Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 6
ÖLIÐ OG ÁSKRIFTIN ''iiiiiiiiiiiii'iiiniiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNíjiiiiiiiiiiiiiiiisiiíjiiHiniiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiii'iiiiiiiiiiini'iBiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiíiíiiiiiii ROGER VADIM, hinn frægi franski kvikisiyndaframlcið- 1 andi, sem „uppgötvaði“ Brigitte Bardot, er uin þessar mundir 1 ?>* Inika við nýja mynd, sem kallast „Hringekja ástarinnar". í Hugmyndin er ekki ný, hún var notuð í kvikmynd fyrir nokkr- I '-m árum, sem vakti hneyksli í Bandaríkjunum, hrifningu í Eng j I’ndi og vonbrigði í Frakldandi. Aðalhlutverkin í þeirri mynd j léku Anton Walbrook og Danielle Darieux. í nýju útgáfunni eru margir þekktir leikarar eius og Jane j Fonda, Jean Claude Brialy og Catherine Spaak. Myndin gerist 1 í París um aldamótin og fjallar um ástina og eigingirni kven- j fólksins. , ÞAÐ BAR við í Þýzkalandi fyrir nokkru, að húseigandi var að hvítta húsið sitt að utan. Hann hafði látið reisa vinnupall og stóð á honum og hvíttaði. Allt í einu heyrir hann manna- mál fyrir neðan sig og sér þar ungt og elskulegt par sem er að kyssast. — Það veitir víst ekki af að hvítþvo þessa syndaseli, sem ero með ástaglens framan í manni um hábjartan dag, tautaði hann við sjálfan sig. ---XX Hann stóðst ekki freistinguna og lét fötuna detta með þeim afleiðingum, að hún hvolfdist yfir höfnð þeirra beggja. Nokkrum mínútum síðar nagaði liann sig í handarbökin og forðaði sér af leikvanginum hið snarast. Þá hafði hann upp- götvað að þarna voru á ferð hans eigin uottir og verðandi tengda Alan Ladd látinn Kvikmyndaleikarinn Alan Ladd fannst látinn ú heimili sínu í Palm Springs í Kaliforníu síðast liðinn miðvikudag. Lögreglan hef- ur upplýst, að hann hafi látist af eðlilegum orsökum. Hann var fimmtugur að aldri. Hann vann sinn fyrsta sigur í kvikmyndinni „This gun for hire”, en hans verður sennilega lengst minnst fyrir leik sinn í hinni frægu kúrekam.vnd „Shane,” sem gerð var eftir samnefndri bók. Ladd lék í allt í 150 myndum á leik- ferli sínum. Síðasta mynd hans var „The Carpetbaggers”, sem lokið var við síðastliðið sumar. Það var þjónn Alans, sem fann hann látinn. Þá var hann búinn að vera látinn í marga klukkutíma. í fyrra hlaut hann skotsár úr byssu innbrotsþjófs, sem hann reyndi að stöðva. Það sár var ekki alvarlegt og hann náði sér fljótlega aftur. BLAÐAMAÐUR við Jyllands- posten hitti eitt sinn kunningja sinn og þeir fengu sér glas af öli saman. Hið fyrsta sem vin- urinn hóf máls á var eftirfar- andi: — Það stóð í blaðinu ykkar um daginn, að Áge L. Rytter væri for stjóri Tóbakseinkasölunnar, en hann er óvart forstjóri fyrir Tu- borg. — Það er ómögulegt, svaraði blaðamaðurinn. Svoleiðis vitleys- ur gerum við aldrei. — Þá skulum við veðja. Ef ég hef á réttu að standa, þá skalt þú næstu fimm árin senda mér Jyllandsposten ókeypis. Ef þú hef- ur hins vegar á réttu að standa, þá skal ég senda þér einn kassa af bjór mánaðarlega. Því miður kom það í ljós, að þessi vitleysa hafði staðið í Jyl- landspóstinum og blaðamaðurinn tapaði veðmálinu og varð að greiða úr eigin vasa áskriftar- gjald að Jyllandspóstinum handa vini sinum. Honum þótti heldur súrt í broti að þurfa að borga þetta, svo að hann gekk á fund ritstjóra síns og sagði honum upp alla söguna. — Eg veðjaði til þess að halda uppi heiðri blaðsins okkar og verja það, sagði blaðamaðurinn og þóttist þarna leika sterku tromDi á rbstjóra sinn. — Mér finnst að þér ættuð að borga áskriftina herra ritetjóri, bætti hanú við. — Nú, svo að yður finnst það, já, umlaði í ritstjóranum. — Já, mér finnst það réttlátt. — En, sagði ritstjórinn og tók út úr sér pípuna. — Ef þér hefð- uð nú unnið veðmálið, hefði ég þá fengið bjórkassann mánaðar- lega? ★ Lög, sem banna reykingar, eru ekkert nýnæmi fyrir íbúa suður-franska þorpsins Maurac. Síðan árið 1824 hefur verið bann- MOUISSIA heiti ' úlkan á myndinni, en hún var kjörin „söng- prinsessa" fyrir áríð 34 í klúbb einum í Montmartre í París. Hún er 21 árs gömul. Hyggindi sem í hag koma ' að að reykia á opinberum stöð- um, á sýningum og mörkuðum, og alls staðar á tímabilinu frá hádegi til ’sólarlags. Hingað til , hefur þó mjög þótt skorta á, að ' þessum reglum væri framfylgt. ÞAÐ eru margar leiðir til þess að verða hamingjusamur, en þó munum við ekki eftir öllu snjall- ara uppátæki hvað hamingjuna snertir en fram kemiu- í eftirfar- andi línum: Pierre Cesar var ungur skrif- stofumaður við stórt og veglegt fyrritæki í Amsterdam. Fyrirtæk- ið hét Hope. Einhverju sinni var Pierre sendur í erindagerðum fyrirtæk- isins og átti hann að eiga viðskipti við stórauðugan og valdamikinn fjármálamann að nafni Sir Fran- cis Baring. Baring þessi átti forkunnar- fagra dóttur og Pierre Cesar varð ástfanginn af henni strax og hann sá hana. Það skipti engum tog- um: Pierre var ekki í rónni fyrr en hann liafði beðið Baring um hönd dóttur hans. Svarið var langt frá því að vera uppörvandi. — Breytir það nokkru, ef ég verð'meðeigandi í Hope-fyrirtæk- inu, spui-ði Pierre, sem var stað- ráðinn í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. — Já, það gerir það vissulega, svaraði Baring. Pierre Cesar fór aftur til Am- sterdam og gekk rakleitt á fund húsbónda sins og spurði hvort hann gæti orðið meðeigandi í fyrirtækinu. Svíirið var langt frá því að vera uppörvandi. — Breytir það nokkru, spurði Pierre, ef ég trúlofast dóttur Sir Francis Baring? Jú, þá horfði málið vissulega öðru vísi við, að áliti húsbónd- ans. Þar með var björninn unninn og Pierre Cesar trúlofaðist dótt- ur Barings og varð meðeigandi í Hope-fyrirtækinu, — þótt hann hcfði aldrei átt svo mikið sem grænan túskilding fram yfir sín lágu mánaðarlaun. 6 4. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.