Alþýðublaðið - 29.02.1964, Side 1
I DAG er 29. febrúar,
hlaupársdagar. í tilefni af
því er rætt í opnunni við 2
menn, Klemens Jónsson,
leikara, off Adolf Wendel,
heildsala. Þeir eiga báðir af-
mæli í dag og eru meira að
segja fæddir sama árið.
Hugðist myrða
iohnson forseta
Washington, 28. febr.
(ntb-reuter).
Bandaríska sambandslögreglan
og lögreglan í Miami leita að
manni, sem hótaoi að skjiUa John-
son forseta, þegar harin var í
lieimsókn á Florida í gær.
Sagt er, að maðurinn, sem leit-
að er að, sé Kúbumaður og liafi
liann verið á hóteli því, sem for-
setinn dvaldist á. Kúbumaðurinn
-var vopnaður skammbyssu.
Samkvæmt blaðafrétt hefur
lögreglan tvívegis verið á heimili
ínannsins án þess að finna hann.
Tilkynnt var í Hvíta liúsinu í
kvöld, að gripiö hefði verið til
öryggisráðstafana, þegar forsetinn
heimsótti Florida.
Það var formælandi Hvíta
Framh. á -1. siðu
Sex manns björguðust fá-
klæddir á elleftu stundu út
um glugga á húsinu númer
122 við Suðurlandsbraut,
þegar eldur kom upp í því í
fyrrinótl. Myndin er tekin
af eldsvoðanum. Sjá nánar í
frétt í fjórðu síðu.
45. árg. — Laugardagur 29. febrúar 1984 — 50. tbl.
Skipbrotsmennirnir af pólska
skipinu Wislok komu til
Reykjavíkur í fyrrakvöld og
hafa dvalizt hér síðan. Mynd-
in hér að neðan er tekin
um fjögurleytið í gær, en þá
drukku skipbrotsmenn kaffi
í boði Kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins. Frétt um
björgunartilraunir við Wis-
lok er á baksíðu. Mynd: JV.
Kísilgúrverksmiðja
arðbært fyrirtæki
Undanfarna daga hafa verið hér
á landi tvcir fulltrúar hollenska
fyrirtækisins AIME í Amsterdam,
hr. Kostering, forstjóri fyrirtæk-
isins og sölustjóri þess, Iir. van
Giezen. Hafa Hollendingarnir átt
viðræður við Stóriðjunefnd og
fleiri aðila um byggingu kísilgúr-
verksmiðju við Mývatn, en Stór-
iðjunefnd hefur um rúmlega 2ja
ára skeið haft samvinnu við þetta
fyrirtæki varðandi tæknilegar at-
huganir á kísilgúrframleiðslu og
markaðsrannsóknir.
í viðræðum þeim, sem nú hafa
farið fram, urðu báðir aðilar sam
mála um það, að undanfarnar
rannsóknir bendi eindregið til
þess, að kisilgúrverksmiðja við
Mývatn geti orðið arðbært fyrir-
tæki og unnt muni verða að selja
framleiðslu hennar á erlendum
mörkuðum ó viðunandi verði.
Hollendingarnir lýstu yfir á-
huga sínum á því, að taka þátt
í stofnun fyrirtækis til að hrinda
þessu máli í framkvæmd. Jafn-
framt hefur verið um það rætt, að
síðar verði stofnað sölufyrirtæki
í Hollandi, er annist sölu á fram-
leiðslu verksmiðjunnar erlendis,
og vcrði sölufélag þetta sameign
AIME og íslendinga.
Niðurstöður þessara viðræðna
verða nú lagðar fyrir stjórn AIME
í Amsterdam og athugaðar af fs-
lenzku ríkisstjórninni, en að þvl
loknu má búazt við því, að málið
verði lagt fyrir Alþingi.
Erindi Lögmannafél. til saksóknara
Reykjavík, 28. febr. — GG.
FVRIR nokkrum dögum sendi
Lögmannafélagið erindi til Sak-
sóknara ríkisins, Valdimars Stef-
ánssonar, þar sem farið var fram
i á aðgerðir af lians hálfu vegna
ummæla Péturs Benediktssonar,
banliastjóra, í hinu fræga erindi
hans um daginn og veginn í út-
I varpinu fyrir skemmstu. Munu
! lögfræðingar hinna ákærðu í Sig-
urbjarnarmálinu svonefnda hafa
farið frain á, að félagið tæki mál-
ið til meðferðar.
Mun sérstök nefnd innan fé-
lagsins hafa fengið það verkefni,
að kanna málið, og stjórn félags-
ins, síðan sent fyrrgreint erindi
að hennar ráðleggingum.
Við hringdum til Ágústs Fjeld-
Harður árekstur
í Hafnarfirði
Rcykjavik, 28. febr. — KG.
Harður árekstur varð á bryggj-
unni í Hafnarfirði í gærdag. Fólks-
bifreið úr Reykjavík ók þar á
kyrrstæðan jeppa. En pilturinn í
fólksbifreiðinni hafði engin um-
svif, heldur ók þegar á brott á-
leiðis til Reykjavíkur. I»ar náðist
hann svo síðar um daginn og ját-
aði hann þegar brot sitt. Hann
mun hafa verið drukkinn.
Báðir bílarnir skemmdust.
Reykjavík, 28. febr. — AG.
TVÖ innbrot voru framin í nótt.
Annað í Segli h.f. við Nýlendugötu
og liitt í Hverfisbúðinni við Hverf-
isgötu 50. Á fyrrnefnda staðnum
var brotizt inn á tveimur stöð-
um, inn í skrifstofu og lager og
verzlun. Þar voru brotnar upp all
ar læstar liirzlur. Náði þjófur-
inn í eina flösku af Sherry og
vindlingalengju.
steds hrl. formanns Lögmannafé-
lagsins í dag og spurðum hann
frétta af þessu. Kvað hann bréf
hafa borizt í gær frá Saksókn-
ara ríkisins, þar sem saksóknari
skýrði frá því að hann teldi ekki
ástæðu til neinna aðgerða í fyrr-
greindu tilviki.