Alþýðublaðið - 19.02.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.02.1964, Blaðsíða 15
J ____ Sérstök tilkynning. Nicliol- as, þú — þú heldur þó ekki að hún ætli að játa? Ég lá kyrr á rúminu, og skyndi lega hrundu töframir af mér, og við mér blasti blákaldur raunveru leikinn. — Nicholas. Delight togaði í mig. — Flýttu þér. Ef við miss- um af einu orði, þá skal ég éta á mér löppina. Við hlupum niður stigann. Heimilisfólkið hafði safnazt sam an í dagstofunni, og beið þar eft- ir mömmu. Ronnie sat í einhvers konar hásæti. Pam gekk reykj- andi um gólf með Tray á hælun- um. Gino og Hans frændi sátu saman á legubekk. Pam þaut á móti mér: — Nickie, hvað í veröldinni skyldi hún ætlast fyrir? Nú kom mamma inn. Hún hafði farið úr sorgarklæðunum og i síð buxur og blússu. Hún hélt á kampavínsflösku í hendiimi. Hún j’étti Gino hana. — Gino, elskan, vertu nú vænn og opnaðu flöskuna og lielltu í glösin. Maturinn er tilbúinn. en hann getur beðið andartak. Gino gerði eins og hún bað. Mamma horfði á hann með vel- þóknun. Hún drakk aldrei annað en kampavín. Eg held að það hafi verið vegna þess, að á smá- stjörnudögum hennar var það tal ið hámark allrar velgengni að hafa efni á að drekka kampavín virkan dag sem helgan. Gino færði henni fyi-sta glas- ið. Mér fannst höfuð mitt vera að springa. Þegar við höfðum öll fengið kampavín, lyfti mamma glasi sínu og brosU raunalega til Ronnies. ? -—- Ronnie, elskan. Þú mátt ekki taka það sem gagnrýni, þegar ég segi að við hefðum átt að vera búin að tala hreint út fyrir löngu. Auðvitað er það eng um sérstökum að kenna. Við höf um öll orðið að hugsa um vesal- ings Normu. En nú finnst mér að við getum hugsað svolítið um okkur sjálf með góðri samvizku. Ronnie vai- jafn skilningsvana á svipinn og við hin. Mamma lagöi glasið frá sér, og svipur hennar vai’ð fjörlegri. Jæja, elskurnar mínar, nú ætla ég að skamma ykkur dálítið. Auð vitað að þér undanteknum, kæri Ronnie. Eg hef hugsað mikið um ykkur áð undanfömu, og mér finnst reglulega svívirðilegt hvernig þið hafið leyft ykkur sjálfum að grotna niður. Okkur Pam svelgdist báðum á kampavíninu. — Þú, sagði mamma og horfði alvarleg á Pam. — Þú varst al- veg guödómlegur hundatemjari — einhver sá- albezti 1 þeirri grein. Hvernig hefur þú notað þessa hæfileika þína síðustu ár- in? Þú hefur ekkert gert, blátt áfram ekkert. Og Gino — þeg- ar ég hugsa um hin stórkostlegu, fvöföldu handahlaup þín I Manc hester — og nú grotna vöðvar þínir niður af notkunarleysi. Og Hans frændi, gamli, góði Hans frændi, ég veit, að þetta er ekki þín sök. Eg veit, að fólk er orðið hræðilega leitt á jóðli. En þú ert nú samt einhver sá bezti jóðlari, sem uppi hefm- verið. Og hvað Nickie viðkemur . . . Nú var komið að mér að mót taka „égveithvaöþérerfyrirbeztu" augnaráiðið. — Eg get eiginlega ekki skilið, hvaða þýðingu það hefur að þjóta ábyrgðarlaus út um allan heim til að skrifa einhverja leiðinda bók. Hvers vegna elskan? Þeg- ar þú ert fæddur dansari. Manstu ekki, hvað þú varst stórkostlegur í dans- og skylm 21 ingaskólanum? Hugsa sér alla þá hæfileika, sem þar með verða að engu. Og þar sem við erum nú að tala um dans . . . Nú var röðin komin að Delight. — Mér er sagt, að þú hafir ætlað þér að verða fræg dans- mær. Hefur þú ekki líka svikizt undan merkjum? Hvernig held- urðu . . jæja, nóg um það. Eg held að mér hafi tekizt að gera mig skiljanlega, og ég er viss um, að þið eruð sammála mér um það, að nú sé timi til kom- inn að binda endi á alla þessa deyfð og sinnuleysi. Eg hef séð fyrir öllu. Gino, þú byrjar strax á morgun í tíma í YMCA fim- leikaskólanum í Santa Monica. Nickie og Delight, þið byrjið í danstímum hjá þessum guðdóm lega litla manni frá La Cinenega. Kæri, Hans frændi, þú jóðlar og jóðlar, þar til barkinn á þér kemst í samt lag. Og þú, Pam, þú lætur hendur standa fram úr ermum og byrjar á Tray. Þessi liundur er okkur blátt áfram til vanvirðu. Við vorum gjörsamlega rugl- uð. — En . . . en, Anny — hvað . . . hvers vegna, stamaði Pam. — Hvers vegna? Þarft þú að spyrja að því, sem ert alltaf að stynja undan fjárliagörðuleikum okkar: Anny, hvers vegna hugs arðu ekki meira um að koma þér áfram? Anny, Anny, Anny . . Þú Iiefur verið óseðiandi í kröf um þínum um peninga og meiri peninga. Manstu, hvernig þú last mér lexíuna einu sinni, einmitt þegar ég var önnum kafin við að hjálpa vesalings Normu? Auð vitað mátti ég ekki vera að því að skipta mér af því þá, en strax og vandamál Normu virtust vera að leysast, fór ég að hugsa um þig. Vesalings Pam, hugsaði ég. Það er skömm að því, að hún skuli þurfa að hafa svona mikl- ar áhyggjur. Annars hafði ég vonazt til að geta hvílt mig dálít- ið, eftir margra ára þrælóm. Já, bókstaflega þrældóm. En ég sá, að um slíkt var ekki að ræða. Hún þagnaði og starði rauna- lega á mjóar, hvítar hendur sín- ar, eins og hún byggist við að sjá merki margra ára þrældóms á þeim. Svo brosti hún töfrandi. — Strax og ég fékk hvíld frá öðrum skyldustörfum, tók ég al- varlega ákvörðun í þessu máli. Eg ákvað, að ef ég yrði að vinna^ skyldi það að minnsta kosti verða eitthvað skemmtilegra en þetta eilífa strit við kvikmyndirnar. Eitlivað, sem myndi hjálpa okk- ur öllum til að finna sjálf okkur aftur. Svo að ég flaug til Las Vegas og talaði við hina guðdóm lega Steve Adriano. Þið vitið, að litla stúlkan hans er guðdóttir mín. ......... Pam stundi ömurlega. — Kæri Steve, sagði mamma. — Honúm fannst hugmynd mín stórkostleg. Alveg stórkostleg. Anny Rood og fjölskylda. Eg ætla að syngja og dansa, ég ætla að gera allt mögulegt. Það er ekki nema eðlilegt, að ég verði aðal- skemmtikrafturinn, en þið mun- uð líka skemmta. Bílstjórinn minn sýnir fimleika — þeir þurfa ekki að vera alltof erfiðir, kæri Gino. Einkaritarinn minn lætur Tray leika listir sínar. Son ur minn og einkaritari einkarit- arans sýna dans, og svo smá jóðl á milli, sem við frændi minn sjá um um. Steve segir, að þetta mundi verða sótrkostlega vel- heppnað, þar sem fólk er alveg tryllt í einkalíf filmstjarna. Auð vitað megum við ekki vera of fljótfær. Þetta verður að vera þaulæft. Við þurfum heldur ekki að hafa áhyggjur af skemmti efninu. Þegar ég fór með litlu, yndislegu munaðarleysingjana til San Diego ásamt Billy Croft, bað ég hann um að sjá okkur fyrir skemmtiefni, og liann er þegar búinn að því. Lög, textar, smá þættir o. s. frv. Þetta er alveg dásamlegt hjá honum, drengur- inn er greinilega snillingur. Hann segist leggja síðustu hönd á þetta fyrir næsta þriðjudag, og hann hefur jafnvel boðizt til að stjórna æfingum okkar fyrstu tíu dagana. En þá er hann ráðinn við Broadway leikhús. svo ég verð að taka við stjórninni. Iiún þagnaði andartak og and' varpaði. — Eg hef ekki áhyggj: ur af neinu nema því, í hverju: ég á að vera. Eg verð á sviðinu; allan tímann, svo ég fæ ekkert tækifæri til að skipta um föt., Og úr því ég verð að vera í sama • kjólnum allan tímann, verður hann að vera stórkostlegri en nokkur annar kjóll, sem nokkurn tíma hefur sézt á sviði. Eg býst við að ég verði að fara til Parísar til að finna hann. Það er að vísu dálítil fyrirhöfn, en herra Dalma in mundi aldrei fyrirgefa mér, e£ ég léti einhyern annan gera hann. Hann er líka engill í manns- mynd, og mundi áreiðanlega flýta sér eins og hann gæti. Eg held, að ef við vinnum myrkranna á milli, ættum við að geta verið tilbúin eftir sex vikur. Hún leit á Pam. — Heldurðu ekki að sex vikur nægi okkur, elsku Pam? Eg vona það innilega, því að Steve bað mig grátandi á hnjánum að reyna að vera til búin fyrir opnun Shara-Sands fimmtánda júní. Júnímánuður er líka dásamlegur tími í Las Veg- as. Hann grátbað mig að gera samning fyrir ótakmarkaðau tíma, en maður getur nú feng ið nóg af Las Vegas. Svo að ég sagði honum, að við myndum að — Þetta er ekld til þín, en ég er vond út í hann og Metta mín. Þctta er hann Palll, ætla ekki að svara strax. J U 31 ' THIS 15 AN -U E/SiEE6£N'cy / COL5.B. CANYON U.5.A.F. IN TUPk HAVA yoLLARI TC-aWE. 50 miíi EA5T.OF •—r EEZUIWM íI HAVET" ' WOUNDEP ^ ABOAE.D/ -X SAYA6AIN'- THI5 15 AN EMEEöENCY/ OVEP..._ cesTJ ANP SUCH 15 THE POVVER CF HUAVAN UI5TKES5 THATEVEgy EADIO CHANNEL 15 INSTANT.y OPEN-I EP TO DIZBCT 5TEVE TO THE NEAREST BAS£.. ANP AS HE LANP5 — WITH ’ VV'OUNPED AðOARP' R0CKET5 TRAILIN6 — THE AMBDlA.NCES'AKE VVAITINö • •- J“ Viö komum rétt bráðum yfir tyrkneskan herflugvöll. Hvar ertu Deka. — Þetta er neyðarkall. Stál ofursti kall- ar fimmtíu mílur fyrir austau Erzurwm. Með særðan mann um borð. Eg endurtek, þetta er neyðarkall. Aliir keppast nú við að leiðbeina Stebba að næsta flugrvelli, og þeg ar hann lendir bíða sjúkrabílar tilbúnir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. fébrúar 1964 Jjj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.