Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 7
ÍLL FLUTTUR ÚT! iNorðmenn byggja 3 nú hrabbraufir VESTUR-Þýzkaland er nú stærsti bílaútflytjandi í heimi, og aldrei hafa þar verið framleidd- ir fleiri bílar en síðastliðið ár, ’63. Unnið er nú að því að auka fram- leiðslugetuna enn að mun. Sl. ár voru þar alls framleiddar tvær miíljónir sex liundruð og sextíu þús. fólksbílar, vörubílar og langferðabílar. Er þetta 13% aukn ing frá árinu á undan. Þar með er Umferðarslys í Svíþjóð Á tveim mán. létu 186 manns lífið í umferðaslysum í Svíþjóð og mun of hraður akstur vera orsök flestra slysanna. í júlí ollu 79 bílslys 90 banaslys- um og í ágúst ollu 93 bílslys 96 banaslysum. Samanborið við tíma- bil í fyrra, eru þessar tölur nokkru lægri en samt sem áður eru þær ískyggilega háar. Oftast er orsök- ina að rekja til þess að stjórnand- inn hefur misst stjórn á farartæk- inu vegna of mikils hraða. 10 voru keyrðir niður er þeir vorú að ganga yfir götu og létu þannig líf- ið. Ástæðan er óvarkárni hinna fótgangandi og of mikill hraði bíl- anna. í nokkrum tilfellanna hafði bílstjórinn komið auga á hinn fót- gangandi en ekki getað stanzað nógu snemma. I Vestur-Þýzkaland einnig orðið næst stærsti bílaframleiðandi í lieimi, og kemur næst á eftír Bandaríkjamönnum. Annar hver bíll, sem framleidd- ur var, var fluttur lit. Útfiutnin- urinn jókst um 20%, en hinsvegar jókst salan innanlands ekki nema um 6%.. Lang mest af útfjutningn um er fólksbilar.' Wolkswagen verksmiðjurnar fluttu mest út, en framleiddu hins vegar ekki mest. Salan á Volks- wagen minnkaði nokkuð innan- lands og stafar það fyrst og fremst frá harðnandi samkeppni frá Opel og Taunus. Volkswagen verk- smiðjurnar framleiddu 1.210.000 bíla, sem er 2% meira en 1962. 61% var til útflutnings, en árið 1962 voru 56,4% flutc út. Flestir fóru bílarnir til Bandaríkjanna, en þangað voru seldir á árinu 275 þúsund'VW á móti 234.000 1962. Á eftir Bandaríkjamönnum var ítal- ít bezta viðskiptaland VW verk- /Bmiðjanna. Þanrgað voru rejldi'r ! 62 þúsund bílar, hér um bil helm ingi fleiri en árið áður. VW verk- smiðjurnar í Þýzkalandi fram- leiddu 5500 bíla á dag í síðustu vikunni íyrir jól. Allar fjórar verk smiðjurnar á nú að stækka og ný verksmiðja fyrirhuguð. Þegar nun verður komin í gang munu að jaín aði framleiddir 6000 bílar á dag. Þar tæki sem sagt 4-5 vikur að framleiða bíla handa hverju ein- asta mannsbarni á ísiandi. Mercedes Benz verksmiðjurnar eyddu í það rúmlega tveim og hálfum milljarð íslenzkra krória á árinu í að auka sjálfvirkni í verk- smiðjum sínum og til ýmis konar annarrar fjárfestingar. Framleiðslan jókst þar um 6,4% á árinu og voru framleiddir 214 þús. bilar. Flestir voru seldir til Evrópu. Þetta er eina bílaverk- smiðjan í Þýzkalandi sem getur leyft sér að láta viðskiptavinina bíða, og þarf meira að segja að bíða allt upp í ár eftir sumum gerðuín. Framleiðslan hjá Taunus verk- smiðjunum jókst um 37% og er það einkum Taunus 12-M að þakka.. Framleiðslan hjá Opel jókst um 48% og varð 560 þúutnd bílar. Sú aukning er þökkuð vin- sæ.dum Kadettsins. NORÐMENN hyggja nú á stór- átök í vegamálum. Mun i framtíð- inni verða lögð áherzla á að end- urbæta allt vegakerfi landsins eft ir því sém unnt verður. Sérstök á- herzla verður þó lögð á að byggja fullkomnar hraðbrautir, með tveim akreinum í hvora átt. Það er athyglisvert í þcssu sam- bandi, að þessar stórframkvæmdír fara þannig fram, að þrjú stór verktakafyrirtæki vinna að þeim í samráði við norsku vegamál.i- stjórnina. Þetta telja Norðmenn vera lang hagkvæmasta og heppi- legasía fyrirkomulagið. Þess má geta, að hér á íslandi hefur nú verið farið inn á pessa braut og þótt gefast vel. íslenzkir Aðalverktakar og Vegagerð rikis- ins hafa unnið saman að lagningu nýja Keflavíkurvegarins og eins hafa nokkrar vegaframkvæmdir úti á landi verið boðnar út. Hér hefur án efa verið íarið inn á rétta braut í þessum málum og vonandi Iciðir það til meiri og ódýrari framkvæmda, þegar til lengdar lætur. Kvikmynd í þágu uppeldismála FYRIR nokkru var skýrt frá því í Ríkisútvarpinu og blöðum, að Magnús Sigurðsson, skóla- stjóri, hefði aflient biskups- skrifstofunni fé að upphæð kr. 100 þús., er verjá skyldi til að bæta úr böli æskufólks og til að flýta fyrir byggingu heimila fyrir afvegaleidda æsku. Er fé þetta inn komið fyrir sýningar á kvikmyndinni ,,Úr dagbök lífsins,” sem Magnús lauk við að gera á síðastliðnu ári. Var hún sýnd hér í Reykjavík all- oft fyrir jólin við góða aðsókn. í jólaleyfinu Nferðaðist hann með hana til Snæfellsness og sýndi hana á nokkrum stöðum, en einnig í Borgarnesi og á Akranesi. Voru tvær sýningar á sumum stöðum, því að aðsókn var mjög góð og myndinni alls staðar vel tekið. Eitthvað sá ég skrifað um myndina í blöð um það leyti, sem sýningar stóðu yfir hér í Reykjavík, en þar sem ég tel, að hér sé um að ræða merki- legt framtak, vil ég leggja orð í belg. Hver er tilgangur Magnúsar Sigurðssonar með því að gera þessa kvikmynd og sýna? Hafi einhverjum komið til hugar, að þar ráði gróðavon, má sá hinn sami slá þar striki yfir. Af- hending fjár þess, sem greint liefur verið frá, sýnir tilgang- inn. Hann er í þjónustu upp- eldisins. Magnús hefur um langt skeið haft afskipti' af uppeldi barna og unglinga sem kennari og skólastjóri, en einn- ig var hann um mörg ár í barnaverndarnefnd og er nú í barnaverndarráði. Hefur hann þannig komist í náin kynni við þau vandamál og þá margvís- legu erfiðleika, sem við er að glíma, þegar heimili gerast ó- fær til að gegna skyldu sinni uin uppeldi barnanna. Það björgunarstarf, sem barnavernd arnefndir geta unnið, nær skammt, þar sem oft er ekki um neinn stað að ræða, er beri skylda til að taka við þeim börnum og geti orðið þeim gott heimili. Eg lít á þetta afrek Magnús- ar (ég hika ekki við að kalla það afrek) sem sókn í barna- verndarmálunum. Og sú sókn fer fram á tvennum vígstöðvum. Fyrst og fremst er ætlunin að afla fjár, til þess að unnt verði að reisa og starfrækja nauðsyn- leg heimili fyrir afræktu börn- in. Þar hefur nú þegar unnizt sigur í fyrsta áhlaupi, en von- andi vinnast fleiri slíkir. Að hinu leytinu er hér um að ræða sókn inn á við. Sú að- ferð áð taka börh eða hálfvaxna unglinga af heimilum, sem orð- in eru gerspillt, og koma þeim til dvalar á opinberum stofn- unum eða sveitaheimilum, er líkt þvi að flytja fárveikan sjúkling í sjúki-ahús. Batinn er aldrei viss, sízt fullkominn bati. Betra væri að koma í veg fyrir sjúkdóminn, ef það væri unnt. Ef það tækizt að opna augu al- mennings fyrir ýmsu því, sem oft verður upphaf þeirra mein- semcla, er síðar gerspilla heim- ilunum, væri ekki til einskis barizt. í þessu sambandi má miripa á orð Heilagrar ritning- ar: ,,Sá, sem þykist standa, gæti þess, að hann ekki falli.” Það er ckki alltaf að kenna drykkjuskap foreldra þegar illa tekst, þó að þar sé voðinn geigvænlegastur. Ýmiss konar mistök á uppeldinu. einkum í byrjun, verða oft örlagarík. Hvernig er svo þessi kvik- mynd. Úr dagbók lifsins? Eins og nafnið bendir til er hér um að ræða lífið sjálft, en þó að- eins þætti úr því. Myndin er sönn, þótt hún sé leikin. At- burðirnir hafa allir gerzt í raun og veru og það hér mitt á með- al okkar — í Reykjavík. Þeir eru valdir úr skýrslum barna- verndarnefndar og lögreglunn- ar. Leikendur eru ólærðir, og sumir þeirra hafa aldrei komið á leiksvið fyrr. Eru það eink- um kennarar hér í Reykjavík og börn þeirra. Eg verð að játa, Framh. á 10 síðu. W%\%%%M%%%S%WWAl%%%%W%V%%%M%V%%%%%%%%V%%%%%%V%V <%%%%%%%%%%%%%%%»%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%> ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. febrúar 1964 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.