Alþýðublaðið - 29.02.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 29.02.1964, Qupperneq 8
ninimiiiiiiimimimimimiiimniminiitiMiiiMiimnnniiiiniiiiininiiiiiinmiimi'iiiiiiiiiiiii* ......................Mll.........IMIII......■MMMMIIMMMM 11111III111111111111III11111111111111III111III11111IIIIIMM 111111111111111111111111111111IIIIII11111III111III11II í DAG er 29 febrúar anno 1964, en eins og mönnum er kunnugt er 29. febrúar ekki til nema fjórða hvert ár og þar af leiðir að þeir, sem eru fæddir þennan dag eiga ekki afmæli nema fjórða hvert ár og geta þess vegna sagst vera mun yngri en þeir í rauninni eru. Einn þess- ara „hamingjuhrólfa“ er Klem- enz Jónsson leikari, en hann er ellefu ára í dag. Við hringdum í Klemenz, til að heyra í honum hljóðið og rabba við hann smástund um af- mælið og fleira. Erfiðlega gekk að ná sambandi við hann, enda — Blessaður vertu,. það er ekk ert um það að segja. — Engar sérstakar minningar frá æskuárunum? — Manni leiddist, þegar mað- ur var krakki, að eiga ekki af- mæli nema fjórða livert ár, en núna finnst manni það þægilegt. — Var þér máske strítt á þessu? — Það var ekkl laust við, að krakkarnir stríddu manni stundum. — Og þú verður ellefu ára í dag? — Ja, þetta er í ellefta sinn, sem ég á afmæli, en reyndar verð ég 44 ára. — En var sá tuttugasti og átt- undi aldrei notaður sem afmæl- isdagur? — Jú reyndar. — En svo við tölum nú um annað, Klemenz, þú stjórnar sýn ingum á Mjallhvít; hvernig ganga þær? — Þær ganga mjög vel, það hefur verið húsfyllir á þeim sýn ingum, sem þegar er lokið, enda er þ'etta gott verk eftir skemmti legu ævintýri. — Þú hefur stjórnað mörgum barnaleikritum? — Þetta er það fjórða í Þjóð- leikhúsinu. — Hvað er nýtt á döfinni? — Næsta leikrit, sem ég stjórna, er „Kraftaverkið“, en ÍS-ÍÍÍÍÍ Klemens Jónsson: „Strítt í æsku, þarf hann mörgu að sinna, er leikari, leikstjóri og blaðafull trúi hjá Þjóðleikhúsinu. — Þú ert einn af þeim, sem á afmæli þann tuttugasta og ní- unda, Klemenz, hvað geturðu sagt okkur skemmtilegt í því sambandi? það er byggt á ævisögu Helenar Keller. Það er eftir William Gibson, en hann samdi meðal ann ars leikritið „Tvö á saltinu". — Hverjir leika aðalhlutverk- in? Braga Björnsdóttir leikur Helenu sem barn. — Mér finnst ég kannast við nafnið Gunnvör Braga? — Móðir hennar heitir einnig Gunnvör Braga og hefur fengist við leiklist. — Þú lærðir leiklist í Eng- landi, var ekki svo? — Jú, ég var í „The Royal Aeademi of dramatic art“ í þrjú ár. — Það hafa margir íslenzkir leikarar lært þar. — Já, til dæmis var Gunnar Eyjólfsson þar um leið og ég, einnig voru Baldvin Halldórsson og Herdís þar um svipað leyti, Steinunn Bjarnadóttir og Einar Pálsson líka, en Rúrík Haralds- son var í London. — Þarna hafa óvenju margir íslendingar verið við nám í ieik list um svipað leyti. — Já, þeir hafa aldrei verið fleiri í einu. - ★ - Næst hringdum við í Adólf F. Wendel. — Hvernig er að eiga afmæli svona sjaldan, Adólf? — Það er afskaplega skemmti legt, það muna allir eftir manni. — Hvað ertu gamall? — Ja, ég er fæddur 29. febrú- ,ar 1920, svo ég verð 44 ára núna. En reyndar hef ég ekki átt af- mæli nema tíu sinnum áður, svo það mætti segja að ég yrði ellefu ára núna, svo þú sérð að ég er efnilegur unglingur. — Var þér nokkurn tíma mis- munað í æsku vegna afmælis- dagsins? — Nei nei, það kom aldrei fyr ir. Afmælið mitt var haldið há- tíðlegt þann 28., þegar ekki voru fleiri dagar í mánuðinum. Svo þetta hefur verið hinn mesti gæfudagur. — Veiztu nokkuð hvað stjörnu spáin segir um daginn? — Nei, ég hef ekki kynnt mér það, en læt hverjum degi nægja sína þjáningu og þessum líka. — Hvað er þitt starf, Adólf. — Ég er húsgagnasmiður að mennt, en starfræki heildsölu nvina. Um tíma vann ég hjá Sam einuðum verktökum á Keflavík- urflugvelli og fór síðan út til Bandaríkjanna til að kynna mér byggingaframkvæmdir. Nú flyt ég inn vélar til mannvirkja- gerða. — Kanar eru framarlega í byggingariðnaði? — Það mundi ég segja já, en íslendingar fylgjast mjög vel með í þessum málum og sérstak lega hvað tæknilegar hliðar snertir og eru fljótir að tileinka sér þær. íslenzkir iðnaðarmenn hafa líka gert talsvert af því und anfarið að fara til meginlandsins og kynna sér nýjungar í bygg- ingariðnaði. Ég held að húsagerð sé óvíða vandaðri en hér á landi, enda hafa útlendingar, sem hér hafa komið í sambandi við þau mál, látið þá sikoðun í ljós1. Máske má deila um arkitektúr- inn, en þar sem hinir yngri hafa fengið að njóta sín, finnst mér árangurinn yfirleitt góður. Við þökkum afmælisbörnun- um fyrir spjallið og óskum þeim til hamingju með daginn. — Kristbjörg Kjeld leikur kennslukonuna, en Gunnvör Adólf Wendel: „Efnilegur unglingur.” ''‘4IIIIIM1111111111IIII11111111III ■IMIIMMMMMIII Mll IMMIIIIMIIIIIIIIIIMIIMMIMIMIIIIIIIIII1111111111111111 MII^"""""""""""""""""""""""""""""""""1 8 29. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ OLYM ÆSK Reykjavík, 24. febr. 1964. BANDALAG æskulýðsfélaga Reykjavíkur hélt nýlega ársþing þitt í Þjóðleikhúskjallaranum. Það telur nú 32 aðildarfélög og mættu þar um 40 fulltrúar. Á þingi þessu ríkti mikill áhugi um félagsmál, samtök og umbæt- ur í skemmtanalífi unga fólksins í borginni, en þau mál hafa verið mjög í molum. Þau málefni, sem mest voru rædd og koma eiga til fram- kvæmda á þessu ári voru þessi: 1. Halda skal nú þegar í vor ráðstefnu um vandamál æskunnar og leiðir til úrbÓLa og bjóða þang- að forráðamönnum ffæðslu- og félagsmáia. 2. Efnt verði til fjölmenns leið- toganámskeiðs þegar á . næsta hausti, þar sem skólafólki sé ætl- uð sérstök þátttaka. Framvegis verði efnt til slíkra námskeiða að sumrinú á einhverj- um fögrum og friðsælum stað ut- an borgarinnar. Tíðkast slík sum- arnámskeið mjög t. d. á Norður- löndum og víðar þar sem félags- líf er blómlegc. Hyllist þá unga fólkið til þess að nota hluta af sum arleyfum sinum til þeirra, og gera tvennt í einu: Læra holla félags- háttu og skemmta sér í fallegu um hverfi. En slík námskeið eru jafn- an skiplögð öðrum þræði sem skemmtun. 3. Gefin skal sem fyrst út hand hæg félagsmálahandbók fyrir ís- lenzk æskulýðssamtök. Væri þar sjálfsagt að leita samstarfs við önnur æskulýðssamtök, t.d. Æ.S.Í. og Æskulýðsráð Reykjavíkur Skyldj slík bók hafa sem flest- ar leiðbeiningar um félög og fé- lagastarfsemi, upplýsingar um skemmtikrafta og skemmtiatriði, Verð Suðurlands- síldar í yfirnefnd VERÐLAGSRÁÐ sjávarúíVegsins hefir að undanförnu unnið að verð ákvörðunmn á síld veiddri viff Suð ur- og Vesturland fyrir verfflags- tímabilið, sem hefst þann 1. marz n. k. og ennfremur á loðnu. Samkomulag náðist ekki um verð á síld til heilfrystingar og síld til bræðslu, svo og loðnu til bræðslu. Þessum verðákvörðunum hefur því verið vísað til úrskurð- ar yfirnefndar samkvæmt ákvæð um laga urn Verðlagsráð sjávarút- vegsins. Yfimefndin hefur verið skipuð og eiga eftirtaldir 'menn sæti í henni Guðmundur Ólafs, bankastjóri, sem er formaður nefndarinnar, skipaður af hæstarétti Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri, Reykjavík og Guðmundur Kr. Jónsaon, framkvæmdastjóri, Reykjavik, tilnefndir af fulltrúum fiskikaupenda í Verðlagsráðinu og Sigurður Pétursson, útgerðarmað- ur, Reykjavík og Tryggvi Helga- son, sjómaður, Akureyri, tilnefnd- ir af fulltrúum fiskseljenda í Verð lagsráðinu Reykjavík, 7.2 1964. VerffOagsráff síóvanitvegsina /

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.