Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 11
■WMWmWWMWMMMWIM ÞESSl mynd var tekin í Inns- briick fyrir nokkrum dögum og skýrir vel þá erfiðleika, sem framkvæmdanefnd vetr- arlcikanna hefur átt við að' stríða vegna snjóleysis. Svanberg Þórðarson sigr- aði í A.-flokki á Akureyri SKÍÐAMÓTINU, sem haldið var í Hlíðarfjalli um helgina, í tilefni þess, að nýja togbrautin fyrir ofan MMMMMMMMMMMMMMM* Skíðahótel Akureyringa var tekin í notkun lauk á sunnudag. Árdís Þórðardóttir Sigluf. sigraðj i svigi kvenna á 87 sek. Önnur varð Karólína Guðmundsdótdr úr Reykjavík á 102,4 sek. og þriðja Marta B. Guðmundsdóttir Reykja vík á 102,7 sek. Keppendur í svigi karla voru yfir 30 talsins. Sigurvegari varð Svanberg Þórðarson, Ólafsfirði, á 105.7 sek. Annar varð ívar Sig- mundsson, Akureyri, á 109.2 sek. og Þorbergur Eysteinsson, Reykja- vík, þriðji, á 115.2 sek. Brautin var 420 metrar á lengd og hlið 41. í flokkasvigi sigraði sveit Akur- eyringa á 417.1 sek. Önnur varð sveit Siglfirðinga á 455.8 sek., og þriðja sveit Ólafsfjarðar á 464.3 sek. Brautin var álíka löng í svig- ' braut karla, en hlið voru fleiri, cða 43. Bestum brautartíma náðu ús Ingólfsson, Akureyri og Hjálm- ar Stefánsson, Siglufirði, 99.6 sek. í 11 til 15 ára flokki sigraði Að- alsteinn Bernharðsson, Ólafsfirði. á 42.1 sek. Annar varð Arni Óð- insson, Akureyri, á 42.5 sek. og bróðir hans, Ingvi, varð þriðji á 45.8 sek. { Veður var heldur óhagstætt til ' keppni, hvasst hríðarveður, en tog- brautin nýja reyndist í alla staði vel. SJOUKE DIJKSTRA Skoblikova hlaut 4. gullverðlaunin Mántyranta sigraði í 15 km. göngu og Dijkstra í listhlaupi Innsbriick, 2. febr. (NTB). RÚSSNESKA stúlkan Lydia Skob- likova hlaut fjórðu gullverðlaun- in hér í Innsbriick í dag, er hún sigraði örugglega í 3000 m. skauta hlaupinu á tímanum 5.14.9. í öðru sæti voru tvær stúlkur jafnar og hljóta því báðar silfurverðlaun, það var Pil Hwa Han, Norður-Kó- reu og Valentina Stenina, Sovét- ríkjunum þær hlutu tímann 5:18,5 mín. Nesterova, Sovét varð fjórða á 5:22.5 mín., og Mustonen, Finn- landi fimmta á 5:24.3 mín. Afrek Skoblikovu er frábært og enginn hefur hlotið jafnmörg verð laun í einstaklingsgreinum á Ol- ympíuleikum. Þess má einnig geta, að hún hlaut tvenn gullverðlaun í Squaw Valley. Afrek Pil Hwa Han kom mjög á óvart. Mántyranta vann jafnöruggan Körfuknattleiksmót íslands er hafið: ÍR gjörsigraði KR í mfl. karla sigur í 15 km. göngunni og í 30 km. á dögunum, hann gekk vega- lengdina á 50.54.3 mín. Annar varc’ Grönningen, Noregi, og þriðji Six- ten Jernberg, Svíþjóð. Huhtala Finnlandi varð fjórði, Stefansson Svíþjóð fimmti- og Rússi sjötti. Flestir reikna nú með Mántyranta sem sigurvegara í 50 km. göng- unni. Það var franskur sigur í stór- svigi, Francois Bonlieu varð ol- ympíumeistari á 1.46.71, annar varð Karl Schranz, Austurríki á 1.47.09 og þriðji Josef Stiegler, Austurríki á 1.48.05 mín. Manni- nen Finnlandi, varð fyrsti Norður- landabúinn á 1. 55.05 mín. Hollenzka stúlkan Sjouke Dijk- stra sigraði örugglega í listhlaupl kvenna, hún hlaut 2018.5 stig, önn- ur varð Regine Heitzer, Austurríkl á 1.945.5 stig og þriðja Petra Burka, Kanada með 1.940.0 stig, Framh. á 13. síðti MMMMMMMMMMMMMMMV i MEISTARAMÓT Islands í körf- knattleik, það 13. í röðinni hófst í íþróttahúsinu að Ilálogalandi sl. laugardagskvöld. í mótinu taka l’átt 32 lið frá 10 félögum eða á fjórða hundrað þátttakendur. Keppt er í fimm flokkum karla og tveim flokkum kvenna. Bogi Þorsteinsson, formaður Körfuknattleikssambandsins setti mótið með stuttri ræðu, hann gat um ágætan árangur unglinga- landsliðsins í Evrópumótinu í haust, en þá sigraði íslenzka lands- liðið í tveim leikjum, ísland vann Luxemburg og England. Hann ræddi um vaxandi áhuga æskunnar á körfuknattleiksíþróttinni, en nú skipta þeir þúsundum, sem æfa körfuknattleik í skólum og félög- um. Loksins ræddi Bogi um vænt- anlega íþróttahöll, sem er að rísa, en þó fyrst munu körfuknattleiks- menn geta tekið upp eðlileg sam- skipti við aðrar þjóðir í íþrótt sinni, en hingað til hafa allir lands leikir í körfuknattleik farið fram erlendis. Fyrsti leikur mótsins var í 1. flokki karla, Ármann sigurvegari frá síðasta móti lék gegn Skalla- grími, Borgarnesi. Ármenningar unnu örugglega eða með 47 stig- um gegn 20. Þá mættust KR og ÍR í meist- araflokki karla, en fyrirfram var búizt við skemmtilegri viðureign. En það fór þó svo, að ÍR-ingar sigruðu með allmiklum yfirburð- um eða 87 stigum gegn 56, í hléi var staðan 37:26. MMMMMMMMMMMMMMMH ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. febrúar 1964 ±±

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.