Alþýðublaðið - 19.02.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.02.1964, Blaðsíða 10
Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur AÐALFUNDUR fél'agsins verður haldinn í Iðnó næstkoonandi föstud:ag 21. febr. Od. 8,30 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Benedikt Gröndal alþm. flytur erindi um íslenzkt sjónarp. Féiagsmenn eru hvattir til að fjölmenna stundvíslega. STJÓRNIN. ri I heyranda hljóði Framhald aí bls. 7. þau listaverk í sanianburði við verðmætustu dýrgripi veraldarinn- ar í línum og litum? Og hvílíkt gleðiefni væri það ekki, að Lista- pfn íslands eignaðist einhvem •þeirra? Það er dýrt, en sjálfstæði fullvalda menningarþjóðar kostar 'fleira en þá aura, sem fara til ihnífs. og skeiðar, skæðá og klæða. Listasafnið á auðvitað að vera Stofnun í líkingu við háskólann, Jandsbókasafnið, þjóðskjalasafnið og þjóðminjasafnið. En um allar •þessar stofnanir gegnir sama ifnáli: Fólkið í landinu verður að dielga sér þær, en ekki að standa jsem hnípin þjóð að baki þeirra. ;Og menningarstofnanirnar verða að gera eitthvað til þess að vinna hugi fólksins. Listasafnið á þess áuðveldan kost, ef forráðamenn ; þess nenna. Menntamálaráð íslands gat ekki til frambúðar haft yfirstjórn lista- safnsins á hendi. Það hefur eftir sem áður nóg á sinni könnu. Skipu- lag og rekstur safnsins er sér- stakri stjórnarnefnd nægilegt verkefni. Þess vegna var sjálfsagt mál að setja lögin um listasafnið og listráðið. En vandi fylgir veg- Semd hverri: ListrJÖið má ekki vanrækja það, sem menntamála- ráð kom í verk og jók veg safnsins 3með þjóðinni — fékk fólkið í landinu til þess að helga sér það með aðsókn og áhuga. Niðurfell- ing yfirlitssýninganna í safninu sjálfu og farsýninganna á vegum þess út Um land er óþolandi tóm- læti. Og niig undrar það stórlega af því að ég veit mætavel, að list- ráðið skipa ágætir drengir, sem ætla íslenzkri myndlist mikla framtíð, enda sumum manna skyldast að beita sér fyrir því fagra ævintýri. Og íslendingar eiga að hlæja að þeim iðjuhöldum og kaupsýslu- mönnum, sem koma saman á fundi í sparifötum við hátíðleg tækifæri til þess að gefa nokkrar skógarhríslur í stað þess að láta stofnun eins og listasafnið njóta góðs af þeim fjárráðum, sem skást eru á íslandi. Peningarnir eru upphaflega frá fólkinu komnir. Þess vegna á almenningsálitið að fylgjast vel með því, sem gefið er af gróðanum. Það á að renna til menningarlegra þjóðstofnana, sem eru og verða órækar heimild- ir um andlegt sjálfstæði okkar annars vegar og sjón okkar og heyrn í áttina til veraldarinnar hins vegar. Mér er þetta heilagt alvöru- mál, en þó skal ég bæta við sak- lausu gamni til að fylla út blaðið áður en ég tek það úr ritvélinni: Eg veit ekki, hvort Hákon Bjarna- son á son, en sé svo, þá legg ég hérmeð tij, að hann læri listfræði og verði næsti forstöðumaður Listasafns íslands, þegar Selma Jónsdóttir hættir. Og öllu gamni fylgir nokkur alvara: Listasafnið þarf á söfnuði að halda — ekki síður en skógræktin. Hann á bara að vera hófsamari og vitrari. Kaupmannahöfn í febrúar. Helgi Sæmundsson. Trésmiðafélag Reykjavíkur Allsherjaratkvæðagreiösla 1964 um kosningu stjórnar og í aðrar tnxnaðarstöður í félag- inu, fer fram laugardaginn 22. febrúar kl. 14—22 og sunnu daginn 23. febrúar kl. 10—12 og 13—22 og er þá lokið. Kosið verður á skrifstofu félagsins að Laufásvegi 8. Kjörstjórn. t i 1; | '! ;í Blá, vatteruð úlpa fannst á Háskóla'rellinum í gær. Upplýsingar á Laufásvegi 45. Sími >i3450. Sigurgeir Sigurjónssou hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstota Óðinsg-ötu «. Síml 11043. Vióskipta- skráin 1964 Senn líður að því að lokið verði við samningu handrits að Viðskiptaskránni 1964 Félögum og stofnunum í Reykjavík, sem skráð eru í fé- lagsmálaskrá Reykjavíkur, hafa verið sendar úrklippur til leið- réttingar með beiðni um að þær verði endursendar yfirfamar og leiðréttar fyrir 20. febrúar. Við flesta einstaklinga og fyr irtæki, sem skráð eru í bókinni, hefur verið talað, og víð þá, sem eftir eru, mun verða talað næstu daga. Við allmörg ný fyrirtæki, sem ekki voru í bókinni í fyrra, hef- ur einnig verið talað og við fleiri mun verða talað næstu daga. En þó að þeir, sem að rit- stjóm Viðskiptaskrárinnar vinna, geri sér allt far um að ná sambandi við sem flest fyrirtæki og félög, er óumflýjanlegt að eitthvað fari framhjá þeim, og því em forsvarsmenn fyrir- tækja, félaga og stofnana, sem ekki eru skráð í bókinni góðfús- lega beðnir að láta vita af sér með þvi að hringja í síma 17016. Viðskiptaskráin leggur mikla áherzlu á, að sem allra flestir, er sjálfstæðan atvinnurekstur eða viðskipti hafa rheð höndum, svo og félög ög stofnanir, séu skráð í bókinni. Ég iörast einskis" Framh. af 6. síðu hennar í hugum aðdáenda hennar. Þetta nafn fær einnig mynd- in, sem nú er í undirbúningi um líf hennar. Myndin fjallar aðallega um ást hennar til hinna fjögurra eiginmanna sinna og mest rúm þar tekur hjónaband lienn- ar við hnefaleikakappann Mar- cel Cerdan, en talið er, að þann mann hafi hún elskað heitast. Edith Piaf var með manni sínum í Bandaríkjunum, þar sem hann var á ke’jpnisferða- lagi. Eitt sinn I þeirri ferð sat hún í veitingastofu flugvallar eins og beið flugvélar hans. — Vélin kom aldrei, hún hafði hrapað í Andesfjöllum. Um kvöldið átti Edith Piaf að syngja og hún líóf skemmt- unina með „Je ne regrette rien“. Skipulagsbreyting Framhald af bls. 7. þau hafa myndað með sér sam- band og lagt þannig eina liindr- unina énn í veg skipulagsbreyt- ingarinnar. Auk þess hlýtur stofn un sliks sambands nú, að gefa byr undir vængi þeirri tortryggni, sem ýmsir hafa alið á, að verka- menn og verkakonur eigi ekki samleið í hagsmunabaráttuhni með öðrum sérgreinum innan lieild- arsamtakanna, svo sem verzlunar- fólki og iðnaðarmönnum o. s. frv. Þótt hér hafi verið rætt sérstak- Iega um áformin um „verkamanna samband", gildir nálcvæmlega sama máli um þær ráðagerðir, sem uppi munu vera um stofnun sam- bands „málmiðnaðarmanna" og jafnvel „sambands “einhvers liluta byggingariðnaðarfélaga. Stofnun slíkra gervisambanda, án aðildar verkamanna i þessum greinum, er hreint tilræði við samþykktir Alþýðusambandsþinga um skipulagsmálin. Hér skal engum getum að því leitt, hvaða hvatir ráða gerðum þeirra manna, sem nú ganga fram fyrir skjöldu í því að rjúfa þá samstöðu, sem þrátt fyrir allt hef ur náðst um stéfnu ASÍ í skipu- lagsmálum samtakanna. Eitt er þó víst: Það er ekki umhyggja fyrir framtíðarvelgengni og styrk verka lýðssamtakanna, sem rajður gerð- um þeirra. Það er því fyllsta ástæða fyrir meðlimi samtakanna að gjalda var hug við þessum áformum og krefj ast af þeim, sem vilja teljast for- ystumenn verkalýðsfélaganna, að þeir geri sér ekki leik að því að brjóta gegn einróma samþykktum þinga Alþýðusambandsins um skipulagsmál hreyfingarinnar, þótt stundarhagsmunir þeirra persónu- lega kunni að gera slíkt freistandi. Gæruúlpur kr. 998.00. MIKLATORGI OTIO A. MiCHELSEN Klapparstíg 25 Sími 20560 Byggimgaffélög Húseígeudur Smíðum handrið og aðra skylda smíði. — Pantið í tíma. Vélvírkinn s.f. Skipasundi 21. Simi 32032. Vesturgötu 23 HLJS FRSIEenKTÐf* ÁSVALLAGÖTU 69. Sími 33687, kvöldsími 33687. Höfum kaupanda 2ja herbergja íbúð í háhýsi. Þar£ ekki að vera laus fyrr en í haust. 3ja Iierbergja íbúð á góðum stað. Útborgun 500 þús. krónur. TIL SÖLU M. A.: 4jra — 5 hcrbergja íbúð í Hvassa leiti. 5 herbergja íbúð í Grænuhlíð. 4ra herbergja íbúð við Kirkju- teig og Silfurteig. 5 herbergja glæsileg íbúð í há- hýsi. Tvennar svalir. Allt teppa lagt. Harðviðarinnréttingar. Bílskrúsréttindí. 5 herbergja íbúð í Barmahlíð. 2. hæð. Bílskúr. 3ja herbergja íbúð í gamla bæn- um. Væg útborgun. 2ja herbergja -íbúð við Hjalla veg. Bílskúr. II. hæð. 3ja herbergja íbúð við Rauðar- árstíg. 2ja herbergja íbúð við Bergþóru götu. Hagstætt verð. I. hæð. í kjallara fylgir góð stofa og snyrting. 4ra herbergja íbúð á Melunum. Fjögur lierbergi og WC. fylgja í risi. Malbikuð gata, fallegur garður. 3ja. herbergja íbúð í nýlegu steinhúsi við Njálsgötu. 3ja herbergja 90 fermetra jarð- hæð á góðum stað í Kópavogi. Ifagstætt verð. ; í búðir í smfðum í miklu iir- vali í Háaleitisliverfi. Munið að eignaskipti eru oft möguleg hjá okkur. Næg biiastæði. Bílaþjónusia viff kaapendur. 10 19- febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.