Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 16
Arangur Islendinganna var sæmilegur á sunnud. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins f Innsbriick, Ingimari Jónssyni. fSLENDINGAR kepptu allir á £unnudaginn. í stórsvig'i varð Árni Sigurðsson 56. á 2:14.90 mín. og Krisf inn Benediktsson 61. á 2:17,86 gnín. Jóhann Vilbergsson féll og varð úi’ leik. Keppendur voru 101, 8 koniu ekki í mark og 8 voru éarraún- ur leik. Lengd brautar- Innar var 1500 metrar hæðarmis- tiunur 49ö metrar og hliðin voru 75. íslendingunum fannst brautin erfið, 8 cm. aí nýföllnum snjó var Carinn af þegar að þeiin kom og fcrautin orðin hörð og óslétt, þeir Stig og verðlaun ínnsbrúck, 3. febr. (NTB) EFTIR keppnina í dag hafa verð- launin skípzt milli þjóðanna sem hér segir: Rússar 5 gull, 5 silfur ©g 4 bronz. Frakkland 3-3-0, Finn- land 3-1-1, Noregur 1-3-1, Austur- ríki 1-2-1, England 1-0-0, Holland 1-0-0, Þýzkaland 0-1-2, ítalia 0-1-1, USA 0-1-1, Norður-Kórea 0-1-0, Kanada 0-0-2, Svíþjóð 0-0-1. Stigin: Karlar, Noregur 29, Finn land 25, Sovét 22, Þý'zkaland 19, Áusturríki 17, Frakkland 15, Sví- Þjóð 11, Ítalía 9, Kanada 7, Eng- iand 7, Sviss 7, USA 5, Tékkó- Slóvakía 3. Konur. Sovétríkin 71.5, Frakk- íand 28.5, USA 14.5, Finnland og Austurriki 12, Þýzkaland 8, Norð- «r-Kórea 7.5, Holland 7, Svíþjóð <6, Kanada 4, Japan 3. Samanlagt: Sovét 93.5, Frakk- fand 43.5, Finnland 39, Noregur 29, Austurríki 29, Þýzkaland 27, USA 19.5, Svíþjóð 17, Kanada 11, ftalía 9, Norður-Kórea 7.5, Sviss, V, England 7, Holland 7, Tékkó- cióvakía 3, Japan 3. WHWWMWWWWWWW BLAÐAMAÐUR HANDTEKINN í INNSBRUCK Innsbruck, 3. febr. (NTB) Kanadíski blaðamaðurinn, Michael Sone var tekinn fast- ur í gær, er hann neitaði að yfirgefa stúku, sem tekin hafði verið frá fyrir Julíönu Bíollandsdrottningu og prins Bemard. Blaðamaðurinn! dvaldi í leyfisleysi í konungs- stúkunni, þegar drottningin og matfuí’ hennar fylgdust með úrslitakeppninni I list- lilaupi kvenna. Fyrsl var Sone beðinn um að víkja úr stúkunni, en þeg- ar hann neitaði og veitti lög- reglunni mótstöðu, var hann tokinn fastur. twvwwwwwwwwwt hefðu náð betri tíma og orðið fram ar, ef þeir liefðu haft lægri rás- númer. Árni færði sig fram um einn flokk og Kristinn um tvo miðað við rásnúmerin. Árni fór vel af stað og hafði bezta millitímann af íslendingunum, 21.8 sek (Zim- mermann hafði 19.0 sek.) í miö- hluta brautarinnar varð hann að slá af, en lionum gekk vel í lokin. Árni hafði rásnúmer 97 og kom jafnt þeim, sem hafði rásnúmer 96 í mark. Ilann hlaut lof fyrir, enda sá eini í keppninni, sem tókst að ná sínum fyrirrennara. Kristinn hafði millitímann 22,1 sek. og fór brautina nokkuð jafnt. Báðir kvörtuðu yfir ónógri þjálf- un og rcynsluleysi í slíkum braut- um, scm væru mun erfiðari en brautir heima, bæði hvað lengd og landslag snertir. Þegar þjálfun er af skornum skammti, þá vantar á- ræði og einbeitni til að keyra upp á líf og dauða. Ekki voru íslendingarnir á- nægðir meö árangurinn. Þeir hefðu orðið á eftir ínönnum, sem þeir áttu auðveldlega að geta sigr- að. Jóhann varð fyrir því óhappi að detta á slæmum stað og tafðist svo við það, að þýðingarlaust var að halda áfram. Hann féll á sama stað og Zim- mermann. Valdimar Örnólfsson þjálfari, sagðist hafa búist við að þcir yrðu frainar, en sagði frammistöðuna ekki laka, þegar tekið væri tillit til aðstöðumunar til þjálfunar heima og í Mið-Evrópu. Þeir sem hreppt liefðu fyrstu sætin, væru atvinnumenn, sem hefðu 10-15 ára þjálfun við bcztu aðstæður að baki sér. ★ 15 km. gangan: Þórhallur Sveinsson varð nr. 55 á klst. og 14.9 sek. Millitími hans á 5 km. %'ar 20:40,8 mín. og á 10 km. 40:13.8 mín. Birgir Guðlaugs- son varð nr. 67 á 1 klst. 4:53,9 mín. Miílitími á 5 km 22:45,6 og á 10 km. 46:20.6. Keppendur voru 71, en 2 luku ekki keppni. Frammistaða íslendinganna í 15 km. göngunni veröur að teljast töluvert betri en i 30 kin. göng- unni, enda þekkja þeir þessa vega- lengd betur. Tími Þórhalls verður að teljast ágætur, hann er aðeins 5 mínútum á eftir ítalanum De So- rigo, sem sigraði á reynsluleikun um í Seefeld í fyrra. íslendingarn- Framh. á 13. siðu [H]££IUD 45. árg. — Þriöjudagur 4- febrúar 19G4 — 28. tbl. HEYRT OG SEÐ Frá fréttaritara Alþýðublaðsins í Innsbruck, Ingimari Jónssyni. ★ Sá orðrómur er kominn á kreik, að verksmiðjueigandi nokkur hafi lofað Egon Zimmermann 100.000 schillingum ef lionum tækist að sigra í brunkeppninni. Alkunna er að ýmsir framleiðendur skíðavarn- ings hafi lofað að greiða hundruð þúsunda fyrir hitt og þetta, en erf- itt hefur reynst að sanna slíkt. ★ Austurrískir liermenn vinna nú að því baki brotnu að koma Berg Isel stökkbrautinni í lag, en snjó- leysi kemur í veg fyrir að hægt sé aö æfa þar. ★ Zimmermann mun ekki keppa í svigi á föstudag. Tormod Knutsen hlaut fyrstu gullverðlaun Norðmanna í Innsbruck. Knutsen hlaut fyrstu gullverðl. Norbmanna Innsbruck, 3. febrúar (NTB). ÞAÐ var dagur Noregs og Frakk- lands á Vetrarleikunum í dag. — Norðmaðurinn Tormod Knutsen sigraði með allmiklum yfirburð- um í norrænni tvíkeppni, en þetta eru fyrstu gullverðlaun Norð- manna á Vetrarleikunum. Þó að Knutsen hafi ckki hlotið olympískt gull fyrr hefur hann náð góðum árangri, í Squaw Valley varð hann annar og í Cortina 1956 var Knut- sen sjötti. Eftir stökkkeppnina á sunnudag var Georg Thoma fyrstur, en Knut sen annar, en Norðmenn höfðu yf- irburði í göngukeppninni. Gleðin var að sjálfsögðu mikil í norsku búðunum. Annar í keppninni vaið. Riissinn Kisilev, en Georg Thomæ, fyrrum olympíumeistari, varð þriðji. Rússinn Gusakov varð fjórði. Mesta athygli í dag vakti samt sigur Marielle Goitschell í stór- svigi kvenna, en áður hafði systir hennar Christine borið 'sigur úr j býtum í svigi, en þá varð Marielle önnur, nú varð Christine í öðru sæti ásamt bandarísku stúlkunni Jean Saubcrt. Afrek systranna eru frábær og það hefur aldrei skeð fyrr á olympíuleikum að tvö gull og tvö silfur höfnuðu til sömu fjöl- skyldunnar! Þýzka stúlkan Heidi Biebl var mjög óheppin í stórsvig- inú, liún „keyrði” mjög vel og sig- ur Marielle virtist í hættu um tíma, en fall Biebl neðarlega í brautinni kom í veg fyrir það. Dagskráin í dag: í DAG verður keppt í eftirtöldum greinum: listhlaupi karla, skíðar skotgöngu, 500 m. skautahlaupi karla, íshokki. : Urslit í stórsvigi: M. Goitschell, Frakkl. 1.52.24 mín. C. Goitschell, Frakkl. 1.53.11 J. Saubert, USA, 1.53.11 C. Haas, Þýzkal. 1.53.86 FamoSe, Frakkl. 1.53. 89 4 E. Zimmérmann, Austurríki, 1.54.21. HWMMMUWWWWWWI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.