávarútvegs ins að viðstöddum sjávarútvegs- málaráðherra, þingfulltrúum, gest um og starfsmönnum félagsins. Fiskimálastjóri Davíð Ólafsson setti þingið með stuttu ávarpi, bauð ráðherra, fulltrúa og gesti velkomna til þings. Ávarp íiski- málastjóra fer hér á eftir: Hæstviriur Sjávarútvegsmála- ráðherra, Fiskiþingsfulltrúar, gestir og starfsfólk. „Frá því Fiskiþing er sat síðast hafa láúzt tveir af fyrrverandi full tsúum á Fiskiþingi, þeir Arngrím- Ur Fr. Bjarnason, frá ísafirði og G'sli Magnú son, frá Vestmanna- eyjum. Arngrímur Bjarnaon var n;er 76 ára þegar hann Iézt og um 4ö ára skeið hafði hann tekið þátt í störfum Fiskifélagsins, ýmist Iieima i héraði eða á Fiskiþingum Var hann fyrst kjörinn á Fiskiþing árið 1917 og sat þá á þinginu til á sins 1930 og síðan aftur á árun- um 1942 til 1960, eða alls 18 þing- um. Hann var einlægur áhuga- maður um málefni Fískifélagsins og sjávarútvegsins og lét jafnan 11 sín taka á Fiskiþingum um af greiðslu mála. Gísli Magnússon var einn með- al hinna merkustu sjó óknara í í V.mannaeyjum á fyrri hluta þess a ar aldar. Hann var í ýmsu braut r- ðjandi um veiðitækni svo sem v ð þorskanetjaveiðar og dragnóta- Veiðar, sem síðar hafa fengið mikla þýðingu fyrir okkar sjávarútveg. Það var ekki fyrr en á efri árum, eftir að hann hætti sjósókn, að Gísli tók að gefa ng að félagsmál- um sjávarútvegsins og var þá um liríð formaður útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Hann áttj sæti á Fiskiþingum árin 1947 og 1951 og reyndist þar tillögugóður. Þegar Fiskiþing var sett síðast, f byrjun febrúar 1962, skýrði ég frá því, að þá um næstliðin ára- mót hefði skrifstofustjóri félags- ins Arnór Guðmunds~on látið af störfum, efir 37 ára starf í þjón- usu félagsins. Eftir að hann lét af störfum skrifs'ofustjóra starfaði hann ófram með okkur að ýmum þýðingarmik’um verkefnum og við hofðum vouazt eftir, að honum mundi auðnazt að starfa með okk ur enn um hríð. En enginn þekk- ir sitt skaþadægur. Fyrir minna en einum sólarhring vorum við Arnór að ræða undirbúning þessa Fiskiþings og ræddj hann það af þeim áhuga. sem einkenndi hann svo mjög. Minna en klukkustundu síðar var hann allur og nú minn- umst við hans hér í dag. ' Arnór Guðmund'-son var fæddur að Einfæ ingsgilj í Strandasýslu 15. febr. 1892 og voru foreldrar hans Guðmundur bóndi Einarsson og kona hans María Jón'-dóttir. Enda þótt efni væru af skornum skammti aftraði það ekki tápmikl- um unglingi frá því að afla sér menntunar. Hann varð stúdent frá Menntaskó'anum í Reykjavík ár- ið 1917 en atvikin höguðu því svo, m. a. vegna heim-styrjaldarinnar, sem þá geisaði, að úr framhalds námi varð ekki, eins og fyrirhug- að var. Árið 1925 réðist hann starfsmað ur á skrifstofu Fiskifélags íslands og þar með hafði liann valið sér Flokksst.jórnarfundur Alþýðuflokksins, lialdiim í Reykja- vík 1. og 2. febrúar 1964, ályktar: Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn með þá reynslu úr „vinstri stjórninni”, að ókleift væri að ná samkomulagi um skynsamlega stefnu í efnahags- málum við Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagið. Núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir margháttaðri um- bótalöggjöf, stigið stór spor í átt til velferðarríkis á íslandi og kornið fjárliag þjóðarinnar gagnvart öðrum löndum í gott horf. Hins vegar liefur ekki tekizt að ráða við verðbólgu inn- anlands. í þeim efnum er mikið í húfi, og ber brýna nauðsyn til, að tckið verði nú þegar rösklega í taumana. Frumskilyrði þess, að þjóðarframleiðslan haldi áfram að vaxa, er, að heilbrigðu jafnvægi sé aftur komið á í efnahags- málum þjóðarinnar. Nauðsynlegt er, að tekjuskipting þjóðar- innar sé þannig, að launastéttirnar sætti sig við hana í stórum dráttum. Þjóðin verður að forðast of mikinn tekjumun milli stétta, meðan hinir lægst launuðu hafa ekki hærri eða trygg- ari laun fyrir eðlilegan vinnutíma en nú gerist. Nauffsynlegt er, að ríkisstjórnin hafi forystu um víðtækt samkomulag launastétta, bænda, atvinnurekenda og hins op- inbera um íéðstafanir til að forða þjóðinni frá óðaverðbólgn og gengishruni. Koma verður í veg fyrir áframhaldandi víxl- hækkanir vevðlags og kaupgjalds. Jafnframt verður að stytta í áföngum þann langa vinnudag, sem nú er unninn, án kaup- skerðingar, og tryggja, að aukin vinnuhagræðing leiði til raun- verulegra kjarabóta. Verðlagseftirliti sé beitt áfram til þess að koma í veg fyir allar óeðlilegar verðhækkanir. Ein af orsökum verffbólgunnar á síðasta ári var sú, að fram- kvæmdir fórn á óskipulegan hátt fram úr þeirri áætlun sem ríkisstjórnin hafði gert. Tryggja verður, að slíkt handahóf raski ekki jafnvægi vinnumarkaðsins framvegis, og verður rikisvaldið að skoða það skyldu sína að koma í veg fyrir slíkt, með stefnu sinni í fjármálum rikisins, samstarfi við banka, lánsstofnanir og bæjar- og sveitarfélög eða öðrum ráðum, ef nauðsynleg reynast. í framhaldi af þessu telur flokksstjórnarfundur Alþýffu- flokksins : 1. AÐ Alþyðuflokkurinn eigi að hafa sem höfuðtakmark stjórn- malastarfsemi sinnar að tryggja fulla og stöðuga atvinnu í landinu og vinna að því, að vöxtur þjóffarfram- leiffslunnar verffi sem örastur. Til atvinnuleysis má aldrei framar koma á íslandi. Og öruggasta leiðin til raunverulegra kjarabóta og síbatnandi lífskjara er vax- andi þjóðarframleiðsla. Til þess, að þessi markmið ná- ist, telur flokkurinn, að starfa verffi eftir framkvæmda- áællun, sem gerð sé til nokkurra ára í senn. Álítur Al- þýðuflokkurinn, að með hliðsjón af breytingum þeim, sem nýlega hafa orðið í efnahagsmálum þjóðarinnar, sé nauðsynlegt að endurskoða framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar frá síðast liðnu vori og leggur áherzlu á, að það verði gert sem fyrst. Verði slík endurskoðuð framkvæmdaáætlun grundvöllur stefnunnar í efnahags- málum á næstu árum. 2. AÐ Alþýðuflokkurinn eigi ekki aðeins að stefna að atvinnu- öryggi vinnandi fólks og bættum lífskjörum þess, held- ur cinnig að félagslegu réttlæti og sem réttlátastri skiptingu þjóffarteknanna. Telur flokkurinn vífftækar almannatryggingar öruggustu leiðina að þessu marki. Alþýðuflokkurinn hefur verið forystuflokkur í trygg- ingarmálum á íslandi og mun halda áfram að vera það. Flokksstjórnarfundurinn telur næsta stórverkefni á þeSsu sviði vera að koma á allsherjarlífeyristryggingum fyrir alla landsmcnn og felur ráðherrum og þingflokki að beita sér fyrir undirbúningi og framkvæmd þess máls. 3. AÐ Alþýðuflokkurinn eigi að halda áfram að beita sér fyrir auknu fjármagni til íbúðabygginga almennings. í því sambandi verði lögð áherzla á, að tryggja Verkamanna- bústöðunum og Húsnæðismálastjórn sem stærstan hluta þess fjár sem fastar árlegar tekjur, er endurlána mætti óliáð hinum almennu vaxtakjörum; — örva byggingu ódýrra og hagkvæmra íbúða með því m. a. að verðlauna byggingu þeirra með hærri eða vaxtalægri lánum og stuðla að samkeppni byggingarverktaka um byggingu slíkva íbúða, — og að liækka skyldusparnað ungs fólks, en auka um leið réttindi þess til lántöku. 4. AÐ það hljóti í sívaxandi mæli að teljast hlutverk ríkis- valdsins að stuðla að því, að allir íslendingar geti lifaff heilbrigffu menningarlífi. Þess vegna eigi Alþýðuflokk- urinn að vinna að sem víðtækustum og beztum mennt- unarskilyrðum og efla menningarlíf þjóðarinnar. 5. AÐ vísindi séu nú orðin svo mikilvæg fyrir framþróun allra atvinnugreina og aukna framleiðni, að Alþýðuflokkurinn eigi að leggja sérstaka áherzlu á að efla hvers konar rannsóknarstörf í þágu atvinnuveganna. 6. AÐ ljúka á yfirstandandi þingi endurskoðun gildandi skatta- og útsvarslöggjafar í því skyni að létta opinberum gjöldum af láglaunafólki og barnmörgum fjölskyldum. Jafntramt leggur fundurinn ríka áherzlu á, að gerðar verði gagngerar ráðstafanir til þess að uppræta skatt- svik. Mismunur á raunverulegum lífskjörum einstakl- inga og stétta á íslandi er mun meiri en mismunur á umsömdum launum, og er þetta afleiðing af ólíkri að- stöðu varðandi eftirvinnu, aukastörf og skatla- og út- svarsmál. Veldur þetta tortryggni, sem gerir samkomu- lag um launamál erfitt, og er þess vegna nauðsyn á róttækari ráðstöfunum í þessu efni en hingað til hafa verið gerðar. 7. AÐ halda þurfi áfram endurskoffun tollalöggjafarinnar í því skyrú að lækka vöruverð í landinu. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt að efla tollgæzluna og bæta að- stöðu hennar í því skyni að koma í veg fyrir smygl. 8. AÐ brýna nauðsyn beri til að endurskoða gildandi fyrir- komulag á verðákvörðun landbúnaðarafurða, þar eð ó- eðlilegt sé, að verðlag landbúnaðarafurða og þar með með kaup bænda breytist sjálfkrafa í kjölfar tekju- breyttngar launþega við sjávarsíðuna, eftir að bannað hefur verið í lögum, að kaupgjald launþega breytist í sarr.ræmi við breytingar á framfærslukostnaði. Að öðrum kosti hljóti verkalýðshreyfingin að krefjast verðtryggingar í einhverri mynd á kaupgjald sitt. Jafn- framt beri að styðja bændur með lítil bú til að bæta jarðir sínar og auka bústofn sinn. í samræmi viff þaff sem hér hefur veriff sagt, ályktar flokks- stjórnarfundurinn, aff Alþýffuflokkurinn haldi áfram starfi síiiu í ríkisstjórninni og vinni m. a. aff þeim verkefnum, sem aff framan greinir. Framtíff stjórnarsamvinnunnar verffur undir því komin, hversu vel flokknum verffur ágengt í því aff koma þessum málum fram. %wwwwwwwwwwwwww%%wwwwwwwwwwwwwwwwtwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwi Framh. ð 10. síffu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. febrúar 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.